Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 39
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 39 miklu meiri en upp voru taldir varð- andi Óð. Einn áhættuþátturinn er sá hvort Aron muni skila þeim góðu eig- inleikum í ríkum mæli sem hann sjálfur hefur heillað menn með. Lík- urnar eru sjálfsagt góðar en langt í frá 100%. En það sem er kannski mikilvægast í þessu er að ákveðinn hópur manna hrífst af hestinum og hefur trú á að hann muni gera það gott á hinni þyrnum stráðu braut ræktunarstarfsins. Númi kominn á beinu brautina breiðu? Annan hest má nefna til sögunnar, Núma frá Þóroddsstöðum, sem er í eigu hrossaræktarsamtaka. Saga hans er nokkuð athyglisverð og nokkuð öruggt má telja að hann verði aldrei boðinn falur og því hægt að leika sér með tölur um verðmæti hans. Strax fjögurra vetra má segja að hann hafi slegið rækilega í gegn og Sunnlendingar keypti hann ásamt Eyfirðingum og Þingeyingum fyrir einar sjö milljónir króna eða ríflega það. Þótti mörgum verðið yfirgengi- lega hátt og minna helst á „glæfra- legt“ verðið á Orra frá Þúfu þegar hann var jafngamall. Mátti glöggt greina í þeirri umræðu ákveðna for- dóma gagnvart Laugarvatnshross- um. „Það mátti kaupa hestinn en þetta þótti alltof hátt verð fyrir hest af þessum meiði,“ virtist vera meg- ininntakið hjá ýmsum er gagnrýndu. Stjórnarmenn Hrossaræktarsam- taka Suðurlands áttu oft í vök að verj- ast vegna þessara kaupa og á tímabili var ásókn í að koma hryssum undir Núma mjög tempruð. Ekki bætti úr skák að Númi lækkaði nokkuð í ein- kunn árið eftir landsmót og var það ekki til að lægja öldurnar. Í allri þess- ari umræðu viðurkenndu allir að Númi væri mjög góður hestur og vel skapaður og svona með semingi drógu úrtölumenn í land hægt og síg- andi. Í vor komu síðan fram fyrstu hrossin undan Núma og er þar fyrst að nefna afkvæmasýningu nokkurra hesta í Gunnarsholti í vor og þar á meðal fjögur fjögurra vetra afkvæmi Núma. Þau komu glettilega vel fyrir og vafalítið hafa fáir glaðst eins mikið og þeir eru höfðu frumkvæði að kaupunum á Núma á sínum tíma. Síð- ar stendur sonur hans Illingur frá Tóftum efstur fjögurra vetra hesta á landsmótinu. Núma vantaði aðeins þrjú afkvæmi til að komast í hóp af- kvæmahesta á landsmóti, þá aðeins átta vetra gamall, og má gera ráð fyr- ir honum sterkum á næsta landsmóti, tvímælalaust fremsti kandídat í efsta sæti stóðhesta með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Ef Númi væri í einka- eigu má ætla að hægt væri að gera ýmsar rósir með hann á vettvangi markaðshyggjunnar. Ósagt skal látið hvort hér sé á ferðinni hestur sem gæti fetað í fótspor Orra frá Þúfu en vissulega væri hann efnilegur kandí- dat í það. Staðreynd er sú að Númi er í eigu hrossaræktarsamtaka og þau hafa hingað til ekki sýnt neina til- burði í þá átt að vera með einhverjar fimiæfingar á velli markaðarins. En hvað gæti markaðsvirði Núma verið í dag? Það eru auðvitað afkvæmin sem öllu skipta í þessum leik og nú virðist staðan mjög góð hjá Núma. Þetta er gegnheill hestur án afgerandi galla ogþótt hann fái aðeins 8,0 fyrir tölt virðast afkvæmi hans gefa góð fyr- irheit um betra tölt. Fótaburður er nokkuð sem margir hafa haft áhyggj- ur af þegar fjallað er um Núma því hann er undan Svarti frá Unalæk, sem var mjög tæpur á því sviði. Þetta slapp fyrir horn hjá Núma sjálfum og afkvæmi hans virðast hafa góða fót- lyftu. Hér hefur verið skotið á 10 milljónir króna á Óð, Aron er yfir 40 milljónir með öllum þeim fyrirvörum er að ofan getur. Ef reiknað er út frá verði á folatollum fer Númi ekki hátt, gæti verðið verið í 15 til 20 milljónum króna. Ætla má að ef seldir yrðu hlut- ir í Núma færi verðið verulega upp og út frá því væru tölur upp á 40 til 50 milljónir ekki fjarri lagi. Þyrnir og Keilir á svipuðu róli Náfrændi Núma, Þyrnir frá Þór- oddsstöðum, sem er tveimur árum yngri, virðist einnig á góðu róli í al- menningsálitinu þótt ekki hafi allt gengið upp á landsmótinu eins og átti að gera þar sem allt stefndi í að hann yrði þar í harðri baráttu um efsta sætið. Verður spennandi að sjá hvað eigandi hans, Bjarni Þorkelsson, ger- ir með klárinn. Stofnar hann hluta- félag eins og mjög er í tísku og virðist gefa vel í aðra hönd eða selur hann klárinn í heilu lagi? Þriðji möguleik- inn er svo sá að hann muni eiga hest- inn og gera hann út sjálfur eins og Gunnar Jóhannesson hefur gert frá því hann keypti stóðhestinn Keili frá Miðsitju og gengur vel. Það voru ein- mitt þessir tveir hestar sem voru kandídatar í efsta sæti sex vetra stóð- hesta landsmótinu en sá síðarnefndi hafði vinninginn sem kunnugt er. Þarna eru tveir hestar sem ættu að vera á svipuðu róli í verðmæti, ein- kunnir þeirra í einstaklingsdómi nokkuð svipaðar. Í beinni stað- greiðslusölu mætti geta sér til um söluverð upp á 15 til 20 milljónir en mun hærra í hlutafélagssölu. Að síðustu er hér þess að geta að hér er verið setja upp nokkur dæmi sem að hluta byggjast á staðreynd- um. Svona geta menn leikið sér með tölur og velt fyrir sér verðmæti bestu stóðhestanna.Raunverulegt mark- aðsverðmæti stóðhesta fæst að sjálf- sögðu aldrei fyrr en tveir eða fleiri aðilar setjast niður og semja um og gera með sér kaup. Ljóst er þó að bestu stóðhestar landsins leggja sig á einhverja tugi milljóna og þeir eru ekki margir sem komast í þann hóp. Morgunblaðið/Vakri Keilir frá Miðsitju hefur notið góðra vinsælda, aðeins byrjað að temja und- an honum og hafa sjö afkvæmi skilað sér til dóms. Knapi Vignir Jónasson. Morgunblaðið/Valdimar Þyrnir frá Þóroddsstöðum er með góða stöðu í dag, hefur sannað sig vel í einstaklingsdómi, og nú bíða menn spenntir eftir að afkvæmi hans fari að láta að sér kveða. Knapi er Daníel Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.