Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 32
32 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
13. október 1945: „Ríkis-
stjórnin ákvað að greiða
verðið niður til þeirra, sem
taka laun og kaup eftir vísi-
tölu og hafa að öðru leyti þá
aðstöðu að þeir verða fyrir
halla af því að vísitalan er
ekki látin hækka. Þetta er
mikill meiri hluti alls bæj-
arfólks. Þessa greiðslu fá
þeir eftirá, á þriggja mánaða
fresti, að vísu á takmarkað
kjötmagn, en þó það mikið,
að það samsvarar ríflega því
magni, sem reiknað er inn í
vísitöluna.
Allir þessir menn fá því
dilkakjötið fyrir sama verð
og í fyrra, kr. 6,50 pr. kg.,
enda þótt ýmsir þeirra hafi
fengið hækkaðar tekjur á
árinu. Þetta verð er mjög
lágt miðað við annað og
áreiðanlega betri matarkaup
en allflest annað nú á tímum.
Dilkakjötið úr betri fjár-
sveitum okkar, er ljúffeng-
asta og besta matvaran, sem
framleidd er hjer á landi. Ís-
lendingar eiga sjálfir að
neyta þess í ríkum mæli. Á
það ekki síst við nú, því að
það eru vissulega blóðug
neyðarkjör, að flytja þessa
ágætu vöru á erlendan
markað, til sölu fyrir hálf-
virði.“
. . . . . . . . . .
13. október 1965: „Þjóðin
fagnar því að þetta fjárlaga-
frumvarp virðist hafa verið
undirbúið af fyrirhyggju og
raunsæi. Það er vitanlega
enginn vandi að æsa til
óánægju þegar reynt er að
spara á einstökum út-
gjaldaliðum. En greiðslu-
halla búskapur ríkissjóðs í
einhverju mesta góðæri sem
yfir þjóðina hefur komið,
væri hin mesta fásinna. Þess
vegna er það rétt stefna að
leggja áherzlu á að Alþingi
afgreiði greiðsluhallalaus
fjárlög.“
. . . . . . . . . .
13. október 1985: „Hvarvetna
í veröldinni var höfuðfrétt
dagsins í gær um þann at-
burð, er orustuþotur banda-
ríska sjóhersins neyddu
flutningaþotu, með fjóra pal-
estínska sjóræningja innan-
borðs, til lendingar á Sikiley,
þar sem hryðjuverkamenn-
irnir vóru teknir höndum.
Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, sem fyr-
irskipaði handtöku sjóræn-
ingjanna, lýsti þessum sögu-
lega atburði svo, að hann
væri „þarft verk í þágu rétt-
lætis“.
Forsaga málsins er sú að
vopnaðir palestínskir hryðju-
verkamenn rændu ítalska
skemmtiferðaskipinu Achille
Lauro og héldu fjölda far-
þega og skipverja í gíslingu.
Sterkar líkur standa til þess
að þeir hafi líflátið einn
Bandaríkjamann, fatlaðan
mann í hjólastól, sem var
meðal farþega. Rán skipsins
og grimmd hryðjuverka-
mannanna vakti bæði skelf-
ingu og almenna reiði víða
um heim.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
AÐ VEKUR ennþá verulega
athygli þegar íslenzk stór-
verzlun auglýsir talsvert úr-
val af ferskum, erlendum
kjötvörum eins og Nóatún
gerði hér í blaðinu í gær,
föstudag. Íslenzkir neytend-
ur hafa ekki átt slíku að venj-
ast. Tvennt gerir þetta mögulegt, annars vegar
landbúnaðarsamningur Heimsviðskiptastofnun-
arinnar, WTO, sem tók gildi fyrir sjö árum og
rýmkaði nokkuð um innflutning landbúnaðarvara
hingað til lands. Hins vegar upplýsir starfsmaður
yfirdýralæknisembættisins í Morgunblaðinu í
dag, laugardag, að ný reglugerð um dýrasjúk-
dóma og varnir gegn þeim hafi í för með sér að
flytja megi inn ósoðið kjöt, sé sýnt fram á að hægt
sé að útiloka smithættu með öðrum aðferðum en
gerilsneyðingu með suðu. Fyrri reglur, sem tak-
mörkuðu mjög innflutning á hráu kjöti, voru af
mörgum talin tæknileg viðskiptahindrun fremur
en raunveruleg sjúkdómavörn. Það er því
ánægjuefni að þessi breyting hafi verið gerð.
Von um frjálsari
viðskipti
Við getum gert okkur
vonir um að eftir
nokkur ár heyri aug-
lýsingar af áðurnefndu
tagi ekki lengur til tíðinda. Þá má sömuleiðis vona
að verðið á hinum innfluttu kjötvörum verði ekki
jafnhátt og það er óneitanlega í dag. Ýmislegt
bendir til að á vettvangi Heimsviðskiptastofnun-
arinnar verði samið um enn aukið frjálsræði í við-
skiptum með landbúnaðarafurðir, lækkun tolla,
lækkun og jafnvel afnám útflutningsbóta og frek-
ari takmarkanir á öðrum ríkisframlögum til land-
búnaðar. Slíkt á, ef rétt er á haldið, að geta stuðlað
að lægra verði, minni ríkisútgjöldum og þar með
bættum hag neytenda og skattgreiðenda.
Ennþá er þó allsendis óvíst hversu langt verður
gengið í hinni svokölluðu Doha-samningalotu
WTO um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Henni á
að ljúka fyrir 1. janúar 2005, en þá rennur út það
umboð, sem ráðherrar aðildarríkjanna veittu
samningamönnum sínum á fundi í Doha í Katar
fyrir tæpu ári. Í landbúnaðarkafla umboðsins
kemur fram að stefnt skuli að því að bæta veru-
lega markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur,
lækka hvers kyns útflutningsbætur með það fyrir
augum að útrýma þeim og draga verulega úr inn-
anlandsstuðningi við landbúnað, sem hafi trufl-
andi áhrif á milliríkjaviðskipti.
Jafnt í Doha og á ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfis- og þróunarmál, sem lauk í
Jóhannesarborg í Suður-Afríku í síðasta mánuði,
ríkti meiri skilningur á því en oftast áður að frjáls-
ari viðskipti með landbúnaðarvörur eru megin-
þáttur í að bæta hlutskipti þróunarríkjanna og
hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Viðskiptahindranir
og ríkisstyrkir ríku landanna eru ein stærsta
hindrunin í vegi þess að fátæku löndin geti flutt út
afurðir sínar og fengið þannig lífsnauðsynlegar
gjaldeyristekjur. Ef hinn alþjóðlegi markaður
fyrir landbúnaðarafurðir væri þannig að ríki
kepptu á grundvelli verðs og gæða fremur en í
krafti niðurgreiðslna og útflutningsbóta stæðu
þróunarríkin mun betur að vígi.
Ólík sjónarmið
Í viðræðum aðildar-
ríkja WTO um land-
búnaðarmálin undan-
farin misseri hefur engu að síður komið skýrt
fram að þau túlka umboðið með afar mismunandi
hætti og hafa gerólíkar skoðanir á því, hversu
langt skuli ganga. Margir, sem fylgjast með þess-
um málum, hafa áhyggjur af að erfitt verði að ná
málamiðlun milli andstæðra sjónarmiða og breyt-
ingar verði því litlar. Þróunarlöndin krefjast af-
náms viðskiptahindrana í iðnríkjunum og rýmri
aðgangs fyrir afurðir sínar. Þau eru þó mörg hver
ekki reiðubúin að afnema tolla og styrki sem
vernda þeirra eigin landbúnað fyrir samkeppni,
að minnsta kosti ekki nema gegn því að iðnríkin
afleggi útflutningsbætur sínar.
Þrátt fyrir að hafa nýlega aukið eigin stuðning
við landbúnað lögðu Bandaríkin í sumar fram
harla róttækar tillögur, m.a. um að lækka með-
altolla á landbúnaðarvörur úr 62% í 15% og af-
nema allar útflutningsbætur. Cairns-hópurinn
svokallaði, sem samanstendur af ýmsum öflug-
ustu útflytjendum landbúnaðarvara á heimsvísu,
s.s. Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Brazilíu,
Argentínu, Úrúgvæ og fleiri Suður-Ameríkuríkj-
um, hefur sömuleiðis lagt fram róttækar tillögur,
sem fela í sér að nánast allur framleiðslutengdur
stuðningur og stuðningur, sem hamlar viðskipt-
um, verði afnuminn.
Evrópusambandið, Austur-Evrópuríkin sem
eru á leið inn í ESB, Japan og EFTA-ríkin, þar á
meðal Ísland, skipa sér hins vegar í hægfara hóp,
sem tortryggir hinar róttæku tillögur og vill ekki
taka nein stökk fram á við, heldur vinna áfram í
anda þeirrar hægfara aðlögunar landbúnaðarins
að viðskiptafrelsi, sem kveðið er á um í núverandi
landbúnaðarsamningi. Þessi ríki benda ekki sízt á
að í 13. grein Doha-yfirlýsingarinnar og núver-
andi landbúnaðarsamningi komi skýrt fram að í
samningaviðræðunum skuli taka tillit til fleiri
sjónarmiða en þeirra, sem eru viðskiptalegs eðlis.
Með því er átt við t.d. byggða-, umhverfis- og
menningarsjónarmið.
Afstaða Íslands
Í máli fulltrúa Íslands
í viðræðunum að und-
anförnu hefur komið
fram að Ísland taki undir markmiðið um aukið
frjálsræði í landbúnaðarviðskiptum og telji það
góðra gjalda vert. Aftur á móti hefur komið skýrt
fram að íslenzk stjórnvöld líti svo á að næðu t.a.m.
tillögur Cairns-hópsins fram að ganga, myndi ís-
lenzkur landbúnaður í núverandi mynd fljótlega
heyra sögunni til. Talsmenn íslenzkra stjórnvalda
hafa því talið upp önnur markmið, sem Ísland vilji
jafnframt ná fram í viðræðunum. Þau eru í fyrsta
lagi að tryggja öruggt framboð heilbrigðrar fæðu,
í öðru lagi að viðhalda byggð í landbúnaðarhér-
uðum, í þriðja lagi að stuðla að landgræðslu og
skógrækt og í fjórða lagi að varðveita menning-
arverðmæti og „landbúnaðarlandslag“.
Þetta er auðvitað allt gott og blessað. Landbún-
aður gegnir mikilvægu hlutverki á Íslandi og sér
landsmönnum fyrir matvörum, sem margar
hverjar eru í háum gæðaflokki. Hann var und-
irstöðuatvinnugrein landsmanna í þúsund ár og
er því mjög samofinn íslenzkri menningu. Land-
búnaðurinn verður vissulega að fá tækifæri til að
aðlagast nýjum aðstæðum. Hins vegar verður að
hyggja að fleiru. Aðeins lítið brot þjóðarinnar hef-
ur framfæri sitt af landbúnaði núorðið, en í all-
mörgum byggðarlögum er einnig talsverð at-
vinnustarfsemi tengd þjónustu við landbúnaðinn
og úrvinnslu afurða hans. Mikill meirihluti þjóð-
arinnar lifir ekki á landbúnaði en greiðir skatta,
sem m.a. eru notaðir til að viðhalda einhverjum
hæstu landbúnaðarstyrkjum í heimi. Þrátt fyrir
það greiða íslenzkir neytendur – sem eru sama
fólk og skattgreiðendurnir – eitthvert hæsta verð
í heimi fyrir búvörur. Innlendar landbúnaðaraf-
urðir eru mjög dýrar og það takmarkaða magn af
erlendum búvörum, sem á aðgang að markaðn-
um, er gert álíka dýrt eða dýrara með háum toll-
um.
Íslenzkir skattgreiðendur og neytendur hafa
mikla hagsmuni af því að aukið frjálsræði komist
á í viðskiptum með landbúnaðarvörur og ríkis-
styrkir og tollar lækki. Samt er sjaldnast minnzt á
hlutskipti skattgreiðenda og neytenda af hálfu
þeirra, sem fara með þennan málaflokk. Íslenzk
stjórnvöld hafa mótað stefnu í landbúnaðarvið-
ræðunum, metið áhrif tillagna annarra ríkja á ís-
lenzkan landbúnað og sett fram á móti markmið,
sem þjóna hagsmunum landbúnaðarins. En hvar
er matið á áhrifum sömu tillagna á hag neytenda
og skattgreiðenda? Hvaða markmið hafa íslenzk
stjórnvöld sett sér um æskilega niðurstöðu af
Doha-viðræðunum fyrir neytendur og skattgreið-
endur? Hvernig hafa þau, í stefnumörkun sinni,
vegið saman hagsmuni hinna fáu, sem hafa lífsvið-
urværi sitt af landbúnaði, og hinna mörgu, sem
styrkja landbúnaðinn með sköttunum sínum og
þurfa að ná endum saman í heimilisbókhaldinu,
m.a. með því að gera hagstæð matarinnkaup? Hér
skal því ekki haldið fram að hagsmunir þessara
tveggja hópa séu að öllu leyti andstæðir, því fer
fjarri, en það fer hins vegar lítið fyrir því að rík-
isstjórnin eða þeir, sem semja fyrir Íslands hönd
á vettvangi WTO, útskýri hvernig sé æskilegt að
ná jafnvægi á milli þeirra.
Sama á við um fleiri mál, sem tengjast við-
skiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefur ekki
borið mikið á umræðum um það, hvernig stefna
ríkisstjórnarinnar á vettvangi WTO samrýmist
stefnu hennar um að hjálpa fátækum ríkjum til
sjálfshjálpar. Og er endilega þar með sagt að það
sé alltaf í þágu umhverfissjónarmiða að vernda
landbúnaðinn fyrir samkeppni? Myndu ekki ýms-
ir vilja draga saman í landbúnaðinum og fórna
„landbúnaðarlandslagi“ þar sem mýrar hafa verið
ræstar fram með skurðum í þágu jarðræktar, fyr-
ir endurheimt votlendis með tilheyrandi fjöl-
breytni í lífríkinu? Bændur hafa síðustu ár látið að
sér kveða við skógrækt – reyndar með ríflegum
ríkisstyrkjum – en er sjálfgefið að það þjóni
markmiðum um landgræðslu að viðhalda vernd
fyrir íslenzkan landbúnað? Myndi það t.d. ekki
stuðla að því að minnka beitarálag á afréttum að
draga úr lambakjötsframleiðslu en flytja inn
lambakjöt frá Nýja-Sjálandi eða öðrum ríkjum,
sem ekki búa við vanda jarðvegsrofs í sama mæli
og Ísland? Hér er ekki verið að halda því fram að
það sé æskilegur kostur, enda tækju íslenzkir
neytendur væntanlega áfram íslenzkt lambakjöt
EF VIÐ BERJUMST SAMAN …
STERK STAÐA SJÁVARÚTVEGS
Staða sjávarútvegs er sterk umþessar mundir. Þetta komskýrt fram á aðalfundi Samtaka
fiskvinnslustöðva í fyrradag. Arnar
Sigurmundsson, formaður samtak-
anna, benti á að hagnaður væri vax-
andi, skuldir minnkuðu og allt benti til
að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja
yrði viðunandi á þessu ári.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Búnaðar-
bankans, lýsti þeirri skoðun að fram-
lag sjávarútvegs til hagvaxtar á næstu
árum gæti orðið verulegt ef áætlanir
Hafrannsóknarstofnunar gengju eftir
um aukinn afrakstur fiskistofna.
Þessi sterka staða sjávarútvegsins
er í raun og veru mjög merkileg í ljósi
þess hvað þorskkvótinn hefur verið
skorinn mikið niður á nýjan leik.
Hann er að vísu ekki kominn jafnlangt
niður eins og þegar verst gekk á tí-
unda áratugnum en er þó að nálgast
þau mörk.
Það er til marks um þá gífurlegu
breytingu, sem orðið hefur í efnahags-
lífi okkar á nokkrum áratugum, að
fyrir þremur áratugum eða svo hefði
jafnlítill þorskafli og við nú búum við
þýtt djúpa alvarlega kreppu í efna-
hagsmálum. Þótt við séum að ganga í
gegnum vissa lægð frá hápunkti ár-
anna 1999 og 2000 er þó ekki hægt að
segja annað en að við búum við góðæri
um þessar mundir.
Í þessu felst að markviss viðleitni
síðustu áratuga til þess að skjóta fleiri
stoðum undir afkomu þjóðarbúsins
hefur skilað verulegum árangri. Við
erum ekki jafn háð sveiflum í sjávar-
útvegi og áður.
En jafnframt er ljóst að fjölbreytni
í sjávarútvegi hefur stóraukizt. Út-
flutningur á ferskum fiski samkvæmt
sérstökum pöntunum skiptir orðið
verulegu máli og nýting hráefnisins
hefur aukizt verulega.
Það er bjart framundan í íslenzkum
sjávarútvegi. Þótt formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva hafi haft orð á því að
veiðigjald, sem gengur í gildi eftir tvö
ár, mundi ekki létta róðurinn í rekstri
sjávarútvegsfyrirtækja mega útgerð-
armenn og fiskverkendur ekki gleyma
því að það skiptir þá verulegu máli að
búa í friði við þjóðina og að geta lagt
línur um rekstur fyrirtækja sinna til
framtíðar en hvort tveggja lögðu þeir
mikla áherzlu á þegar deilurnar um
veiðigjaldið voru sem mestar.
Alþjóðageðheilbrigðisdagsins varminnzt víða um land sl. fimmtu-
dag og þar á meðal á Akureyri en að
þeirri dagskrá stóðu Laut – athvarf
fyrir fólk með geðraskanir og Geð-
verndarfélag Akureyrar. Í hópi
þeirra sem töluðu á þeim fundi var
María Arinbjarnar sem er félagi í
klúbbnum Geysi. Í ræðu á fundinum
sagði hún m.a.:
„Það eru fáir sem rísa upp og berj-
ast fyrir hönd geðsjúkra og þeir geð-
sjúku eiga erfitt með að blanda sér í
umræðuna og þeim er ýtt til hliðar
vegna þess að þeir eru jú geðveikir.
Ef við berjumst saman og hjálpumst
að getum við komið í veg fyrir að
þessum málaflokki verði ýtt til hliðar.
Við getum breytt þessu, við erum það
mörg …“
Það er ástæða til að veita orðum
þessarar ungu konu eftirtekt. Fram á
síðustu ár hafa þeir verið fáir sem
hafa tekið málstað geðsjúkra. Það er
að breytast. Öflugir forystumenn úr
þeirra hópi hafa komið fram og lýst
upplifun þeirra, tilfinningum og skoð-
unum. Það er liðin tíð að einungis fag-
fólk eigi að koma að stefnumörkun á
þessu sviði. Þetta er slík bylting að
fyrir rúmum áratug hefði hún þótt
óhugsandi.