Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir TILBOÐSDAGAR Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fax 533 2022 www.vatnsvirkinn.is FERBOX HORN OG HURÐAR EINNARHANDATÆKI KLUDI - FELIU - HUBER WC INDUSA OG IFÖ HANDLAUGAR INDUSA OG IFÖ HITASTILLITÆKI HUBER - KLUDI - MORA Sturtuhorn frá kr. 17.614 Sturtuhurðar frá kr. 13.334 Baðkarshurðar frá kr. 6,934 Handlaugatæki kr. 4.975 Eldhústæki frá kr. 6.046 Indusa með setu kr. 14.713 Ifö með setu kr. 23.601 Sturtutæki frá kr. 9.206 Baðtæki frá kr. 10.510 Á vegg frá kr. 2.221 Í borð frá kr. 7.048 ÍSLENDINGAR sem kjósa lífrænt ræktaðar matvörur verða sífellt fleiri. Nýleg umræða um kúariðu og aðra dýrasjúkdóma varð m.a. til þess að fleiri Evrópubúar fóru að velja lífræn matvæli. Framboð þeirra er orðið töluvert í stór- mörkuðum hér á landi en verslanir á borð við Yggdrasil og Heilsu- húsið sérhæfa sig í sölu þeirra. Yggdrasill selur lífræn matvæli til stórverslana auk þess að vera með smásöluverslun á Kárastíg 1. Fyrirtækið varð til árið 1986 og síðan þá hefur fjöldi þeirra sem kjósa lífræna matvöru margfaldast að sögn Hildar Guðmundsdóttur verslunarstjóra. Það sama er uppi á teningnum í Heilsuhúsinu. „Markaðurinn var mjög lítill í upphafi og óx mjög hægt,“ segir Hildur. „En það er mun meiri áhugi núna og markaðurinn vex hraðar en áður.“ Heilsuhúsið hef- ur selt lífrænt ræktaða vöru í 24 ár. „Þegar við opnuðum búðina 1979 niður á Skólavörðustíg, þá fylltum við hana af lífrænt rækt- aðri vöru en það var ekki nokkur maður sem hafði áhuga á þessu, þetta rann allt út á dagsetningu,“ segir Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins. „En það er allt ann- að í dag.“ Hildur og Örn telja ýmsar skýr- ingar liggja að baki aukinni neyslu lífrænna matvæla. „Á síðasta ári var vöxtur alls staðar í heiminum á neyslu lífrænna matvæla,“ segir Hildur, „kúariðan t.d. varð til þess að Evrópubúar fóru meira að hugsa um hvað þeir létu ofan í sig.“ Þó að þessi vandamál hafi ekki komið upp hér á landi skilaði vakningin sér hingað, að sögn Hildar. „Hér hefur neysla á lífrænt ræktuðu smám saman verið að aukast enda fólk alltaf að verða meira meðvitað um heilsuna og þetta er einn þáttur í því.“ Örn segir margt hafa gerst á þeim tæpa aldarfjórðungi sem Ís- lendingar hafa haft aðgang að Heilsuhúsinu. „Mín skoðun er sú að í dag er ekki eins mikið mál að verða sér úti um allt sem hugurinn girnist. En það er aukinn fjöldi fólks sem er farinn að leggja áherslu á önnur gildi en bara að safna dóti, þar ber þó hæst að huga að eigin heilsu.“ Örn segir að margir séu tilbúnir að eyða háum fjárhæðum í „ýmislegt prjál,“ eins og hann sjálfur kemst að orði, „en svo þegar kemur að eigin heilsu förum við að meta hvort að gulræt- urnar sem eru ræktaðar með skor- dýraeitri séu ódýrari en þær líf- rænt ræktuðu. En þetta er að breytast.“ Þá segir Örn að sífellt fleiri geri sér grein fyrir því að gæða- og bragðmunur er á lífrænum vörum og öðrum. „Það er greinilegur munur á gæðum og stundum næst- um eins og ekki sé um sömu vöru- tegund að ræða. Þegar gæðin eru orðin afgerandi þá lifir varan sínu eigin lífi og þá gerir fólk ekki at- hugasemd við þó verðið sé hærra.“ Þá segir Hildur að fólk með ým- iskonar ofnæmi leiti eftir lífrænum matvælum í auknum mæli. „Við finnum mjög sterkt fyrir því að of- næmi er að aukast. Margir finna að þeir geta lagað ofnæmið með því að breyta mataræðinu.“ Verð á lífrænum vörum hefur verið í umræðunni en Hildur segir sambærilega vöru frá sama fram- leiðanda svipaða í verði á öllum Norðurlöndunum. En lífrænt ræktuð vara er hins vegar yfirleitt dýrari en önnur og segir Örn ein- falda ástæðu fyrir því. „Það er miklu meiri handavinna í tengslum við hana en í hefðbundinni rækt- un.“ Vörur sem framleiddar eru með hjálp skordýraeiturs og ann- arra aukaefna eru seldar ódýrar og að sögn Arnar einblína margir á hvar verðið er lægst, t.d. kemur það fram í verðkönnunum fjöl- miðla. „Þetta leiðir til þess að þeir sem kaupa inn vörur reyna að fá þær sem ódýrastar, en hverjar eru afleiðingarnar? Jú, við fáum ódýr- ustu vöruna sem er ræktuð með mesta áburðinum og eitrinu, að sjálfsögðu á kostnað gæðanna.“ Örn segir ekki sanngjarnt að bera saman vörur stórmarkaðanna og smáverslananna í verðkönnunum og segir t.d. þjónustu litlu versl- ananna ekki koma þar fram, en þjónusta og ráðgjöf fyrir við- skiptavini Heilsuhússins er mikil. Örn bendir einnig á að flutnings- kostnaður sé mjög ár fyrir þá sem kaupa lítið inn í einu. Ekki sé hægt að setja kælivöru í safngám, þ.e. með vörum frá öðrum, heldur verði að taka heilan gám eða að flytja með flugi og „það er skelfi- lega dýrt,“ segir Örn. Munur á þjónustu mikill Hildur segir að þar sem Ygg- drasill selji vörur í heildsölu til stórmarkaða sé ekki um mikla samkeppni við þá að ræða, enn sem komið er. „Við erum ánægð með að lífrænu vörunar eru komn- ar inn í stórmarkaði og við- skiptavinir geta þá gripið þær með öðrum vörum þegar það verslar inn,“ segir Rúnar Sigurkarlsson, annar eigenda Yggdrasils. „Fólk verslar kannski einu sinni í mánuði vörur hjá okkur, sem ekki eru til í stórmörkuðunum, en annars versla þeir heilsuvörurnar þar.“ Örn segir samkeppnina við stór- markaði gríðarlega. „Þeir selja vöruna í krafti þess að þeir eru með tiltölulega fátt starfsfólk og geta þar af leiðandi boðið vöruna á lægra verði. En munurinn á þjón- ustunni er mjög mikill.“ Í sam- keppninni segir Örn lítið annað að gera en að hafa þjónustuna sem allra besta. Þá býðst vara í Heilsu- húsinu sem ekki býðst í stórmörk- uðum og reyna þarf að selja betri vöru. „En það er nokkuð óhjá- kvæmilegt að gæði kosta pen- inga,“ segir Örn. Lífrænt ræktaðar matvörur verða stöðugt vinsælli á borðum Íslendinga „Gæðin kosta peninga“ Morgunblaðið/Jim Smart Sérverslanir bjóða meira úrval af lífrænt ræktuðum mat en stórmarkaðir en samkeppnin eykst. Neytandinn verður að vega og meta kosti lífrænna afurða því verðið er hærra en á hefðbundnum mat. Íslenskt lífrænt ræktað grænmeti er meðal þess sem fæst í Heilsuhúsinu. Það má einnig fá í Yggdrasil þar sem myndin er tekin. Fyrir aldarfjórðungi fóru lífrænt ræktaðar vörur í stórum stíl fram yfir síðasta sölu- dag í verslunum, fáir vissu hvað þar var á ferð. Nú eru breyttir tímar og fréttir af far- öldrum dýrasjúkdóma og vitneskja um að breytt mataræði haldi ofnæmi í skefjum hef- ur m.a. orðið til þess að sífellt fleiri neyta lífrænnar matvöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.