Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 6/10 – 12/10
ERLENT
INNLENT
HEILDARSKULDIR
sjávarútvegsins minnk-
uðu um 10 milljarða
króna á fyrri helmingi
ársins og nema nú 205
milljörðum.
FJÓRÐI hver íbúi á Ís-
landi notar tauga- og
geðlyf. Kostnaður Trygg-
ingastofnunar er ráð-
gerður um 4,4 milljarðar
á þessu ári en 3,6 á því
síðasta.
MATVÖRUR á Íslandi
mældust 48% dýrari en í
ríkjum ESB samkvæmt
könnun Eurostat. Verð á
brauði og kornvöru er
66% hærra en meðaltals-
verð innan ESB.
HUGSANLEGA verður
boðið upp á grænlenskar
rjúpur í íslenskum versl-
unum fyrir jólin. Vernd-
arsjóður villtra laxa-
stofna undirbýr nú slíkan
innflutning í samvinnu
við samtök veiðimanna á
Grænlandi. Þegar hefur
verið heimilaður til-
raunainnflutningur á
6.000 rjúpum.
NÝJASTA James
Bond-kvikmyndin verður
frumsýnd á Íslandi í nóv-
ember en veigamikið at-
riði í henni var tekið upp
hjá Jökulsárlóni og
Skálafellsjökli.
UNGLINGAR verða
fyrir einelti á Netinu í
skjóli nafnleyndar. Þá
eru SMS-skilaboð líka
notuð í þeim tilgangi.
Hægt er að rekja SMS-
skilaboð til farsíma eða
tölvu sem þau eru send
úr. Spjallþræðir eru not-
aðir til að bera út óhróð-
ur og hóta fólki.
Mæðgur létust
í bílslysi
KONA á fertugsaldri og tvær dætur
hennar, átta og níu ára, létust á
fimmtudag af völdum áverka sem þær
hlutu í bílslysi í Skutulsfirði síðastlið-
inn sunnudag. Höfðu þær legið meðvit-
undarlausar á gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi í fjóra daga. Jeppi
sem þær voru farþegar í valt er kerra
sem hann dró fauk til. Fimm manns
slösuðust og voru fluttir til Ísafjarðar
en mæðgurnar síðan til Reykjavíkur
með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Eðlilegt var að semja
við Samson ehf.
VERKLAGSREGLUR sem gilda um
sölu ríkisfyrirtækja voru ekki brotnar
við val á áhugaverðum kaupanda á hlut
ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Þetta
er meginniðurstaða Ríkisendurskoð-
unar um sölu bankans. Í greinargerð
kemur fram að ekki verði dregin önnur
ályktun en að sú niðurstaða að ganga
til beinna viðræðna við Samson ehf. sé
sannfærandi og eðlileg miðað við þær
forsendur og áherslur sem lagðar voru
til grundvallar.
„Eldislax“ reyndist
regnbogasilungur
TALIÐ var að fimm laxar úr sjókvía-
eldi hefðu fundist í íslenskum vistkerf-
um í sumar. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá Veiðimálastofnun reyndust
nokkrir fiskanna hins vegar vera regn-
bogasilungar. Þar segir að nákvæm
lýsing á fiskunum sem veiddust og
hreistur sem barst til rannsókna hefði
staðfest að um fisk af eldisuppruna
væri að ræða. Þegar fiskarnir voru síð-
ar rannsakaðir kom í ljós að þeir voru
regnbogasilungar af eldisuppruna.
Tveir fiskar sem veiddust í sumar og
stofnuninni bárust upplýsingar um eru
þó enn taldir laxar af eldisuppruna.
BANDARÍSKIR fjölmiðlar greindu
frá því á miðvikudaginn að leyniskytta
sem valdið hefur miklu uppnámi í út-
hverfum og nágrannasveitum Wash-
ington-borgar hefði skilið eftir skilaboð
til lögreglunnar á Tarot-spili eftir að
hann skaut 13 ára gamlan pilt á mánu-
dagsmorgun í Maryland-ríki. Leyni-
skyttan hafði á föstudaginn alls skotið
sjö manns til bana. Virðist sem mað-
urinn velji fórnarlömb sín algerlega af
handahófi. „Kæri lögreglumaður, ég er
Guð,“ sagði á Tarot-spilinu, sem var hið
svokallaða dauðaspil en Tarot-spilin
nota menn, sem kunnugt er, til að spá
fyrir fólki.
Rússar fylgjandi
einni ályktun
RÚSSAR sögðu á þriðjudaginn að þeir
væru reiðubúnir til að styðja nýja álykt-
un Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um Írak
til þess að gera vopnaeftirlitið virkara
og draga úr vafa heimsbyggðarinnar
um hernaðaráætlun Íraksstjórnar. „Ef
lagðar eru fyrir öryggisráð SÞ tillögur
sem gera vopnaeftirlit í Írak virkara
munum við styðja þær,“ hafði rúss-
neska fréttastofan Interfax eftir Ígor
Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sinn Féin verði
vikið úr stjórn
BRESK stjórnvöld verða að útiloka
Sinn Féin, stjórnmálaarm Írska lýð-
veldishersins (IRA), frá heimastjórn-
inni á Norður-Írlandi ef þau vilja ekki
að samstjórn kaþólikka og mótmæl-
enda í héraðinu liðist alveg í sundur.
Þetta sagði David Trimble, oddviti
heimastjórnarinnar og leiðtogi stærsta
flokks sambandssinna (UUP), eftir
fund með Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, á þriðjudaginn.
Sendi lögreglunni
skilaboð
MEIRA en 40.000 börn
í norskum grunnskólum
verða fyrir aðsúg eða ein-
elti meira en einu sinni í
viku. Hefur þeim fjölgað
verulega á síðustu árum.
Danskur sérfræðingur
telur, að farsímavæðing
barna og unglinga eigi
stóran þátt í þróuninni.
BANDARÍKIN, Evr-
ópusambandið og Rúss-
land hafa harðlega for-
dæmt stórárás Ísraela á
bæ á Gaza-svæðinu á
mánudaginn, en hún varð
14 mönnum að bana og
særði 136.
BRETAR og Frakkar
þokuðust á mánudaginn
nær samkomulagi um
hvaða skilaboð Samein-
uðu þjóðirnar skyldu
senda Saddam Hussein
Íraksforseta er fyrir-
hugað vopnaeftirlit SÞ í
Írak hefst.
GEORGE W. Bush
Bandaríkjaforseti fagnaði
því á fimmtudaginn að
fulltrúadeild Bandaríkja-
þings skyldi ákveða að
veita honum heimild til
að fara með hernaði gegn
Írak. Sagði forsetinn að
„dagar Íraks sem útlaga-
ríkis“, sem setur sig upp
á móti vilja alþjóða-
samfélagsins, „séu brátt
taldir“.
BRESKI Íhaldsflokk-
urinn verður að gera yf-
irbót vegna þeirra „sár-
inda og reiði“ sem hann
olli þegar hann var í rík-
isstjórn. Þetta var meðal
þess sem leiðtogi flokks-
ins, Iain Duncan Smith,
sagði í ræðu á ársfundi
flokksins á fimmtudaginn.
HEILBRIGÐISKERFIÐ hefur
verið talsvert til umræðu að undan-
förnu, ekki síst hefur mönnum orðið
tíðrætt um einkarekstur, einkavæð-
ingu og einkaframkvæmd í heil-
brigðisþjónstu. Ásta Möller, hjúkr-
unarfræðingur og alþingismaður,
hefur sett fram ýmsar hugleiðingar
um þessi mál, bæði í fjölmiðlum og á
þingi. Hún var spurð hvort mikill
munur væri á þessum þremur hug-
tökum.
„Já, það er mikill munur og gætt
hefur misskilnings í notkun á þess-
um hugtökum. Margir telja að öll
þessi þrjú atriði þýði það sama en
svo er alls ekki.
Einkarekstur heilbrigðisþjónustu
felur í sér að ríkið gerir samkomulag
við aðra um rekstur einstakra þátta
þjónustunnar þar sem samið er um
markmið, magn, gæði og verð, en
kostnaður heilbrigðisþjónustunnar
er eftir sem áður greiddur úr rík-
issjóði. Engin breyting verður við
þessa skipan á fyrirkomulagi al-
mannatrygginga. Á það má benda að
60% af allri öldrunarþjónustu eru
rekin svona og nánast öll endurhæf-
ingarþjónusta á Íslandi. Hins vegar
er nær öll önnur heilbrigðisþjónusta
rekin af ríkinu.
Einkavæðing í heilbrigðisþjón-
ustu þýðir á hinn bóginn að bæði
rekstur og fjármögnun er fært frá
ríki til einkaaðila. Þá væri fjármögn-
un þjónustunnar þannig að fólk
þyrfti sjálft að útvega sér sjúkra-
tryggingu sem stæði
straum af kostnaði
vegna heilbrigðisþjón-
ustu eða það borgaði
þjónustuna úr eigin
vasa, þetta er það sem
sumir kalla hið amer-
íska kerfi.
Loks er einkafram-
kvæmd heilbrigðis-
þjónustu, – þá gerir
ríkið samkomulag við
aðila sem felur í sér að
hann vinni ákveðið
verk og veiti svo
ákveðna þjónustu, ný-
legt dæmi er hjúkrun-
arheimimlið Sóltún í
Reykjavík.“
Hvar stendur Sjálfstæðisflokkur-
inn í viðhorfum sínum gagnvart
þessum þremur hugtökum?
„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
fylgjandi því að einkavæða heilbrigð-
iskerfið í skilningi ameríska kerfis-
ins svokallaða, en vill á hinn bóginn
aukinn einkarekstur og einkafram-
kvæmd í heilbrigðisþjónustu. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill sem sé að heil-
brigðisþjónustan sé eins og hún er
nú – fjármögnuð að mestu af ríkinu.
Heilbrigðisþjónustan er samfélags-
leg þjónusta á sama hátt og mennta-
kerfi og félagslegt kerfi og það vilj-
um við sjálfstæðismenn að verði
áfram.“
Hvers vegna vilja sjálfstæðismenn
aukinn einkarekstur?
„Sumir telja að vandi heilbrigðis-
kerfis sé fyrst og fremst fjárskortur,
ég tel hins vegar að rangar áherslur
og úrelt skipulag sé vandinn. Veik-
leikar kerfisins núna eru síaukin út-
gjöld, biðlistar, skert aðgengi og
sums staðar minnkuð afköst og
óánægja starfsfólks. Nágrannaþjóð-
ir okkar hafa staðið frammi fyrir
sams konar vandamálum og leyst
þau með því að færa rekstur heil-
brigðisstofnana til einkaaðila eða fé-
lagasamtaka en ríkið borgar eigi að
síður. Árangurinn hefur ekki látið á
sér standa, kostnaðurinn hefur hlut-
fallslega minnkað, starfsánægjan
vaxið og gæði þjónustunnar og af-
köst hafa aukist. Aðgengi hefur og
batnað og biðlistar styst. Með þessu
móti hefur ríkið reynst hafa meiri
stjórn á útgjöldum
vegna þess að þá er
gerð kostnaðargrein-
ing og það hefur samið
um magn, verð og gæði
þjónustunnar en hefur
eigi að síður eftirlit
með hvernig allt geng-
ur. Þess ber að geta að
á öðrum sviðum hefur
ríkið gert samkomulag
um útboð eða útvistun
á ákveðnum þáttum
starfsemi og það er að
mínu viti eðlilegt að sú
leið sé einnig farin í
heilbrigðisþjónustu.“
Eru réttar áherslur í
öldrunarþjónustu eins og hún er?
„Áherslan á síðustu áratugum hef-
ur verið að byggja stofnanir fyrir
aldraða. Nú er hins vegar að koma
upp ný kynslóð aldraðs fólks sem
gerir aðrar kröfur til lífsins en fyrri
kynslóðir. Það hefur m.a. margt
hvað sýnt þá fyrirhyggju að flytja í
hentugt húsnæði sem sérstaklega er
útbúið með eldra fólk í huga. Það á
þá ósk heitasta að geta búið heima
sem lengst og þá með þeim stuðningi
sem til þarf. Það vantar hins vegar
töluvert á að heimaþjónusta og
heimahjúkrun sé nægilega þróuð til
að geta komið til móts við þarfir og
kröfur þessa fólks.
Í heilbrigðisáætlun sem samþykkt
var á Alþingi í fyrra er gert ráð fyrir
að til sé hjúkrunarrými fyrir 25%
fólks 80 ára og eldra. Nú er töluvert
hærra hlutfall aldraðra á stofnunum.
Ef við setjum fjölda hjúkrunarrýma
fyrir aldraðra í dag í samhengi við
markmið heilbrigðisáætlunar þá
kemur í ljós að hjúkrunarrými eru
200 of mörg – en ekki að það skorti
320 rými eins og áætlað hefur verið.
Til að mæta breyttum kröfum þarf
að leggja mikla áherslu á að efla
þjónustu sem gerir fólki kleift að
vera heima hjá sér eins lengi og
hægt er. Hins vegar er því ekki að
leyna að það er misvægi á hjúkrun-
arrýmum á landinu, það er verulegur
skortur á þeim á höfuðborgarsvæð-
inu en rúmt um á ýmsum stöðum á
landsbyggðinni.“
Einkarekstur ekki
sama og einkavæðing
Ásta Möller
Skipulag heilbrigð-
isþjónustu, rangar
áherslur í öldrunarþjón-
ustu, einkavæðing,
einkarekstur eða einka-
framkvæmd heilbrigð-
isþjónustunnar eru
meðal umræðuefna
Ástu Möller alþingis-
manns í viðtali við Guð-
rúnu Guðlaugsdóttur.
gudrung@mbl.is
DREGIÐ var í Víkingalottóinu í 500.
sinn í síðustu viku og fór fyrsti vinn-
ingur, 172 milljónir króna, til Finn-
lands. Íslendingar hafa fengið um 300
milljónir frá upphafi eða nær jafnmik-
ið og þeir hafa sett í pottinn.
Víkingalottóið hófst 17. mars 1993
og hafa Norðmenn fengið fyrsta vinn-
ing 303 sinnum, Danir 248 sinnum,
Finnar 108 sinnum, Svíar 53 sinnum,
Íslendingar 11 sinnum og Eistlend-
ingar einu sinni en þeir eru tiltölulega
nýbyrjaðir í Víkingalottóinu.
Bergsveinn Sampsted, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar getspár,
segir að Íslendingar hafi fengið 91%
til baka af þeirri upphæð sem þeir
hafi sett í pottinn eða um 300 millj-
ónir. Hlutfallið hafi sveiflast upp og
niður þar sem gjarnan líði margir
mánuðir á milli þess að fyrsti vinn-
ingur lendi á Íslandi, en einn vinn-
ingur til viðbótar gerði það að verkum
að hlutfall vinninga yrði hærra en
framlagið. Vinningshlutfall Norð-
manna og Dana sé 105%, Svía um
81% og Eistlendinga um 40%.
26. desember í fyrra komu tæplega
45 milljónir á íslenskan lottómiða og
er það hæsti vinningur sem greiddur
hefur verið út úr Víkingalottóinu hér-
lendis, en potturinn hefur mest farið
upp í tæplega 400 milljónir.
500 útdrættir
í Víkingalottóinu
Íslendingar
hafa fengið um
300 milljónir