Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 35 HINN 22. ágúst sl. skrifar Jakob Björnsson, fv. orkumálastjóri, um nýtingu vindorku í tilefni af grein undirritaðs frá í mars um sama efni. Í grein sinni segir Jakob að vindorkan sé því miður ótrygg og því óviðunandi sem einhliða orku- gjafi en hana mætti þó nota til upp- fyllingar ef hagkvæmt væri – en svo sé ekki og lítill markaður fyrir ótrygga orku. Þetta er allt rétt – í dag – en það kemur dagur eftir þennan og undir hann þarf að búa sig og rannsaka hvaða kostir eru í boði. Hann nefnir að vatnsaflið og jarðgufan séu nokkuð sem náttúran láti ókeypis í té og lítur á þetta sem óþrjótandi auðlindir. Þetta er veru- legt ágreiningsefni – samanber um- hverfisspjöll vegna Kárahnjúkalóns og í Þjórsárverum. Það er líka spurning hversu óþrjótandi jökul- vötnin eru – vissulega hverfa jökl- arnir ekki alveg á næstunni en ef farið er að stórsjá á ísnum við Grænland og jafnvel Grænlands- jökli sjálfum núna og veðurfar hlýn- ar stöðugt getur verið skemmra en okkur órar í verulegar breytingar á vatnsrennsli frá þessum smájöklum hér! Það er hins vegar næsta víst að meðan orkumálastjóri ekki slekkur á sólinni að við höfum vind – hann er örugglega óþrjótandi orkulind sem fáeinar vindmyllur hafa lítil áhrif á. Svo mun einnig vera um bergvatnsárnar og lækina sem nota mætti við smávirkjanir því ekki hættir að rigna þótt eitt- hvað hlýni! Ég var í greininni frá í mars ekki að mæla með því að við færum að beisla vindorku í stórum stíl – ég var að reyna að benda á hve lítil og ómerkileg Villinganesvirkjun væri – á við 10-15 vindrellur – og lýsa eftir íslenskum rannsóknum á því hvar og hvernig ætti að nýta vindinn ef til kæmi og spurði hvort Orku- stofnun ætti ekki að skoða þessa orkulind sem aðrar. Hefði ég reyndar átt að útvíkka spurninguna og taka með smáar vatnsaflsvirkj- anir en þær virðast líka alveg óplægður akur hjá Orkustofnun eft- ir því sem ég kemst næst. Sam- kvæmt heimasíðu Orkustofnunar (www.os.is) eru markmið stofnunar- innar: „Öflun grunnþekkingar á orku- lindum landsins. Söfnun og miðlun upplýsinga um orkubúskap og ráðgjöf til stjórn- valda um orku- og auðlindamál. Ráðgjöf og þjónusta við nýtingu orkulinda.“ Rannsóknir eru því verkefni Orkustofnunar en þær hafa til þessa nánast eingöngu hafa beinst að stórvirkjunum og svo virðist ætla að verða áfram. Alla vega sagði núverandi orkumálastjóri á þingi Sambands sunnlenskra sveit- arfélaga (SASS) eitthvað í þá veru að smávirkjanir væru óhagkvæmar og lélegur kostur sem menn ættu ekki að hugsa um, m.a. af því við fengjum bráðum ný lög um sölu og dreifingu á raforku! (heyrt í RÚV). Þetta er með því óskynsamlegra sem ég hefi heyrt og sýnir í raun hve markaðsvæðing og arðsemis- sjónarmið getur heltekið fólk. Sé þetta rétt þá eru þetta ekki lög – þetta eru ólög! Þó vissulega sé nauðsynlegt að fara að skoða vind- orkuna er þó enn brýnna að fara að skoða alla þá óteljandi staði á land- inu þar sem hægt væri að setja upp smávirkjanir og endurbæta eldri miðað við nútíma þekkingu. Þó ég þekki það ekki hlýtur t.d. þekking á hönnun virkjana sem og hönnun og smíði á hverflum og rafölum að hafa aukist mikið sl. 30-50 ár? Alla vega hefur nýting vindorku batnað um 20-30% árlega sl. 10 ár samkvæmt dönskum upplýsingum með tilsvar- andi lækkun á framleiðslukostnaði orkunnar. Sjálfsagt getur hvorki vindorka né orka frá smávirkjunum keppt við orku stóru orkuveranna, ekki síst þar sem stórum kostn- aðarliðum (t.d. vegna náttúru- spjalla) er sleppt og orkan seld með tapi til stóriðju en við smánotend- urnir látnir borga yfirverð – eins og Danir segja „det som tabes paa gyngen tages ind paa karusellen“! Þessu má þó breyta með niður- greiðslum eða framlögum eins og Jakob nefnir að gert sé erlendis með vindmylluorkuna. Þarna eru í flestum tilfellum virkjunarkostir sem ekkert þarf að deila um – alla vega ekki um landspjöll því þau eru oftast lítil sem engin. Þá kemur þessi orka víða inn á kerfið og getur fullnægt orkuþörf takmarkaðs svæðis í nágrenninu, t.d. ef línubil- anir verða. Ég vil þá benda á að verulegt eldgos eða einn stór Suð- urlandsskjálfti gæti orðið talsvert áfall fyrir orkuvinnslu í Þjórsá svo dæmi sé tekið. Þá mundi nú vera gott að hafa nokkrar smávirkjanir til að veita straum inn á kerfið hér og þar um landið. Á sl. vetri kom eitt smá hríðarskot og hvað skeði – Skagafjörður varð rafmagnslaus í marga daga! Þá hefði nú verið gott að hafa endurbætta og svolítið stækkaða Gönguskarðsárvirkjun í staðinn fyrir kertið – en því miður, hún var krapastífluð og þar með vatnslaus – enda byggð 1949 og aldrei verið endurbætt svo tækni- framfarir sl. 50 ára og þekking á vandamálinu hafa engu skilað til að bæta þar um eða t.d. stækka hana og nú er bara beðið eftir að hún bili til að leggja hana niður. Máltækið segir að ekki sé gott að setja öll eggin í sömu körfuna. Ætli það gildi ekki í virkjunarmálum líka! Það er annars sorglegt að við Ís- lendingar skulum ekki vera komnir lengra en það að 90% af orkunni sem framleidd verður á Íslandi eftir Kárahnjúkavirkjun og tilheyrandi álver fara í framleiðslu á lægsta stigi framleiðsluferlis – að bræða málm úr grjóti – meira að segja áströlsku grjóti! Og það sem verra er – við erum bundin af þessu um langa framtíð! Sjá menn ekki hvað ein ljósapera skilar miklu meira verðmæti til þjóðarinnar – enda þurfum við víst að borga margfalt fyrir hana miðað við sömu orku til álvers. Í ofanálag virðast svo orku- málastjórarnir vera til trafala eða alla vega ekki horfa til framtíðar! Logn í Orkustofnun? Eftir Ragnar Eiríksson „Það er næsta víst að meðan orkumála- stjóri ekki slekkur á sólinni að við höfum vind.“ Höfundur er fv. verslunarmaður og bóndi. NÚ ER laxveiðum í Elliðaánum lokið þetta sumarið. Áhugamönnum um verndun ánna og vöxt og viðgang laxastofns árinnar er nokkuð létt, því að svo virðist sem að árnar séu farnar að rétta úr kútnum eftir erfiða tíð undanfarin ár. Er óskandi að fram- hald verði á þeirri þróun, en til að svo megi verða þarf að halda áfram að- gerðum sem miða að því að hlúa að ánum og nánasta umhverfi þeirra. Eins og menn muna greindist kýla- veiki í Elliðaánum sumarið 1995 og olli veikin miklum skakkaföllum á laxastofni árinnar. Í framhaldi af því var gripið til markvissra aðgerða til að hindra útbreiðslu veikinnar. Virð- ast þær aðgerðir hafa skilað árangri, því veikinnar hefur ekki orðið vart í Elliðaánum síðan. Margvíslegar aðgerðir Á síðustu árum hefur ýmislegt ver- ið gert til að stuðla að viðgangi laxa- stofnsins í Elliðaánum. Má þar m.a. nefna endurheimt búsvæða laxins, en með því að tryggja lágmarksrennsli í báðum kvíslum árinnar frá Árbæjar- stíflu. Hefur laxa orðið vart í auknum mæli í vestari kvíslinni. Í þá kvísl virð- ist fiskur vera farinn að ganga að jafn- aði á nýjan leik og líkur benda til að hrygning fari þar fram. Veiði er ekki leyfð í vestari kvíslinni og laxinn þar er því látinn óáreittur. Á sama hátt hefur lágmarksrennsli verið tryggt í austari kvíslinni og nýtist því þessi kafli árinnar til framleiðslu seiða. En fleira hefur verið gert. Nefna má að reynt er að halda jafnvægi í rennsli árinnar ofan Árbæjarstíflu, en á svæðinu á milli Árbæjarstíflu og Elliðavatnsstíflu eru helstu uppeldis- stöðvar laxaseiðanna. Þá er byrjað að hrinda af stað áætl- un um að draga eftir föngum úr mengun í ánum með byggingu set- tjarna sem taka við vatni úr yfirfalls- ræsum í nágrenni Elliðaánna. Einnig hefur verið hlúð að ánum með því að beina gangandi umferð frá árbökkun- um eftir því sem kostur er og auk þess hafa veiðistaðir verið lagfærðir. Þá hefur Stangaveiðifélag Reykja- víkur, sem hefur veiðiréttinn á leigu, lagt sitt af mörkum með því að stytta veiðitímann og draga úr veiðiálagi. Nú er t.d. ekki veitt í september og stöngum fækkað í ágúst og verður að taka það með í reikninginn þegar veiðin er gerð upp. Einnig hafa veiðar með maðki verið bannaðar á efri hluta árinnar. Má ætla að með fækkun stanga og styttingu veiðitíma hafi veiðiálag minnkað um fjórðung frá því sem áður var. Allar hafa þessar aðgerðir áhrif á seiðabúskap og laxagöngur, en mest er um vert að borgarbúar séu meðvit- aðir um viðkvæmt lífríki Elliðaánna og að áreiti við árnar verði stillt í hóf. Helmingi meiri laxa- göngur en í fyrra Veiðin í Elliðaánum á þessu sumri nam 478 löxum, sem er ríflega 15% betri veiði en á síðasta ári. Meira er þó um vert að mun fleiri laxar gengu í árnar í sumar en næstu fimm ár þar á undan. Heildarganga í Elliðaárnar nam á átjánda hundrað löxum, þrátt fyrir að dregið hafi verið úr seiða- sleppingum árið áður. Er það mikil bót frá fyrra ári en þá gengu tæplega tólf hundruð laxar í árnar. Nær 50% fleiri laxar gengu því í Elliðaárnar í sumar en sumarið 2001. Þetta bendir sterklega til þess að laxastofninn sé að styrkjast því ekki má rekja þennan bata til ríflegri seiðasleppinga. Langflestir laxarnir sem veiddust í Elliðaánum í sumar voru af náttúru- legum uppruna, sem eru afar jákvæð teikn um framhaldið. Hlutfall veiddra laxa úr seiðasleppingum fer lækk- andi. Hinn náttúrulegi laxastofn Elliðaánna virðist því vera að styrkj- ast eins og að var stefnt með þeim að- gerðum sem hér hefur verið lýst. Aðgát skal höfð Það er hins vegar ekki útséð um það hvernig Elliðaánum mun reiða af í framtíðinni. Vaxandi umferð um Elliðaárdalinn, fjölgun íbúa í ná- grenni ánna, vaxandi umferð bíla og aukið áreiti hefur allt neikvæð áhrif á lífríkið. Það verður hins vegar vart hjá þessu komist, þar sem Elliðaárnar eru nánast í miðri Reykjavíkurborg. Því er mikilvægara en ella að borg- arbúar og aðrir þeir sem um nágrenni Elliðaánna fara geri sér grein fyrir nauðsyn þess að ganga vel um árnar og nágrenni þeirra og sýna varkárni og tillitssemi í umgengni sinni þar. Með samstilltu átaki borgarbúa og borgaryfirvalda er hægt að snúa þró- uninni við. Veiðitölur þessa sumars gefa von um það. Elliðaárnar á uppleið Eftir Magnús Sigurðsson Höfundur er veiðivörður í Elliðaánum. „Hinn nátt- úrulegi laxa- stofn Elliða- ánna virðist því vera að styrkjast.“ sparaðu fé og fyrirhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.