Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HAUSTFUNDUR Soroptimista- sambands Íslands í Munaðarnesi var haldinn 28. september sl. Fund- inn sóttu 120 konur víðsvegar af landinu. Alþjóðasamband Soroptim- ista eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heims- byggð alla. Það sameinar dugandi konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að eflingu hugsjóna soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góð- vild, skilningi og friði meðal þjóða. Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. Soroptimistar á Íslandi eru 420 í 15 klúbbum. Á næsta ári mun bætast við fyrsti Soroptimista- klúbburinn á Austurlandi. Á haustfundunum fer fram þjálf- un embættismanna klúbba, rædd eru mál, sem efst eru á baugi í þjóð- félaginu hverju sinni og fróðlegir fyrirlestrar eru fluttir. Nú voru sagðar fréttir af sendifulltrúafundi Evrópusambandsins í Danmörku í sumar, sagt frá norrænum vinadög- um í Kalmar og flutt mjög fróðlegt erindi um Litháen. Hansína B. Ein- arsdóttir hélt námskeið „Menntun sem leið til árangurs“ og vöknuðu ýmsar spurningar hjá fundarkonum um tengsl menntunar og árangurs og um notagildi menntunar og jafn- framt hver staða kvenna er í raun og veru í samfélagi 21. aldarinnar. Ræddar voru m.a. leiðir til að ná ár- angri í lífinu, gildi símenntunar og mikilvægi tengslaneta. Landssam- bandsforsetar sitja í 2 ár í embætti, á þessum fundi fóru fram stjórn- arskipti og tók Hafdís Karlsdóttir, Kópavogsklúbbi, við sem forseti til næstu tveggja ára af Höllu L. Loftsdóttur, Húsavíkurklúbbi. Soroptimistasambandið hefur m.a. nýlega staðið að gerð fræðslu- efnis um getnaðarvarnir, sem dreift hefur verið á allar heilsugæslu- stöðvar á landinu. Er það framlag íslenskra soroptimista til verkefnis Evrópusamtakanna „Inn í 21. öldina með æskunni“. Há tíðni ótímabærra þungana og fóstureyðinga hér á landi var hvatinn að þessu verkefni og sameinuðust öll verkefnasvið ís- lenskra soroptimista um að styrkja útgáfu fræðslumappanna. Staða kvenna hefur vissulega breyst mikið hjá flestum þjóðum á þeim 81 ári sem liðið er frá stofnun fyrsta Soroptimistaklúbbsins 3. október 1921 í Oakland í Kaliforníu. Í dag eru um 95.000 félagar í 3000 klúbbum í 123 löndum. Undanfarin ár hefur útbreiðsla verið einna mest í Austur-Evrópu og Afríku. Al- þjóðasamband Soroptimista starfar með ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og fleiri frjálsum félaga- samtökum og á m.a. ráðgefandi full- trúa hjá aðalstöðvum SÞ í New York, París, Genf og Vínarborg. Fyrsti íslenski Soroptimistaklúbb- urinn var stofnaður 1959 í Reykja- vík og var landssamband Soroptim- ista stofnað 1974. Hafa þessi ár verið notuð til margvíslegra góðra verka í þágu þeirra sem minna mega sín. Tvö höfuðmarkmið Soroptimista- hreyfingarinnar hafa ætíð verið: Hið besta handa konum – hið besta frá konum. Þessi markmið felast í sjálfu nafni hreyfingarinnar soror, sem þýðir systir og optime, sem þýðir bestur. Nafnið Soroptimisti þýðir því besta systir. HILDUR HÁLFDANARDÓTTIR, upplýsingafulltrúi Soroptimistasambands Íslands. Haustfundur Soroptimista Frá Hildi Hálfdanardóttur: Halla L. Loftsdóttir, fráfarandi forseti, og Hafdís Karlsdóttir, núverandi forseti Soroptimistasambands Íslands. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.