Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Menn velta því nú fyrir sér hvort þessu langa pólitíska hjónabandi sé haldið saman með
gömlu góðu steinaldaraðferðinni.
Makamissir við andlát og skilnað
Sorgarferlið
og tilfinningar
MARGIR þurfa aðtakast á viðmakamissi á lífs-
leiðinni, en algengast er
að það verði vegna skiln-
aðar eða andláts. Maka-
missir reynir oftast mjög
á þolrif þeirra sem fyrir
verða og í mörgum tilvik-
um nær fólk varla utanum
vandann. Á döfinni er fyr-
irlestur Elísabetar Bertu
Bjarnadóttur, félagsfræð-
ings hjá Fjölskylduþjón-
ustu kirkjunnar, og svar-
aði hún nokkrum spurn-
ingum Morgunblaðsins,
bæði um fyrirlesturinn og
starfsemi Fjölskylduþjón-
ustu kirkjunnar.
Hvað heitir fyrirlestur-
inn sem þú ætlar að flytja,
hvar verður hann haldinn
og hvenær?
„Fyrirlesturinn heitir „Maka-
missir við andlát og skilnað“.
Hann verður í Fossvogskirkju
klukkan 20 til 22 fimmtudaginn
24. október á degi Sameinuðu
þjóðanna. Vonandi verður ekki
búið að blása til nýs stríðs á þess-
um táknræna degi.“
Segðu okkur eitthvað frá efni
fyrirlestursins og hvernig þú
byggir hann upp.
„Ég lýsi sorgarferlinu, hvaða
tilfinningum má búast við og
hvernig hjálp er góð. Ég legg
áherslu á það sem sameinar okk-
ur manneskjurnar og er okkur
sameiginlegt þegar við verðum
fyrir andlegum áföllum. Ég legg
líka áherslu á að engir tveir ein-
staklingar eru eins og við megum
ekki ganga of langt í að alhæfa
um sorgina, hvernig hún birtist
eða hversu lengi. Ennfremur
vara ég við öllum samanburði og
karpi um hvort sé erfiðara að
missa maka við andlát eða skilnað
eins og stundum heyrist. Það er
ekki viðeigandi. Fagfólk og að-
standendur eiga að hlúa að hverri
fjölskyldu fyrir sig miðað við
heildarsýn á aðstæður viðkom-
andi.“
Er þetta einhvers konar for-
varnarfyrirlestur, eða er hann
fyrir þá sem lent hafa í umrædd-
um missi?
„Hann er tvímælalaust fyrir þá
sem hafa lent í makamissi og eiga
um sárt að binda af þeim sökum.“
Hvað er mikil þörf fyrir efni af
þessu tagi?
„Það er mikil þörf, því fólki er
oft hættara við að bera sig saman
en standa saman. Það er grátlegt
að heyra stundum fagfólk og
stjórnmálamenn etja saman hóp-
um sem búa við skort af ein-
hverju tagi og slá því föstu hvor
hópurinn má sín minna eins og
gerðist í síðustu viku þegar það
heyrðist að þeir sem aðeins meira
mættu sín fengju hjálp úr vel-
ferðarkerfinu þannig að þeir sem
minnst mættu sín fengju ekki
nóg. Í stað þess ber okkur að við-
urkenna að við Íslendingar veit-
um ekki nóg til velferðarkerfisins
hvorki hins félagslega
né heilbrigðiskerfisins.
Þetta minnir á hringl í
búrlyklum á óðalssetri.
Fyrir utan standa
skjálfandi hendur með
tóma askana og þetta endar með
jafnfráleitum lausnum og að
hækka leiguna hjá hluta leigj-
enda í félagslega kerfinu til að
lækka hjá hinum. Hópar sem
hvorugur hefur efni á að borga
leigu því framfærslan er of lítil. Í
hjóna- og fjölskyldumeðferðinni
birtist þetta í vaxandi mæli í fólki
á eins konar meðferðarflækingi.
Margir hafa leitað víða áður en
þeir hringja á Fjölskylduþjón-
ustuna og ná í eitt og upp í þrjú
viðtöl áður en þeim var vísað ann-
að. Það er sárt að segja t.d. alla
sína sólarsögu af erfiðum maka-
missi og þurfa svo að fara annað
og byrja aftur.“
Segðu okkur eitthvað frá Fjöl-
skylduþjónustu kirkjunnar, hlut-
verki hennar o.þ.h.
„Fjölskylduþjónusta kirkjunn-
ar er eins og nafnið bendir til
rekin af kirkjunni til að mæta
brýnni þörf í samfélaginu fyrir
opið ódýrt aðgengi að hjóna- og
fjölskyldumeðferð, jafnt við
dauðsföll, yfirvofandi skilnaði eða
samskiptaörðugleika. Viðtalið
kostar 2.500 krónur. Helst vildum
við geta veitt þau endurgjalds-
laust. Hlutverk okkar er að taka
viðtöl við hjón og sambýlisfólk
sem prestar beina hingað þegar
ljóst er að það þarf sérhæfðari
þjónustu eða eftirfylgd í sorg.
Margir prestanna bæði á sjúkra-
húsunum og stærri sóknum hafa
líka fleiri skjólstæðinga en þeir
geta fylgt eftir einir. Við bjóðum
velkomin hjón og sambúðarfólk
af öllum stigum þjóðfélagsins og
frá öllum trúarbrögðum þótt
þjónustan sé niðurgreidd af þjóð-
kirkjunni. Hingað leita múslimar
og fólk utan kirkjunnar
jafnt sem innan.“
Er mikið leitað til
ykkar hjá Fjölskyldu-
þjónustunni?
„Já, það er mikið
leitað til okkar. Við sinnum 200 til
250 fjölskyldum á ári. Við reynum
að taka á móti öllum sem leita til
okkar, en stundum getur mynd-
ast biðlisti. Við vildum gjarnan
hafa meiri mannafla heldur en
raunin er en til þess þarf meira
fjármagn. Ég geri mér þó grein
fyrir því að ekki er til nægur pen-
ingur til að veita öllum hópum allt
sem þeir þurfa.“
Elísabet Berta Bjarnadóttir
Elísabet Berta Bjarnadóttir er
fædd 6. júní 1950 á Svarfhóli í
Stafholtstungum í Borgarfirði.
Lauk námi í félagsráðgjöf í Staf-
angri í Noregi árið 1983. Hún
hefur síðan sérhæft sig í ein-
staklings- hjóna- og fjölskyldu-
meðferð og handleiðslu við fag-
fólk í heilbrigðis- og kirkju-
geiranum. Elísabet hefur m.a.
starfað með fjölskyldum alkóhól-
ista hjá SÁÁ, við geðdeild Land-
spítalans, Æfingadeild Kenn-
araháskólans, Unglingaráðgjöf
ríkisins og síðast Fjölskylduþjón-
ustu kirkjunnar frá 1997. Eig-
inmaður er Nikulás Þórðarson,
framkvæmdastjóri Rækju og
skeljar, en Elísabet á tvö börn,
Svanborgu og Þóri, frá fyrra
hjónabandi.
…vara við
öllum sam-
anburði