Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EIN AF hverjum þremur konum
og einn af hverjum átta körlum
eiga á hættu að fá beinþynningu
einhvern tíman á ævinni og mörg
beinbrot má rekja til þessa.
,,Erfðirnar skipta að minnsta
kosti 70% máli, svo hin 30% eru
lifnaðarhættir, þ.e. léleg næring,
hreyfing og mataræði. Þetta
skiptir allt máli.
Konur eru í meiri áhættu, en
þriðja hver kona og áttundi hver
karl eiga á hættu að fá beinþynn-
ingu. Beintapið er hvað mest
fyrsta áratuginn eftir tíðarhvörf
hjá konum en karlar fá beinþynn-
ingu síðar á ævinni,“ segir Hall-
dóra Björnsdóttir, framkvæmda-
stjóri Beinverndar.
Beinþynning eykur hættuna á
beinbrotum og er einkennalaus
þar til greining liggur fyrir. Af-
leiðingar geta verið slæmar fyrir
einstaklinga, en afleiðingar eru
einnig miklar fyrir atvinnulífið og
heilbrigðiskerfið.
Til að draga úr áhættu á bein-
þynningu segir Halldóra að lík-
amleg hreyfing skipti miklu máli
ásamt ráðlögðum dagskammti af
kalki og d-vítamín er einnig góð
forvörn gegn beinþynningu.
Beinvernd var stofnuð fyrir
fimm árum og hefur frá stofnun
einbeitt sér að fjölbreyttu
fræðslu- og forvarnastarfi.
Átak hafið
Nýlega var farið af stað með
átak til greiningar á beinþynn-
ingu og gefst nú starfsfóki fyr-
irtækja og stofnana kostur á að
fara í beinþéttnimælingu á vinnu-
stöðum. Einstaklingum gefst
einnig kostur á að fara í bein-
þéttnimælingu hjá Lyfju, en ná-
kvæmari mælingar fara fram á
Landspítalanum – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi og á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Beinþéttnimælingin tekur
stutta stund og segir til um
ástand beina og hvort að þörf sé
á frekari aðgerðum. Ef ein-
staklingur greinist með beinþynn-
ingu er honum vísað til frekari
beinþéttnirannsókna. Átakið hófst
formlega með athöfn í gær,
mánudag, en verslunin Penninn-
Eymundsson í Smáralind er með-
al fyrstu fyrirtækja sem bauð
starfsfólki sínu upp á beinþéttni-
mælingu.
Átak til greiningar
á beinþynningu
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldóra Björnsdóttir framkvæmir beinþéttnimælingu á starfsmanni Pennans-Eymundssonar.
Mælingar hafnar á vinnustöðum víða um land
ÞAÐ er auðvitað mjög jákvætt að
Baugur er tilbúinn að sýna hvernig
álagningu fyrirtæksins er háttað.
En þetta er aðeins eitt lítið brot í
miklu stærri mynd. Við þurfum
einnig að skoða verð á innlendri
framleiðslu og á innfluttum afurð-
um og umhverfi innflutnings og
verslunar hér á landi. Það þarf
vandaða rannsókn á því hvers
vegna matvælaverð hér er jafnhátt
og raun ber vitni og hverju við
þurfum að breyta svo íslenskir
neytendur búi við sama eða svipað
matvælaverð og nágrannalöndin.
Þetta segir Rannveig Guð-
mundsdóttir, Samfylkingunni, en
hún var fyrsti flutningsmaður
þingsályktunartillögu um athugun
á orsökum fyrir háu matvælaverði
á Íslandi samanborið við önnur
Norðurlönd og ríki Evrópusam-
bandsins.
Umræðan komin
á villigötur
Rannveig segir að sér finnist það
einnig jákvætt að Baugur hafi lýst
því yfir að hann ætli að gera eigin
verðkönnun og að fyrirtækið hygg-
ist skoða matarverð hjá sér í sam-
anburði við aðra. Þróun umræð-
unnar sé hins vegar á villigötum.
Hún hafi fyrst og fremst snúist um
smásöluverslunina en þetta sé
miklu stærra mál.
„Þegar bent hefur verið á þá
staðreynd að matvælaverð hefur
lækkað mikið í löndum sem hafa
gerst aðilar að Evrópusambandinu
hefur forsætisráðherra sagt: við
þurfum ekki að ganga í Evrópu-
sambandið til þess að lækka mat-
arverðið hjá okkur. Ég er alveg
sammála því að við getum gert
þetta sjálf þótt staðreyndin sé að
meira að segja í dýrari löndum
ESB er matarverð miklu lægra en
hér. En þá verðum við líka að vita
hvað þarf að gera og þá verður
þetta loksins spurning um vilja.“
Rannveig segir að í framhaldi af
mjög góðri umræðu um málið í
þinginu hafi forsætisráðherra beint
mjög spjótum sínum að Baugi eins
og verslunarhættir Baugs ráði
mestu eða öllu um svarið við þess-
um spurningum. „Þá hefur Halldór
Blöndal ráðist mjög að Samkeppn-
isstofnun, sem er veigamikill aðili í
að fylgjast með verðmyndun á Ís-
landi. Þessu máli hefur því verið
beint í farveg sem myndar aðeins
hluta af þeim spurningum sem við
verðum að svara. Góðu viðbrögðin
eru aftur á móti þau að forsætis-
ráðherra hefur, að vísu eftir
nokkra umræðu í þinginu og í sam-
félaginu, sagt að hann styðji mig í
þessu máli og það sé rétt að skoða
þessa þætti og hvað valdi háu mat-
arverði á Íslandi.“
Rannveig Guðmundsdóttir
Er lítið brot af
stærri mynd
JÓN GERALD Sullenberger, for-
stjóri Nordica Inc. í Flórída, segist
fagna því að Baugur ætli að lækka
matvöruverð á Íslandi og að fyrir-
tækið sé tilbúið að opna bækur sínar,
eins og fram kom í samtali í Morg-
unblaðinu á sunnudag. Hann skorar
jafnframt á heildsala að opinbera þá
afslætti frá listaverði sem þeir veita
t.d. Bónusi. Hann vísar á hinn bóg-
inn á bug fullyrðingum stjórnenda
Baugs í viðtali í Morgunblaðinu að í
umræddum verðútreikningi hafi
ekki verið tekið tillit álagningar
Nordica, flutningskostnaðar, vöru-
gjalda, gengis og tolla.
Skýrslan hjá Baugi löngu áður
en til viðskiptabresta kom
„Þessi umtalaða skýrsla var gerð í
nóvember og desember í samvinnu
við starfsmenn Baugs en markmiðið
með henni var að sýna fram-
kvæmdastjórn Baugs fram á þær
tekjur og tekjumöguleika sem þessi
beini innflutningur hafði fyrir fyr-
irtækið. Það var aldrei ætlunin að
þessi skýrsla færi í fjölmiðla en
vegna mikillar umræðu um hátt
vöruverð á Íslandi höfðu fjölmiðlar
samband við mig og báðu um þessi
gögn. Ég veitti þeim þau enda eru
reikningar okkar auðvitað opinber
gögn sem hægt er að nálgast hjá
Tollstjóraembættinu. Flóknara er
það nú ekki.“
Jón Gerald segist geta staðfest að
Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs, og
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Baugs, hafi fengið þessa
skýrslu í hendur 1. febrúar á þessu
ári og löngu áður en kom til við-
skiptabrests á milli fyrirtækjanna.
„Mér kemur auðvitað hreint ekki
við hvaða tekjur Baugur hefur en
þegar þeir eru farnir að segja ósatt
og fjölmiðlar eru farnir að hafa sam-
band við mig get ég ekki annað en
brugðist við því.“
Jón Gerald segist vísa alfarið á
bug staðhæfingu Árna Péturs þess
efnis að Baugur hafi tapað á við-
skiptunum við Nordica. „Í umræddri
skýrslu kemur fram að tekjur Baugs
af þessum viðskiptum hafi verið 125
milljónir árið 2001. Ég tek fram að
Nordica sá um að þjóna fyrirtækjum
Baugs og ákvarðanir um innkaup
eða dreifingu á þeim vörum sem
fluttar voru inn gegnum Nordica
voru alfarið í höndum starfsmanna
Baugs og þar af leiðandi tel ég mig
ekki ábyrgan fyrir lagerstjórnun Að-
fanga hverju sinni. Í sem stystu máli
sagt sendu þeir pantanir og ég af-
greiddi þær. Í sambandi við ummæli
Jóhannesar Jónssonar í Ísland í bítið
þá er það alrangt að Baugur hafi
greitt fyrir vörur þrjá mánuði fram í
tímann. Þessir umtöluðu ananans-
gámar sem voru afgreiddir í ágúst
og september eru enn ógreiddir og
hafa verið sendir í innheimtu hjá lög-
manni mínum á Íslandi.“
Vegna ummæla Árna Péturs um
að ekki sé tekið tillit til tolla í títt-
nefndum verðútreikningum tekur
Jón fram að almennt leggist enginn
tollur á matvöru frá Bandaríkjunum.
„Það er tollur á aðra vöru en flestar
tegundir matvöru. Og allar þurrvör-
ur og niðursuðuvörur eru án tolla en
það leggst hins vegar 10 króna vöru-
gjald á kílóið af ávöxtum. Þarna er
einfaldlega verið að reyna að snúa út
úr.“
Jón segir að ef meðalálagning á
vörum frá Aðföngum er 5%, eins og
stjórnendur Baugs hafi staðfest, og
álagning í Bónusi sé á bilinu 15 til
17%, eigi hinn umtalaði pakki af an-
anas sem Aðföng greiða 80 krónur
fyrir (cif-verð að viðbættu vöru-
gjaldi) að kosta 84 frá Aðföngum til
Bónuss og 112 krónur út úr Bónusi
en ekki 159 krónur eins og ananas-
inn kosti nú. „Ég tek fram að við
seldum þeim þrjár tegundir af an-
anas og ég tek hér mið af dýrustu
tegundinni en sú ódýrasta kostar
10% minna en er samt seld á sama
verði og sú dýrari.
Ég get líka nefnt sem dæmi Del-
Monte-pastasósu en dósin af henni
kostar 82,68 krónur til Aðfanga. Of-
an á bætist síðan 5% dreifikostnaður
hjá Aðföngum þannig að sósan
myndi kosta 86,82 aura til Bónuss.
Ef við gefum okkur að álagningin
hjá Bónusi sé 17% ætti pastadósin að
kosta 116,30 krónur, segjum 117
krónur, en alls ekki 189 krónur. Ef
þeir leggja ekki á vöruna veit ég satt
að segja ekki hver gerir það því ekki
kemur þessi álagning frá okkur,“
segir Jón Gerald.
„Og mér finnst satt að segja eitt-
hvað bogið við viðskiptasiðferði
þeirra því þegar þeir leita réttar síns
heitir það viðskiptasnilld en þegar
ég leita réttar míns þá tala þeir um
fjárkúgun.“
Jón Gerald Sullenberger, forstjóri Nordica Inc., um álagningu Baugs
Mið tekið af öllum
kostnaðarliðum
í verðútreikningi
FORSVARSMENN Baugs lýstu yf-
ir í viðtali um matvöruverð og álagn-
ingu í Morgunblaðinu um helgina að
þeir væru til í að opna bækur fyr-
irtækisins svo hægt yrði að ganga úr
skugga um hver álagning fyrirtæk-
isins væri. Aðspurður hvort sam-
keppnisyfirvöld ætluðu að grípa
þetta tækifæri og taka talsmenn
Baugs á orðinu sagði Guðmundur
Sigurðsson, forstöðumaður sam-
keppnissviðs Samkeppnisstofnunar,
að engin afstaða hefði verið tekin til
þess. Það væri þó vel hugsanlegt og
það gæti verið gagnlegt að gera það í
samráði við þá.
„Það ber þó að taka fram að við
höfum alltaf haft óskoraðan aðgang
að upplýsingum hjá Baugi. Við höf-
um í áranna rás oft óskað eftir og
ævinlega fengið þær upplýsingar
sem við höfum talið okkur þurfa að fá
í sambandi við ýmiss konar rann-
sóknir. Það hafa aldrei verið neinir
meinbugir á að fá þær,“ sagði Guð-
mundur.
Forstöðumaður hjá Samkeppnisstofnun
Gögn Baugs hugs-
anlega skoðuð