Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARIELIS Seyler er fædd í Aust- urríki árið 1942. Hún lærði ljósmynd- un í Vín á sjötta áratugnum og um áratug síðar teikningu og málun, einnig í Vín. Hún vann sem ljósmynd- ari og sýndi verk sín í ýmsum lönd- um, rak Gallery Onnasch og Gallery Gmurzynska í Köln á áttunda ára- tugnum og Gallery Curtze og Gallery Lang fram á níunda áratuginn. Hún hefur stjórnað upptökum á sjón- varpsþáttum og enn fremur lært for- vörslu í fimm ár. Á níunda áratugn- um tók hún aftur til við listræna vinnu sína eftir nokkurt hlé og hefur síðan sýnt myndir sínar víða um heim. Myndaserían sem Marielis Seyler sýnir í Listasalnum Man nefnist Still- ness, eða Kyrrð, og eru allar mynd- irnar teknar hér á landi í fyrrasumar. Sýningin á að fara víðar og gefin hef- ur verið út bók með sama nafni sem einnig má skoða á sýningunni. Í bók- inni fylgja textar myndunum þar sem fram kemur ljóðræn upplifun lista- konunnar á íslensku landslagi. Einn sá fyrsti leggur línurnar fyrir ætlun- arverk hennar, – í minni þýðingu þar sem ekki var boðið upp á neitt slíkt á sýningunni: Við stefnum á landvinn- inga/ með viðkæmu andliti þínu/ og hvítu, flæðandi efni. Marielis leggur sem sagt land undir fót með einfalda hugmynd í farteskinu, hún myndar ljóshærða stúlku í hvítum kjól/efni með ógnarlöngum slóða, helst í gróð- ursnauðu hrauni eða sandi. Myndirn- ar eru svart/hvítar og grófkornóttar. Framsetning þeirra gefur til kynna að hún hafi málverk í huga, þær eru límdar á striga sem strekktur er á blindramma og eru áritaðar. Mann- eskjan ein og lítil í hrjóstrugu lands- lagi minnir á rómantísk málverk nítjándu aldar. Hér er manneskjan þó ekki borin ofurliði heldur heillast hún af krafti náttúrunnar og er þetta greinilegt í myndatextum þeim sem eru í bókinni en fylgja ekki mynd- unum á sýningunni. Textar eins og: Litlar stúlkur særa varirnar/á odd- hvössum gljáandi steinum/aftur og aftur/aftur og aftur/þar til vorvindar/ gleypa í sig sætt munnvatnið – hér í lauslegri þýðingu – birta áhorfand- anum óvænta leiftursýn inn í heim myndanna, gera hann að þátttakanda á mun sterkari hátt en myndunum tekst einum og sér. Myndirnar standa að vísu líka sem sjálfstæð verk en mér er spurn því þessi þáttur var látinn liggja milli hluta við fram- setningu verkanna í sýningarsal, þegar hann er óaðskiljanlegur þáttur verkanna í bókarformi. Í heild er myndröðin vel unnin og vandlega hugsuð, myndrænir mögu- leikar þessa einfalda efniviðar eru vel nýttir og framsetning myndanna, samspil þeirra og stærð vinna öll með efninu. Marielis tekst í myndum sín- um að snerta þær taugar sem eru í okkur flestum, taugar okkar Íslend- inga til grjóts og steina, hún birtir manneskju í landslagi á ljóðrænan og fallegan hátt. Svona einföld hugmynd fellur auðveldlega um sjálfa sig ef ekki er vel unnið úr henni, breytist í auglýsingu fyrir skyr, handunnið ís- lenskt hör eða eitthvert símafyrir- tækið. Hér gerist þetta ekki, lista- konunni tekst að halda myndum sínum ferskum og ósnortnum; mynd- bygging, áferð og grafískir eiginleik- ar gera það að verkum að þær standa fyllilega fyrir sínu. MYNDLIST Listasalurinn Man Til 14. október. Sýningin er opin daglega á verslunartíma og á sunnudögum frá kl. 14 til 18. LJÓSMYNDIR, MARIELIS SEYLER Landvinningar með viðkvæmu andliti Ragna Sigurðardóttir Eitt af verkum Marielis Seyler. TÓNVERK Atla Heim- is Sveinssonar, Tíminn og vatnið, við ljóð Steins Steinarr, sem nýlega var gefið út á geisladiski í Þýska- landi, hefur fengið einkar góða dóma í þýska blaðinu Neue MusikZeitung og raun- ar hæstu mögulega einkunn. „TÖFRAR þessa skáldskapar eru ein- stakir og þessum töfr- um ljóðlistarinnar er reynt að koma til skila í tónlistinni og það tekst æ betur eftir því sem á verkið líður.“ Þannig verður smám saman til, segir í dómnum, úr samspili söngv- anna/ljóðanna 23 og hinna 22 hljóð- færa heildstæður og æðri tón- heimur sem sé einna fegurstur í lokaþætt- inum, Fljótandi vatni. Þá segir að Atli Heimir – sem m.a. hafi numið hjá Günter Raphael, B.A. Zimmer- mann og G.M. Koenig – kunni þá list að ná fram hámarkslitadýrð og margbreytileika í samspili kammersveit- arinnar, kórsins og einsöngvaranna. Í dóminum segir einnig að stjórnand- anum, Paul Zukofsky, takist að leiða Kamm- ersveitina í „ótrúlegar hæðir“ sem krefjist jafnframt ýtr- ustu tækni af sveitinni. Uppfærsla verksins sé hreint frábær og í raun lifandi dæmi um uppfærslu nútíma- tónverks eins og hún gerist best. Tíminn og vatnið fær lof í Þýskalandi Atli Heimir Sveinsson LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur ætlar næstu þrjá mánuði að bjóða lands- mönnum að sjá einþáttungaröð í Kaffileikhúsinu. Verkefnið hefur hlotið nafnið Þetta mánaðarlega, en ný sýning verður sett upp í hverj- um mánuði og eingöngu verða tvær sýningar á hverju verki. Sýningar októbermánaðar verða annaðkvöld og þriðjudagskvöld kl. 20. Að þessu sinni verða sýndir fimm einþáttungar: Fram og aftur – um ástina og Ég elska þessa þögn, eftir Fríðu B. Andersen, Þú segir ekki eftir Hrefnu Friðriks- dóttur, Í húsinu eftir Sigrúnu Ósk- arsdóttur og Sambekkingar eftir Þórunni Guðmundsdóttur, en Þór- unn samdi söngleikinn Kolrössu sem Hugleikur sýndi í Tjarnarbíói síðasta vetur. Einþáttungarnir koma allir úr smiðju Hugleikara, en hópurinn setur aðeins upp frumsamið efni. Leikstjórn er sömuleiðis í höndum félagsmanna, en undanfarin ár hef- ur hópur Hugleikara sótt námskeið í leikstjórn í Leiklistarskóla Banda- lags íslenskra leikfélaga sem starf- ar í Svarfaðardal á hverju sumri. Miðasala er í síma 551-9030. Hugleikararnir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Þórunn Harðardóttir í einþáttungnum Þú segir ekki sem er eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Einþáttungaröð Hug- leikara í Kaffileikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.