Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Er hægt að sætta sig við alla hluti? Þegar læknarnir og prestur- inn voru að spyrja mig hvort það væri eitthvað sem ég vildi vita var svarið alltaf það sama, það sem ég vil fá að vita, því getur enginn svarað. Pálmi var ekki bara bróðir, mágur og frændi, hann var hluti af manni sjálfum. Allir leituðu til hans, hvort sem það voru flutningar, bilaður bíll eða að skrifa upp á víxil, alltaf var sama svarið, já. Ég er viss um að hann sagði ekki oft nei, frekar við skulum „athuga málið“ eða „við sjáum til“. Hann var fallegur að utan en hann var ennþá fallegri að innan og hafði alltaf heimsins mesta tíma fyrir mann og aldrei var hægt að merkja að eitthvað annað biði hans. Við töluðumst við að minnsta kosti einu sinni í viku og við gátum talað saman í meira en einn tíma í senn, eða þar til við vorum farin að fá augnagot- ur frá mökum okkar. Hann hlúði svo vel að Jóhönnu og börnunum að aðdá- unarvert var og sjaldan gaf hann sér tíma til að taka sumarfrí því það þurfti að nota aurana í eitthvað sem kæmi þeim til góða. Kærleikurinn og keleríið var hon- um svo eðlilegt að alltaf heilsuðumst við með kossi og kvöddumst þannig líka, hann var bara þannig að mann langaði til að knúsa hann. Og eins og Íris Svava dóttir hans sagði: „Pabbi kallaði alltaf í mig og sagðist ætla að segja mér eitthvað en þá hvíslaði hann bara í eyrað á mér og vildi knúsa mig.“ Ég var nú stundum að skamma Jóhönnu fyrir að stjana svona við hann, þá sagði hún alltaf: „En það gefur mér svo mikið að sjá að honum líður vel, þá líður mér vel líka.“ Og ekki vék hún frá honum þessa daga er hann var á spítalanum, né Hrafnkell sonur hans, hann var eins og klettur við hlið móður sinnar huggandi litlu systkinin sín og styrkj- andi móður sína. Hann hafði þann ótrúlega styrk sem unglingar alla jafna hafa ekki. Elsku Jóhanna, Hrafnkell, Atli PÁLMI KARLSSON ✝ Pálmi Karlssonfæddist í Kefla- vík 24. maí 1959. Hann lést á Land- spítalanum 11. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 21. október. Karl og Íris Svava, nú verðum við að vera sterk og halda áfram að lifa lífinu án Pálma, en það veit sá sem allt veit að ekki verður það auð- velt. Ég man er við syst- urnar vorum að stríða honum á ýmsu sem hann hafði gert þegar hann var lítill og þegar við systurnar byrjuðum að segja af honum sög- ur þá brosti hann út í annað og sagði: „Nú byrja þær.“ Í öllum þessum áföllum á bráða- vakt, gjörgæslu og hjartadeild hef ég kynnst því yndislegasta fólki á ævi minni. Þá spyr maður sig: Hvaðan kemur þetta fólk og þessi kærleikur sem frá því stafar? Þakka ykkur fyrir allt og ykkar verður ætíð minnst. Að lokum langar mig til að þakka Lovísu Baldursdóttur sem vinnur á gjör- gæslu, hún er gull af manni. Elsku Pálmi minn, þú varst okkur öllum svo kær, og við munum alltaf minnast þín sem hetjunnar okkar með ljósu lokkana. Guðný Karlsdóttir. Pálmi Karlsson er einn af þeim mönnum sem ég lít mest upp til. Kraftalega byggður, var alltaf á flott- um bílum eða mótorhjólum og vel lið- inn hvar sem hann kom. Þetta var minn uppáhalds frændi. Samband mitt og Pálma var meira heldur en bara venjulegt samband frænda. Hann var mér meira eins og stóri bróðir og jafnvel á tíðum eins og pabbinn minn. Enda hafði hann mikil áhrif á mig þegar ég var unglingur og átti virkan þátt í að móta mig til þess manns sem ég er nú. Þegar maður fær fréttir af því að svo hjartfólginn fjölskyldumeðlimur sé í lífshættu, er fátt um orð til að lýsa því sem fer í gegnum huga manns. Og þegar maður stendur frammi fyrir því að Pálmi Karlsson, uppáhalds frændi minn, sé dáinn, er ekkert sem fær lýst þeirri sorg og þeim tómleika sem grípur mann. Tómarúmið sem Pálmi frændi skilur eftir sig verður seinnt fyllt, gleðin og jákvæðnin, sem geislaði alltaf af honum, þessi lúmski húmor sem honum var svo sjálfsagð- ur. Þetta er allt farið. Hann er farinn. Ég mun ekki gleyma því sem hann gerði fyrir mig, sögunum sem hann sagði mér aftur og aftur og aftur, og þær voru bara betri og betri og betri eftir því sem tíminn leið. Ég hafði ekki grátið í mörg ár fram að andláti míns elskulega Pálma frænda, það eina sem getur veitt mér huggun, er að Jóhanna konan hans er orðin hluti af fjölskyldu minni og það verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir. Hann átti einnig þrjú falleg börn sem munu ævinlega minna mig á Pálma frænda og það sem hann stóð fyrir og ég veit að þau munu gera hann stolt- an, þar sem hann lítur til þeirra í dag- legu amstri. Elsku frændi, þakka þér fyrir allan þann tíma sem við eyddum saman og fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og allar ráðleggingarnar. Takk kær- lega fyrir allt saman. Ég mun aldrei hætta að sakna þín. Ólafur Karl Eyjólfsson. Elsku besti Pálmi frændi. Aldrei hefur mér fundist lífið svona óréttlátt. Ég sakna þín svo mikið. Stundum er sagt „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Þeir hljóta að hafa elskað þig mikið, elsku frændi. Nú er ljósið þitt sem lýsti svo skært slokknað. Nú ertu farinn, allt of fljótt frá okkur öllum sem elskum þig svo heitt. En minn- ingin um þig, hún lifir í hjörtum okk- ar. Við munum aldrei gleyma þér elsku frændi. Takk fyrir allt. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er far- inn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. (Jóh. 14:2–4.) Ég tárvotum augum til þín lít og sorgin hjarta mitt kremur, með sökn- uði ég kveð þig frændi, Pálmi, þú varst alltaf bestur, hvíl í friði elsku Pálmi. Lovísa Dagmar og Oliver. Kveðja frá Sendibílastöðinni hf. Um leið og við kveðjum Pálma Karlsson sendibílstjóra sem kvaddi þennan heim langt um aldur fram, að- eins 43 ára gamall, þá enn og aftur verðum við vitni að því að veröld okk- ar er óútreiknanleg, við ráðum engu. Pálmi Karlsson stundaði akstur frá Sendibílastöðinni til fjölda ára, yfir- vegaður og vel liðinn alla tíð. Pálma verður saknað sem góðs félaga. Um leið og við þökkum samstarfið og kveðjum Pálma í hinsta sinn færum við fjölskyldu hans allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurður Ingi Svavarsson. Eitt af því sem sjaldnast þurfti að segja við mig tvisvar á æskuárunum var að það ætti að fara í heimsókn til Selmu frænku. Því þá gafst tækifæri til þess að hitta frændsystkinin, börn- in þeirra Kalla og það var ekki óeðli- legt að við Pálmi frændi værum líkt og samlokur því það var ekki nema tæpur mánuður á milli okkar. Ég minnist ævintýranna heima hjá þeim, þar var margt brallað, úti í skúr var hægt að smíða, það var hægt að fara í hjólreiðartúra upp í Elliðaárdal, vaða í Elliðaánum og koma svo úr ævintýr- unum til baka og fá kleinur og mjólk. Sumarið sem við Pálmi urðum 13 ára var margt brallað, vítt og breitt um borgina á nýlegu hjólunum okkar en svo var komið haust og við að byrja í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla. Við kvöddumst uppi við Öskjuhlíðina á hitaveitustokkunum og innst inni vissum við að þetta var síðasta sum- arið sem við myndum eyða svona saman. Við héldum í sitthvora áttina þú upp eftir en ég niður í Hlíðar, hjól- in okkar voru jafngömul og að sjálf- sögðu sást ekki á þínu en mitt var rispað og bögglað. Svo tóku nýir tímar við og áður en langt um leið varstu búinn að eignast mótorhjól sem breyttist í bíl og ekki fækkaði ævintýrunum hjá okkur. Það voru margir rúntar, bíó og ballferðir. Svo rakst ég á þig þar sem þú hafð- ir lagt Toyotunni hennar mömmu þinnar við Austurvöll. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, með að fá far heim en bíllinn var fullur af stelpum. Með sérstakan glampa í augunum kynntir þú mig fyrir stelpu sem sat fram í og þar var komin Jóhanna, ekkert hefur skilið ykkur að, fyrr en nú. Nokkrum árum seinna seldir þú lít- ið fyrirtæki sem þú hafðir rifið upp vestur í bæ og fjárfestir í atvinnutæki sem veitti þér tækifæri til þess að vera áfram eiginn herra. Við og fleiri hittumst í ágúst síðast- liðnum uppi á Árbæjarsafni í afmæl- isveislu og áttum góða stund og ákváðum að gera alvöru úr að hittast öll yfir kaffibolla en tíminn þýtur áfram, líkt og hendi væri veifað ert þú farinn og nú bið ég Guð þess að við megum eiga þessa stund seinna. Ég bið Guð að blessa Jóhönnu og börnin og alla aðstandendur. Hinir réttlátu gróa sem pálminn, vaxa sem sedrustréð á Líbanon. Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, gróa í forgörðum Guðs vors. (Sálmur 92. 13–14.) Jónas Ragnar Halldórsson. Það var árið 1990 að við kynntumst Jóhönnu og Pálma. Við vorum öll í sömu erindagjörðum úti í Englandi, þaðan eigum við margar góðar en einnig erfiðar minningar, og það var ekki síst þess vegna sem við tengd- umst sterkum vináttuböndum. Hlýj- an og góðsemdin leyndi sér ekki hjá þeim hjónum, alltaf tilbúin að hlusta og hjálpa. Hrafnkell sonur þeirra var einnig með í þessari ferð og naut hann mikilla forréttinda enda eina ís- lenska barnið á staðnum. Eftir eng- landsferðina stofnuðum við stelpurn- ar klúbb sem við köllum Born- klúbbinn og höfum hist reglulega síð- an. Árið 1991 fæddist svo Atli Karl og við stelpurnar í Born-klúbbnum brunuðum upp á spítala til að skoða þennan fallega dreng, og gleðin sem skein út úr andlitinu á honum Pálma er við mættum upp á spítala var hreint ólýsanleg. Þremur árum seinna fæddist svo prinsessan Íris Svava, og ekki var nú hamingjan minni þá. Það er sárt til þess að hugsa að þessi yndislegu þrjú börn skuli ekki fá að njóta návistar pabba síns lengur, en lífið er svo hverfult og oft á tíðum svo ósanngjarnt. Það var orðinn siður hjá okkur í Born-klúbbnum og mökum okkar að fara saman á jólahlaðborð en ekki hvarflaði það að okkur í desember síðastliðnum að það væri í síðasta sinn sem við fengjum að hafa Pálma með okkur, hvað þá að okkur óraði fyrir þegar við kvöddum Pálma þar sem hann stóð í eldhúsinu og var að vaska upp eftir okkur stelpurnar, eft- ir vel heppnað kvöld í góðu yfirlæti heima hjá þeim fyrir rúmum hálfum mánuði síðan að það yrði okkar hinsta kveðja. Elsku Jóhanna, Hrafnkell, Atli Karl og Íris Svava, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Born-klúbburinn og makar. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þessi orð koma upp í hugann aftur og aftur nú, þegar við kveðjum kæran vin, sem kallaður er burt svo alltof, alltof fljótt. Maður gerir sér grein fyr- ir því að allt sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut fær nýja merkingu þegar heggur nærri. Okkur þykir lífið óréttlátt. Af hverju er honum Pálma vini okkar kippt í burtu svo fyrirvaralaust? Frá fjölskyldu sem elskaði hann svo mikið og frá vinunum. Pálmi hefur verið hluti af fjölskyldu okkar svo lengi sem við munum. Besti vinur Adda bróður, frá því að þeir voru guttar. Þeir hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt, ávallt hafa þeir verið hvor öðrum traustur og tryggur vinur. Pálmi var svo heilsteyptur og heiðarlegur, góð- ur vinur vina sinna. Hann bróðir okk- ar á um sárt að binda nú þegar hann horfir á bak vini sínum. Pálmi var lánsamur þegar hann kynntist henni Jóhönnu sinni. Það var sjaldan að maður hitti hann án þess að Jóhanna væri nærri. Þau eiga sam- an þrjú yndisleg börn sem eru blanda af því besta frá báðum foreldrum. Pálmi var lengi í Fornbílaklúbbn- um og átti einn af fallegri bílum sem ekið hefur verið um götur bæjarins, bleikan Chevrolet Bel-Air árg. 1957. Það var gaman að hitta hann á rúnt- inum með fjölskylduna í þessum eð- alvagni, sem hann hafði af mikilli natni gert upp. Við systur Adda og móðir þökkum Pálma fyrir yndislega vináttu og lút- um höfði í þökk fyrir að hafa fengið að vera samferða honum, þó þennan tíma. Elsku Jóhanna, Hrafnkell, Atli Karl, Íris Svava og aðrir aðstandend- ur, megi minningin um Pálma lýsa ykkur áfram veginn. Hulda, Bára, María, Marta og Dóróthea. Á fögrum haustdegi þegar náttúr- an skartar sínu fegursta er höggvið stórt skarð í vinahópinn. Góður og traustur vinur okkar, hann Pálmi, er fallinn frá. Eftir eigum við minningar liðinna ára, minningar um góðan félaga sem munu varðveitast í hjörtum okkar ásamt þakklæti fyrir að hafa notið þess að eiga hann sem vin. Elsku Jóhanna, Hrafnkell, Atli Karl, Íris Svava og aðrir ástvinir, megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Við kveðjum vin okkar með þökk og virðingu og biðjum góðan Guð að varðveita hann. Pétur og Bjarney, Ágúst og Laufey. Hugur manns reikar til baka í hvert sinn sem einhver fellur frá. Okkur langar að minnast Pálma vinar okkar í örfáum orðum, alltaf svo kát- ur og hress og alltaf til í að hjálpa öll- um sem hans þurftu. Pálma þótti mik- ið gaman að bílum og mótorhjólum hans bílar voru alltaf hreinir og gljá- andi. Þegar við kynntumst Pálma og Jóhönnu fyrir 10 árum kom það fljót- lega í ljós hvað þeir áttu margt sam- eiginlegt strákarnir okkar Jóhönnu, þeir Pálmi og Jómbi. Það voru ekki ófáar stundir sem Jómbi og Pálmi voru í bílskúrnum hans Pálma, snyrtilegasta og best skipulagða bíl- skúr í bænum. Þeir settu saman heilu vélarnar og mótorhjólin. Fimmta október fóru þeir Jómbi og Pálmi að hjóla ásamt fleirum upp við Hafravatn, mitt í allri gleðinni fékk Pálmi slæman verk fyr- ir brjóstið og sex dögum seinna er þessi elskulegi og góði maður á besti aldri tekinn frá okkur, allt of fljótt, það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Elsku Jóhanna, Hrafnkell, Atli og Íris Við vottum ykkur samúð okkar. Guð veri með ykkur Jón Björn og Katrín. Pálmi minn, mikið fannst mér leitt að heyra að þú værir farinn frá okkur. Þú varst alltaf svo kátur og hress og alltaf var gaman að spjalla við þig. Það er mikill sökn- uður að hitta þig ekki aftur en ég veit að einhvern tímann munum við hittast á ný og þá getum við spjallað mikið saman. Eiginkonu og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra. Stefán Konráðsson. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, stjúp- móður og ömmu, SIGRÚNAR MARÍU SIGURÐARDÓTTUR ARASON, Christchurch, Nýja Sjálandi. Jóhannes Arason, Matthildur Hjartardóttir Arason, Þórhildur Sylvía, Magnúsdóttir Robinson, Robert James Robinson, Magnús N. Þóroddsson, Jóhannes Andrew Robinson, James Robert Robinson, Ari Jóhannesson, Merry Elat, Ari Brynjar Arason, Ásgerður Jóhannesdóttir, Óðinn Víglundsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Van Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.