Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 54
MIKIÐ verður um dýrð- ir í Bíóborginni eða Austurbæjarbíói við Snorrabraut í kvöld þar sem fram fer Skólóvision, lagakeppni framhalds- skólanna, í allra fyrsta sinn. Tíu fram- haldsskólar af höfuðborgarsvæðinu taka þátt í keppninni, sem hefst klukkan 20, að sögn Jóns Gunnars Þórðarsonar, leikstjóra og eins skipu- leggjanda Unglistar 2002, en keppnin er einmitt liður í þessari listahátíð ungs fólks. Þetta er í fyrsta sinn, sem keppnin er haldin en hugmyndin er komin frá lagakeppni Menntaskólans við Hamrahlíð. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að halda svona keppni. Ég var í MH en þar er laga- keppni, sem kallast Óðríkur algaula, en svipaðar keppnir eru ekki í öðrum skólum. Núna gafst loks tækifæri til að láta verða af þessu,“ segir Jón Gunnar. Grínistarnir Die Franzbrüders kynna keppnina og inn á milli laga verða skemmtiatriði. Beyglur með öllu koma fram, rapphljómsveitin O.N.E. stígur á svið og breikdansarar leika listir sínar. Jón Gunnar segir að lögin verði úr öllum áttum og ennfremur þurfi ekki að syngja þar sem þetta sé laga- en ekki söngkeppni. „Þarna á eftir að heyrast tölvupopp frá MK og Iðn- skólanum, MH er með lag þar sem pí- anóleikari og fiðluleikari koma við sögu og rólegri stemning ræður ríkj- um. Einnig verða þarna nokkar rokk- hljómsveitir og dægurlagahljómsveit úr Versló,“ segir Jón Gunnar og er ánægður með úrvalið. Dómnefndin er ekki af verri end- anum en í henni sitja tíu manns, fyrrum Evróvisionfarar og annað tónlistarfólk. Selma Björnsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Björgvin Hall- dórsson, Óttar Felix Hauksson og Hrólfur Sæmundsson verða á meðal þeirra, sem taka þátt í að velja besta lagið, frumlegasta lagið og bestu sviðsframkomuna. „Iðnskólanemar úr Reykjavík og Hafnarfirði gerðu verðlaunagripinn, skúlptúr, sem kallast Tónaflæði. Hann verður farandbikar næstu árin, þannig að keppnin er komin til að vera,“ segir Jón Gunnar en iðn- skólanemar gerðu einnig eignarbik- ara. Auk þessa verða veitt vegleg verðlaun á borð við líkamsræktarkort og kvöldverður á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Ekkert kostar inn á keppnina í kvöld og hvetur Jón Gunnar sem flesta til að mæta og styðja sitt fólk. Hann lofar góðri skemmtun og segir vel hugað að allri umgjörð, eins og hljóði og ljósum. „Listmennirnir fá virkilega tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.“ Morgunblaðið/Kristinn Jón Gunnar Þórðarson setti Unglist 2002 í Ráðhúsinu. Lagakeppni framhaldsskólanna í fyrsta sinn ingarun@mbl.is Gaulað til góðs 54 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 19.10. 2002 2 7 8 6 9 3 8 5 6 7 8 13 19 30 33 26 16.10. 2002 12 25 29 33 36 37 28 45 Fjórfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-4500-0030-6776 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT 5.30 Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. m. ísl. tali. Kl. 4 og 6. m. ísl. tali  HL Mbl Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.30. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . Sýnd kl. 5.50 og 8. Bi. 16. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN 2 VIKUR Á TOP PNUM Í USA Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV UNGLIST, listahátíð ungs fólks hófst af krafti á föstudagskvöld í Ráðhúsi Reykjavíkur með marg- víslegum uppákomum. Götuleik- húsið skemmti gestum, atriði Ung- listar 2002 voru kynnt, plötusnúðar þeyttu skífum, auk þess sem hönnun nemenda af listnámsbraut Iðnskól- ans í Hafnarfirði var til sýnis. „Þarna var hægt að sjá allt frá eggjabikurum og skartgripum upp í stærðarinnar borð,“ segir Embla Kristjánsdóttir, umsjónarmaður Unglistar 2002. Alls tóku þrettán manns þátt í myndlistarmaraþoni, álíka margir og í fyrra, en þemað var „flétta“. Embla Kristjánsdóttir, umsjón- armaður Unglistar 2002, segir að skemmtilegar myndir hafi komið út- úr maraþoninu, sem stóð í sólar- hring, og greinlegt að fólk hafi túlk- að þemað á margvíslegan hátt. í því og hefur þátttakendum fækkað nokkuð milli ára síðustu tvö árin. Tískusýning Iðnskólans í Reykja- vík var svo haldin á laugardags- kvöldið í Ráðhúsinu en þemað var „framtíðin byggir á fortíðinni“. „Mér fannst sýningin mjög flott og greinilegt að hugmyndaflugið er í lagi,“ segir Embla, sem var einnig ánægð með umgjörðina. Auk þess að hanna fötin gerðu nemendur einnig sviðsmynd en sýningin var sam- vinnuverkefni nemenda á fataiðn-, hönnunar-, og hárgreiðslubrauta. Tónlistin er ekki vanrækt á Unglist og á sunnudag fóru fram klassískir tónleikar í Ráðhúsinu og í gærkvöldi var haldið djasskvöld á vegum Ormslev í Tjarnarbíói. Unglist hefur verið haldin á hverju ári frá 1992 og lýkur hátíð- inni á laugardaginn. Ljósmynd/Árni Torfason Fortíðarþrá á tískusýningu Iðnskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Dansarar sýndu frumsamið dansatriði. List úr ýmsum áttum Morgunblaðið/Kristinn Plötusnúðar þeyttu skífum við setningu Unglistar. Ljósmynd/Árni Torfason Tískusýning Iðnskólans í Reykjavík var í anda sjötta áratugarins. Sýning á myndunum er hafin í Gall- erí Tukt í Hinu húsinu og stendur yf- ir þar til 2. nóvember. Þá tekur við sýning á myndunum úr ljósmynda- maraþoninu. Alls tóku 15 manns þátt ÍSLENSKU hljómsveitirnar Úlpa og Kimono ásamt færeysku rokk- sveitinni Clickhaze leika fyrir dansi á Gauki á Stöng í kvöld en húsið verð- ur opnað klukkan 21. Búast má við góðum tónleikum, en Kimono flytja nýtt efni og Úlpa er fersk eftir góða heimsókn til Færeyja. Clickhaze eru staddir hér á landi í tilefni Airwaves- tónlistarhátíðarinnar og spila næst á tónleikum í Austurbæjarbíói á laug- ardaginn ásamt löndum sínum í Krít. Morgunblaðið/Þorkell Liðsmenn Úlpu, Bjarni Guðmann Jónsson, Aron Vikar Arngrímsson, Haraldur Örn Sturluson og Magnús Leifur Sveinsson. Úlpa á Gauknum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.