Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 27 TVÆR sprengjur, sem sprungu í borginni Zamboanga á sunnanverð- um Filippseyjum í fyrradag, urðu fimm manns að bana og særðu að minnsta kosti 144 manns. Grunur leikur á, að hryðjuverkasamtök múslíma beri ábyrgð á ódæðunum. Í Zamboanga búa um 600.000 manns, aðallega kristnir, en borgin er í miðju héraði, sem byggt er múslímum. Rollo Golez, öryggis- ráðgjafi Gloríu Arroyo, forseta Fil- ippseyja, vildi ekki geta sér til um hverjir hefðu staðið að ódæðisverk- inu en flesta grunar, að múslímsku hryðjuverkasamtökin Abu Sayyaf hafi verið að verki. Talið er víst, að þau hafi samstarf við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, og hafa þau áður staðið að sprengjutilræðum. Hugsanlegt er hins vegar einnig að samtökin Jemaah Islamiah hafi staðið fyrir ódæðunum en þau hafa einnig ver- ið nefnd til sögunnar í tengslum við hryðjuverk á Balí sl. laugardag, sem kostaði um 200 manns lífið. Hryðjuverkin á Filippseyjum komu aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að nýr yfirmaður, Narciso Abaya, tók við stjórn stjórnarhersins í suðurhluta Fil- ippseyja en Abaya hét því að ráða niðurlögum múslimsku uppreisnar- mannanna. Sprengjurnar sprungu í tveimur samliggjandi verslunum og höfðu verið skildar eftir á borði þar sem fólk geymir ýmislegt meðan það kaupir inn. Gerðist þetta í hádeg- inu þegar jafnan er margt um manninn í verslununum. Mikil ringulreið ríkti eftir sprengingarnar eins og líklegt er enda lá látið fólk og slasað innan um allt brakið úr húsunum. Við all- ar opinberar byggingar og stór- verslanir á Filippseyjum eru jafn- an öryggisverðir með málmleitar- tæki en Mario Yanga, lögreglu- stjóri í Zamboanga, sagði, að oft sinntu þeir ekki starfinu sem skyldi þótt stöðugt væri verið að áminna þá. Öfgasamtök múslima talin bera ábyrgð á hryðjuverki á Filippseyjum Fimm létust og tugir slösuðust Zamboanga. AFP. FINNSKA lögreglan sleppti í fyrradag 17 ára dreng, sem grunaður var um að hafa hjálpað Petri Gerdt, 19 ára námsmanni, sem varð sjö manns að bana og slasaði 80 með sprengju í verslana- miðstöð. Í tilkynningu lögreglunn- ar sagði, að ekkert benti til, að ungi maðurinn hefði tekið þátt í að búa til sprengjuna, þótt ljóst væri, að hann og Gerdt hefðu rætt saman um sprengjugerð á Netinu. Þrír aðrir menn voru yf- irheyrðir um tengsl sín við Gerdt en sleppt að því búnu. Svo virðist því sem Gerdt hafi verið einn að verki en lög- reglan hefur birt mynd af honum og skorað á fólk að láta vita hafi það einhverjar sérstakar upplýsingar um hann. Viðurkenna loks hryðju- verk YFIRVÖLD í Jemen viður- kenndu loks formlega í fyrra- dag það, sem Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haldið fram, að sprengingin í frönsku olíuskipi 6. þessa mánaðar hafi verið hryðju- verk. Rashad al-Eleimi, innanrík- isráðherra Jemens, sagði einnig, að ótiltekinn fjöldi manna hefði verið handtekinn og fundist hefði húsið þar sem sprengjan var útbúin. Var henni komið fyrir í bát, sem síðan var siglt á skipið. Varð sprengingin einum manni að bana en ekki er ljóst hvort um var að ræða sjálfsmorðsárás eða hvort bátnum var fjarstýrt. STUTT Finnskum unglingi sleppt Petri Gerdt debenhams S M Á R A L I N D debenhams klæ›ir flig betur Morgunbla›i› 26. september 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.