Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 21

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 21 Þjónustuhús fyrir fullorðna Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur, í samvinnu við byggingaverktaka, áhuga á að reisa allmörg þjónustu- hús fyrir fullorðna á landi sínu við Heilsustofnun. Hús- in verða 60 til 120 fermetrar að stærð, með eða án bílskúrs. Eigendur húsanna munu eiga kost á alhliða þjónustu frá Heilsustofnun, m.a. vöktun, sólahrings- þjónustu lækna og hjúkrunarfólks, ræstingu, þvotti, matarþjónustu og aðgangi að göngudeild; böðum, nuddi og fleiru. Einnig er gert ráð fyrir að þeir eigi að- gang að nýju baðhúsi, sem verður tekið í notkun á næsta ári, en þar verða innilaugar, gufu- og leirböð, nuddpottar og fleira. Einnig aðgang að útilaug. Heilsustofnun NFLÍ vill með þessari auglýsingu kanna áhuga fólks á þessum þjónustuhúsum. Nánari upp- lýsingar veitir Anna Pálsdóttir, kynningarfulltrúi HNFLÍ, í síma 483 0300. Netfang hennar er anna@hnlfi.is Heilsustofnun NLFÍ. Það skiptir ekki máli. grenningarkremið Silhouette er alltaf lausnin • Ertu með of stóra húð? • Ertu með appelsínuhúð? • Ertu með slappa húð eftir megrun eða meðgöngu? ...ferskir vindar í umhirðu húðar Það eina sem þú þarft að gera er að bera það á þig. Silhouette vinnur líka á undirhöku, styrkir háls og stinnir slappan maga og upphandleggi. www.forval.is gera alls ekki.“ Jóhann bendir á rannsókn sem birtist í norska lækna- blaðinu fyrir skömmu þar sem fram kemur að erlend síðdegisblöð seljast vel þegar á forsíðu er að finna fréttir úr heimi læknavísindanna. „Á for- síðu VG fyrir nokkru ráðleggur yf- irlæknir við Ríkisspítalann í Ósló fólki að taka Dispril barnamagnýl áður en farið er að sofa á sunnudags- kvöldum til þess að þynna blóðið. Þýðir það þá að við eigum að gera einn sjöunda af lífi fólks, það er mánudaga að hættulegum dögum.“ Eðlilegt er að mati Jóhanns, að lyfjaiðnaðurinn komi skilaboðum að á frjálsum markaði en ekki er þar með sagt að læknisfræðin eigi að taka við þeim skilaboðum mjög hrátt. „Menn verða að líta í eigin barm og skoða gögn með meiri nákvæmni. Ég tel einnig mjög mikilvægt að fjöl- miðlaheimurinn átti sig á hvernig hann er notaður og almenningur átti sig á hvernig eigi að túlka niðurstöð- ur.“ Þegar 2+2 verða 40 Í fjölmiðlum og á faglegum fund- um er oft skýrt frá því að ákveðið lyf eða meðferð lækki dánartíðni um 30– 40% borið saman við viðmiðunarhóp. „Þekkt dæmi er árangur af blóðfitu- lækkandi lyfjameðferð, statín-lyfj- um. Tölunar virka sannfærandi fyrir lærða sem leikna en þær segja ekki nema hluta sannleikans Margir halda því fram að slíkar tölur, einar og sér, séu blekkjandi og gefi til kynna meiri árangur en raun ber vitni. Hvernig getur almenningur til dæmis áttað sig að því að meðferð með lyfinu A sem lækkar dánartíðni um 30% þýði það sama og að segja að lífslíkur verði um 0,6% meiri. Mun- urinn er sá að í fyrri nálguninni er notuð svonefnd hlutfallsleg lækkun áhættu en í þeirri síðarnefndu er stuðst við raunverulega lækkun áhættu. Verið er að segja sama hlutinn en með mismunandi aðferðum. Við þetta bætist sú staðreynd að allar rannsóknir eru gerðar á hópum og í raun ekki hægt að yfirfæra þeir beint yfir á þann sem kemur til læknis til að leita ráða.“ Rannsóknir hafa sýnt að almenn- ingur og fagfólk skilur sömu skilaboð með mismunandi hætti eftir því hvernig upplýsingarnar eru fram- reiddar, að sögn Jóhanns. „Fólk vill í meira mæli taka sjálfstæðar ákvarð- anir og bera einhverja ábyrgð og þar með áhættu á eigin lífi eða lífsstíl. Meðferð við áhættu krefst oft vissrar fyrirhafnar og því er eðlilegt að fólk vilji vita hvað það fær fyrir sinn snúð. Ræður þá miklu hversu alvarlegt ástandið er sem verið er að glíma við.“ Takmarkanir erfðafræðirannsókna Flestir hafa áttað sig á takmörk- unum erfðafræðirannsókna, að mati Jóhanns, einkum fjárfestar. „Í huga margra er gert ráð fyrir að vísinda- menn í genarannsóknum finni bráð- lega próf til að uppgötva flesta kvilla og unnt verði að kanna hverjir eru í mikilli áhættu fyrir tilteknum sjúk- dómum. Þessar uppgötvanir muni síðan bæta meðferð svo um munar. Því miður er það svo að genetísk próf hafa sömu vankanta og önnur lækn- isfræðileg próf og gefa aðeins töl- fræðilegar upplýsingar um líkur. Þau gen sem skipta mestu máli í þró- un sjúkdóma hafa enn ekki verið uppgötvuð og þaðan af síður er vitað um hlutverk þeirra. Litlar líkur eru því á að niðurstöður genaprófa geti með einhverri vissu sagt til um ár- angur meðferðar. Þau hafa því lítið klínískt gildi.“ Hvað gerir okkur hamingjusöm? Því meiri áhersla sem lögð er á fríska einstaklinga því meiri hætta er á að hinir veiku komist ekki að í kerf- inu, að mati Jóhanns. „Afleiðingarn- ar verða þær að heilbrigðisþjónustan stendur ekki undir væntingum sem leiðir til vaxandi krafna um þjónustu og með tímanum vaxandi óánægju meðal almennings og fagfólks. Umhverfi okkar er fullt af áróðri um áhættur. Í stað þess að einblína á þær væri æskilegra að horfa á hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm og heilbrigð. Hætta er einnig á að áhugi á genetískum úrlausnum beini athyglinni um of frá nærtækari úr- lausnum svo sem lífsstílsbreyting- um. Hér hef ég til dæmis í huga hvernig við þurfum að höndla vanda- mál svo sem offitu, áfengisneyslu, reykingar og umferðaslys svo eitt- hvað sé nefnt.“ Óskandi væri að lýðræðisleg um- ræða færi fram til að auðvelda for- gangsröðun, til dæmis hvað varðar heilsueflingu fyrir unglinga, að mati Jóhanns. „Vegvísar segja okkur að of margir unglingar komast ekki klakk- laust í gegnum gelgjuskeið án þess að nota geðlyf. Kannski eru menn að vakna upp við vondan draum þegar sýnt þykir að opinber útgjöld til heilbrigðismála geta ekki aukist endalaust. Við verð- um að forgangsraða með því að vega og meta kostnað miðað við ávinning. Ljóst er þó að kerfið breytist ekki svo glatt. Að baki liggja gríðarlegir efnahagshagsmunir, en einnig menningarlegir og háskólasamfé- lagið hefur sína hagsmuni sem teng- ist meðal annars vísindasjóðum.“ álitamál hrma@mbl.is alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.