Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI YFIRMENN stærstu fjármálafyrir- tækjanna lýsa almennt yfir ánægju með þróun mála í einkavæðingu rík- isstjórnarinnar. Eins og kunnugt er hefur verið tilkynnt að Samson eign- arhaldsfélag, sem er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björg- ólfs Thors Björgólfssonar auk Magnúsar Þorsteinssonar, kaupi 45,8% hlut ríkisins í Landsbanka Ís- lands hf. á 12,3 milljarða króna. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings banka, segist fagna sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. „Það er vissulega fagnaðarefni að þetta mál sé loksins í höfn. Það er hins vegar umhugsunarefni, í ljósi umræðunnar um einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma, að ríkið skuli nú fara sömu leið og við lögðum til þá. Kaup- þing varð fyrir töluverðum óþægind- um vegna þess máls og því er vert að menn spyrji sig hvort þeir hafi ekki látið höggin dynja á sendiboðanum, e.t.v. þeim sem síst skyldi,“ segir Sigurður. Sama hver kaupir Hann segist vona að Búnaðar- bankinn verði nú seldur hið snarasta. „Mér er nokk sama hver kaupandinn er. Aðalatriðið er, að ríkið láti sig hverfa af þessum samkeppnismark- aði. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að vinnubrögð og hugsunarháttur breytast við það,“ segir hann, „og mér hefur fundist að menn hafi að sumu leyti misst sjónar á aðalatriði málsins að undanförnu; hugmynda- fræðinni. Markmiðið hlýtur að vera að koma rekstri samkeppnisfyrir- tækja úr höndum ríkisins, ekki fjár- öflun fyrir ríkissjóð,“ segir hann. Sigurður segir of snemmt að segja fyrir um afleiðingar þessara breyt- inga. „Það er ekki hægt að útiloka einhvers konar endurskipulagningu, hvort sem hún verður í formi sam- runa eða á annan hátt,“ segir hann, „en í öllu falli er ljóst að hún verður auðveldari eftir einkavæðinguna.“ Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að skoðun bank- ans hafi alltaf verið að einkavæðing fjármálafyrirtækja sé af hinu góða. „Samkeppnisrekstur eins og banka- rekstur á að okkar viti að vera í höndum einkaaðila. Því fögnum við sölu ríkisins á hlut sínum í Lands- bankanum,“ segir hann. Breytingarnar auðvelda hagræðingu Bjarni segir að hlutverk ríkisins á fjármálamarkaði eigi að vera tví- þætt. „Annars vegar á það að sjá til þess að lagasetning og umgjörð markaðarins séu í lagi, þannig að hann njóti trausts og virki sem inn- viður í samfélaginu. Hins vegar á það að hafa eftirlit með því að leikreglum sé fylgt. Með þessum breytingum er markaðurinn að nálgast það form sem við sjáum í þróaðri iðnríkjum,“ segir hann. Bjarni segir að það form sé hvað líklegast til að vera hvetjandi á hagvöxt. „Þessar breytingar hljóta að auðvelda hagræðingu á markaðin- um. Hins vegar er engin leið að sjá fyrir í hverju hún verður fólgin,“ segir hann. Sem kunnugt er tilkynnti einka- væðingarnefnd að gengið yrði til við- ræðna við tvo hópa um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum, annars vegar Kaldbak hf. og hins vegar S-hópinn svokallaða. Bjarni segist vera undrandi á að Íslandsbanki skuli hafa verið útilokaður frá frek- ari viðræðum. „Við erum hissa á því að ekki skuli vera rætt við okkur, þar sem við höfum lýst yfir áhuga á þess- um viðskiptum,“ segir hann, „en þarna er t.a.m. verið að ræða við að- ila sem sögðust hafa meiri áhuga á Landsbankanum, sem nú er búið að selja,“ segir hann. Bjarni segir að einkavæðingarnefnd hafi ekki gefið upp ástæðu þess að ekki yrði fram- hald á viðræðum við bankann. Léttir fyrir starfsfólk Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segist fagna söl- unni. „Ég tel að þetta sé mjög góð ákvörðun fyrir bankann. Ljóst er, að erfitt hefur verið að reka hann við það óvissuástand sem hefur nú lengi verið ríkjandi. Tíðindin eru örugg- lega léttir fyrir stjórnendur og starfsfólk,“ segir hann. Guðmundur segir að ljóst sé að hinir nýju hluthafar í Landsbankan- um séu mjög atorkumiklir. „Þeir hafa sýnt mikla hæfni í viðskiptum, bæði hérlendis og erlendis. Þess vegna tel ég að bankanum sé mikill akkur í að fá þá til liðs við sig,“ segir hann. Að sögn Guðmundur er almennt séð mjög æskilegt að ítök ríkisins í atvinnulífinu minnki. „Að því hefur verið stefnt og þess vegna eru þetta góð tíðindi. Hins vegar er ljóst að stjórnvöld hafa algjörlega skipt um skoðun á nauðsyn þess að tryggð verði dreifð eignaraðild. Sala á nær helmingi bankans til eins aðila geng- ur auðvitað þvert á áform þeirra og málflutning í byrjun,“ segir hann. Frelsið hefur orðið til góðs Guðmundur segir að hið tiltölu- lega nýfengna frelsi á fjármagns- markaði hafi haft góðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. „Fyrir nokkrum árum voru fá stór og öflug fyrirtæki á Íslandi. Frelsið hefur leitt til þess að nú höfum við mörg stór og öflug fyrirtæki. Þessu ber að fagna, en vissulega verður að gæta þess að mál þróist ekki út í öfgar, með of miklum samruna og sam- þjöppun á markaði,“ segir hann. Guðmundur segist telja að óæski- legt væri ef fjármálafyrirtækjum myndi fækka. „Ég hef alltaf haldið því fram að hægt sé að hagræða mik- ið í íslensku bankakerfi á núverandi grundvelli. Hægt er að nýta betur þau tækifæri sem gefast á sviði tæknimála. Að sumu leyti stöndum við einna fremst í heiminum hvað snertir notkun tækninnar, en eigum ónýtt tækifæri sem gætu þýtt millj- arða hagræðingu á ári fyrir þjóðfé- lagið.“ Hann segist telja nauðsynlegt að samkeppnin sé sem öflugust. „Þar af leiðandi teldi ég mjög óæskilegt ef fjármálafyrirtækjum fækkaði. Hins vegar er afar heppilegt að þau styrk- ist, eins og t.a.m. þegar erlendir fjár- festar komu inn í Landsbankann og þegar Kaupþing hefur verið að styrkja stöðu sína erlendis. Ég tel að fyrirtæki á íslenskum markaði muni tengjast erlendum mörkuðum í auknum mæli í framtíðinni. Þannig verði hér mjög öflugar einingar í samkeppni, neytandanum í vil. Þó gæti maður séð fyrir sér einhvern samruna innan sparisjóðanna,“ segir hann. Einkavæðing af hinu góða Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segist vera ánægður með þróun mála. „Ég hef lýst því yfir að ég telji einkavæðingu bankanna vera af hinu góða,“ segir hann. Árni segir að tímabært sé að ríkið hverfi af markaðinum sem bankaeigandi. Aðspurður segir Árni að nú sé mikilvægt að sala á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum gangi sem hrað- ast fyrir sig. „Enda er það í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er öllum í hag að handtökin verði snör,“ segir hann. Árni segir að einkavæðingin ætti a.m.k. ekki að hindra frekari hag- ræðingu á markaðinum. „Samþjöpp- un og hagræðing hefur verið nokkuð stöðug að undanförnu. Ég á von á því að þessi þróun haldi áfram, frekar en að hún taki sérstakan kipp við þessa breytingu,“ segir hann. Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja um sölu á 45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum til Samsonar eignarhaldsfélags Almenn ánægja með söluna Morgunblaðið/Kristinn Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja fagna sölu á 45,8% hlut í Landsbankanum. BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra útlána um 0,30 prósentu- stig. Lækkun innlánsvaxta verður á bilinu 0,05-0,3 prósentustig, mis- munandi eftir einstökum innláns- formum bankans. Þessar breytingar á vaxtakjörum Búnaðarbankans eru í kjölfar ákvörðunar bankastjórnar Seðlabankans í síðustu viku um lækkun stýrivaxta um 0,30. Breyt- ingarnar tóku gildi í gær. Í tilkynningu frá Búnaðarbankan- um kemur fram að óverðtryggð út- lánakjör Búnaðarbankans hafi lækk- að um 4,45 prósentustig frá nóv- emberbyrjun 2001 þegar núverandi vaxtalækkunarferli hófst. Óverð- tryggð innlánskjör hafa hins vegar lækkað minna eða á bilinu 0,95-4,02 prósentustig, mismunandi eftir ein- stökum innlánsreikningum. Til við- bótar hefur Búnaðarbankinn ákveð- ið að lækka verðtryggð vaxtakjör sín um 0,2 prósentustig. Ákvörðunin er tekin í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað nú í haust á markaði, en þar hefur ávöxtunarkrafa verð- tryggðra bréfa verið að síga niður á við. Búnaðarbankinn lækkar vexti ÞÉTTSETIN Boeing 747-400- þota japanska flugfélagsins í inn- anlandsflugi lenti í alvarlegri ókyrrð í gær með þeim afleiðingum að 17 manns um borð slösuðust, að því er félagið greindi frá. Tíu voru farþegar og sjö flugliðar, og var fólkið flutt á sjúkrahús í Tókýó. Um borð í vélinni voru 556 manns, áhöfn og farþegar, á leið frá borginni Fukoka á eynni Kyushu til Tókýó, og er þetta um 90 mínútna flug. Sagði talsmaður flugfélagsins að einn hinna slösuðu hefði brákaða mjaðmagrind og yrði líklega að dvelja á sjúkrahúsi í allt að þrjá mánuði. Ekki var ljóst í gær hvað olli ókyrrðinni sem vélin lenti í er hún var að byrja að lækka flugið. 17 slösuðust í ókyrrð Tókýó. AP. MIKILL fögnuður ríkti meðal fanga sem streymdu út úr fangelsum í Írak á sunnudag eftir að Saddam Hussein tilkynnti að hann hefði veitt öllum föngum landsins sakaruppgjöf. Stjórn landsins sagði að með sakar- uppgjöfinni væri Saddam að þakka fyrir eindreginn stuðning við hann í þjóðaratkvæðagreiðslu í vikunni sem leið og stefnu stjórnarinnar. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti sakaruppgjöf- inni sem blekkingu og spáði því að margir fanganna yrðu handteknir aftur. Stjórn Íraks skýrði ekki frá því hversu margir fangar hefðu verið látnir lausir en í Bagdad var áætlað að þeir væru um 150.000. Á meðal fanganna voru tugir þúsunda manna sem voru handteknir af pólitískum ástæðum. Sakaruppgjöfin virtist mælast vel fyrir meðal almennings í Írak og tal- ið var að markmiðið með henni væri að senda þau skilaboð að Saddam óttaðist ekki andstæðinga sína heima fyrir. Fangarnir héldu á eigum sínum í plastpokum og pappakössum þegar þeir streymdu út úr fangelsunum, sungu og hrópuðu vígorð til stuðn- ings Saddams. „Við fórnum blóði okkar og sál fyr- ir Saddam!“ söng einn þeirra eftir að hafa afplánað sjö ár af tíu ára fang- elsisdómi fyrir að stela logsuðutæki. „Við erum tilbúin að verja leiðtoga og land okkar með blóði okkar,“ sagði hann. „Við fáum núna frábært tækifæri til að hefja nýtt líf og ég ætla að gera allt sem ég get til að lenda ekki aftur í fangelsi.“ Ríkissjónvarpið í Írak sagði að arabar frá öðrum löndum hefðu einn- ig fengið sakaruppgjöf, en ekki kom fram hvort á meðal þeirra væru Kúv- eitar sem voru handteknir í Persa- flóastyrjöldinni árið 1991. Kúveitar segja að Írakar hafi ekki gert grein fyrir afdrifum 600 manna frá Kúveit og fleiri löndum sem hurfu í stríðinu. AP Þúsundir ættingja íraskra fanga hlaupa inn í fangelsi nálægt Bagdad eftir að Saddam tilkynnti að hann hefði veitt öllum föngum sakaruppgjöf. Föngum í Írak veitt almenn sakaruppgjöf Bagdad. AP. SÆNSKA lögreglan sagði í gær, að skammbyssa, sem komið hefði í leit- irnar við húsleit hennar í síðustu viku, tengdist ekki morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, 28. febr- úar árið 1986. „Rannsóknir á byssunni hafa leitt í ljós svo ekki verður um villst, að hún var ekki notuð er Palme var skotinn til bana,“ sagði saksóknarinn Klas Bergenstrand í viðtali við sænsku fréttastofuna TT. Byssan, sem er af gerðinni .357 Magnum, fannst við húsleit í Stokk- hólmi vegna ábendingar frá manni, sem tengist Christer Pettersson. Hann var á sínum tíma dæmdur í undirrétti fyrir morðið á Palme en síðan sýknaður í hæstarétti. Palme var að koma úr kvikmynda- húsi ásamt konu sinni þegar ókunnur maður hljóp að honum og skaut hann. Hefur morðið verið mikil ráðgáta alla tíð síðan og prófun á að minnsta kosti 500 skammbyssum af Stokkhólms- svæðinu hefur engan árangur borið. Ekki tengt Palme-morði Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.