Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ EKKI hefur enn tekist að ljúka við að smala í Mýrdal. Óvenju mikið hefur rignt og oft verið þoka þann- ig að ekki hefur verið unnt að ljúka smölun. Eftir að snerist til norðan- áttar skín sólin og vonast bændur því til að hægt verði að ljúka smöl- un á næstu dögum. Enda fer hver að verða síðastur að koma hrút- lömbum í sláturhús. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Pálmi Andrésson í Kerlingardal bendir á hóp af fé sem er að sleppa frá smölunum. Seinni göngur óvenju seinar Fagridalur AÐ undanförnu hefur Almenna umhverfisþjónustan ehf. unnið við að steypa þekju á stóru bryggj- una í Grundarfirði þar sem bryggjan hefur verið lengd um 100 metra. Þekjan er 4.050 fermetrar á flatarmáli. Verklok eru fyrirhuguð fyrir næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Starfsmenn Umhverfisþjónustunnar að steypa einn flekann. Búið er að steypa 27 fleka af 32. Steypuframkvæmdir Grundarfjörður Í BLÍÐUNNI í haust hefur Vega- gerðin látið endurbyggja um þriggja og hálfs km veg á Útnesvegi undir Jökli. Nýi kaflinn byrjar við Gufu- skála og er meðfram gamla flugvell- inum suður fyrir Bekkjahraun á Gufuskálamóðum. Þessi vegalagning er áfangi að því að gerður verði veg- ur með bundnu slitlagi um Þjóðgarð- inn Snæfellsjökul, en sunnan við þjóðgarðinn endar vegur með bundnu slitlagi við Háahraun í Dag- verðarárlandi. Verktakafyrirtækið Stafnafell ehf. úr Staðarsveit er verktaki. Vega- gerðinni er nú að mestu lokið. Búið er að leggja fyrra lagið eða umferð- ina af klæðningu á veginn. Verktak- inn vinnur nú að frágangi á vegkönt- um og umhverfi. Á um hundrað metra kafla þarf að setja grjótvörn við veginn til að verj- ast ágangi Móðulæksins þegar hann fer í ham. Lækurinn rennur þar stundum meðfram veginum. Flestir sem fara Útnesveg verða lítið varir við þetta vatnsfall. Sjá aðeins nokk- uð áberandi þurran farveg. Það kem- ur samt fyrir nokkrum sinnum á hverju sumri þegar rignir á Jökulinn og jafnframt eru hlýindi að kolmó- rautt jökulfljót byltist fram um far- veginn. Nú fyrir nokkrum dögum gerði Móðulækurinn sér lítið fyrir og rauf veginn sem er á þessum slóðum og liggur af Útnesvegi út á Öndverð- arnes. Vegagerðin hefur tekið upp þann góða sið að setja upp upplýsinga- skilti fyrir vegfarendur við vega- framkvæmdir. Þar er upplýst um lengd vegar, framkvæmdatíma, verktaka o.fl. Morgunblaðð/Hrefna Magnúsdóttir Upplýsingaskilti Vegagerðarinnar við Útnesveginn. Vegur um Gufuskála- móður Hellissandur HAGRÆÐING og breytingar á áherslum í rekstri hjá Marel leiða til fækkunar um 70 starfa hjá fé- laginu. Fækkunin er að mestu er- lendis en störfum fækkar um 15 á Íslandi. Eftir þessar breytingar verða starfsmenn samstæðunnar um 750, þar af 270 hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Marel kemur fram að félagið hafi á und- anförnum árum vaxið ört og rekst- urinn náð því umfangi sem nauð- synlegt er til að félagið sé samkeppnisfært á alþjóðamarkaði. Í kjölfar þessarar uppbyggingar, sem náði hámarki með opnun nýrra höfuðstöðva félagsins í sum- ar, hafi stjórn félagsins ákveðið að leggja áherslu á að nýta árangur og vöxt síðustu ára til að auka hag- ræði og tryggja meiri arðsemi í rekstri, en leggja minni áherslu á vöxt. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, segir hagræðingaraðgerðirnar nokkuð umfangsmiklar, enda sé verið að endurskipuleggja áherslur innan allrar samsteypunnar. Hann segir að nýtt húsnæði Marels í Garðabæ skapi mikla möguleika fyrir aukna framleiðslugetu og framleiðni í rekstri og geri Marel jafnframt kleift að flytja hluta þeirrar framleiðslu sem áður fór fram erlendis til Íslands. Stjórn Marels hf. hafi m.a. ákveðið að flytja frá Þýskalandi til Íslands framleiðslueiningu sem framleitt hefur skurðarvélar og tengdan búnað. Af því hljótist töluverður sparnaður. Hagstætt skattaum- hverfi á Íslandi hafi einnig mikil áhrif á ákvörðun Marels að flytja starfsemi hingað til lands. Lakari afkoma en gert var ráð fyrir Gert er ráð fyrir að jákvæð áhrif af flutningunum og þeim aðgerðum sem nú er gripið til komi fram í af- komu félagsins á næsta ári. Segir í tilkynningunni að þau eigi að tryggja að Marel nái þeim arðsem- ismarkmiðum sem félagið hefur sett sér. „Vegna efnahagslægðar víða á mörkuðum félagsins á síðari hluta þessa árs og kostnaðar vegna flutninga, er gert ráð fyrir að af- koma þriðja ársfjórðungs og ársins í heild verði nokkuð lakari en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Á síðastliðn- um 3 árum hefur meðalvöxtur í starfsemi Marels verið 27% á ári en á næstu misserum munu vaxt- armarkmið víkja fyrir arðsemis- markmiðum og verður lögð höfuð- áhersla á að ná sem mestri hagræðingu í rekstri félagsins. Er því miðað við að vöxtur félagsins verði um 10% árlega. Þessi áherslubreyting mun einnig hafa í för með sér að fjárfestingaþörf fé- lagsins minnkar til muna ásamt því að auðvelda stýringu á veltufjár- munum,“ segir jafnframt í tilkynn- ingunni. Marel flytur starf- semi til Íslands Hagræðing innan fyrirtækisins leiðir til fækkunar um 70 starfa ÞRÓUNIN á erlendum hlutabréfamörkuðum verður almennt jákvæð á komandi árum en heppilegast er fyrir fjár- festa að líta á einstök fyrirtæki þegar þeir huga að fjárfestingum frekar en ákveðnar at- vinnugreinar. Þetta kom fram í máli Mikael Randel, yfirmanns stjóðastýringar hjá verðbréfafyrirtækinu Carnegie, á fundi á veg- um Verðbréfastofunnar hf. á föstudag um er- lenda hlutabréfamark- aði. Randel sagði að hjá Carnegie væri lögð mikil áhersla á það að skoða vel stöðu þeirra fyrir- tækja sem til greina kemur að fjárfesta í. Í því sambandi sé litið gaumgæfilega á sjóðstreymi þeirra, væntanlegar lífeyris- og eftirlaunagreiðslur og stjórnunarhætti. Varðandi lífeyrisgreiðslurnar sagði hann að taka þyrfti tillit til þess að fólk lifði almennt lengur nú en fyrir nokkrum árum. Fyrirtækin tækju ekki ávallt tilliti til þessa. Auk þess misreiknuðu þau oft loka- greiðslur starfsmanna sem lífeyr- isgreiðslur tækju mið af. Þessi þátt- ur í rekstri fyrirtækja gæti því oft haft meiri áhrif á afkomu þeirra er fram liðu stundir en áætlað hefði verið. Fjárfestar ættu því að skoða þessi mál vel Um stjórnunarþátt fyrirtækja sagði Randel að Carnegie fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem sinnti upp- lýsingagjöf með ófullnægjandi hætti. Carnegie hefði fyrir nokkru selt allt það hlutafé sem það átti í fyrirtækjum sem væru ekki með þennan þátt starfseminnar í lagi. Fram kom í máli Randel að Carnegie hefði mikla trú á mörk- uðunum í Austur-Evrópu. Þar hefði margt jákvætt verið að gerast og horfur væru góður. Verðbréfastofan selur sjóði Carnegie Sjóðir Carnegie eru þeir sjóðir sem Verðbréfastofan einbeitir sér að því að selja, en Carnegie er með- al stærstu verðbréfafyrirtækja Norðurlanda og hefur starfsmenn í höfuðborgum allra þeirra nema hér á landi. Auk þess að selja fjárfest- um sjóði Carnegie bendir Verð- bréfastofan fyrirtækinu á viðskipta- tækifæri hér á landi. Þá felur samningur Verðbréfastofunnar og Carnegie í sér að Verðbréfastofan hefur aðgang að bankaþjónustu Carnegie í Lúxemborg og jafnframt að greiningardeild fyrirtækisins. Mikael Randel segir að Carnegie fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem sinni upplýsingagjöf með ófullnægjandi hætti. Carnegie skoðar fyrirtæki frekar en atvinnugreinar Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.