Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 25 Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 11.970 stgr. Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar. Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid! sérsniðin innheimtulausn Gefnir ver›a út 12 flokkar flar sem lánstími er 2–6 mánu›ir. Fyrsti útgáfudagur ver›ur 28. október 2002. Heildarnafnver› útgefinna flokka ræ›st af marka›sa›stæ›um. Stær› flokkanna ver›ur á bilinu 100.000.000-2.000.000.000 ÍSK. Sparisjó›abanki Íslands hf., kt. 681086-1379, Rau›arárstíg 27, 105 Reykjavík. Kauphöll Íslands hefur samflykkt a› taka útgefna víxla á skrá 29. október 2002, enda uppfylli fleir skilyr›i skráningar. Útgáfa hvers flokks ver›ur tilkynnt í Kauphöllinni hverju sinni. Ávöxtunarkrafa ákvar›ast af marka›sa›stæ›um á fyrsta söludegi. Víxlarnir eru seldir gegn sta›grei›slu í 10.000.000 og 50.000.000 kr. einingum. Sparisjó›abanki Íslands hf., kt. 681086-1379, Rau›arárstíg 27, 105 Reykjavík. Nafnverð útgáfu og lánstími: Útgefandi: Skráningardagur í Kauphöll Íslands: Ávöxtunarkrafa á söludegi: Skilmálar: Umsjón með skráningu: Skráning bankavíxla í Kauphöll Íslands Skráningarl‡sing og önnur gögn var›andi ofangreinda flingvíxla liggja frammi hjá Sparisjó›abanka Íslands hf., Rau›arárstíg 27, 105 Reykjavík. Sími 540 4000, myndsendir 540 4181. Auk fless er hægt a› nálgast uppl‡singar á heimasí›u bankans, www.icebank.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PB 1 91 20 10 /2 00 2 ARNE Jacobsen telst efalítið til at- hyglisverðustu hönnuða og arkitekta síðustu aldar. Sem einn frumkvöðla norrænu stefnunnar hafði hönnun hans afgerandi áhrif á nútímamenn- ingu og þó að byggingarnar séu minna þekktar á alþjóðavettvangi en húsgögnin og iðnhönnunin teljast þær ekki síður mikilvægur hluti arfleifðar Jacobsen. Listasafn Reykjavíkur á Kjarvals- stöðum hýsir þessa dagana sýningu tileinkaða Jacobsen – Hönnun í hundrað ár – en öld er nú liðin frá fæðingu meistarans. Á sýningunni má sjá húsgögn og húsbúnað Jacobsen, stóla, borð, ljós, blöndunartæki og borðbúnað, auk vefnaðarvöru og ljós- mynda sem gefa nokkra mynd af fjöl- breytilegri hönnun Jacobsen. Margir muna Jacobsen eru Íslend- ingum vel kunnir því þeir eru fáir sem ekki kannast við mjúkar, flæðandi út- línur hægindastólana eggsins og svansins, eða samfellt form stólsetu og baks í léttri og nútímalegri hönnun maursins eða sjöunnar, enda teljast stólar þessir efalítið til þekktustu verka Jacobsen. Sjálfur lét hann þau orð falla um hönnun maursins að sér hefði orðið „ljóst að fólk þurfti nýja gerð af stól í eldhúskrókinn sem er að finna í flestum nýjum húsum, lítinn, léttan og ódýran.“ Stór hópur Íslendinga hefur lagt leið sína á Kjarvalsstaði til að skoða verk hönnuðarins, en að sögn for- svarsmanna Kjarvalsstaða hefur að- sókn að sýningunni verið með ein- dæmum. Talar það ekki bara sínu máli um vinsældir góðrar hönnunar hér á landi, heldur ekki síst um vin- sældir Jacobsens sjálfs. Formræn fágun, léttleiki og sparleg efnisnotk- un hans gera munina ekki síður nú- tímalega ásýndum í dag en er þeir fyrst litu dagsins ljós fyrir fjörutíu– fimmtíu árum. Jacobsen var hins vegar ekki bara hönnuður húsgagna og húsbúnaðar, heldur ekki síður framsækin arkitekt er hannaði íbúðarhús, ráðhús, skóla, leikhús og hótel í anda módernismans og þennan þátt í starfi hönnuðarins vantar alfarið á sýninguna. Auknar upplýsingar, myndir, teikningar og líkön af byggingum hans hefðu óneit- anlega líka aukið fræðslugildið til muna og vannýtt bakrými sýningar- salarins hefði vel rúmað slíka viðbót. Ítarlegri upplýsingar um þá muni sem sýning hefur að geyma hefðu einnig verið kærkomin viðbót, því þó þær upplýsingar sem til staðar eru séu skýrlega fram settar, hefði aukin fróðleikur einungis verið af hinu góða. Þó þau verk Jacobsens sem hér hafa verið valin til sýningar séu flestum vel kunn, eru þeir efalítið færri sem þekkja uppruna þeirra og sögu. Hversu margir vita til að mynda af hverju hinn þrífætti maur varð síðar fjórfættur? Arne Jacobsen var óneitanlega hæfileikaríkur og afkastamikill hönn- uður. Eftir hann liggja hátt í 350 verk og hefði því efalítið verið vandalaust að fjölga mununum, auk þess sem óumdeilanlegar vinsældir kalla tví- mælalaust á aukna fræðslu og útskýr- ingar. Sýning á verkum Arnes Jacob- sens á ekki að vekja þá tilfinningu með sýningargestum að þeir hafi gengið inn í húsgagnaverslun. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir Sýningin er opin daglega frá kl. 10–17, nema miðvikudaga er opið frá kl. 10–18. Henni lýkur 17. nóvember nk. ARNE JACOBSEN HÖNNUN Í HUNDRAÐ ÁR Hönnun í hálfa öld Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Egg Halldórs Laxness er meðal þeirra muna sem finna má á sýningunni. DANSKI djassfiðluleikarinn Kristian Jörgensen staldrar við á Kaffi Reykjavík, í kvöld á leið sinni vestur um haf og hefur leik kl. 21. Kristian hefur leikið víða, bæði í Danmörku og annars staðar. Hann hefur leik- ið mikið með Jacob Fischer sem lék með Birni Thorodd- sen á Jazzhátíð Reykjavíkur í byrj- un þessa mánaðar en þá mundaði Dan Cassidy fiðluna. Kristian Jörgensen er á leið til Bandaríkjanna með þeim Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni og heldur þar tónleika á morgun. Þeir léku saman á Listahátíð fyrr á árinu og í framhaldi af því gerðu þeir geisladiskinn Jazz í Reykjavík sem er nýútkominn og var m.a. kynntur á nýafstaðinni Jazzhátíð Reykjavíkur. Verð aðgöngumiða er 1.500 kr. Kristian Jörgensen staldrar við í Reykjavík Kristian Jörgensen Birtubrigði dag- anna er eftir Hannes Pét- ursson. Í káputexta segir m.a.: „Í þessari bók birtir Hannes Pét- ursson safn per- sónulegra hug- leiðinga og minningamynda. Á snjallan hátt og í hnitmiðuðu formi setur hann fram sjónarmið sem varða skáldskap, íslenska tungu, trú, þjóðlíf og margt fleira. Útgefandi er Bókaútgáfan Katla- gil. Háskólaútgáfan annast dreif- ingu. Bókin er 120 bls. Verð: 2.980 kr. Hugleiðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.