Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 29 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Helgarferð til Búdapest 31. október frá kr. 33.450 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til þessarar mest heillandi borgar mið-Evrópu þann 31. október á einstökum kjörum. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borg- arinnar, en Ungverjaland var í þjóðbraut milli austur og vestur Evrópu og menningararfurinn ber því vitni. Í boði eru mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og spennandi kynnis- ferðir um borgina með íslenskum far- arstjórum Heimsferða. Verð kr. 39.950 Flug, skattar og hótel, 4 nætur með morgunmat. M.v. 2 í herbergi á Mercure Dune. Verð kr. 33.450 Flugsæti til Budapest, 31. okt. Með sköttum. 4 nætur Í FYRSTU sýningu Nemenda- leikhúss Listaháskóla Íslands á þessu leikári er leiddur saman nýr útskriftarhópur, nýútskrifaður leikstjóri (sem sjálfur útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands fyrir fá- einum árum) og nýr leikmynda- hönnuður (sem er í námi í arkitekt- úr í Kaupmannahöfn). Verkefnið er tíu ára gamalt leikrit eftir Spán- verjann Sergei Belbel (f. 1963), sem hefur verið að geta sér gott orð í heimalandinu og víðar í Evr- ópu á undanförnum árum. Skýfall er fyrsta verk Belbels sem sýnt er hér á landi og það er í sjálfu sér alltaf spennandi að fá að kynnast nýjum samtímaleikskáldum, ekki síst frá landi þar sem leiklistarhefð er rótgróin og öflug. Skýfall gerist að mestu leyti uppi á þaki skýjakljúfs, skrifstofubygg- ingar þangað sem starfsmennirnir laumast einir eða með öðrum, í þeim tilgangi að reykja en slíkt er afar illa séð í fyrirtækinu og end- urspeglar líklega veruleika sem margir þekkja í dag. Á þakinu ríkir afar sérkennileg stemning; and- rúmsloftið er þrungið spennu, ekki hefur rignt í tvö ár og yfir öllu ríkir n.k. heimsendastemning sem end- urspeglast í átökum fólksins sem snerta bæði atvinnu þeirra og einkalíf. Meðal þess sem gerist á tíma leiksins er að flugvél flýgur á skýjaklúf í nágrenninu og á þeim tímapunkti er að sjálfsögðu vísað til árásanna á tvíburaturnana í New York, þótt hafa beri í huga að leikritið er áratuga gamalt. Eins og búast má við þegar svo margir nýliðar leggja saman í púkk leiftrar þessi sýning af sköpunar- krafti og nýjungagirni og má í heild líta á hana sem athyglisverða til- raun með leikhúsformið og mögu- leika þess. Sérstaklega skemmtileg er útfærslan og notkunin á hinu hráa rými Skemmunnar sem Nem- endaleikhúsið hefur til afnota, leik- urinn berst um allan salinn og áhorfendur, sem sitja á skrifstofu- stólum á hjólum, eru látnir renna stólum sínum til og frá um salinn til að fá sem best sjónarhorn á það sem fram fer. Það eru nemendur í fyrsta bekk leiklistardeildar LHÍ sem stjórna „umferð“ gestanna af röggsemi og aðstoða á ýmsan ann- an hátt við sýninguna. Þá sjá nem- endur úr tónlistardeild skólans um hljóðmynd sýningarinnar og er um lifandi tónlistarflutning í bland við tónlist spilaða af bandi að ræða. Tónlistin þjónaði sýningunni vel og settu flytjendur hennar skemmti- legan svip á uppfærsluna. Það er Ólafur Jónsson, nemandi í arkitektúr eins og áður segir, sem gerir leikmynd og búninga og er útfærsla hans einstaklega frumleg og skemmtileg. Egill Ingibergsson sér um lýsingu og er samspil leik- myndar og lýsingar frábærlega vel unnið. Leikmyndin samanstendur af tjöldum sem varpað er á skugga- myndum sem mynda trúverðuga umgjörð um sviðið; skrifborðum sem raðað er upp á ýmsan hátt og nýtt á fjölbreytilegan máta og síð- an er bæði ljósmyndum og kvik- myndum varpað upp á veggi um- hverfis rýmið og myndar það sterka og táknræna umgjörð um leikinn. Öll hönnun leikmyndar ber vott um útsjónarsemi og listrænt innsæi Ólafs sem vonandi á eftir að vinna meira fyrir íslenskt leikhús. Innan þessarar sterku leikmynd- ar ríkir hins vegar ringulreið og stundum er erfitt að átta sig á þeim átökum og flækjum sem eru í gangi, oft á fleiri en einum stað samtímis. Leikararnir þeysast um rýmið og áhorfendur verða að hringsnúa stólum sínum í sífellu til að missa ekki af neinu (sem reynd- ar er stundum óhjákvæmilegt). Þessi hraði og þessi ringulreið end- urspeglar að sjálfsögðu vel það andrúmsloft upplausnar sem ríkir innan fyrirtækisins en á móti kem- ur að stundum verður erfitt að fylgjast með einstökum leikurum og athöfnum þeirra. Í leikskrá er textabrot úr fyrstu Mósebók Bibl- íunnar þar sem vísað er til falls Babelsturnsins þegar Guð tvístraði mönnunum um allar jarðir og út- deildi þeim óteljandi tungum svo þeir skildu ekki hver annan. Þessi tvístrun er vel útfærð í leik og um- gjörð og fall Babelsturnins hefur einnig ótvíræða skírskotun til falls tvíburaturnanna. (Innskot: Reynd- ar er afar merkilegt að bera mál- verk Peters Bruegel (hins eldri) af Babelsturninum saman við frétta- myndir af rústum tvíburaturnanna, líkindin eru sláandi.) Kannski má halda því fram að Skýfall fjalli á einu sviði um „fall siðmenningar“ og það sé einmitt það sem Egill Heiðar Anton Páls- son leikstjóri vill draga fram með þeirri ringulreið og upplausn sem ríkir í sviðsetningunni. Upplausnin kemur hins vegar niður á leiktúlk- un einstakra leikara, sem fá sjaldn- ast að njóta sín til fulls. Einna mest kvað að þeim Maríu Hebu Þorkels- dóttur (í hlutverki „ljóshærða rit- arans“), Ilmi Kristjánsdóttur (í hlutverki „rauðhærða ritarans“) og Birni Thors (í hlutverki „skrifstofu- stjórans“) sem líklegast kom til af því að þau höfðu mestan texta að flytja. Bryndísi Ásmundsdóttur, Esther Taliu Casey, Davíð Guð- brandssyni, Maríönnu Clöru Lúth- ersdóttur og Þorleifi Erni Arnar- syni tókst öllum að draga upp skýr persónueinkenni í hlutverkum sín- um, en hins vegar gáfust lítil sem engin tækifæri til djúprar túlkun- ar. Niðurstaðan er að þessi fyrsta sýning Nemendaleikhússins er at- hyglisverð, þó kannski fyrst og fremst fyrir frábæra útfærslu á sviðsmynd, lýsingu og almennri umgjörð. Leikaraefnin sýna og sanna að þau búa yfir miklum krafti og úthaldi, en vonandi fá þau að spreyta sig á dýpri persónu- sköpun í næstu verkefnum. Sköpunarkraftur og nýjungagirni LEIKLIST Nemendaleikhúsið Höfundur: Sergei Belbel. Íslensk þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikarar: Björn Thors, Bryndís Ásmundsdóttir, Esther Talia Casey, Davíð Guðbrandsson, Ilmur Kristjánsdóttir, María Heba Þorkels- dóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arnarson. Leikmynd og bún- ingar: Ólafur Jónsson. Lýsing: Egill Ingi- bergsson. Dramatúrg: Magnús Þór Þor- bergsson. Tónlist: Nemendur í tónlistar- deild LHÍ. Smiðjan 20. október. SKÝFALL Morgunblaðið/Árni Sæberg „Niðurstaðan er að þessi fyrsta sýning Nemendaleikhússins er athyglis- verð, þó kannski fyrst og fremst fyrir frábæra útfærslu á sviðsmynd, lýs- ingu og almennri umgjörð,“ segir meðal annars í umsögninni. Soffía Auður Birgisdóttir FRÆGASTI gestur Jazzhátíðar Reykjavíkur að þessu sinni var bandaríski trompetleikarinn Dave Douglas. Hann er eitt heitasta nafnið í djassheiminum um þessar mundir og í ágúst sl. kusu djassgagnrýnend- ur hann bæði trompetleikara og tón- skáld ársins í gagnrýnendakosning- um bandaríska djasstímaritsins Down Beat, en stærsta sigur sinn í slíkum kosningum vann hann árið 2000 er hann var kjörinn djassleikari ársins, trompetleikari ársins og sá tónsmiður er mesta athygli ætti skilda auk þess sem diskur hans, Soul on Soul, var kjörinn djassdiskur árs- ins, en þar lék hann tónlist eftir þá konu er náð hefur lengst allra kvenna í hljóðfæradjassi; Mary Lou Will- iams. Sá diskur ætti að vera í safni hvers einasta djassunnanda. Douglas er með margar hljóm- sveitir í takinu og hingað kom hann með Tiny Bell-tríóið, þarsem með honum leika Brad Shepik (áður Schoeppach) gítarleikari, er hingað kom með balkandjasssveitinni Pach- ora og Jim Black trommari, sem hér hefur leikið óteljandi sinnum, en hann lék einnig með Tyft-tríói Hilmars Jenssonar á djasshátíðinni. Tiny Bell- tríóið var stofnað 1991 og hefur hljóð- ritað fjóra geisladiska, þaraf einn tón- leikadisk, sem er að mínu viti sístur þeirra. Í upphafi var austur-evrópsk tónlist mjög á dagskrá en síðan hafa klassískir djassstandardar bæst við svoog evrópsk rómantík og meðal höfunda á efnisskránni í Loftkastal- anum voru John Coltrane, Raashan Roland Kirk og Robert Schuman, auk þess fjöldi verka eftir Douglas sjálfan og þjóðlög. Dave Douglas er ævintýralega góð- ur trompetleikari og minnir um margt á tvo af vanmetnustu tromp- etsnillingum djasssögunnar; Henry „Red“ Allen og Bill Dixon. Hinn breiðtóna Dixon var einn af frum- kvöðlum framúrstefnudjassins og var mikið í kompaníi með Cecil Taylor og Archie Shepp. Red Allen kallaði trompetleikarinn Don Ellis ,,einn helsta framúrstefnutrompetleikara New York-borgar“ þegar Allen var að leika með dixí- og svíngsveit sinni á Metropol. Hann hafði þá losað sig að mestu við Armstrong-áhrifin og breiður, voldugur tónn hans, oft urr- andi með hálftakkatækni, var unaðs- legur og ekki óskyldur tóni Dave Douglas, sem hefur sem betur fer notið velgengni, ólíkt Dixon og Allen. Dave Douglas hefur lengi verið einn af uppáhaldsdjassleikurum mín- um, af djasskynslóðinni sem er að nálgast fertugt, og margir diskar hans verið þaulsetnir undir geislan- um. Þess vegna varð ég kannski fyrir meiri vonbrigðum með tónleika hans í Loftkastalanum en ella. Hið agaða tónskáld og meitlaði trompetleikari, sem þó er frjáls einsog fuglinn, var oft fjarri og í staðinn kominn dálítið kærulaus og þreyttur húmoristi. Maður hefur á löngum ferli oft upp- lifað meistarana útkeyrða í þessum ham. Samt var margt vel gert á tón- leikunum, ekki síst fyrir hlé, þegar gamlar og nýjar tónsmíðar hans voru á dagskrá, en eftir hlé tók gleðin völd- in. Ég er viss um að Roland Kirk hefði fílað Breath-A-Thorn, enda sjálfur mikið fyrir húmorinn, en lausungin var stundum einum of mikil. Gamli Austur-Evrópu fílingurinn var þó góður í verki Daves: Song For my Father-in-law, sem hann kynnti sem tyrkjasöng og lokalagið í uppklappi, Czardas, sem er ungverkst þjóðlag, er alltaf perla. Jim Black, galdra- trommarinn makalausi, sem við Ís- lendingar höfum verið svo heppnir að njóta ótæpilega fyrir tilstilli Hilmars Jenssonar og Skúla Sverrissonar, fór á kostum á þessum tónleikum, afturá móti var Brad Shepik ansi mikið í bakgrunni og hráir gítarsólóar hans nutu sín enganveginn þetta laugar- dagssíðdegi. Ég vildi gjarnan heyra Dave Douglas sem fyrst aftur, ekki síst með septett sinn sem lék á Soul on Soul, en þá vildi ég að hann væri búinn að fara í Bláa lónið áður en tónleikar hæfust. Ekki uppá sitt allra besta DJASS Loftkastalinn Dave Douglas trompet, Brad Shepic gítar og Jim Black trommur. Laugardaginn 6. október 2002 kl. 18. TINY BELL-TRÍÓ DAVE DOUGLAS Vernharður Linnet Samsærið er eftir Írann Eoin Colfer í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Bókin fjallar um glæpamanninn Artemis Fowl en fyrsta bókin um hann kom út á ís- lensku á síðasta ári. Artemis á við vandamál að stríða. Mannræningjar halda föður hans í gíslingu og ekkert nema kraftaverk virðist geta bjargað honum. Kannski dugir snilligáfa Artemis ekki til að þessu sinni; kannski þarf hann á hjálp að halda. Eoin Colfer hefur hlotið fjölda við- urkenninga og verðlauna fyrir bækur sínar, m.a. Bresku bókmenntaverð- launin fyrir barnabækur á síðasta ári. Verið er að kvikmynda fyrri söguna um Artemis. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 288 bls, prentuð í Odda. Verð: 2.880 kr. Spenna Hvar sem ég verð heitir nýj- asta ljóðabók Ingibjargar Har- aldsdóttur og eru þá komnar út eft- ir hana sjö ljóða- bækur. Bókin er gefin út í tilefni þess að í gær, 21. október, varð Ingibjörg 60 ára. Átta ár eru liðin síðan Ingibjörg sendi frá sér ljóðabókina Höfuð kon- unnar. Í þessari nýju ljóðabók yrkir Ingibjörg um hverfulleika lífsins, grimmd þess og óbilgirni, sjálfa lífs- hvötina andspænis tortímingunni og löngu liðna tíð mitt í þeirri andrá sem var að líða. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 76 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Kápumynd og hönnun var í hönd- um Ingibjargar Eyþórsdóttur. Leiðb.verð: kr. 3.480 kr. Ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.