Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 23
RÁÐAMENN í Evrópusambandinu,
sem og í hinum væntanlegu nýju að-
ildarríkjum þess um austanverða álf-
una, vörpuðu í gær öndinni léttar eft-
ir að kjósendur á Írlandi samþykktu
um helgina með öruggum meirihluta
hinn svokallaða Nizza-sáttmála, sem
er nýjasta uppfærslan á stofnsátt-
mála ESB og kveður m.a. á um breyt-
ingar á stofnunum og ákvarðanatöku
sambandsins sem nauðsynlegar eru
fyrir stækkun þess til austurs.
Þetta var í annað sinn sem Írar
gengu að kjörborðinu um sáttmál-
ann, en það olli miklu uppnámi er þeir
felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslu
sem haldin var í júní í fyrra. Þá mætti
aðeins rétt rúmur þriðjungur kjós-
enda á kjörstað og 54% þeirra
greiddu atkvæði á móti staðfestingu
sáttmálans. Nú um helgina, er at-
kvæði voru greidd öðru sinni, var
kjörsóknin öllu betri – um 49% – og
um 63% þeirra sem mættu á kjörstað
lýstu fylgi sínu við sáttmálann. Írland
var hið eina 15 aðildarríkja ESB þar
sem þjóðaratkvæðagreiðsla þurfti að
fara fram til fullgildingar sáttmálan-
um; öll hin 14 voru búin að staðfesta
hann og því má segja að áformin um
að taka 10 ný ríki inn í sambandið ár-
ið 2004 hafi staðið og fallið með út-
komunni úr þessari þjóðaratkvæða-
greiðslu á Írlandi.
„Sögulegur dagur“
Í þetta sinn lagði írska stjórnin,
undir forystu Bertie Ahern forsætis-
ráðherra, mikla áherzlu á það í að-
draganda atkvæðagreiðslunnar, að
þjóðin segði „já“. Eftir að úrslitin
voru ljós á sunnudag sagði Ahern að
um væri að ræða „sögulegan dag í
tengslum okkar við bandalagsríkin í
Evrópu“.
„Írskir kjósendur hefðu ekki getað
blygðunarlaust snúið baki við þeim
hópi lítilla ríkja, sem þeir deila ekki
aðeins sameiginlegri evrópskri arf-
leifð með, heldur einnig reynslunni
og minningunum um langa sögu yf-
irráða og kúgunar af hálfu stærri
ríkja,“ skrifaði dagblaðið The Irish
Independent í leiðara.
„Nú getum við ótrauðir haldið
áfram stækkunaráformunum án
frekari hindrana,“ sagði Romano
Prodi, forseti framkvæmdastjórnar
ESB, en hann hafði varað við því að
höfnuðu Írar sáttmálanum jafngilti
það „stórslysi“ fyrir sambandið.
Ánægja í væntan-
legum aðildarríkjum
Fréttum af niðurstöðum kosning-
anna var fagnað í væntanlegum, nýj-
um aðildarríkjum Evrópusambands-
ins:
„Þessi niðurstaða er tilefni til fögn-
uðar í okkar ranni, þar sem hún sýnir
að engin innri vandamál geta nú yf-
irskyggt hið stórfenglega verkefni
sem stækkun Evrópusambandsins
er,“ sagði Aleksander Kwasniewski,
forseti Póllands.
Reuters
Kátt var á hjalla hjá stuðningsfólki staðfestingar Nizza-sáttmálans í Dyflinnarkastala á sunnudagskvöld.
Kjósendur á Írlandi staðfesta Nizza-sáttmálann
Öndinni varpað
léttara innan ESB
Dyflinni. Associated Press.
LOFORÐ stjórnmálamanna í öðr-
um löndum eru yfirleitt þess efnis
að vandi á sviði efnahags- eða fé-
lagsmála verði leystur með sam-
ræmdum og þaulhugsuðum aðgerð-
um. Í Tyrklandi nota félagar þeirra
aðrar aðferðir til að höfða til kjós-
enda. Þannig heita frambjóðendur í
þingkosningunum í næsta mánuði
því m.a. að leggja niður rangstöðu í
knattspyrnu og að gera alla að
milljarðamæringum.
„Þegar við náum völdum ætlum
við okkur að leggja af rangstöðu-
regluna í fótbolta,“ hefur tyrkn-
eska dagblaðið Milliyet eftir Besim
Tibuk, formanni Frjálsynda lýð-
ræðisflokksins. Tyrkir eru ákaflega
áhugasamir um fótbolta svo ekki sé
meira sagt og ekki hefur ágætur
árangur tyrkneska landsliðs á HM í
sumar orðið til að fæla alþýðu
manna frá þeirri skemmtun, sem
leikurinn er.
Aðrir frambjóðendur vísa raunar
í málflutningi sínum til efnahags-
kreppunnar, sem er ein sú versta í
manna minnum. En það er gert með
heldur óvenjulegum hætti.
Tansu Ciller, leiðtogi Sannleiks-
stígsins, sem er mið- og hægriflokk-
ur, lýsir því t.a.m. yfir að gríðarleg-
ur auður bíði almennings nái flokk-
ur hennar völdum í Tyrklandi.
„Sigrum við verður minnst hundrað
milljarðamæringa að finna í hverju
íbúðarhverfi,“ hefur Milliyet eftir
henni.
Cem Uzan, nýliði í pólitíkinni í
Tyrklandi og leiðtogi Æskuflokks-
ins, hefur hins vegar efst á stefnu-
skrá sinni að öllum verði fenginn
skiki lands. Þannig vill hann bregð-
ast við hruni gjaldmiðilsins og
þverrandi fjölskyldutekjum. „Við
munum láta hverja fjölskyldu í
landinu fá 200 fermetra spildu,“
hefur hann sagt á fjölmörgum
kosningafundum að undanförnu.
Nýleg könnun leiðir í ljós að eng-
in stétt manna nýtur minna álits í
Tyrklandi en stjórnmálamenn. Það
sama gildir um flokka þeirra; engin
samtök eða stofnanir njóta minni
tiltrúar. Nýjustu kannanir gefa til
kynna að hófsamur íslamskur
flokkur fari með sigur af hólmi í
þingkosningunum 3. nóvember.
Rangstöðuna burt og
auðlegð handa öllum
Tyrkneskir
stjórnmálamenn
methafar í kosn-
ingaloforðum
Ankara. AFP.