Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                          !                                                          !   !" "   # $ !   "#    #  $ %  & ' (  #  #          (  $ #    ) *   #   +,)   ) -./0  1./0 '   2    %     #     # $   4  $ 5$   #  #  $     %    $  & !$      ''( )*((       Fundur um heimilis- og kynferðisof- beldi verður haldinn í Deiglunni, Kaupvagnsstræti á Akureyri á kvennafrídaginn, 24. október, kl. 17. Erindi flytja Katrín Björg Ríkarðs- dóttir, sérfræðingur, Jafnrétt- isstofu, Hrafnhildur Ýr Víglunds- dóttir, háskólanemi og Íris Anita Hafsteinsdóttir, rithöfundur. Hópur kvenna á aldrinum 20 til 45 ára, sem á það sameiginlegt að vera aðstandendur þeirra sem lent hafa í heimilis- eða kynferðisofbeldi stend- ur að röð fyrirlestra víða um land um þetta efni. Markmiðið er að opna umræðuna, ræða tæpitungulaust um þessi mál og veita fræðslu og stuðla að forvörnum. Á NÆSTUNNI ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri sagði að nú þegar væri orðin árstöf á rannsókna- og nýsköpunarhúsi við HA og því væri auðlindadeild skólans í uppnámi með húsnæði strax næsta haust. Þorsteinn sagði að unnið væri að því að finna lausn á húsnæðisvanda deildarinn- ar og væri helst horft til húsnæðis í kringum Gler- árgötu 36, þar sem deildin er nú til húsa. Upp- haflega stóð til að hefja framkvæmdir við byggingu hússins nú í sumar og afhenda það fullbúið næsta haust. Frá því útboðið fór fram hafa hins vegar kærumál verið í gangi og því er alls óvíst með framhald málsins. Ný deild við Háskólann á Akureyri, félagsvís- inda- og lagadeild, tekur til starfa við skólann næsta haust. Þorsteinn sagði að meiningin væri að nýja deildin yrði í nábýli við kennaradeildina í Þingvallastræti til að byrja með og því væri horft til húsnæðis í nágrenni við kennaradeildina. „En það stefnir í að við verðum að taka meira húsnæði á leigu og það er mjög óhagstæður kostur og þvert gegn því sem við höfum unnið að, þ.e. öll starfsemi háskólans færist á Sólborgarsvæðið.“ Þorsteinn sagði að því fylgdi líka aukakostnaður og óhag- ræði að vera með starfsemina víða um bæinn. Oft þurfi að leggja í nokkurn kostnað vegna tíma- bundinnar aðstöðu, sem sé dýr lausn. „Okkur er farið að liggja mjög á þessu rann- sóknarhúsi en það er alveg klárt mál að við förum ekki af stað með byggingu fyrr en við erum sann- færð um að hún leysi þarfir háskólans og sam- starfsstofnana. Þetta er hús sem byggt verður til næstu 100–150 ára og þarf að vanda til þess.“ Kærunefnd útboðsmála hefur farið yfir bæði tilboðin Eins og fram hefur komið bárust í tvö tilboð í byggingu hússins, að undangengnu lokuðu forvali, annar vegar frá Ístaki og Nýsi og hins vegar frá Íslenskum aðalverktökum, ISS á Íslandi og Landsafli. Um er ræða svonefnda einkafram- kvæmd upp á vel á annan milljarð króna, þar sem gert er ráð fyrir að sá sem byggir eigi húsið en rík- ið komi þar inn sem leigjandi. Sérstök valnefnd valdi tilboð ÍAV, ISS og Landsafls en í kjölfarið kærðu Ístak og Nýsir út- boðið til kærunefndar útboðsmála. Kærunefnd lagði fyrir Ríkiskaup að hafna tilboði ÍAV, ISS og Landsafls sem ógildu. Skömmu síðar stefndu ÍAV, ISS og Landsafl hinum aðilunum, Ístaki og Nýsi og Ríkiskaupum, fyrir héraðsdóm til að reyna að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála hnekkt. Þá sendi Ríkiskaup erindi til kærunefndar útboðs- mála, þar sem óskað var eftir því að kæruefndin staðfesti þá skoðun Ríkiskaupa að tilboð Ístaks og Nýsis í byggingu hússins væri ógilt. Hjá Ríkis- kaupum töldu menn tilboðið ógilt út frá sömu for- sendum og lagðar voru til grundvallar ógildingu tilboðsins frá ÍAV, ISS og Landsafli. Kærunefnd útboðsmála skilaði áliti sínu vegna erindis Ríkiskaupa í síðustu viku og er það nið- urstaða nefndarinnar að tilboð Ístaks og Nýsis sé gilt. Gísli Magnússon deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem sér um útboðið, sagðist ekki geta tjáð sig um framhald málsins á þessari stundu. Hann sagðist kalla sam- an ráðgjafa og nefndina til að fara yfir úrskurð kærunefndar, meta stöðuna og gera tillögur um hvernig málinu verður lokað. Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA enn í biðstöðu Tafir valda deildum háskól- ans húsnæðisvandræðum ÞAU voru heldur kuldaleg við vinnu sína, Guðrún K. Björgvinsdóttir og Jóhann Thorarensen, starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyr- ar. Þau voru í óða önn að raða litlum rauðum steinum á hringtorgið á mót- um Hlíðarbrautar og Borgabrautar. Þar hefur verið ráðist í lagfæringar, með það að markmiði að draga úr umferðarhraða um hringtorgið. Sett- ur hefur verið kantur á milli stein- anna og vegarins og voru þau Guð- rún og Jóhann að raða steinunum aftur á sinn stað eftir breytingarnar. Morgunblaðið/Kristján Reynt að draga úr umferðarhraða STARFSFÓLK á þremur deildum Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, gjörgæsludeild, svæfinga- deild og skurðdeild fagnaði merk- um tímamótum sl. föstudag. Um þessar mundir eru 20 ár frá því deildirnar fluttu í núverandi hús- næði á FSA og af því tilefni var efnt til afmælisveislu, þar sem gestum var boðið að kynna sér starfsemi deildanna og þiggja veit- ingar. Svæfingadeild tók til starfa sem sjálfstæð deild í október 1982 í nú- verandi húsnæði. Svæfingar hafa þó verið stundaðar við sjúkrahúsið frá upphafi á vegum handlækn- isdeildar. Þá má geta þess að fyrsta svæfing í tengslum við skurðaðgerð hér á landi var fram- kvæmd á Akureyri 1856. Verkefni svæfingadeildar hafa farið stöðugt vaxandi á síðustu árum, árið 1982 voru svæfingar og deyfingar tæp- lega 2.000 en á síðasta ári voru þær 3.377 talsins. Ferliaðgerðir sem ekki voru stundaðar fyrir 20 árum eru orðnar rúmlega 2.000 eða 60% af öllum aðgerðum. Aðrar deildir spíltalans nýta sér þjónustu svæfingadeildar en aðalverksvið deildarinnar er þó að sjá um svæf- ingar og deyfindar á þeim sjúk- lingum sem teknir eru til skurð- aðgerða á skurðdeild. Gjörgæsludeild er í rúmgóðu húsnæði, þar sem pláss er fyrir 5 sjúklinga. Auk þess rekur gjör- gæsludeild vöknun fyrir 10 sjúk- linga. Árið 1982 vistuðust 382 sjúklingar á gjörgæslu og 1.642 á vöknun. Verkefni deildarinnar fara stöðugt vaxandi og á síðasta ári voru lagðir inn 505 sjúklingar til gjörgæslu og 3.081 á vöknun. Langflestir sjúklinganna eru frá bæklunardeild en þeir koma einnig frá öðrum deildum spítalans, sam- kvæmt upplýsingum frá Girish Hirlekar forstöðulækni. Á skurðdeild eru þrjár vel út- búnar skurðstofur og ein lítlil fyrir minni aðgerðir. Þá eru möguleiki á að opna eina skurðstofu til við- bótar. Undanfarin ár hafa verið framkvæmdar að jafnaði um 3.500 aðgerðir á ári á deildinni. Afmælisveisla á þremur deildum FSA Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks skoðaði aðstöðu skurð-, svæfinga- og gjörgæsludeilda á FSA. NÆRRI lætur að um helming- ur íbúa Akureyrar stilli daglega á útsendingu sjónvarpsstöðvar- innar Aksjón að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði nú í haust. Gallup hefur síðastliðin þrjú ár gert mælingar á áhorfi á sjón- varpsstöðina Aksjón á Akureyri, nú síðast í haust, eða dagana 12. september til 3. október. Mæl- ingin er gerð með þeim hætti að úrtak úr þjóðskrá er beðið að svara hversu oft það stilli á Aksjón. Fram kom í könnuninni nú að nær helmingur bæjarbúa stillir daglega á Aksjón, þrátt fyrir árstíðabundna sveiflu á áhorfi. Virðist áhorfið vera minna á haustin en á vorin að því er fram kemur í frétt um áhorf á sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin Aksjón Um helm- ingur bæj- arbúa horf- ir daglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.