Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 35

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 35 sakamanna og jafnvel myndir af þeim ... Það sem máli skiptir er það að hvort sem um er að ræða afbrota- menn sem eru sjálfráðir gerða sinna eða ekki þá ber að hafa í huga að í flestum tilfellum eiga þeir sér ætt- ingja og vini sem þurfa sjálfsagt að líða nóg þótt þeir þurfi ekki að þjást fyrir opnum tjöldum. Fjölmiðlar sem hafa tekið að sér það hlutverk að vera gapastokkur nútímans þurfa því að hafa í huga áður en refsingunni er beitt hverjir kunna að verða fyrir henni.“ Það er sorglegt til þess að vita, að fjölmiðlar skuli ekki lengur telja aðal- fréttaefni sitt það sem vel er gert, horfir til góðs, framfara og heilla en það helst sem miður fer í mannlegu samfélagi, illdeilur og orðaskak, mis- ferli og rán, árásir og nauðganir. Reyna sífellt að slá sér upp á óham- ingju annarra, hárra og lágra. Enda er nú svo komið, að allt er þetta orðið helsta skemmti- og afþreyingarefni alþýðu, svo sem sjá má, t.d. af mynda- úrvali kvikmyndahúsa, sjónvarps- stöðvanna og sumra blaða og tíma- rita. Þar er það allt haft til sýningar sem borgurunum er bannað að aðhaf- ast í daglegu lífi, að viðlagðri refsingu. En aftur að máli prestsins sem varð kveikjan og tilefni þessara orða. Það er sagt, að ekki þyki það frétt þegar hundur bítur mann. Það sé frétt þeg- ar maður bítur hund. Sannarlega er mannamunur gerður í fjölmiðlum. Það sem einum leyfist að hafa að einkamáli, enda í engum tengslum við störf hans, verður öðrum til falls og ávirðingar. Þegar oddviti ríkisstjórn- arinnar segist í blaðavitali hafa dangl- að í hausinn á nemendum sínum er það grín og gaman enda vita það allir, að þannig hafa kennarar löngum stuggað við ódælum strákum og er ekki viðbragðavert. Samt fara tepr- urnar að gretta sig. Það kann að vera að siðferði nútíma Íslendinga sé orðið svo ungmeyjarlegt að það þoli ekki þetta. Og ef prestur játaði slíkt, þætti það gamanlaus alvara. Já, það þykir dauðans alvara þegar prestur ber hönd fyrir höfuð sér í ósjálfráðu fáti þegar til hans er barið. Það kennir okkur nýlegur dómur. Hann skal í gapastokk fjölmiðlanna, enda sat hann þar lengi og er hagvanur orðinn. Stimpillinn heitir: Þriðji flokkur – marinn, og taki hann því! Það má og vera, að það sé andi ís- lenskra laga, að ekki megi lengur verja hendur sínar þegar að manni er ráðist og hann barinn í höfuðið (og eru þá lögin strangari orðin en guðleg boðorð). Slíku verður þá að taka. Lengstum hefur það þó heitið, að verja hendur sínar og þætti ekki merkilegt atvik í kvikmynd frá Holly- wood sem fjölskyldan sameinast um frammi fyrir sjónvarpstækinu á laug- ardagskvöldi. En varla skal það full- reynt sem glæpur áður en æðsta dómstig ríkisins hefur fengið að túlka þá lagakróka. Kannski verði frétt úr því. Morgunblaðinu þakka ég fyrir að voka ekki yfir gapastokknum. Höfundur er sóknarprestur á Hvanneyri. Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Í dag býðst ykkur að skoða þessa gull- fallegu og vel skipulögðu 106 fm 4ra herb. endaíbúð sem er á 2. hæð í ný- legu fjölbýli á þessum barnvæna stað. Sérinngangur. Frábært útsýni. Stór garður fyrir börnin. Verð 12,7 millj. Ásmundur sölumaður á Höfða verður á staðnum í dag. (2557) Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þetta glæsilega 189 fm einbýlis- hús sem er á einni hæð á þessum eftir- sótta stað. Í húsinu eru m.a. 4 svefnher- bergi, 2 baðherbergi og innbyggður bíl- skúr. Húsið verður afhent fullbúið að utan, einangraðir útveggir, tilbúna undir spörtlun og rör í rör kerfi ásamt hitalögnum í gólfum. Hægt er að fá húsið lengra komið. Gott verð 17,5 millj. Davíð sölumaður á Höfða verður á staðnum í dag. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Nú getur þú skoðað þessa gullfallegu og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 3. hæð. Íbúðin er í litlu fjölbýli á þess- um eftirsótta stað. Flísalagt bað, fallegt eldhús. Verð aðeins 12,9 millj. Kristrún býður ykkur velkomin. (2625) Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Gnitaheiði 10 - raðhús Gvendargeisli 58 - einbýlishús Laufengi 28 - íbúð 201 Gullsmári 4 - íbúð 304 Í dag býðst þér að skoða eitt glæsileg- asta raðhús höfuðborgarsvæðisins sem er með einstöku útsýni og er á einum eftirsóttasta stað í suðurhlíðum Kópa- vogs. Húsið er um 150 fm að stærð auk bílskúrs sem er um 25 fm. Sérstaklega hefur verið vandað til allrar byggingar og innréttingar hússins. Merbau parket á öllum gólfum. Glæsilegt sérsmíðað eldhús úr kirsuberjavið og burstuðu stáli, eldhústæki vönduð. Stór borðstofa og stofa í suður, stórar suðursvalir með fádæma útsýni. Þrjú til fjögur svefnherbergi, tvær stofur og sjónvarpsstofa. Glæsilegt baðherbergi, flísalagt með Versace flísum í hólf og gólf og mjög vönduðum hreinlætistækjum. Þvottaherbergi fullbúið með innréttingum. Garður, hellulögð verönd, timburskjólgirðingar, grasflöt og gróður. Um þetta hús hefur verið fjall- að í Innlit/útlit, hjá Völu Matt og eins í tímaritinu Lífsstíl. Verð 26 millj. Ari og Kolbrún taka vel á móti ykkur. ( 2839) Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Opið á skrifstofu okkar að Suðurlandsbraut 20 í dag milli kl. 14 og 16. Sími 533 6050 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkasölu glæsilegt einb. með bílskúr, samtals 330 fm. 4 svefnherb. Arinn. Sérsmíðaðar innréttingar. Parket og náttúruflísar. Frábær staðsetning og útsýni. Eign í sérflokki. Myndir á netinu. Verð 29,7 millj. 92797 SÓLHEIMAR - RVÍK - 3JA HERB. Nýkomin í einkas. á þessum góða stað mjög mikið endurnýjuð falleg 73 fm íb. á jarðh. í góðu fjórbýli. 2 svefnherbergi, sérþvottahús. Fallegar innréttingar og gólfefni. Eign sem vert er að skoða. Verð 10,6 millj. 93365 LINDASMÁRI - KÓP. - GLÆSILEG 3ja herb. 93 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði. Glæsilegt eldhús með vönd- uðum innréttingum. Parket. Rúmgóð herbergi. Frábær staðsetning. Áhvílandi húsbréf. Verð 13,9 millj. 84426 STUÐLASEL - RVÍK - TVÆR ÍB. Nýkomið glæsil. 270 fm einb. á tveimur hæðum með innb. 50 fm tvöföldum bílskúr og sér ca 70 fm aukaíbúð á neðri hæð. Hús í góðu standi. Arinn, stór garðskáli, góð staðsetning. Verðtilboð. 92190 SELJAHVERFI - RVÍK - EINB. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 BARÐASTAÐIR 23 - 4ra herb. m. bílsk. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 - 17 Glæsileg 109 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu litlu fjölbýli. Innrétting- ar eru mjög vandaðar og á gólfum er parket og náttúrusteinn. Þvottahús er innan íbúðar og baðherbergi er bæði með kari og sturtuklefa. Sameign öll er til fyrirmyndar. Bílskúrinn sem er 28 fm er flísalagður og með mikilli loft- hæð. Ásett verð er 16,7 milljónir. LEIFUR OG HREFNA SÝNA ÍBÚÐINA Í DAG MILLI KL. 14 OG 17. Opið á Lundi í dag milli kl. 12 og 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.