Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í FYRIRSPURNARTÍMA á Al-
þingi síðastliðinn miðvikudag spurði
Sigríður Ragnarsdóttir, varaþing-
maður iðnaðarráðherra, um framtíð
Orkubús Vestfjarða. Í stað þess að
svara fyrirspurninni skýrt og skor-
inort, eins og öll efni standa til, var
svar iðnaðarráðherra allt í véfrétta-
stíl. Málið væri viðkvæmt, málið
væri í ákveðnu ferli hjá iðnaðar-
ráðuneytinu sem ekki væri hægt að
skýra frá og allt í þeim dúr. Hvers
vegna kaus ráðherrann að svara
svona? Þegar sveitarfélögin á Vest-
fjörðum seldu ríkinu sinn eignar-
hlut í Orkubúi Vestfjarða var geng-
ið frá því skriflega að engar
breytingar yrðu á rekstrarformi
Orkubúsins. Málið er því alveg kýr-
skýrt og engin einasta ástæði til að
ætla að núverandi ríkisstjórn standi
ekki við undirritaða samninga.
Hinsvegar er það á allra vitorði
að það er einkaáhugamál Valgerðar
Sverrisdóttur að draga Orkubú
Vestfjarða inn í hugsanlegar sam-
einingar RARIK og Norðurorku á
Akureyri og flytja höfuðstöðvar
hins sameinaða fyrirtækis til Ak-
ureyrar. Hvað iðnararáðherra
gengur til er að sjálfsögðu hennar
mál en brýnt að allir viti að um
þetta áhugamál hennar hefur engin
samþykkt verið gerð, hvorki í rík-
isstjórn né í þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar.
Það er ámælisvert af hálfu iðn-
aðarráðherra að láta skína í það að
sameining Orkubús Vestfjarða,
RARIK og Norðurorku sé yfirvof-
andi þegar engin slík ákvörðun hef-
ur verið tekin né útlit fyrir að hún
verði tekin í náinni framtíð. Slíkar
véfréttir eru til þess eins fallnar að
skaða fyrirtækin og skapa óöryggi
hjá starfsfólki, skiptir þar engu
máli hvort starfmenn séu búsettir á
Ísafirði, í Reykjavík eða á Akur-
eyri.
Eftir Einar Odd
Kristjánsson
„Það er
ámælisvert
af hálfu iðn-
aðarráð-
herra að láta
skína í það að samein-
ing Orkubús Vestfjarða,
RARIK og Norðurorku
sé yfirvofandi þegar
engin slík ákvörðun hef-
ur verið tekin.“
Höfundur er alþingismaður.
Orkubú Vest-
fjarða á að vera
á Vestfjörðum
ÞJÓÐFÉLAGIÐ gengur betur
eftir því sem fleiri finna til ábyrgðar
og skorast ekki undan beinni þátt-
töku. Það er þess vegna sem álögur
eru settar á okkur og okkur gert að
standa saman að uppbyggingu og
framþróun. Það er mikilsvert að
menn og félög láti sitt ekki eftir
liggja í því starfi.
Það er vegna hátternis Atlants-
skipa sem ég nefni þetta. Stjórn þess
fyrirtækis er ágætt dæmi um hvern-
ig í gróðavon menn freistast til að
koma sér undan eðlilegri þátttöku í
samfélaginu.
Skipafélagið hefur valið sér þá leið
að nota ekki íslenska sjómenn og
þess vegna fær samfélagið okkar
ekki gjöld sjómannanna til viðhalds
og uppbyggingar samfélagsins hér á
landi. Auðvitað er vont við þessu að
gera.
Þegar stjórnendur fyrirtækis
komast upp með að að reka fyrirtæk-
is sitt með þessum hætti – jafnvel í
skjóli yfirvalda – er ekki von að vel
fari.
Atlantsskip hefur með allan flutn-
ing hersins á Miðnesheiði að gera.
Auk þess siglir skip á vegum félags-
ins til Evrópu og keppir þar við ís-
lensk skipafélög sem hafa íslenska
sjómenn í sinni þágu – sjómenn sem
greiða skatta og skyldur hér á landi.
Það er val okkar Íslendinga hvort
við beinum viðskiptum okkar til þess
fyrirtækis eða þeirra sem eru með-
vituð um stöðu sína og hafa íslenska
sjómenn á sínum skipum.
Siglingar fyrir bandaríska herinn
eru allt annað mál. Íslensk og banda-
rísk stjórnvöld eru með samning sín
á milli. Þannig er flutningunum skipt
í tvennt. Íslensk útgerð á að hafa 65
prósent hluta siglinganna og banda-
rísk 35 prósent. Atlantsskip, sem á
hvorki skip né gerir út og er því ekki
útgerð af þeim sökum, hefur íslenska
hlutann. Fyrirtæki á þeirra vegum,
skráð í Bandaríkjunum, hefur einnig
bandaríska hlutann. Til að flytja 35
prósentin notast þeir við bandaríska
sjómenn. Ekki er reynt að fara á bak
við þarlend stjórnvöld. Íslenskir sjó-
menn starfa ekki við að flytja ís-
lenska hlutann.
En hvers vegna ætli þetta sé? Get-
ur verið að það sé vegna þess að ís-
lensk stjórnvöld geri ekkert þó ekki
sé farið að samningum? Auðvitað er
það svarið. Íslensk stjórnvöld láta
Atlantsskip komast upp með að haga
sér annan veg en samningurinn segir
til um. Hvers vegna veit ég ekki og
þrátt fyrir fundi með utanríkisráð-
herra um málið fæ ég ekki skilið dug-
leysi stjórnvalda í þessu máli. Ætla
má að ekki sé kjarkur til að gera
nokkuð það sem gæti pirrað Banda-
ríkjamenn. Minnir á undirlægjuhátt.
En þar sem Atlantsskip notar ekki
íslenska sjómenn á skipin hvað ætli
þeir geri þá? Jú, stjórnendur fyrir-
tækisins hafa komið auga á illa
haldna erlenda sjómenn í ríkjum þar
sem er skortur á mat og öðrum nauð-
synjum. Þangað sækir Atlantsskip
sína sjómenn. Ekki af manngæsku.
Nei, þeim er borgað langtum minna
en starfsbræðrum þeirra frá öðrum
löndum. Það munar miklu. Víða um
heim er barist gegn þrælahaldi. Á
sama tíma er það stundað af íslensku
skipafélagi með velþóknun og vitn-
eskju íslenskra stjórnvalda.
Órofa heild
Eftir Jónas
Garðarsson
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
„Stjórn-
endur fyr-
irtækisins
hafa komið
auga á illa
haldna erlenda sjómenn
í ríkjum þar sem er
skortur á mat og öðrum
nauðsynjum. Þangað
sækir Atlantsskip sína
sjómenn.“
HESTAR
Í ÞESSUM efnum eins og ýmsum
öðrum hefur Orri frá Þúfu algjöra
sérstöðu, hann er óumdeilanlega eft-
irsóttasti og dýrasti stóðhestur
landsins. Fyrir tveimur árum var
verðmæti hans metið á um 100 millj-
ónir króna í grein hér í hestaþætt-
inum en þá var Orri 14 vetra gamall.
Verð folatolla hefur verið stöðugt síð-
an eða um 350 þúsund krónur folald í
hryssu. Hefur klárinn skilað yfir 70
fyljuðum hryssum á ári. Ríflega
helmingur hryssnanna hefur verið
sæddur en sterk staða Orra hefur
tryggt að hægt hefur verið að halda
uppi starfsemi í Sæðingastöðinni í
Gunnarsholti. Aðrir stóðhestar hafa
fengið að „fljóta“ með og hefur með
rökum verið sýnt fram á að í raun er
Orafélagið að greiða niður sæðistöku
úr öðrum hestum. Hvatinn virðist
hins vegar vera sá að til að tryggja
örugglega fyl í svo margar hryssur
verður að notast við sæðingatæknina.
Eitthvað virðist hafa tekist lakar til í
ár með Orra því ennþá eru fjórtán
hryssur hjá honum og má gott kallast
ef tekst að koma fyli í fleiri en 70
hryssur þetta árið. Ekki hefur frést
af sölu á eignarhlutum í Orra nýverið
en fyrir tveimur árum fór hlutur í
klárnum í fyrsta skipti á eina milljón
og gengu nokkrir hlutir kaupum og
sölum á því verði í kjölfarið. Það má
því álykta sem svo að litlar breyting-
ar hafi orðið á verðmæti Orra á þess-
um tveimur árum, hann er að sjálf-
sögðu tveimur árum eldri og eðlilegt
má teljast að verðmæti hesta fari
lækkandi eftir að toppnum er náð og
aldurinn færist hægt og bítandi yfir.
Orri mun vafalítið halda áfram að
skila úrvalshrossum og má nefna að á
síðsumarssýningu kom fram ung
hryssa, Hrauna frá Húsavík, sem
sérfræðingar telja líklega það besta
sem komið hefur undan klárnum til
þessa.
En hinir stóðhestarnir sem á eftir
Orra koma standa jafnari að vígi. Há-
stökkvari ársins er vafalítið Óður frá
Brún sem notið hefur mikillar athygli
í umræðunni, sérstaklega eftir lands-
mót. Eftir landsmótið 2000 í Reykja-
vík naut Óður ekki hinnar jákvæðu
umræðu enda ýmislegt búið að ganga
á hjá klárnum. Ekki varð honum til
vegsauka þegar hann fór í verkfall í
keppni A-flokksgæðinga á fjórðungs-
móti á Gaddstaðaflötum og síðar
meir þótti hann sýna ofríki í bæði
keppni og sýningum og ekki bætti úr
skák þegar eitt afkvæmi hans fór
hamförum í afkvæmasýningu hans á
landsmótinu í Reykjavík. Árið 2001
var ekki gott ár hjá Óði, ekki tókst að
fylla hjá honum og niðurstaðan varð
sú að verð folatolla var lækkað úr 60
þúsund krónum í 30 þúsund. Núlíð-
andi ár var hins vegar gott ár og hafa
afkvæmi hans mörg hver blómstrað
og fer þar fremstur fjögurra vetra
stóðhesturinn Aron frá Strandar-
höfði, sem virðist vera einn sá heitasti
úr röðum yngri hestanna þetta árið.
Má ætla að Óður gæti orðið einn af
vinsælustu hestum næsta árs og
sagði einn eiganda hestsins, Ingólfur
Jónsson, að líklega myndu tollarnir
hækka upp í 40 þúsund krónur. Hann
upplýsti ennfremur að neita hefði
orðið 40 hryssum um aðgang að hest-
inum í sumar og nú þegar lægju fyrir
pantanir um 22 pláss hjá honum á
næsta ári. En hvert skyldi markaðs-
virði Óðs þá vera í þessari miklu upp-
sveiflu?
Ef gert er ráð fyrir 60 hryssum ár-
lega hjá Óði á 40 þúsund krónur skil-
ar hann brúttó 2,4 milljónum króna á
ári. Hann er þrettán vetra gamall og
má gera ráð fyrir að hann dugi í tíu
ár. Miðað við þessi hámarksafköst, 60
hryssur, skilaði hann 24 milljónum
króna. En auðvitað er ekki dæmið
þannig því áhættuþættirnir eru
margir. Í fyrsta lagi er allsendis óvíst
að hann geti skilað svo mörgum
hryssum öll árin og þá mætti gera ráð
fyrir að hann skilaði 400 hryssum á
þessum tíu árum, sem þýddi 16 millj-
ónir króna brúttó innkoma miðað við
óbreytt verð. Það má skjóta því hér
inn að nokkurrar óvissu gætir um
fyljunarprósentu hjá Óði þar sem
ekki ómskoðað markvisst frá honum
og hann því spurningarmerki hvað
ófrjósemi varðar. Óvissuþættirnir
eru að sjálfsögðu nokkrir aðrir, þar
má nefna frjósemi hestsins og einnig
hvort hann heldur vinsældum og
óbreyttu eða hækkandi verði á fola-
tollum. Áhættan er einnig sú hvort
eitthvað kemur fyrir hestinn. Þegar
keyptir eru stóðhestar þurfa þeir að
borga sig nokkuð hratt upp en það er
líka sitt hvað hvort verið er að kaupa
ungan hest sem ekki hefur sannað sig
með afkvæmum sínum eða hvort um
er að ræða hest með 1. verðlaun fyrir
afkvæmi og menn búnir að kort-
leggja vel hvernig afkvæmi hann gef-
ur. Miðað við þessar tölur sem hér
eru nefndar mætti því ætla að mark-
aðsvirði Óðs í beinni heildarsölu gæti
verið í kringum tíu milljónir króna.
Það virðist einnig skipta talsverðu
máli hvort um er að ræða einn aðila
sem kaupir eða hvort um dreifða
eignaraðild er að ræða og seldir eru
hlutir í hestum eins tíðkast nú orðið í
ríkum mæli, en þess má geta að Óður
er í eigu margra aðila sem eiga mis-
marga hluti hver. Eftir því sem
áhættunni er dreift á fleiri aðila virð-
ast menn tilbúnir að borga meira fyr-
ir hesta.
Hátt verð á Aroni
frá Strandarhöfða
Sem dæmi má nefna að sonur Óðs,
Aron frá Strandarhöfða, er nú met-
inn af eigendum á 41 milljón króna
eftir landsmót en fyrir landsmót var
hluturinn seldur á 300 þúsund og
heildarverðmætið því 18 milljónir
króna á þeim tíma. Í dag er hluturinn
seldur á 550 þúsund krónur en seldur
hefur verið takmarkaður fjöldi hluta.
Þetta reikningsdæmi vekur mikla at-
hygli því hér er um að ræða fjögurra
vetra hest sem lítil reynsla er komin
á. Árið 1990 var hluturinn í Orra seld-
ur á 100 þúsund krónur og nú geta
menn framreiknað þá upphæð til
samanburðar. Vera kann að mörgum
þyki þetta hreint brjálæði, að meta
svo ungan stóðhest svo hátt, en hér er
um staðreyndir að ræða og það eru
markaðslögmálin sem ráða ferðinni.
Þess ber að geta að hér er verið að
tala um verð á hlut. Lögmál verð-
bréfaviðskipta eru á þá leið að eftir
því sem framboð á hlutum myndi
aukast færi verðið lækkandi og því
litlar líkur á að hægt væri að selja
hestinn allan á slíku verði. Þá eru
áhættuþættirnir vissulega margir,
Morgunblaðið/Vakri
Afkvæmi Núma frá Miðsitju hafa vakið athygli fyrir góða framgöngu þótt ung séu að árum en fjögur fjögurra
vetra hross komu fram í Gunnarsholti í vor. Númi sjálfur er næstur á myndinni, setinn af Daníel Jónssyni.
Verðmæti bestu
stóðhestanna hleyp-
ur á tugum milljóna
Markaðsvirði stóðhesta er mörgum hesta-
manninum hugleiknar vangaveltur. Oftar
en ekki er farið með söluverðmæti þeirra
eins og mannsmorð þegar þeir ganga kaup-
um og sölum en með stofnun félagsskapar
um eignarhald þeirra opinberast verðmætið
og eins má finna það út frá verði á folatoll-
um. Valdimar Kristinsson reyndi að átta
sig á hvað gæti verið markaðsvirði nokk-
urra þekktra stóðhesta.