Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 21 HELGA Helena Sturlaugsdóttir var fyrir skömmu sett inn í emb- ætti sóknarprests í Setbergs- prestakalli vegna eins ár leyfis séra Karls V. Matthíassonar al- þingismanns. Athöfnin fór fram í Grundarfjarðarkirkju. Það var prófastur Snæfells- og Dalapró- fastsdæmis, séra Ingibergur Hannesson, sem setti séra Helgu inn í embættið en að því búnu predikaði hún og þjónaði fyrir altari til messuloka. Að athöfn lokinni var öllum kirkjugestum boðið upp á súpu og brauð í safn- aðarheimili Grundarfjarð- arkirkju. Séra Helga, sem ættuð er frá Efri-Brunná í Dalasýslu, er gift Eiríki Rúnari Eiríkssyni húsasmíðameistara. Hún útskrif- aðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1999 og var vígð til embættis í dómkirkjunni af bisk- upi Íslands hinn 8. september sl. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ingibergur Hannesson, prófastur Snæfells- og Dalaprófastsdæmis, setti Helgu Helenu Sturlaugsdóttur inn í embættið. Nýr sóknarprest- ur í Grundarfirði Grundarfjörður HREINDÝRARÁÐ hefur óskað eft- ir því að umhverfisráðuneytið heimili ráðinu að láta fella 24 hreinkýr á veiðisvæði 9; Mýrum og Suðursveit í nóvember og desember. Þetta eru dýr sem ekki náðist að fella á hefð- bundnum veiðitíma sem lauk 15. september. Aðeins náðist að veiða sex af þeim 30 kúm sem heimilt var að fella á svæðinu. Veiðar á hrein- törfum gengu hins vegar vel og náð- ist að fella 21 af 25 tarfa kvóta. Bæj- arráð Hornafjarðar hefur einnig beint þeim tilmælum til ráðuneytis- ins að heimild fáist til þess að fella öll hreindýr sem ganga vestan Kol- grímu utan veiðitíma og minnka með því hættuna á að dýrin beri með sér búfjársjúkdóma inn á ósýkt svæði. Karen Erla Erlingsdóttir, starfs- maður hreindýraráðs, segir að síð- ustu ár hafi ekki náðst að veiða kvót- ann á svæðinu, m.a. vegna þess að nokkrir landeigendur á Mýrum hafi bannað hreindýraveiðar á jörðum sínum. Hreindýrum hefur því fjölgað mikið á þessu veiðisvæði og segir Karen Erla að dýrin séu farin að leita vestar en áður. Mikilvægt sé að halda stofnstærð í skefjum og því sé leitað heimildar til að klára kvótann í nóvember og desember. Hún segir það einnig vera hags- munamál fyrir landeigendur að veiðikvótinn náist því þeir hafi bein- an arð af þeim dýrum sem felld eru á þeirra landi og arður reiknist eftir ágangi, landstærð og fasteignamati. Ef ekki tekst á veiðitímanum að veiða nægilega mörg dýr til þess að stofnstærð verði innan fyrirhugaðra marka getur umhverfisráðherra heimilað hreindýraráði veiðar í nóv- ember og desember. Arður af þeim veiðum rennur til hreindýraráðs. Vilja halda hrein- dýrastofn- inum í skefjum Hornafjörður Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Meðgöngufatnaður meðgöngubelti - brjóstahöld Þumalína, Skólavörðustíg 41 17 Nýtt kortatímabil hefst í dag 20 50%til afsláttur af nýjum vörum fimmtudagur október 2002 18 föstudagur 19 laugardagur sunnudagur 20 10.00 til 21.00 10.00 til 19.00 10.00 til 18.00 13.00 til 17.00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 19 03 1 1 0/ 20 02 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 sunnudaginn 20. okt. kl. 14.30 Eftirfarandi verslanir taka þátt í uppboðinu: UPPBOÐ Aha BT Gallerí Fold Hagkaup Hans Petersen Íslandssími Stjórnandi uppboðsins verður Jón Gnarr, skemmtikraftur. Knickerbox Konfektbúðin Krista Oasis Penninn Quest Rhodium Tal Tekk vöruhús Tékk Kristall

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.