Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í ANDDYRI Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á verkum Sig- urðar Þóris Sigurðssonar listmál- ara. Tekur hann fyrir guðspjalla- menn Nýja testamentisins og blandar þeim saman við táknmynd- ir og mannlegan veruleika, eins og segir í fréttatilkynningu. Guðspjöllin eru einhver mikil- vægustu rit vestræns menningar- samfélags, en þau greina frá ævi og orðum Jesú Krists. Guðspjallamenn Nýja testamentisins eru fjórir, Mattheus, Markús, Lúkas og Jó- hannes. Rétt er að geta þess að fleiri guðspjöll eru til, svokölluð „apokyfurit“ (hulin rit), sem ekki hlutu náð þeirra sem settu saman Nýja testamentið. Mattheusarguð- spjall er að öllum líkindum elsta guðspjallið í Nýja testamentinu og er áætlað að það hafi verið ritað um 30 árum eftir krossfestingu Krists af Mattheusi, einum læri- sveinanna tólf. Markúsarguðspjall er annað í röðinni og var ritað af túlk Péturs, lærisveini Krists, þeg- ar hann var í Róm að predika fagn- aðarerindið. Lúkas ritaði þriðja guðspjallið, en hann var læknir og sagnfræðingur sem fylgdi Páli postula og guðspjall Jóhannesar er það fjórða í röðinni, en Jóhannes var einn af lærisveinunum, sá sem Jesús elskaði. Sigurður Þórir útfærir viðfangs- efni sitt í fjórum olíumálverkum, vatnslitamyndum og blekteikning- um. Að auki sýnir hann lítið olíu- málverk sem segir frá síðustu kvöldmáltíðinni. Olíumálverkin af guðspjallamönnunum eru þunga- miðja sýningarinnar. Fyrirmynd- irnar eru kerúbanarnir, verndarar lífsins trés í paradís, en þeim er lýst í Gamla testamentinu, í upp- hafi bókarinnar Esekíel, í mynd sem Sigurður vinnur augljóslega út frá. Sigurður málar Mattheus sem mann sitjandi á skýi og er hann táknmynd viskunnar, Markús er ljónið, tákn hugrekkis og upprisu Krists, Lúkas er uxinn, tákn sjálf- stjórnar eða tilfinningalegrar með- vitundar og Jóhannes er örninn, tákn réttlætis. Allir eru þeir vængj- aðir og fljúga yfir höfuð manns og konu, kannski Adams og Evu, og í bakgrunninn málar listamaðurinn landslagsbrot ásamt formum húsa og annarra forma sem minna á sið- menningu okkar. Má því sjá guð- spjallamennina í verkum Sigurðar sem verndara hinnar siðmenntuðu paradísar. Hverjum guðspjalla- manni er helguð ein árstíð. Verkið „Mattheus“ er í björtum litum sum- arsins, „Markús“ er í vorlitunum, „Lúkas“ í rauðum litum haustsins og „Jóhannes“ í bláma vetrarins. Málverkin eru á mörkum næf- isma og klassíkur. Stílbrigðin eru einföld, líkamshlutföll í fígúrum órökrétt og verurnar, þ.e. guð- spjallamennirnir, barnslega túlkað- ir. Tekst Sigurði síður til í smá- gerðum vinnubrögðum eins og í „Síðustu kvöldmáltíðinni“, en aðrar myndir ganga vel upp hjá honum og er heildarmynd sýningarinnar sú fastmótaðasta sem ég hef séð frá listamanninum til þessa. Verndarar hinnar sið- menntuðu paradísar MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin stendur til 28. nóvember og er opin alla daga frá 9–18. SIGURÐUR ÞÓRIR SIGURÐSSON OLÍUMÁLVERK, VATNSLITAMYNDIR OG BLEKTEIKNINGAR Jón B.K. Ransu „Mattheus“ í túlkun Sigurðar Þóris Sigurðssonar. BÓKIN Sveitin mín – Kópavogur kemur út í dag. Í bókinni er fjallað um uppbyggingu þéttbýlis í Kópa- vogi út frá sjónarhorni þeirra sem upplifðu hana. Meginhluti bókar- innar eru frásagnir fyrstu nemenda Kópavogsskóla, samtals nítján manns sem voru flestir í skólanum frá stofnun hans 20. október 1945 og þar til skyldunámi lauk fimm árum síðar. Fjórir viðmælendur af elstu kynslóðinni úr Kópavogi segja einnig frá í kaflanum Við landnemar. Auk frásagnanna hefur bókin að geyma mikinn fróðleik um upphaf þéttbýlismyndunar í Kópa- vogi og sérstakur kafli er um Ný- býlaveginn, en þar var stundaður búskapur í um það bil fjóra ára- tugi. Helga Sigurjónsdóttir kennari er ritstjóri bókarinnar og jafnframt höfundur yfirlitskafla bókarinnar. Helga skráði og tók saman frá- sagnir bekkjarsystkina sinna, en sjálf var hún meðal þeirra barna sem hófu nám í Kópavogsskóla við stofnun hans. Hinir höfundarnir eru: Baldur Sigurgeirsson vélstjóri, Elín Finnbogadóttir kennari. El- ísabet Magnúsdóttir kennari, Elí- veig Kristjánsdóttir húsmóðir, Erla Olgeirsdóttir verslunarmaður, Guð- mundur Óskarsson húsvörður, Guðmundur Þorkelsson stálskipa- smiður, Helga Jóhannsdóttir mót- tökuritari, Jakob Jónatansson sjó- maður, Katla Þorkelsdóttir húsmóðir, Pétur Sveinsson sund- laugarvörður, Ragnar Halldórsson rafvirki, Samúel Guðmundsson raf- virki, Signý S. Tryggvadóttir verkakona, Sigurður S. Björnsson leigubílstjóri, Svanur Halldórsson leigubílstjóri, Svava Sigmundsdótt- ir húsmóðir og verkakona og Þórir Ólafsson blikksmiður. „Í bókinni segja nítján einstak- lingar nítján litlar ævisögur,“ segir Helga Sigurjónsdóttir um efni bók- arinnar. „Rifjað er upp hvernig það var að stunda nám í Kópavogsskóla sem var að mörgu leyti frumstæður miðað við þá skóla sem börnin voru að koma úr í Reykjavík. Í bókinni er síðan leitast við að fá dálítið víð- ara sjónarhorn og eru viðmælendur m.a. spurðir spurninga um foreldra sína og ástæður þess að flust var í Kópavoginn, hvernig gengið hafi að hasla sér völl á þessum nýja stað og um daglegt líf, skólagöngu og heimilishald. Þó að lagt hefði verið upp með ákveðinn ramma um þess- ar frásagnir var þeim ekkert rit- stýrt. Fólk sagði einfaldlega frá því sem því datt í hug. Ég sé aðeins um að halda utan um frásagnirnar og gefa bókina út.“ Lifandi og litrík saga Bókin Sveitin mín – Kópavogur hefst á tveimur köflum er Helga hefur ritað um uppbyggingarsögu Kópavogsbæjar. „Bókin hefst á kaflanum Saga þjóðar sem er nokkurs konar inngangur að frá- sögnum nítjánmenninganna. Þar er fjallað um upphaf byggðar í Kópa- vogi og byrjað á árinu 1936 þegar sett voru lög þess efnis að rík- isjörðunum Digranesi og Kópavogi skyldi skipt upp. Þetta var á kreppuárunum þegar margir voru húsnæðis- og/eða jarðnæðislausir og hófst í kjölfarið lifandi og litrík saga þeirra sem byggðu staðinn. Í kaflanum Býli og blettir við Ný- býlaveg er rakin nokkurs konar landnámssaga þessarar mikilvægu götu í bænum, þar sem landbún- aður var stundaður. Ég leitaði mik- ið til þeirra sem þarna bjuggu eða þekktu þarna til eftir frásögnum af þeim býlum og bæjum sem voru við Nýbýlaveginn á árunum 1936 til 1956. Helga segir að nálgunarleið bók- arinnar við söguna megi að mörgu leyti skilja í ljósi einsögufræða, þ.e. þeirrar hugmyndar að mannkyns- sagan búi ekki síst í frásögnum ein- staklinganna og alþýðunnar en stofnana og stórmenna. „Við sem unnum að útgáfu bókarinnar vor- um svo lánsöm að njóta ráðgjafar Sigurðar Gylfa Magnússonar sagn- fræðings sem skrifar mikið á sviði einsögufræða, þar sem velt er upp spurningum um hver eigi að segja söguna og hvort frásagnir almenn- ings séu jafnmikilvægar stofnana- sögunni. Sigurður var einstaklega hjálplegur og studdist ég nokkuð við bók hans og Erlu Huldu Hall- dórsdóttur, Einsagan – ólíkar leiðir í formálanum sem ég skrifa um uppbyggingarsögu Kópavogs. Þar tek ég mið af þessum spurningum, og velti fram þeirri spurningu hvort frásagnir okkar bekkjar- systkinanna hafi hugsanlega ein- hverju við söguna að bæta,“ segir Helga. Bókin Sveitin mín – Kópavogur er 380 blaðsíður og er með 120 myndum. Útgefandi er Skóli Helgu. Ljósmynd/Jóhanna Björnsdóttir Nýbýlavegur í Kópavogi árið 1967. Handan landamæra Reykjavíkur og Kópavogs sést byggðin Reykjavíkurmegin í Fossvogi. Morgunblaðið/Golli Bókin Sveitin mín – Kópavogur hefur m.a. að geyma frásagnir fyrstu nem- enda Kópavogsskóla. Bekkjarfélagarnir og höfundar bókarinnar komu saman af því tilefni við kynningu á bókinni í gær. Bókin Sveitin mín – Kópavogur komin út Nítján litlar ævisögur Vinjettur II er eft- ir Ármann Reyn- isson. Franska orðið „vignette“ er dregið af orð- inu „vigne“ og var upphaflega notað um blöð og vafning vínvið- arins. Síðar breyttist merking orðsins og var far- ið að nota það um nákvæmar myndir, en fékk að síðustu almenn- ari merkingu, þ.e. persónulýsing eða lifandi og litrík lýsing. Ármann hefur gefið því íslenska heitið vinj- ettur. Í bókinni er að finna 46 vinj- ettur og er önnur hver frásögn fram- sett í enskri þýðingu Martins Regal, dósents í enskum bókmenntum. Í kynningu segir m.a.: „Sögurnar leiða lesandann áfram hver af ann- arri, þær hljóma saman og endur- óma í reynsluheimi hans. Oft draga fæst orð upp skýrustu myndina og örstutt frásögn getur meitlað höfuð- atriði. Vinjetturnar eru sem stutt leikrit, myndrænn textinn hentar vel til upplestrar.“ Þetta er önnur bók höfundar, en Vinjettur I kom út árið 2000. Útgefandi er ÁR - Vöruþing Reykjavík. Bókin er 96 bls., prentuð í Slóveníu. Vinjettur Hugmyndir. Bók Le Grands er eftir Heinrich Heine í þýðingu Hauks Hannessonar. Í kynningu seg- ir m.a.: „Hug- myndir. Bók Le Grands er eitt af lykilritum Heines. Verkið er margþætt, í senn ást- arsaga, endurminningabók og stríðs- rit sem stefnt er gegn afturhaldsöfl- um á sviði mennta, menningar og stjórnmála. Heinrich Heine (1797-1856) var ekki einungis afburðagott ljóðskáld, heldur líka einhver snjallasti og frumlegasti lausamálshöfundur sem Þjóðverjar hafa átt.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Katlagil. Háskólaútgáfan annast dreifingu. Bókin er 126 bls. Verð: 2.980 kr. Hugmyndir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.