Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
AMSON eignarhaldsfélag stefnir
að því að efla þjónustu Lands-
banka Íslands og fjölga viðskipta-
vinum bankans, jafnt hér á landi
sem erlendis.
Fram kom á blaðamannafundi sem eigend-
ur Samsonar eignarhaldsfélags efndu til í gær
að þeir eigi ekki von á því að starfsfólki
Landsbankans eða útibúum verði fækkað í
kjölfar kaupa félagsins á 45,8% hlut ríkisins í
bankanum. Umtalsverð hagræðing hafi átt
sér stað hjá bankanum á undanförnum árum
og möguleikunum til að gera meira í þeim efn-
um hafi fækkað. Þá kom fram að kaup Lands-
bankans á Heritable-bankanum í London hafi
að mati Samsonar tekist vel og séu hugsan-
lega dæmi um það sem koma skal.
Að því er stefnt að áreiðanleikakannanir
vegna samkomulags Samsonar eignarhalds-
félags og framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu verði lokið á næstu vikum og að skrifað
verði undir samning um kaup Samsonar á
hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum í des-
embermánuði nk. Í framhaldinu mun Samson
eignarhaldsfélag óska eftir að haldinn verði
hluthafafundur þar sem ný stjórn verður
kjörin og því verði lokið fyrir áramót.
Samson eignarhaldsfélag og framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu náðu samkomulagi
síðastliðinn laugardag um kaup félagsins á
45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum og er
söluverðið rúmir 12,3 milljarðar króna.
Samson eignarhaldsfélag ehf. er í eigu
feðganna Björgólfs Guðmundssonar og
Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar
Þorsteinssonar. Frá því var greint á blaða-
mannafundinum að skipting eigendanna
þriggja á Samson eignarhaldsfélagi verður
þannig að Björgólfur Thor mun eiga um 50%,
Björgólfur Guðmundsson um 30% og Magnús
Þorsteinsson um 20%.
on, að hann
fyrirtækja.
bær fyrir b
Þau væru d
og væru hu
koma skyld
dæmi um
nýtt og Sam
að fleiri slík
Björgólfu
að allar hu
Landsbank
starfsfólk b
Báði
Spurður
bréfa ríkisi
tvennt, ann
unar kaups
ári liðnu, sa
ræða háar
löngu og m
lenska ríkið
Um kau
hefði komið
bréfa Land
um 3,5 þega
Björgólfur Thor sagði að þeir þrír sem
standi að Samson eignarhaldsfélagi séu ákaf-
lega stoltir og ánægðir með að hafa verið
valdir í það hlutverk að kaupa mestan hluta
ríkisins í Landsbankanum. Þeir geri sér ljóst
að þessu fylgi mikil ábyrgð. Framundan séu
spennandi tímar við það verkefni að fjölga
viðskiptavinum bankans og þróa og bæta
þjónustu hans. Landsbankinn hafi verið banki
allra landsmanna til þessa og hann verði það
áfram um ókomin ár. Það sé verkefni Sam-
sonar að tryggja að svo verði. „Það er okkur
mikið tilhlökkunarefni að nýta reynslu okkar
og þekkingu á Íslandi til að styrkja og efla
Landsbanka Íslands og gera honum betur
kleift að takast á við þá umbrotatíma sem eru
í vændum í fjármálalífinu hér á landi og á
heimsmarkaði,“ sagði Björgólfur Thor.
Áhugi fyrir fleiri
sóknarfærum
Fram kom í máli Magnúsar Þorsteinssonar
að umtalsverð hagræðing hafi orðið hjá
Landsbankanum á undanförnum árum. Hann
sagði að möguleikum til að gera meira í þeim
efnum fari fækkandi. Það sé hins vegar ekki
lögmál að í hagræðingu felist endilega fækk-
un útibúa eða fækkun á fólki. Sókn sé yfirleitt
besta vörnin og því eigi hann ekki von á því að
starfsfólki eða útibúum verði fækkað. Björg-
ólfur Thor sagði að ýmis sóknartækifæri
væru til staðar, með því að efla þjónustuna og
fjölga viðskiptavinunum, hérlendis og erlend-
is. Áður en hægt verði að greina nánar frá
hvernig að þessu verði staðið þurfi hins vegar
fyrst að ljúka samningum við ríkið og fá hluta-
bréfin í bankanum afhent. Að því loknu verði
rætt við stjórnendur bankans og áætlanir
Samsonar verði síðan lagðar fram. Björgólfur
Thor sagði að Landsbankinn hefði sýnt það
með kaupum á Heritable-bankanum í Lond-
Samson eignarhaldsfélag ætlar að tryggja a
Ný stjórn
verður
kjörin fyrir
áramót
Magnús Þor
F
ORYSTUMENN stjórnarand-
stöðunnar gagnrýna harðlega
hvernig stjórnvöld standa að
sölu á hlut ríkisins í Lands-
banka og Búnaðarbanka. Þeir
fullyrða að pólitísk tengsl kaupenda við
stjórnarflokkanna ráði miklu um söluna.
Einnig gagnrýna þeir að hlutur ríkisins
skuli ekki vera seldur til margra aðila og
minna í því sambandi á yfirlýsingar for-
sætisráðherra um dreifða eignaraðild.
Össur Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, sagði að Samfylkingin
fylgdi tveimur meginreglum þegar kæmi að
sölu ríkiseigna sem væru í samkeppnis-
rekstri. Í fyrsta lagi þyrfti að tryggja vel-
ferð starfsfólks. Æskilegt væri að hafa sam-
ráð við starfsfólk og að fyrir lægju
skuldbindingar af hálfu nýrra eigenda um
að ekki yrði gengið á þess hlut. Í öðru lagi
vildi Samfylkingin stuðla að dreifðri eign-
araðild að bönkunum líkt og forsætisráð-
herra hefði lýst yfir árið 1998 að bæri að
gera. Hann hefði á þeim tíma lýst yfir að há-
markseignaraðild að bönkum ætti að vera
3–8%, en síðan hefði hann skipt um skoðun.
Samfylkingin ekki á móti sölu
„Við erum ekki í grundvallaratriðum á
móti því að bankarnir séu seldir að þessum
skilyrðum uppfylltum. Við horfum til yfir-
lýsinga hinna nýju forráðamanna bankans
um að þeir vilji auka arðsemi, sem er auðvit-
að fullkomlega eðlilegt sjónarmið að hálfu
manna sem eru að fjárfesta. En við veltum
fyrir okkur hvernig aukinni arðsemi verði
náð. Við teljum ákaflega óheppilegt ef það
verður gert t.d. með því að leggja niður
útibú og ennfremur lítum við svo á að það
komi ekki til greina með því að hækka þjón-
ustugjöld.“
sem auglj
stjórnarflo
sama tíma
ann mönnu
forystu Sjá
Búnaðarba
jafnaugljós
sóknarflok
aðferðir vi
aðinn. Það
eiga fjárm
úr góssi rík
hendi pólit
eru að myn
þurfa á pól
Steingrí
Vinstrihrey
urstaða va
ekki á óva
blaðinu og
um um dre
ferðina enn
var stefna
við þessi
saman sölu
heyrt ein e
leg rök fyr
Össur sagði að við þau umskipti sem
væru að verða á fjármagnsmarkaði legði
Samfylkingin áherslu á að leikreglur væru
fyrir hendi og að þær væru skýrar og gagn-
sæjar. „Þessar reglur þurfa að vernda neyt-
andann. Við í Samfylkingunni lítum á okkur
sem verndara neytandans í þessu máli,“
sagði Össur og bætti við að Landsbankinn
hefði getað farið í verri hendur en til Björg-
ólfsfeðga. „Hvað verðið áhrærir þá kann vel
að vera að það sé í lægri kantinum, en ég
geri ekki athugasemdir við þetta verð og
horfi þá m.a. til þess að verð á bönkum á al-
þjóðlegum markaði hefur verið að lækka og
fer líklega lækkandi. Ég tel einnig jákvætt
að endurgjaldið fyrir bankann er greitt í er-
lendri mynt sem nýtt er til þess að borga
niður erlendar skuldir og þar með að draga
úr vaxtagjöldum okkar.“
Össur sagðist hins vegar vera undrandi á
því hvernig standa ætti að sölu á Búnaðar-
bankanum. „Ég taldi að við værum komnir í
21. öldina og hér væru uppi ný sjónarmið í
viðskiptum. Á sama tíma og tilkynnt er um
sölu Björgólfsfeðga á Landsbanka er til-
kynnt um sölu á Búnaðarbanka. Þar er
byrjað á því að slá út af borðinu þróttmikla
athafnamenn í Gildingarhópnum, sem hafa
náð 18–19% hlut í bankanum. Hins vegar er
gengið til samninga við tvær samsteypur
Segja pól
mið ráðan
SALA LANDSBANKANS
Það eru að sjálfsögðu meirihátt-ar tíðindi, að samningar hafaverið gerðir um sölu á þorra
hlutabréfa ríkisins í Landsbanka Ís-
lands. Hér er um að ræða elzta
banka landsmanna, sem lengst af var
jafnframt stærsti banki landsins.
Landsbankinn hefur í yfir 100 ára
sögu sinni haft gífurlega þýðingu
fyrir atvinnulíf Íslendinga. Á síðustu
áratugum eru dæmi um að bankinn
hafi beinlínis haldið atvinnulífinu
gangandi við erfiðar aðstæður á með-
an beðið var ákvarðana í sumum til-
vikum ráðvilltra ríkisstjórna.
Það er því ekki lítil ákvörðun að
selja Landsbankann. Engu að síður
var það rétt ákvörðun hjá ríkis-
stjórninni að hefja einkavæðingu
fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins
fyrir nokkrum árum. Tímarnir hafa
breytzt og ríkisrekin fyrirtæki á
þessu sviði eins og svo mörgum öðr-
um eiga ekki lengur við.
Frá því að einkavæðing ríkisbank-
anna komst á dagskrá hefur Morgun-
blaðið lýst stuðningi við þá stefnu.
En sú grundvallarákvörðun að
selja fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins
er eitt. Annað mál er með hvaða
hætti það er gert. Í umræðum um
þessi mál síðustu fjögur ár hefur
Morgunblaðið ítrekað lýst þeirri
skoðun, að Alþingi hefði átt að setja
löggjöf, sem tryggði dreifða eignar-
aðild að fjármálastofnunum. Til
þeirrar afstöðu liggja fyrst og fremst
almenn þjóðfélagsleg sjónarmið. Það
er ekki farsælt í okkar fámenna sam-
félagi að eignir, völd og áhrif færist á
of fáar hendur. Þetta hefur því miður
verið að gerast í of ríkum mæli á
nokkrum undanförnum árum. Einu
gildir til hverra þátta atvinnulífsins
er litið. Þróunin er alls staðar á sama
veg.
Þegar íslenzka ríkið seldi í upphafi
hlut af Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins var því lýst yfir í söluskilmál-
um, að stefnt væri að dreifðri eign-
araðild. Stjórnarflokkarnir hafa hins
vegar smátt og smátt horfið frá
þeirri stefnu, í fyrsta lagi á þeim for-
sendum, að löggjöf, sem takmarkaði
eignaraðild að bönkum, mundi ekki
halda á eftirmarkaði og í öðru lagi,
að slík löggjöf gengi gegn þeim
reglum, sem um þetta gilda innan
Evrópusambandsins. Talsmenn
stjórnarflokkanna hafa ekki verið
einir um að lýsa efasemdum um þá
stefnu. Í upphafi þessara umræðna,
fyrir nokkrum árum, mátti heyra
slíkar efasemdir á einstökum tals-
mönnum Samfylkingarinnar.
Stjórnmálamennirnir hafa hins
vegar ekki sett fram sterk efnisleg
rök gegn dreifðri eignaraðild að fjár-
málafyrirtækjum. Þeir hafa ekki
sýnt fram á, að löggjöf í fjölmörgum
öðrum ríkjum, sem sett hafa tak-
markanir á eignaraðild að fjármála-
fyrirtækjum eða á atkvæðisrétt ein-
stakra hluthafa í slíkum fyrirtækj-
um, hafi reynzt gagnlaus. Hins vegar
hefur Kaupþing banki hf. látið taka
saman skýrslu til stuðnings því sjón-
armiði, að löggjöf um dreifða eign-
araðild sé óframkvæmanleg. Niður-
stöður þeirrar skýrslu má hins vegar
túlka á ýmsa vegu.
Þegar verulegar breytingar urðu á
eignaraðild að Íslandsbanka fyrir
skömmu var það yfirlýst markmið
forráðamanna bankans að stuðla að
sem dreifðastri eignaraðild að bank-
anum. Það sýnir að forystumenn
bankans hafa talið það æskilegt
markmið frá sjónarhóli bankans.
Stuðningur Morgunblaðsins við
einkavæðingu ríkisbankanna er af-
dráttarlaus en blaðið telur að það
hafi verið rangt að selja einum aðila
svo stóran hlut í Landsbanka Ís-
lands, sem samningar hafa nú verið
gerðir um.
Það hefur ekkert með að gera hver
sá aðili er. Raunar má færa rök að
því, að úr því ríkisstjórnin á annað
borð ákvað að selja einum aðila svo
stóran hlut í Landsbanka Íslands
sem um er að ræða, eða tæplega
helming hlutafjár í bankanum, sé það
jákvætt að nýr aðili í viðskiptalífi
okkar, Samson ehf., komi þar við
sögu. Það er betra að viðskiptablokk-
irnar, sem eru að verða allsráðandi í
íslenzku viðskiptalífi, séu fleiri en
færri og með öflugri þátttöku Björg-
ólfs Guðmundssonar, Björgólfs
Thors Björgólfssonar og Magnúsar
Þorsteinssonar fjölgar þeim aðilum,
sem hafa mikil áhrif í viðskiptalífinu.
Eins og mál hafa þróazt með sölu
Landsbankans kemur engum á óvart
að ákvörðun hafi verið tekin um við-
ræður af hálfu einkavæðingarnefnd-
ar við tvo hópa fyrirtækja, sem áður
tilheyrðu samvinnuhreyfingunni að
verulegu leyti, vegna fyrirhugaðrar
sölu Búnaðarbankans. Yfirgnæfandi
líkur eru á því að þær viðræður leiði
til þess að annar hvor hópurinn eða
þeir báðir með einhverjum hætti
kaupi ráðandi hlut í þeim banka.
Æskilegt hefði verið að þessi mál
hefðu þróazt á annan veg og að miklu
fleiri aðilar hefðu komið að kaupum á
þessum tveimur bönkum. Hins vegar
er ljóst, að valdið til þessara ákvarð-
ana er í höndum meirihluta Alþingis
og ríkisstjórnar og þessir aðilar hafa
tekið sínar ákvarðanir.
Ólíklegt er hins vegar að með sölu
á hlut ríkisins í bönkunum tveimur
sé komið að einhverjum lokapunkti í
endurskipulagningu íslenzka fjár-
málakerfisins. Íslandsbanki hefur
stærðar sinnar vegna náð ákveðnu
forskoti á önnur fjármálafyrirtæki
og getur m.a. sótt ódýrara fjármagn
út á markaðinn. Gera má ráð fyrir,
að önnur fjármálafyrirtæki leitist við
að jafna þá stöðu og skapa sér sterk-
ari samkeppnisstöðu gagnvart Ís-
landsbanka en þau hafa nú. Þess
vegna má telja líklegt að sala á hlut
ríkisins í bönkunum tveimur sé upp-
hafið að enn frekari breytingum á ís-
lenzkum fjármálamarkaði, sem m.a.
getur komið fram í auknum umsvif-
um þessara fyrirtækja í öðrum lönd-
um.
Umsvif Kaupþings banka eru orðin
töluverð á íslenzkan mælikvarða á al-
þjóðavettvangi og Landsbanki Ís-
lands hefur verið að færa út kvíarnar
að þessu leyti.
Almennt er það jákvætt að við-
skiptablokkirnar í íslenzku atvinnu-
lífi láti reyna á krafta sína í alþjóð-
legu viðskiptalífi, því að augljóst er
að hið íslenzka umhverfi er orðið of
lítið fyrir sumar þeirra.