Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 27 TVÆR sprengjur, sem sprungu í borginni Zamboanga á sunnanverð- um Filippseyjum í fyrradag, urðu fimm manns að bana og særðu að minnsta kosti 144 manns. Grunur leikur á, að hryðjuverkasamtök múslíma beri ábyrgð á ódæðunum. Í Zamboanga búa um 600.000 manns, aðallega kristnir, en borgin er í miðju héraði, sem byggt er múslímum. Rollo Golez, öryggis- ráðgjafi Gloríu Arroyo, forseta Fil- ippseyja, vildi ekki geta sér til um hverjir hefðu staðið að ódæðisverk- inu en flesta grunar, að múslímsku hryðjuverkasamtökin Abu Sayyaf hafi verið að verki. Talið er víst, að þau hafi samstarf við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, og hafa þau áður staðið að sprengjutilræðum. Hugsanlegt er hins vegar einnig að samtökin Jemaah Islamiah hafi staðið fyrir ódæðunum en þau hafa einnig ver- ið nefnd til sögunnar í tengslum við hryðjuverk á Balí sl. laugardag, sem kostaði um 200 manns lífið. Hryðjuverkin á Filippseyjum komu aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að nýr yfirmaður, Narciso Abaya, tók við stjórn stjórnarhersins í suðurhluta Fil- ippseyja en Abaya hét því að ráða niðurlögum múslimsku uppreisnar- mannanna. Sprengjurnar sprungu í tveimur samliggjandi verslunum og höfðu verið skildar eftir á borði þar sem fólk geymir ýmislegt meðan það kaupir inn. Gerðist þetta í hádeg- inu þegar jafnan er margt um manninn í verslununum. Mikil ringulreið ríkti eftir sprengingarnar eins og líklegt er enda lá látið fólk og slasað innan um allt brakið úr húsunum. Við all- ar opinberar byggingar og stór- verslanir á Filippseyjum eru jafn- an öryggisverðir með málmleitar- tæki en Mario Yanga, lögreglu- stjóri í Zamboanga, sagði, að oft sinntu þeir ekki starfinu sem skyldi þótt stöðugt væri verið að áminna þá. Öfgasamtök múslima talin bera ábyrgð á hryðjuverki á Filippseyjum Fimm létust og tugir slösuðust Zamboanga. AFP. FINNSKA lögreglan sleppti í fyrradag 17 ára dreng, sem grunaður var um að hafa hjálpað Petri Gerdt, 19 ára námsmanni, sem varð sjö manns að bana og slasaði 80 með sprengju í verslana- miðstöð. Í tilkynningu lögreglunn- ar sagði, að ekkert benti til, að ungi maðurinn hefði tekið þátt í að búa til sprengjuna, þótt ljóst væri, að hann og Gerdt hefðu rætt saman um sprengjugerð á Netinu. Þrír aðrir menn voru yf- irheyrðir um tengsl sín við Gerdt en sleppt að því búnu. Svo virðist því sem Gerdt hafi verið einn að verki en lög- reglan hefur birt mynd af honum og skorað á fólk að láta vita hafi það einhverjar sérstakar upplýsingar um hann. Viðurkenna loks hryðju- verk YFIRVÖLD í Jemen viður- kenndu loks formlega í fyrra- dag það, sem Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haldið fram, að sprengingin í frönsku olíuskipi 6. þessa mánaðar hafi verið hryðju- verk. Rashad al-Eleimi, innanrík- isráðherra Jemens, sagði einnig, að ótiltekinn fjöldi manna hefði verið handtekinn og fundist hefði húsið þar sem sprengjan var útbúin. Var henni komið fyrir í bát, sem síðan var siglt á skipið. Varð sprengingin einum manni að bana en ekki er ljóst hvort um var að ræða sjálfsmorðsárás eða hvort bátnum var fjarstýrt. STUTT Finnskum unglingi sleppt Petri Gerdt debenhams S M Á R A L I N D debenhams klæ›ir flig betur Morgunbla›i› 26. september 2002

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.