Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 11 Málstofa um aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 23. október 2002 kl. 12.15-13.30 Málstofustjóri: Prófessor Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar H.Í. Málshefjendur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu og forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Stefán Ásmundsson, þjóðréttarfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Eftir framsögu svara málshefjendur fyrirspurnum fundarmanna. Hafréttarstofnun Íslands Lagadeild Háskóla Íslands  FREYR Harðarson varði hinn 13. júní síðastliðinn doktorsritgerð sína á sviði vélaverkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. Dokt- orsritgerð Freys nefnist Stability analysis and synthesis of stat- ically balanced walking for quadruped rob- ots. Andmælandi var prófessor Martin Buehler við McGill Uni- versity í Montréal, Kanada. Aðal- leiðbeinandi Freys var prófessor Jan Wikander við Mechatronics-svið véla- verkfræðideildar við Konunglega tækniháskólann en doktorsverkefnið var unnið á vegum Centre for Auto- nomous Systems við sama skóla. Gangandi vélmenni geta í vissum tilfellum verið hagkvæmari kostur en hefðbundnari vélmenni sem nota hjól eða belti. Kostirnir felast í að geta valið hvar fæturnir eru settir niður, að virk fjöðrun er innbyggð og að þau geta hreyft sig í hvaða átt sem er. Þessir kostir gera gangandi vélmenn- um kleift að aðlagast mjög ójöfnu yf- irborði og komast um þröng svæði. Stýringar fyrir gangandi vélmenni þurfa að taka tillit til mun fleiri þátta til að meta stöðugleika vélmennisins en fyrir vélmenni á hjólum. Stöð- ugleiki gangandi vélmenna er háður því hversu margir fætur eru á jörðu hverju sinni, hvar fæturnir eru miðað við þyngdarpunkt vélmennisins og í hvaða tímaröð fótunum er lyft og þeir settir niður. Doktorsritgerðin setur fram nýjan mælikvarða á stöðugleika gangandi vélmenna og sýnir hvernig má not- færa sér hann til að ná fram stöð- ugum gangi. Mælikvarðinn er leiddur út frá kraftmiðju gagnkrafta fyrir hvern fót og er notaður til þess að setja skorður á hvernig vélmennið má hreyfa sig. Aðferð er kynnt sem notar mælikvarðann til að ákvarða hvernig vélmennið á að hliðra eigin þyngd til þess að halda sér stöðugu. Aðferðin leysir samtímis tvö vandamál, annars vegar hvernig á að ákvarða stöðugan feril fyrir vélmennið og hins vegar hvernig á að dreifa þeim krafti sem verkar á vélmennið (t.d. eigin þyngd) til þeirra fóta sem styðja vélmennið. Tilraunir voru framkvæmdar með ferfætta vélmenninu WARP1 sem var hannað og byggt í sambandi við verkefnið. Tilraunir sýna að aðferðin gerir vélmenninu kleift að ganga full- komlega stöðugt á láréttu og hallandi yfirborði. Freyr er fæddur 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991, og CS-prófi í véla- verkfræði frá Háskóla Íslands 1995. Foreldrar Freys eru Hörður Al- freðsson læknir og Jóna Margrét Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Sambýliskona Freys er Eliisa Kal- oinen verkfræðingur og eru þau bú- sett í Espoo, Finnlandi. Doktor í vélaverk- fræði UPPLÝSINGA- og baráttufundur gegn virkjanaáformum yfirvalda á hálendi Íslands var haldinn síðast- liðinn laugardag á efri hæð Grand- rokks á Smiðjustíg. Þóra Ellen Þórhallsdóttir fjallaði í erindi á fundinum um gróðurfar á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á hálendinu og uppblásturshættu út frá fyrirhuguðu lóni þar. Þá fjallaði hún um boðaðar mótvæg- isaðgerðir. Fram kom í máli hennar að hún telur að veruleg uppblásturshætta sé út frá fyrirhuguðu lóni og að all- ar spár um hvað gerist við strand- lengjuna eftir að lónið sé komið séu mjög mikill óvissu háðar. „Ég tel að í matsskýrslunni hafi þessi hætta verið vanmetin, meðal annars vegna þess að þegar reikn- að var út hversu mikið efni myndi berast frá þessum gróðurvana svæðum við ströndina og yfir gróin svæði í kring hafi menn ekki tekið með í reikninginn aftakaveður sem þarna geta orðið,“ segir hún. Þóra segir að í matsskýrslunni sé miðað við það magn af efni sem borist geti á milli samkvæmt upp- lýsingum frá verðurgögnum á tveggja ára tímabili. Hún bendir á að engin aftakaveður hafi geisað á umræddu mælingartímabili. Þá hafi eingöngu verið miðað við upp- blásturshættu í júní til ágúst. Þóra telur að hætta á uppblæstri vari mun lengra fram á haustin og því sé mikilvægt að gera ráð fyrir því í útreikningunum. Hún undirstrikar í þessu sambandi að uppblástur eigi sér ekki stað jafnt og þétt heldur á einstökum árum þegar allar aðstæður séu „hagstæðar“ með tilliti til veðra og vinda. Þóra segir að þær mótvægisað- gerðir sem rætt hafi verið um séu illa skilgreindar og sumar óraun- hæfar, að hennar mati. Hún segir að þær eigi það sameiginlegt að hafa ekki verið prófaðar og að ekki hafi verið gerð hermilíkön af því hvernig þær muni virka. Sigrún Helgadóttir líffræðingur fjallaði í erindi sínu um alþjóðlegar skilgreiningar á friðlýstum svæð- um og lagði þar mesta áherslu á þjóðgarða. Hún studdist við skil- greiningar Alþjóðanáttúruverndar- samtakanna, IUCN, á þjóðgarði og bar saman við þær hugmyndir sem m.a. hafa verið ræddar hér á landi í tengslum við stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Þjóðgarði ber samkvæmt alþjóð- legri skilgreiningu að vera nátt- úrulegt svæði og þar á að halda landi í eins náttúrulegu horfi og frekast er unnt, að sögn Sigrúnar. Samkvæmt því á að koma í veg fyrir nýtingu sem gengur gegn markmiðum friðlýsingar, sem eru fyrst og fremst að vernda náttúr- una. Sigrún segir að hugmyndir um að virkja fyrst við Kárahnjúka og friðlýsa síðan svæðið í kring sem þjóðgarð gangi ekki upp sam- kvæmt þessari skilgreiningu. Upplýsinga- og baráttufundur á Grandrokk gegn virkjanaáformum Telja að uppblásturshætta frá lónum sé vanmetin Morgunblaðið/Þorkell Fjöldi manns leit við á Grandrokk á laugardag þar sem rætt var um áhrif virkjana á hálendi Íslands. UM 15 prósent bankastarfsmanna verða fyrir áreitni af einhverju tagi í vinnunni, á borð við einelti, kyn- ferðislega áreitni, hótanir og lík- amlegt ofbeldi. Karlmenn eru um 14 prósent starfsmanna útibúa bankanna og rúmlega annar hver þeirra er yfirmaður en aðeins tí- unda hver kona er í yfirmanns- stöðu. Þetta er meðal niðurstaðna könn- unar á líðan, vinnuumhverfi og heilsu starfsfólks í útibúum banka og sparisjóða en það var Vinnueft- irlitið í samvinnu við Samband ís- lenskra bankamanna sem stóð að henni en úrvinnsla var í höndum Hildar Friðriksdóttur, Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Kristins Tómassonar. Úrtakið í könnuninni var allir úti- bússtarfsmenn á landinu eða 1847 manns og var lagður fyrir þá spurningalisti. 1475 manns svöruðu eða um 80 prósent. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að mikill meirihluti, eða um 85 prósent starfsmannanna, er oft eða alltaf ánægður í vinnunni. Flestum þeirra finnst auðvelt að samræma vinnu og fjölskyldulíf og finnst þeir njóta stuðnings eða hjálpar þegar á þarf að halda. Aftur á móti höfðu 15 prósent starfsmannanna orðið fyrir ein- hvers konar áreitni á vinnustað. Flestir höfðu orðið fyrir einelti eða átta prósent og voru gerendur þar í flestum tilfellum samstarfsmenn og yfirmenn. Fimm prósent höfðu orð- ið fyrir hótunum en í þeim tilfellum voru gerendur oftast viðskiptavinir og yfirmenn. Vinnuálagið töluvert Tvö prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og var hlut- fall gerenda svipað á milli sam- starfsmanna, yfirmanna og við- skiptavina. Þá hafði innan við hálft prósent svarenda orðið fyrir lík- amlegu ofbeldi. Könnunin leiddi einnig í ljós að starfsmenn útibúanna vinna undir töluverðu álagi og sérstaklega virð- ast álagstopparnir valda streitu. Rúmlega 90 prósent starfsmann- anna sögðu að vinnuálagið væri nokkurt eða mikið og fjórir af hverjum tíu sögðust oft eða alltaf hafa of mikið að gera. Hjá 30 pró- sentum starfsmannanna var álagið það misjafnt að verkefnin hlóðust upp. Stór hópur starfsmanna svar- aði því til að það sem ylli mestri streitu væri álag og útskýrðu menn það á mismunandi hátt. Meðal ann- ars sögðu þeir að álagið væri vegna mannfæðar, mánaðamóta, skipu- lagsleysis og áreitis á borð við sím- hringingar. Andleg og líkamleg líðan starfs- fólksins var einnig könnuð og kom í ljós að um 34 prósentum fannst starfið andlega erfitt, 16 prósent höfðu nýlega fundið fyrir mikilli streitu og 15 prósent voru oft eða alltaf andlega úrvinda eftir vinnu- daginn. Hvað varðar líkamlegt álag þá sögðust 8 prósent starfsmanna vera oft eða alltaf líkamlega úr- vinda eftir vinnudaginn og 10 pró- sentum þótti starfið líkamlega erf- itt. Könnun gerð á líðan, vinnu og heilsu starfsfólks í útibúum banka og sparisjóða Annar hver karlmaður yfirmaður HREYFILLINN úr flugvélinni TF-GTI, sem fórst á Skerjafirði fyrir rúmum tveimur árum, var í mars í fyrra seldur bandarísku fyr- irtæki í Texas sem sérhæfir sig í viðhaldi og endurbyggingu mótora sömu tegundar, að sögn Hilmars Foss, flugmanns, sem segir fyrir- tækið hafa tjáð sér að mótorinn hafi reynst úrbræddur og ónothæf- ur. Hilmar segir að staðhæft sé í upplýsingum frá fyrirtækinu, sem keypti hreyfilinn af Ísleifi Ottesen, að hann hafi verið úrbræddur og ekki snúist. Fékk það hreyfilinn af- hentan í El Paso í Texas 22. mars í fyrra, en hann hafi verið sendur héðan í gámi til Bandaríkjanna í lok janúar eða byrjun febrúar 2001 ásamt sundurtekinni flugvél Ísleifs, TF-GTR, sem magalenti á Reykja- víkurflugvelli. Hilmar segir að kaupandinn segi jafnframt að þegar í ljós kom að áföst upplýsingaplata á mótornum hafi reynst vera af öðrum mótor, og það frábrugðnum, hafi í raun ekk- ert verið vitað um smíði og sögu mótorsins. Hann hafi því ekki verið nothæfur sem flughreyfill lengur. „Þeir héldu sig vera að kaupa epli en fengu í raun appelsínu,“ segir Hilmar Foss og bætir við að sveifarásnum hafi verið hent en aðra hluti af honum hafi verið hægt að nota með lögmætum hætti. Hilmar, sem aðstoðað hefur að- standendur þeirra sem fórust með flugvélinni, segir að raðnúmer á kveikjum sem fylgdu mótornum komi heim og saman við raðnúmer af mótornum sem skráð séu í skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa um Skerjafjarðarslysið. Viðhaldsfyrirtæki sem keypti hreyfil TF-GTI fleygði honum Segir hreyfilinn hafa verið úrbræddan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.