Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241 Fax 5 444 211 Netf.: netsalan@itn.is Opið mán. - fös. kl. 10:00 - 18:00, lau. 10:00 - 12:00 OVERLAND og LIMITED 2003 ÁRG. ER KOMIN JEEP GRAND CHEROKEE NETSALAN MEGN brunalykt er í tískuverslun- inni Noa Noa á Laugavegi 42 og verður hún lokuð um óákveðinn tíma, að sögn Sverris Bergmann Steinarssonar, eiganda hennar. Hann var staddur í Lundúnum þegar hann frétti fyrst af málinu og átti ekki von á að sleppa eins vel og raunin varð, enda bentu fyrstu frétt- ir af málinu til þess að verslunin yrði eldinum að bráð. Eiginkona hans fór strax á vettvang og fylgdist með þró- un mála um nóttina uns tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins. „Það er eitthvað vatn í kjallaranum og verið að meta skemmdir,“ segir Sverrir. „Það er fyrst og fremst brunalykt innandyra en það hefur ekki komið neitt sót inn. Fyrstu fréttir sem ég fékk af málinu voru þess eðlis að maður bjóst við algjörri eyðilegg- ingu. Miðað við stöðu mála held ég að slökkviliðið hafi unnið þrekvirki. Eldurinn teygði sig hingað yfir í hús- ið, gluggakarmar eru sviðnir og þetta stóð býsna tæpt.“ „Þetta stóð býsna tæpt“ „ÉG hélt að þessu húsi yrði ekki bjargað, en fyrir einskæran dugnað slökkviliðsmanna var því bjargað – það fer ekki á milli mála,“ segir Svavar Júlíusson, eigandi Ecco-skó- búðarinnar á Laugavegi 38. Verslun hans slapp nánast óskemmd að undanskildu vatnstjóni, sem hann telur þó að hafi ekki alvar- leg áhrif á reksturinn. „Við stefnum að því að opna fyrir helgi.“ Um helm- ingur skólagersins var fjarlægður til að bjarga verðmætum og minnka eldsmat í húsinu. Svavar leynir ekki ánægju sinni með slökkviliðsmennina sem börðust við eldinn aðfaranótt sunnudagsins. „Ég held að menn geti ekki verið annað en ánægðir með slökkviliðs- mennina eftir að hafa séð hvað þeir gerðu hér um nóttina. Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Hélt að þessu húsi yrði ekki bjargað“ LINDA Blöndal, sem bjó í risíbúð á Laugavegi 40a, bjargaðist naumlega úr eldsvoðanum með því að stökkva fram af svölum í tveggja metra hæð, fáklædd og berfætt. Minnstu munaði að hún lokaðist inni í brennandi húsinu, en henni tókst að finna sér útleið í tæka tíð. Svo virðist sem Linda sé ein til frásagnar um hegðun eldsvoðans í byrjun. Samkvæmt frásögn hennar virðist eldurinn hafa átt sér kröftugt upphaf í porti vestan við húsið. „Þar sem ég sat í herbergi mínu og horfði á sjónvarpið varð ég vör við bjarma utan frá sem varpaði birtu inn í herbergið. Ég leit út og sá þá að portið var alelda. Á þremur sekúndum áttaði ég mig á aðstæðum og greip GSM-símann minn og úlpuna og hringdi í 112 áður en ég hljóp niður í íbúðina á neðri hæðinni til að komast út. Þegar ég kom út á stigagang tók á móti mér þykkur og mikill svartur reykur. Þá greip mig innilokunarkennd og mér fannst ég ekki eiga neinnar undankomu auðið. Ég hafði hins vegar gleymt svölunum og fór aftur inn í íbúðina, reyndar fyrir heppni, því dyrnar höfðu skellst að baki mér en fyrir tilviljun ekki smollið í lás. Ég hljóp því út á svalirnar, stökk út í myrkrið og lenti á grindverki og hljóp eins og fætur toguðu með eldinn að baki mér. Ég mætti fljótlega slökkvi- liðsmönnum og hjálpaði þeim að átta sig á húsaskipan. Í framhald- inu gerðist allt mjög hratt þangað til tveir mjög almennilegir lög- regluþjónar buðu mér að setjast inn í lögreglubíl á Frakkastíg.“ Linda segir það hafa verið slæmt að horfa upp á almenning, sem var ágengur við lögreglu- borðana ýmist í þeim tilgangi að ná myndbandsupptökum af elds- voðanum eða sjá ósköpin betur með eigin augum. Segir hún að áfallahjálp á vettvangi hafi enn- fremur verið vanrækt af hálfu lögreglu og slökkviliðsmanna, en þegar aðgerðum hafi verið lokið hafi allir verið einstaklega hjálp- legir og viljað aðstoða á allan hátt. Vill hún þakka þeim svo og Rauða krossinum og öllum þeim sem boðið hafa margvíslega að- stoð. Linda hefur búið í risíbúðinni um tveggja mánaða skeið og býr nú hjá móður sinni um stund- arsakir. Hún leitaði sér aðhlynn- ingar á Landspítalanum vegna reykeitrunar en er orðin frísk. Ung kona bjargaðist naumlega úr eldsvoðanum á Laugaveginum Morgunblaðið/Golli Linda fyrir framan svalirnar sem hún stökk fram af til að bjarga sér. „Þykkur og svartur reykur tók á móti mér“ Í DAG mun Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins og lögreglan funda með íbúum og verslunareigendum í húsunum við Laugaveg sem urðu eldinum að bráð á sunnudag. Gangrýnt hefur verið að engin áfallahjálp hafi verið í boði fyrir íbúa sem komu fáklæddir út úr íbúðum sínum. Tvær konur voru í húsunum tveimur þegar eldurinn kom upp, önnur þeirra fékk að fara inn hjá nágranna en hin fékk skjól í lögreglubíl. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri segir að þessi gagnrýni eigi fylli- lega rétt á sér og nauðsynlegt sé að fara betur yfir þennan hluta að- gerðarinnar. „Ég átta mig ekki al- veg á því hvers vegna þegar þetta fór svona,“ segir Hrólfur. Sjúkra- bílar og læknir hafi verið á vett- vangi en þar sem aðaláherslan í upphafi hafi verið lögð á að tryggja að enginn væri inni í brennandi húsunum og reyna að slökkva eldinn hafi sjúkraflutn- ingamennirnir, sem starfa einnig sem slökkviliðsmenn, strax farið í aðkallandi verkefni. Verkaskipting óskýr Hrólfur telur nauðsynlegt að farið verði yfir verkaskiptingu milli slökkviliðs og lögreglu, marg- sinnis hafi verið bent á að hún væri ekki nógu skýr. „Hlutverka- og ábyrgðarskiptingin er ekki al- veg nógu skýr. Þótt það hafi ekki komið neitt niður á störfum á vettvangi eru menn kannski ekki alveg öruggir á því hver á að gera hvað.“ Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn segir aftur á móti að verka- skipting milli lögreglu og slökkvi- liðs sé skýr. „Slökkvilið fer með stjórn á brunavettvangi, það er al- veg skýrt í lögum. Við vinnum allt- af saman á vettvangi og er ekkert óskýrt með það. Ef það er eitthvað sem þarf að leysa þá bara tala menn sig saman um það og ganga saman í verkið.“ Geir Jón segir að umræðan um að áfallahjálp hafi ekki verið nægi- lega vel sinnt hafi komið lögregl- unni verulega á óvart. Tíminn sé naumur og hver sekúnda dýrmæt. Mikilvægast sé að tryggja að ekki verði slys á fólki og reyna að koma í veg að tjón verði á eigum fólks. Hann segir að alltaf sé hægt að gefa sér tíma síðar til að fara yfir áfallið. Lögreglumenn hafi boðið fólki að setjast inn í bíla, fólk hafi farið inn í næstu hús og veitingastaður í nágrenninu hafi boðið upp á heitt að drekka. „Þarna var unnið frá- bært starf, ekki slys á einum ein- asta manni og mér finnst stórkost- legt í einum stærsta bruna sem hefur orðið í íbúðarbyggð í Reykjavík á síðustu áratugum.“ Telur að gagnrýni um að áfallahjálp hafi verið ófullnægjandi hafi átt rétt á sér Fundað með íbú- um og verslunar- eigendum í dag                                  „ÞETTA var okkar mannlega hlið sem birtist þarna,“ segir Rúnar Harðarson, þjónn á veitingahúsinu Barnum, Laugavegi 45. Rúnar og þjónar af nálægum veitingahúsum lögðu sitt af mörkum í baráttunni við elds- voðann og afleiðingar hans með því að færa fólki hress- ingu út á götu, jafnt slökkvi- liðs- og lögreglumönnum sem björgunarfólki og íbúum hinna brennandi húsa. Rúnar bauð líka upp á skipti- og salern- isaðstöðu innandyra um leið og hann bar heitt kaffi og kakó í þá sem voru við störf úti við í brunakulda. Hjálparstarfið hafði sín áhrif á rekstur stað- arins, en Rúnar segir fólkið úti á götu hafa haft forgang þessa nótt. „Það var ofboðslega mikið að gerast á þessum tíma. Slökkvi- liðs- og lögreglumenn og aðrir voru á þönum og allir önnum kafnir. Ég hugsa að enginn hafi haft tíma til að gera sér grein fyrir umfangi málsins,“ segir hann en tekur fram að allir hafi sinnt sínu mjög vel. Þjónar komu með kaffi og kakó ÍBÚAR húsanna á Laugaveg- inum, sem brunnu aðfaranótt sunnudags, fengu áfallahjálp í Hallgrímskirkju í gær milli klukkan 13 og 15. Langflestir, ef ekki allir íbúanna, 13 talsins, voru í viðtölum við þrjá aðila, sr. Sigurð Pálsson, sóknarprest í Hallgrímskirkjuprestakalli, djákna í áfallateymi Landspít- ala – háskólasjúkrahúss og full- trúa Rauða krossins. Sr. Sigurður segir fólkið ráð- villt eftir atburði helgarinnar og hafi áfallahjálpin beinst að því að styðja það í að ná áttum á ný og veita því fyrstu aðstoð vegna nauðþurfta og annars. Íbúunum stendur til boða áframhaldandi hjálp vegna at- burðanna sé þess óskað. Íbúunum veitt áfallahjálp ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.