Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 13
skrefi framar
FJÖLMARGAR nýjar hugmyndir
og ábendingar komu fram á íbúa-
þingi sem haldið var í Borg-
arholtsskóla í Grafarvogi á
þriðjudag. Niðurstöður þess
verða nýttar við mótun heild-
stæðrar stefnu fyrir borgarhlut-
ann.
Það var Miðgarður – fjöl-
skylduþjónustan í Grafarvogi sem
stóð að þinginu og að sögn Ingi-
bjargar Sigurþórsdóttur, fram-
kvæmdastjóra þar, var miklu
komið í verk á þinginu. „Þetta
var ákaflega vinnusamur fundur,
fólkið var mjög áhugasamt og
kom með feikilega góðar hug-
myndir og útfærslur. Þetta verð-
ur geysilega gott hjálpartæki fyr-
ir hverfisráð og borgina til að
vinna með í framtíðinni.“
Niðurstöður þingsins verða síð-
an kynntar á sérstökum fundi 7.
nóvember næstkomandi.
Morgunblaðið/Þorkell
Íbúar í Grafarvogi höfðu fjölmargar hugmyndir um þróun hverfis síns á
íbúaþinginu á laugardag.
Fjöldi nýrra hug-
mynda á íbúaþingi
Grafarvogur
Nýjar tillögur
að skipulagi
Landssíma-
reits kynntar
NÝJAR teikningar og tillögur að
deiliskipulagi Landssímalóðarinnar
svokallaðrar í Grafarvogi verða
kynntar á fundi í Rimaskóla í kvöld.
Það er skipulags- og byggingasvið
Reykjavíkurborgar sem stendur fyr-
ir fundinum en auk fulltrúa þaðan
munu fulltrúar frá umferðardeild
umhverfis- og tæknisviðs vera á
fundinum.
Þær tillögur sem verða til sýnis í
kvöld eru þær þriðju sem kynntar
eru íbúum en mikil andstaða var
meðal þeirra við fyrri tillögur. Í kjöl-
far athugasemda þeirra var í vor
komið á laggirnar samráðshópi land-
eiganda, skipulagshöfunda og full-
trúa íbúa og hefur sá hópur unnið að
gerð þeirrar tillögu sem nú verður
kynnt.
Fundurinn verður sem fyrr segir í
Rimaskóla og hefst klukkan 20 í
kvöld.
Fundur í Rimaskóla
Grafarvogur
UM 200 manns mættu á íbúaþing
sem haldið var í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ síðastliðinn laug-
ardag. Á þinginu höfðu íbúar bæj-
arins tækifæri til að koma sínum
skoðunum og hugmyndum um þró-
un Garðabæjar á framfæri.
Fjallað var um ýmsa málaflokka
á borð við skólamál, atvinnulíf og
þjónustu við aldraða en niðurstöður
þingsins verða síðan hafðar til hlið-
sjónar við endurskoðun aðal-
skipulags Garðabæjar sem nú
stendur fyrir dyrum.
Niðurstöður íbúaþingsins verða
kynntar á fundi í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ í kvöld og hefst
hann klukkan 20.30 og eru allir
áhugasamir hvattir til að mæta.
Morgunblaðið/Þorkell
Framkvæmd þingsins var í höndum
ráðgjafarfyrirtækisins Alta og hér
er það Sigurborg Kr. Hannesdóttir,
verkefnisstjóri þar, sem leiðir
vinnu íbúanna.
Góð mæting
á íbúaþing
Garðabær