Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðmundur ráðinn landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum/B1 Vigdís segist verða betri í markinu með aldrinum/B2 12 SÍÐUR56 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM MARKAÐSVIRÐI eignarhlutar rík- isins í Landsbanka Íslands hf. hefur aukist um rúma 16 milljarða kr. frá því að stofnað var hlutafélag um rekstur bankans í september árið 1997, samkvæmt útreikningum Landsbréfa. Tilkynnt var um sölu á 45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum til Sam- son eignarhaldsfélags ehf. sl. laug- ardag og nemur söluverðmæti hlut- arins um 12,3 milljörðum kr. að núvirði. Þegar hlutafélag um Lands- bankann var stofnað 1997 var hlutafé bankans í upphafi 5,5 milljarðar kr. Fyrsta sala ríkissjóðs á hlut hans í bankanum fór fram í desember 1999 og nam söluandvirðið rúmum 3,2 milljörðum kr. Önnur sala fór fram í júní á þessu ári þegar 20% hlutur ríkisins var seldur og nam söluand- virðið tæpum 4,8 milljörðum. Séu þessar fyrri sölur ríkissjóðs í bank- anum færðar til verðlags í dag og nýjustu sölunni bætt við, nemur samanlagt söluandvirði hlutabréfa ríkissjóðs í Landsbankanum frá upp- hafi tæpum 20,9 milljörðum kr. Eftir söluna til Samson er eftir- standandi hlutur ríkissjóðs í Lands- bankanum 2,5% og er verðmæti þess hlutar tæplega 670 millj. kr. miðað við gengið 3,91. Skv. þessum for- sendum nemur verðmætaaukning hlutar ríkisins í bankanum frá stofn- un hlutafélagsins rúmum 16 millj- örðum kr. og er þá ekki tekið tillit til arðgreiðslna sem ríkið hefur notið af eign sinni í bankanum á þessu tíma- bili. Hlutafélagavæðing Landsbankans Verðmætaaukning ríkisins 16 milljarðar DANÍEL S. Lárusson, starfsmaður á skrif- stofu Morgunblaðsins, andaðist á sjúkrahúsi í Búdapest aðfaranótt mánudags eftir skamma sjúkdóms- legu. Hann var 54 ára að aldri. Daníel fæddist á Akranesi 22. desember 1947, sonur hjónanna Lárusar Þjóðbjörns- sonar, húsasmíða- meistara á Akranesi, og konu hans, Mar- grétar Jóhannsdóttur, og var Daníel næstyngstur sjö systkina. Daníel lauk prófi sem rafeinda- virki frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1970 en hóf strax að námi loknu störf hjá IBM á Íslandi þar sem hann starfaði sem yfirmaður fyrirtækja- þjónustu um skeið en síðar sem kerf- isfræðingur og sölu- maður. Hann réðst til Morg- unblaðsins l. mars 1985 og bætti þá við sig rekstrar- og viðskipta- námi hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ. Hann veitti forstöðu bók- haldsdeild blaðsins til dauðadags. Daníel var mikill útivistarmaður, félagi í Útivist og vann mikið að uppbyggingu á aðstöðu félagsins í Þórsmörk og víðar. Eftirlifandi kona Daníels er Dóróthea Magnúsdóttir og hann læt- ur eftir sig tvær uppkomnar dætur, Árnýju og Brynju. Morgunblaðið þakkar Daníel Lárussyni farsæl störf fyrir fyrirtækið og sendir Dórótheu, dætrum og aðstandend- um öllum innilegar samúðarkveðjur. Andlát DANÍEL S. LÁRUSSON ÆTTINGJAR farþeganna sem fór- ust þegar flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000 eða lét- ust af völdum flugslyssins, hafa höfð- að mál fyrir bandarískum dómstólum gegn Ísleifi Ottesen og Þorleifi Júl- íussyni og fyrirtækjum í eigu þeirra í Bandaríkjunum og fleirum sem komu að ferli flugvélarinnar þar í landi. Að sögn Jóns Ólafs Skarphéðins- sonar, föðurs eins þeirra sem létust, hefur lögfræðistofa í Jackson í Miss- issippi tekið að sér málareksturinn upp á hlut í hugsanlegum skaðabót- um en ættingjarnir munu engan kostnað bera. Lagatæknilegar ástæður valdi því að ættingjar flug- mannsins taki ekki þátt í málshöfð- uninni. Jón tekur skýrt fram að af hálfu ættingjanna snúist málshöfðunin ekki um skaðabætur. Þeir vilji ein- faldlega leiða í ljós hvort refsivert at- hæfi hafi átt sér stað í Bandaríkjun- um varðandi feril flugvélarinnar og hreyfilinn sem var í henni þegar hún hrapaði í Skerjafjörðinn. Jón bendir á að Ísleifur hafi keypt vélina á upp- boði í Bandaríkjunum, látið setja hana saman eða sett hana saman sjálfur. Jules Aircraft-viðhaldsstöðin í El Paso sem sé í eigu Þorleifs Júl- íussonar, hafi síðan veitt henni svo- nefnda ársskoðun og þar með vottað lofthæfi vélarinnar en Þorleifur hafi a.m.k. um tíma verið viðskiptafélagi Ísleifs. Hann hafi auk þess útbúið nýjar dagbækur sem fylgdu vélinni ekki þegar hún var keypt á uppboð- inu. Aðspurður segir Jón að lögfræði- stofan hafi boðist til að taka að sér málið eftir að ættingjarnir kynntu það fyrir fulltrúum stofunnar. Ætt- ingjarnir hafi orðið að leita til banda- rískra lögfræðinga enda beinist málið gegn fyrirtækjum í eigu Ísleifs og Þorleifs í Texas og Nýju-Mexíkó og snúist um atvik sem áttu sér stað þar en ekki á Íslandi. Þeir Ísleifur og Þor- leifur hafi farið fram á að málið yrði flutt hér á landi en því hafi verið hafn- að. Stefnurnar voru birtar í sumar, áð- ur en tvö ár voru liðin frá slysinu en að sögn Jóns rennur þá út frestur til að höfða mál af þessu tagi. Ættingjar fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði Mál höfðað í Bandaríkjunum ÞEGAR kuldaboli kemur í bæ- inn getur verið ágætt að vera úr bronsi en ekki af holdi og blóði. Ekki er þörf á að búast húfu eða þykkri úlpu heldur nægja adamsklæðin fullkomlega. Það er því engin þörf á að vorkenna „grey styttunum“ eins og Spilverk þjóðanna gerði einu sinni. Jafnvel þótt enginn nenni að horfa á þær. Ekki þarf að vor- kenna styttunum Morgunblaðið/RAX MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s Investors Service hefur hækkað lánshæfismat skuldabréfa og banka- innstæðna í erlendri mynt vegna skuldbindinga Íslands í Aaa sem er hæsta einkunn sem gefin er. Ísland hafði áður einkunnina Aa3. Jafn- framt hefur einkunn Ástralíu og Nýja-Sjálands verið hækkuð úr Aa2 í Aaa. Breytingin er niðurstaða af endurmati á lánshæfi ríkjanna í framhaldi af breytingu á aðferða- fræði hjá Moody’s sem gerð var árið 2001. Skuldabréf í erlendri mynt sem eru gefin út eða með ábyrgð stjórnvalda á Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu fá nú sama mat og gild- ir um innlendar skuldbindingar ríkjanna, það er Aaa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands setur lánshæf- iseinkunn ríkis þak á lánshæfi inn- lendra aðila vegna skuldbindinga þeirra í erlendri mynt. Með henni er lagt mat á hversu mikil hætta sé á að ríkisvaldið stöðvi greiðslur vegna af- borgana á erlendum skuldum til að koma í veg fyrir að gjaldeyrisvara- sjóðir þverri. Í frétt Moody’s segir að fyrirtækið telji sífellt minnkandi líkur á að stjórnvöld í þróuðum iðn- ríkjum, eins og þeim sem fengu láns- hæfismatið hækkað í gær, myndu beita greiðslustöðvunum sem stjórn- tæki. Stjórnarhættir í ríkjunum á síðastliðnum áratug hefðu ennfrem- ur sýnt fram á að þverrandi líkur væru á að ríkissjóðir þar tækju á sig alla ábyrgð vegna erlendra skuld- bindinga annarra opinberra aðila eða einkaaðila. Ennfremur segir í til- kynningu frá Moody’s að vegna þess Moody’s hækkar lánshæfis- mat Íslands upp í efsta flokk að í ríkjunum væri fylgt sveigjan- legri gengisstefnu væru minni líkur á að þau yrðu fyrir barðinu á gjald- eyriskreppum sem gætu verið fylgi- fiskar fastgengisstefnu. Í hálffimm-fréttum Búnaðarbank- ans segir að áhrif þessa nýja mats Moody’s hljóti að teljast jákvæð fyrir íslenska hagkerfið og hagstjórn und- anfarinna ára. „Hækkun lánshæfis ríkisins þýðir að lánskjör erlendis batna og líklegt er að það eigi við um alla erlenda lántöku, ekki bara lán- töku ríkisins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.