Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í ANDDYRI Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á verkum Sig- urðar Þóris Sigurðssonar listmál- ara. Tekur hann fyrir guðspjalla- menn Nýja testamentisins og blandar þeim saman við táknmynd- ir og mannlegan veruleika, eins og segir í fréttatilkynningu. Guðspjöllin eru einhver mikil- vægustu rit vestræns menningar- samfélags, en þau greina frá ævi og orðum Jesú Krists. Guðspjallamenn Nýja testamentisins eru fjórir, Mattheus, Markús, Lúkas og Jó- hannes. Rétt er að geta þess að fleiri guðspjöll eru til, svokölluð „apokyfurit“ (hulin rit), sem ekki hlutu náð þeirra sem settu saman Nýja testamentið. Mattheusarguð- spjall er að öllum líkindum elsta guðspjallið í Nýja testamentinu og er áætlað að það hafi verið ritað um 30 árum eftir krossfestingu Krists af Mattheusi, einum læri- sveinanna tólf. Markúsarguðspjall er annað í röðinni og var ritað af túlk Péturs, lærisveini Krists, þeg- ar hann var í Róm að predika fagn- aðarerindið. Lúkas ritaði þriðja guðspjallið, en hann var læknir og sagnfræðingur sem fylgdi Páli postula og guðspjall Jóhannesar er það fjórða í röðinni, en Jóhannes var einn af lærisveinunum, sá sem Jesús elskaði. Sigurður Þórir útfærir viðfangs- efni sitt í fjórum olíumálverkum, vatnslitamyndum og blekteikning- um. Að auki sýnir hann lítið olíu- málverk sem segir frá síðustu kvöldmáltíðinni. Olíumálverkin af guðspjallamönnunum eru þunga- miðja sýningarinnar. Fyrirmynd- irnar eru kerúbanarnir, verndarar lífsins trés í paradís, en þeim er lýst í Gamla testamentinu, í upp- hafi bókarinnar Esekíel, í mynd sem Sigurður vinnur augljóslega út frá. Sigurður málar Mattheus sem mann sitjandi á skýi og er hann táknmynd viskunnar, Markús er ljónið, tákn hugrekkis og upprisu Krists, Lúkas er uxinn, tákn sjálf- stjórnar eða tilfinningalegrar með- vitundar og Jóhannes er örninn, tákn réttlætis. Allir eru þeir vængj- aðir og fljúga yfir höfuð manns og konu, kannski Adams og Evu, og í bakgrunninn málar listamaðurinn landslagsbrot ásamt formum húsa og annarra forma sem minna á sið- menningu okkar. Má því sjá guð- spjallamennina í verkum Sigurðar sem verndara hinnar siðmenntuðu paradísar. Hverjum guðspjalla- manni er helguð ein árstíð. Verkið „Mattheus“ er í björtum litum sum- arsins, „Markús“ er í vorlitunum, „Lúkas“ í rauðum litum haustsins og „Jóhannes“ í bláma vetrarins. Málverkin eru á mörkum næf- isma og klassíkur. Stílbrigðin eru einföld, líkamshlutföll í fígúrum órökrétt og verurnar, þ.e. guð- spjallamennirnir, barnslega túlkað- ir. Tekst Sigurði síður til í smá- gerðum vinnubrögðum eins og í „Síðustu kvöldmáltíðinni“, en aðrar myndir ganga vel upp hjá honum og er heildarmynd sýningarinnar sú fastmótaðasta sem ég hef séð frá listamanninum til þessa. Verndarar hinnar sið- menntuðu paradísar MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin stendur til 28. nóvember og er opin alla daga frá 9–18. SIGURÐUR ÞÓRIR SIGURÐSSON OLÍUMÁLVERK, VATNSLITAMYNDIR OG BLEKTEIKNINGAR Jón B.K. Ransu „Mattheus“ í túlkun Sigurðar Þóris Sigurðssonar. BÓKIN Sveitin mín – Kópavogur kemur út í dag. Í bókinni er fjallað um uppbyggingu þéttbýlis í Kópa- vogi út frá sjónarhorni þeirra sem upplifðu hana. Meginhluti bókar- innar eru frásagnir fyrstu nemenda Kópavogsskóla, samtals nítján manns sem voru flestir í skólanum frá stofnun hans 20. október 1945 og þar til skyldunámi lauk fimm árum síðar. Fjórir viðmælendur af elstu kynslóðinni úr Kópavogi segja einnig frá í kaflanum Við landnemar. Auk frásagnanna hefur bókin að geyma mikinn fróðleik um upphaf þéttbýlismyndunar í Kópa- vogi og sérstakur kafli er um Ný- býlaveginn, en þar var stundaður búskapur í um það bil fjóra ára- tugi. Helga Sigurjónsdóttir kennari er ritstjóri bókarinnar og jafnframt höfundur yfirlitskafla bókarinnar. Helga skráði og tók saman frá- sagnir bekkjarsystkina sinna, en sjálf var hún meðal þeirra barna sem hófu nám í Kópavogsskóla við stofnun hans. Hinir höfundarnir eru: Baldur Sigurgeirsson vélstjóri, Elín Finnbogadóttir kennari. El- ísabet Magnúsdóttir kennari, Elí- veig Kristjánsdóttir húsmóðir, Erla Olgeirsdóttir verslunarmaður, Guð- mundur Óskarsson húsvörður, Guðmundur Þorkelsson stálskipa- smiður, Helga Jóhannsdóttir mót- tökuritari, Jakob Jónatansson sjó- maður, Katla Þorkelsdóttir húsmóðir, Pétur Sveinsson sund- laugarvörður, Ragnar Halldórsson rafvirki, Samúel Guðmundsson raf- virki, Signý S. Tryggvadóttir verkakona, Sigurður S. Björnsson leigubílstjóri, Svanur Halldórsson leigubílstjóri, Svava Sigmundsdótt- ir húsmóðir og verkakona og Þórir Ólafsson blikksmiður. „Í bókinni segja nítján einstak- lingar nítján litlar ævisögur,“ segir Helga Sigurjónsdóttir um efni bók- arinnar. „Rifjað er upp hvernig það var að stunda nám í Kópavogsskóla sem var að mörgu leyti frumstæður miðað við þá skóla sem börnin voru að koma úr í Reykjavík. Í bókinni er síðan leitast við að fá dálítið víð- ara sjónarhorn og eru viðmælendur m.a. spurðir spurninga um foreldra sína og ástæður þess að flust var í Kópavoginn, hvernig gengið hafi að hasla sér völl á þessum nýja stað og um daglegt líf, skólagöngu og heimilishald. Þó að lagt hefði verið upp með ákveðinn ramma um þess- ar frásagnir var þeim ekkert rit- stýrt. Fólk sagði einfaldlega frá því sem því datt í hug. Ég sé aðeins um að halda utan um frásagnirnar og gefa bókina út.“ Lifandi og litrík saga Bókin Sveitin mín – Kópavogur hefst á tveimur köflum er Helga hefur ritað um uppbyggingarsögu Kópavogsbæjar. „Bókin hefst á kaflanum Saga þjóðar sem er nokkurs konar inngangur að frá- sögnum nítjánmenninganna. Þar er fjallað um upphaf byggðar í Kópa- vogi og byrjað á árinu 1936 þegar sett voru lög þess efnis að rík- isjörðunum Digranesi og Kópavogi skyldi skipt upp. Þetta var á kreppuárunum þegar margir voru húsnæðis- og/eða jarðnæðislausir og hófst í kjölfarið lifandi og litrík saga þeirra sem byggðu staðinn. Í kaflanum Býli og blettir við Ný- býlaveg er rakin nokkurs konar landnámssaga þessarar mikilvægu götu í bænum, þar sem landbún- aður var stundaður. Ég leitaði mik- ið til þeirra sem þarna bjuggu eða þekktu þarna til eftir frásögnum af þeim býlum og bæjum sem voru við Nýbýlaveginn á árunum 1936 til 1956. Helga segir að nálgunarleið bók- arinnar við söguna megi að mörgu leyti skilja í ljósi einsögufræða, þ.e. þeirrar hugmyndar að mannkyns- sagan búi ekki síst í frásögnum ein- staklinganna og alþýðunnar en stofnana og stórmenna. „Við sem unnum að útgáfu bókarinnar vor- um svo lánsöm að njóta ráðgjafar Sigurðar Gylfa Magnússonar sagn- fræðings sem skrifar mikið á sviði einsögufræða, þar sem velt er upp spurningum um hver eigi að segja söguna og hvort frásagnir almenn- ings séu jafnmikilvægar stofnana- sögunni. Sigurður var einstaklega hjálplegur og studdist ég nokkuð við bók hans og Erlu Huldu Hall- dórsdóttur, Einsagan – ólíkar leiðir í formálanum sem ég skrifa um uppbyggingarsögu Kópavogs. Þar tek ég mið af þessum spurningum, og velti fram þeirri spurningu hvort frásagnir okkar bekkjar- systkinanna hafi hugsanlega ein- hverju við söguna að bæta,“ segir Helga. Bókin Sveitin mín – Kópavogur er 380 blaðsíður og er með 120 myndum. Útgefandi er Skóli Helgu. Ljósmynd/Jóhanna Björnsdóttir Nýbýlavegur í Kópavogi árið 1967. Handan landamæra Reykjavíkur og Kópavogs sést byggðin Reykjavíkurmegin í Fossvogi. Morgunblaðið/Golli Bókin Sveitin mín – Kópavogur hefur m.a. að geyma frásagnir fyrstu nem- enda Kópavogsskóla. Bekkjarfélagarnir og höfundar bókarinnar komu saman af því tilefni við kynningu á bókinni í gær. Bókin Sveitin mín – Kópavogur komin út Nítján litlar ævisögur Vinjettur II er eft- ir Ármann Reyn- isson. Franska orðið „vignette“ er dregið af orð- inu „vigne“ og var upphaflega notað um blöð og vafning vínvið- arins. Síðar breyttist merking orðsins og var far- ið að nota það um nákvæmar myndir, en fékk að síðustu almenn- ari merkingu, þ.e. persónulýsing eða lifandi og litrík lýsing. Ármann hefur gefið því íslenska heitið vinj- ettur. Í bókinni er að finna 46 vinj- ettur og er önnur hver frásögn fram- sett í enskri þýðingu Martins Regal, dósents í enskum bókmenntum. Í kynningu segir m.a.: „Sögurnar leiða lesandann áfram hver af ann- arri, þær hljóma saman og endur- óma í reynsluheimi hans. Oft draga fæst orð upp skýrustu myndina og örstutt frásögn getur meitlað höfuð- atriði. Vinjetturnar eru sem stutt leikrit, myndrænn textinn hentar vel til upplestrar.“ Þetta er önnur bók höfundar, en Vinjettur I kom út árið 2000. Útgefandi er ÁR - Vöruþing Reykjavík. Bókin er 96 bls., prentuð í Slóveníu. Vinjettur Hugmyndir. Bók Le Grands er eftir Heinrich Heine í þýðingu Hauks Hannessonar. Í kynningu seg- ir m.a.: „Hug- myndir. Bók Le Grands er eitt af lykilritum Heines. Verkið er margþætt, í senn ást- arsaga, endurminningabók og stríðs- rit sem stefnt er gegn afturhaldsöfl- um á sviði mennta, menningar og stjórnmála. Heinrich Heine (1797-1856) var ekki einungis afburðagott ljóðskáld, heldur líka einhver snjallasti og frumlegasti lausamálshöfundur sem Þjóðverjar hafa átt.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Katlagil. Háskólaútgáfan annast dreifingu. Bókin er 126 bls. Verð: 2.980 kr. Hugmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.