Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 31
ingaferli í gangi,“ sagði Björgólfur Thor. „Í
breytingaferli skiptir miklu máli að fólk geti
verið snöggt að meta aðstæður hverju sinni
og snöggt að taka ákvarðanir og fylgja þeim
eftir. Það hefur ekki verið mikið um þessa eig-
inleika í ríkisfyrirtækjum, hvar sem er í heim-
inum. En þegar kjölfestufjárfestir er innan-
borðs og um er að ræða almennings-
hlutafélag, þá er hægt að taka þessa punkta
upp miklu fastar, þannig að fólk geti verið
fljótt að greina hlutina, tækifærin og gallana,
og fljótt að taka ákvarðanir og fylgja þeim eft-
ir. Við teljum að það verði miklar breytingar
hér á landi. Við lítum svo á að við séum að
taka þátt í þeim og viljum eiga stóran hlut í
breytingaferlinu.“
Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræði-
deildar Landsbanka Íslands, segir að breska
fjármálaeftirlitinu, Financial Services Auth-
ority, verði tilkynnt um breytta eignaraðild að
Landsbanka Íslands. Hann segir að slík til-
kynning sé nauðsynleg vegna eignaraðildar
Landsbankans að breska bankanum Her-
itable Bank.
Landsbankinn eignaðist 70% hlut í Her-
itable Bank í Lundúnum árið 2000 og jók hlut
sinn í tæp 95% snemma á þessu ári.
kaupa bankann. Endanlegt verð væri mun
hærra en félagið hefði haft í huga í fyrstu og
hefði félagið teygt sig til hins ýtrasta til að
koma til móts við ríkið. Engu að síður ættu
báðir aðilar að geta verið sáttir við niðurstöð-
una. Það hefði hins vegar einnig verið nið-
urstaða á ströngu samningaferli. Núvirt með-
algengi hlutabréfa Landsbankans í viðskipt-
um Samsonar og ríkisins er 3,91.
Skilyrði um ábyrgðarhlutverk
Björgólfur Thor greindi frá því á blaða-
mannafundinum að taka hefði þurft á mörg-
um þáttum í samningaviðræðum Samsonar
og framkvæmdanefndar um einkavæðingu,
s.s. verðinu, en ríkið hefði einnig sett félaginu
ákveðin skilyrði. „Við þurfum að skuldbinda
okkur um ákveðna hluti sem er óvenjulegt í
svona kaupsamningum, en þeir þættir eru
ekki óeðlilegir. Þeir eru þess eðlis að okkar
ábyrgðarhlutverk er neglt niður og við höfum
fullan hug á því að sinna því hlutverki. Við
höfum því sætt okkur við þetta.“
Björgólfur Thor sagðist ekki telja rétt að
nefna á þessu stigi hvaða skilyrði þetta væru,
áður en lokasamningur um söluna hefði verið
frágenginn og undirritaður.„Það er breyt-
n gæti tekið þátt í útrás íslenskra
Kaupin hefðu verið ákaflega arð-
bankann og hefðu skilað sér vel.
dæmi um hvað bankinn gæti gert,
ugsanlega fyrirmynd að því sem
di. Kaupin á Heritable væru skýrt
sóknartækifæri sem hefðu verið
mson mundi hafa áhuga á að leita
kum.
ur Guðmundsson sagði mikilvægt
ugsanlegar breytingar á starfsemi
kans yrðu kynntar í samráði við
bankans.
ir aðilar geta verið sáttir
um hvers vegna afhendingu hluta-
ins í Landsbankanum yrði skipt í
nars vegar 33,3% í kjölfar undirrit-
samnings, og hins vegar 12,5% að
agði Björgólfur Thor að um væri að
greiðslur. Þetta sé niðurstaðan af
mjög ströngu samningaferli við ís-
ð.
upverðið sagði hann að Samson
ð til móts við ríkið. Gengi hluta-
dsbankans á markaði hefði verið
ar félagið hefði óskað eftir að fá að
að Landsbankinn verði áfram banki allra landsmanna
Morgunblaðið/Kristinn
rsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, eigendur Samsonar eignarhaldsfélags.
öllum ljóst. Ríkisstjórnin ákvað að klára
þetta fyrir lok kjörtímabilsins.
En ég tel að þetta sé lágt verð fyrir
Landsbankann ef maður horfir til þess
hversu gríðarlega verðmæt og mikilvæg
þessi stofnun er og hversu sterka stöðu hún
hefur. Ég er hins vegar ekki að segja að
þetta sé óeðlilegt verð miðað við markaðinn
í dag. Þó hefði maður kannski haldið að
svona afgerandi ráðandi hlutur væri verð-
lagður eitthvað meira yfir gangandi mark-
aðsverði hvers tíma en þetta. Þetta er satt
best að segja mjög lítið álag frá verði á stök-
um bréfum á eftirmarkaði. Það er því ekki
hægt að segja að nýir eigendur séu að borga
mikið fyrir að fá forræði bankans í sínar
hendur á einu bretti,“ sagði Steingrímur.
Sala til hinna pólitísku ráðamanna
Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, sagðist ekki treysta sér til
að dæma um hvort verðið á hlutabréfunum í
Landsbankanum væri eðlilegt. Hann sagð-
ist þó telja það nokkuð lágt. „Alvörumálið í
sambandi við sölu þessa fyrirtækis er að
selja það ekki dreift. Því var lofað í upphafi
og það hefði aldrei verið unnið að neinni
einkavæðingu ef þau loforð hefðu ekki verið
skýr og ákveðin af hálfu stjórnvalda. Þetta
er svo svikið og það liggur núna fyrir hvers
vegna það er svikið. Það er gert vegna þess
að það á að ráðstafa þessum fyrirtækjum til
hinna pólitísku ráðamanna.
Ég hef ekkert nema gott um þessa menn
að segja sem eru að kaupa. Ég hef ekkert út
á þá að setja, en öll aðferðafræðin og vinnu-
brögðin eru gagnrýnisverð. Það nægir að
nefna hvernig staðið var að því að jafna met-
in með því að skáka VÍS yfir á annan væng-
inn svo að hann fengi aðeins betri bita með
Búnaðarbankanum. Þetta blasir við öllum.“
þætti mönnum alveg nóg að setja einn stór-
an banka í sölu í einu en ekki tvo. Pólitíska
nytsemin af því liggur í augum uppi og það
hef ég kallað helmingaskipti.“ Steingrímur
sagði þessa aðferðafræði mjög sérkennilega
og gagnrýnisverða. Hann sagðist líka telja
einkennilegt að þegar samstilltur hópur í
Búnaðarbankanum ætti orðið fjórðung í
bankanum væri ekki talað við hann um sölu.
„Það alvarlegasta í þessu er það sem blas-
ir við að getur gerst í framhaldinu, en það er
að á grunni þessarar aðferðafræði fáum við
vaxandi fákeppni, að maður segi ekki einok-
un, í fjármálaþjónustu í landinu. Það er
hætta á að þetta verði enn eitt svið viðskipta
á Íslandi sem verði markað af fákeppni og
blokkamyndun. Ég hélt að mönnum þætti
nóg um þá svo mjög umtöluðu fákeppni sem
hér ríkir á sviði matvælaverslunar, sam-
gangna, flutningastarfsemi, olíudreifingar,
vátryggingastarfsemi o.s.frv. Ég hef talið
að menn ættu að stíga varlega til jarðar og
auka ekki á fákeppnina.“
Steingrímur sagðist ekki telja að verðið á
Landsbankanum væri úrslitaatriðið, en það
væri þó ljóst að tíminn til að selja núna væri
ekki sérstaklega hagstæður. Bankarnir
væru núna á frekar lágu verði. „Tíminn til
að selja er valinn á pólitískum en ekki við-
skiptalegum forsendum. Það held ég að sé
jóslega njóta velvildar annars
okksins. Það blasir því við að á
a og verið er að selja Landsbank-
um sem njóta vildar og tengsla við
álfstæðisflokksins er verið að láta
ankann af hendi til manna sem
slega njóta vildar forystu Fram-
kksins. Þetta eru ekki heppilegar
ið að flytja ríkiseignir út á mark-
er augljóst að það er ekki nóg að
magn til að hreppa heppilega bita
kisins. Það þurfa líka að vera fyrir
tísk tengsl. Þessar blokkir, sem
ndast í kringum stjórnarflokkana,
litísku skjóli að halda.“
Kemur ekki á óvart
ímur J. Sigfússon, formaður
yfingarinnar, sagði að þessi nið-
arðandi sölu bankanna kæmi sér
rt. „Þegar ríkisstjórnin sneri við
g kastaði frá sér öllum hugmynd-
eifða eignaraðild og kúventi eina
n í sambandi við aðferðafræðina
an náttúrulega tekin. Svo bætist
sérkennilega aðferð að spyrða
u beggja bankanna. Ég hef ekki
einustu efnahagsleg eða markaðs-
rir því. Við venjulegar aðstæður
litísk sjónar-
ndi við söluna
FORSVARSMENN fjárfest-
ingarfélagsins Kaldbaks hf.
höfðu í gær ekki fengið neina
tilkynningu um þá ákvörðun
einkavæðingarnefndar að
ganga til viðræðna við Kald-
bak og S-hópinn svonefnda um
mögulega sölu á hlut ríkisins í
Búnaðarbanka Íslands. Eirík-
ur S. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks, segist
eingöngu hafa heyrt fjölmiðla
greina frá því undanfarna tvo
daga að það ætti að taka upp
viðræður við þá.
,,Ef við verðum kallaðir á
fund, þá munum við mæta,“
sagði hann. ,,Við munum nátt-
úrlega fara yfir þessa stöðu.
Við höfum lýst því yfir áður að
við forgangsröðum og höfðum
meiri áhuga á Landsbank-
anum en Búnaðarbankanum
en það má þó ekki túlka sem
svo að við höfum engan áhuga
á Búnaðarbankanum. En því
er ekki að leyna að það hefur
margt breyst frá því í upphafi.
Það er kominn aðili sem ýmist
segist vera hópur eða ekki
hópur og hefur 25% í bank-
anum. Það er atriði sem við
þurfum að skoða betur,“ segir
Eiríkur.
Ekki verið rætt um
samstarf á milli hópanna
Hann var spurður hvort
samstarf á milli hópanna
tveggja sem einkavæðing-
arnefnd hyggst taka upp við-
ræður við kæmi til greina.
,,Það hefur ekki verið rætt.
Við erum í þessum viðræðum á
okkar forsendum og án teng-
ingar við þá,“ svaraði Eiríkur.
FORSVARSMENN S-hópsins
svonefnda búa sig nú undir
viðræður við einkavæðing-
arnefnd um möguleg kaup á
hlutabréfum ríkisins í Bún-
aðarbankanum.
Eins og greint var frá í
blaðinu sl. sunnudag hefur
verið ákveðið, í kjölfar sam-
komulags við Samson ehf. um
sölu hlutabréfa í Landsbank-
anum, að halda áfram söluferli
vegna hlutabréfa ríkisins í
Búnaðarbankanum. Voru vald-
ir tveir hópar fjárfesta til
frekari viðræðna, annars vegar
Kaldbakur hf. og hins vegar
S-hópurinn svonefndi, þ.e.
Eignarhaldsfélagið Andvaka,
Eignarhaldsfélagið Sam-
vinnutryggingar, Fiskiðjan
Skagfirðingur hf., Kaupfélag
Skagfirðinga svf., Ker hf.,
Samskip hf. og Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn.
Hljóta formlega séð að
velja annan hvorn aðilann
til viðræðna
Þórólfur Gíslason, kaup-
félagsstjóri og einn forsvars-
manna S-hópsins, sagðist í
gær lítið hafa um niðurstöðu
einkavæðingarnefndar að
segja og kvaðst ekki hafa
fengið upplýsingar frá einka-
væðingarnefnd um hvernig
viðræðunum yrði hagað á
næstunni. Hann sagði að menn
myndu nú búa sig undir við-
ræðurnar sem framundan
væru.
Þórólfur var spurður hvort
samstarf milli hópanna tveggja
kæmi til greina og sagði hann
að það hefði ekkert verið rætt.
,,Við höfum bara litið svo á að
formlega séð hlyti einkavæð-
ingarnefndin að velja annan
hvorn aðilann til viðræðna
þegar könnun hefði farið
fram,“ sagði hann.
HELGA Jónsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Lands-
banka Íslands, sagðist vera
ánægð með að sölu Lands-
bankans væri lokið og kvaðst
vona að salan færði bankanum
og starfsmönnum hans ný
tækifæri til sóknar.
„Við verðum bara að vona
að þessi sala feli í sér tækifæri
fyrir okkur öll. Við starfsmenn
Landsbankans vorum held ég
orðnir dálítið þreyttir á því að
vera til sölu þannig að við er-
um fegnir að þessu ferli er
lokið. Við óttumst vissulega
samdrátt, en ég leyfi mér að
trúa því að óreyndu að nýir
eigendur muni halda starfsemi
bankans áfram af fullum
krafti. Ég hef ekki hitt þá
ennþá.“
Helga sagði að starfs-
mönnum Landsbankans hefði
fækkað hægt og sígandi á síð-
ustu árum. Ástæðan væri
breyting á útibúum og aukin
tæknivæðing. Unnið hefði ver-
ið að hagræðingu innan bank-
ans allt frá árinu 1993.
„Ég held að margir séu
fegnir að þessu sé lokið og við
getum haldið ótrauð áfram.
Við getum þá setið við sama
borð og Íslandsbanki,“ sagði
Helga.
„ÞAÐ hefur fengist ákveðin nið-
urstaða í þessum viðræðum. Við
höfum áframhaldandi áhuga á
því að vinna að því að hámarka
vöxt og viðgang bankans,“ sagði
Þórður Magnússon sem hefur
verið í forsvari hóps fjárfesta
sem lýstu áhuga á kaupum í rík-
isviðskiptabönkunum.
Einkavæðingarnefnd hefur
hins vegar valið tvo aðra hópa
fjárfesta til frekari viðræðna um
sölu á hlutafé ríkisins í Bún-
aðarbankanum þ.e. Kaldbak hf.
og hins vegar S-hópinn svo-
nefnda, sem samanstendur af
Eignarhaldsfélaginu Andvöku,
Eignarhaldsfélaginu Sam-
vinnutryggingum, Fiskiðjunni
Skagfirðingi hf., Kaupfélagi
Skagfirðinga svf., Keri hf., Sam-
skipum hf. og Samvinnulífeyr-
issjóðnum.
Þórður segir Búnaðarbank-
ann vera vel rekið og gott fyr-
irtæki og leggur áherslu á að
horft verði til hagsmuna við-
skiptavina, starfsmanna og ann-
arra hluthafa í einkavæðing-
arferlinu.
„Hagnaður og umsvif bank-
ans hafa vaxið mjög mikið und-
anfarin ár. Hann hefur á að
skipa frábæru starfsfólki, sem
skiptir miklu máli að halda utan
um. Það skiptir öllu máli í þessu
einkavæðingarferli að halda vel
utan um og horfa til hagsmuna
viðskiptavina, starfsmanna og
annarra hluthafa bankans,“
sagði Þórður Magnússon.
Þórður
Magnússon
Höfum áfram
áhuga á að
hámarka
vöxt bankans
Eiríkur S.
Jóhannsson
Það hefur
margt
breyst
Formaður
Starfsmannafélags
Landsbanka
Gott að
sölunni
er lokið
Þórólfur
Gíslason
Búa sig
undir
viðræður