Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 21 HELGA Helena Sturlaugsdóttir var fyrir skömmu sett inn í emb- ætti sóknarprests í Setbergs- prestakalli vegna eins ár leyfis séra Karls V. Matthíassonar al- þingismanns. Athöfnin fór fram í Grundarfjarðarkirkju. Það var prófastur Snæfells- og Dalapró- fastsdæmis, séra Ingibergur Hannesson, sem setti séra Helgu inn í embættið en að því búnu predikaði hún og þjónaði fyrir altari til messuloka. Að athöfn lokinni var öllum kirkjugestum boðið upp á súpu og brauð í safn- aðarheimili Grundarfjarð- arkirkju. Séra Helga, sem ættuð er frá Efri-Brunná í Dalasýslu, er gift Eiríki Rúnari Eiríkssyni húsasmíðameistara. Hún útskrif- aðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1999 og var vígð til embættis í dómkirkjunni af bisk- upi Íslands hinn 8. september sl. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ingibergur Hannesson, prófastur Snæfells- og Dalaprófastsdæmis, setti Helgu Helenu Sturlaugsdóttur inn í embættið. Nýr sóknarprest- ur í Grundarfirði Grundarfjörður HREINDÝRARÁÐ hefur óskað eft- ir því að umhverfisráðuneytið heimili ráðinu að láta fella 24 hreinkýr á veiðisvæði 9; Mýrum og Suðursveit í nóvember og desember. Þetta eru dýr sem ekki náðist að fella á hefð- bundnum veiðitíma sem lauk 15. september. Aðeins náðist að veiða sex af þeim 30 kúm sem heimilt var að fella á svæðinu. Veiðar á hrein- törfum gengu hins vegar vel og náð- ist að fella 21 af 25 tarfa kvóta. Bæj- arráð Hornafjarðar hefur einnig beint þeim tilmælum til ráðuneytis- ins að heimild fáist til þess að fella öll hreindýr sem ganga vestan Kol- grímu utan veiðitíma og minnka með því hættuna á að dýrin beri með sér búfjársjúkdóma inn á ósýkt svæði. Karen Erla Erlingsdóttir, starfs- maður hreindýraráðs, segir að síð- ustu ár hafi ekki náðst að veiða kvót- ann á svæðinu, m.a. vegna þess að nokkrir landeigendur á Mýrum hafi bannað hreindýraveiðar á jörðum sínum. Hreindýrum hefur því fjölgað mikið á þessu veiðisvæði og segir Karen Erla að dýrin séu farin að leita vestar en áður. Mikilvægt sé að halda stofnstærð í skefjum og því sé leitað heimildar til að klára kvótann í nóvember og desember. Hún segir það einnig vera hags- munamál fyrir landeigendur að veiðikvótinn náist því þeir hafi bein- an arð af þeim dýrum sem felld eru á þeirra landi og arður reiknist eftir ágangi, landstærð og fasteignamati. Ef ekki tekst á veiðitímanum að veiða nægilega mörg dýr til þess að stofnstærð verði innan fyrirhugaðra marka getur umhverfisráðherra heimilað hreindýraráði veiðar í nóv- ember og desember. Arður af þeim veiðum rennur til hreindýraráðs. Vilja halda hrein- dýrastofn- inum í skefjum Hornafjörður Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Meðgöngufatnaður meðgöngubelti - brjóstahöld Þumalína, Skólavörðustíg 41 17 Nýtt kortatímabil hefst í dag 20 50%til afsláttur af nýjum vörum fimmtudagur október 2002 18 föstudagur 19 laugardagur sunnudagur 20 10.00 til 21.00 10.00 til 19.00 10.00 til 18.00 13.00 til 17.00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 19 03 1 1 0/ 20 02 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 sunnudaginn 20. okt. kl. 14.30 Eftirfarandi verslanir taka þátt í uppboðinu: UPPBOÐ Aha BT Gallerí Fold Hagkaup Hans Petersen Íslandssími Stjórnandi uppboðsins verður Jón Gnarr, skemmtikraftur. Knickerbox Konfektbúðin Krista Oasis Penninn Quest Rhodium Tal Tekk vöruhús Tékk Kristall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.