Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HAUSTFUNDUR Soroptimista- sambands Íslands í Munaðarnesi var haldinn 28. september sl. Fund- inn sóttu 120 konur víðsvegar af landinu. Alþjóðasamband Soroptim- ista eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heims- byggð alla. Það sameinar dugandi konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að eflingu hugsjóna soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góð- vild, skilningi og friði meðal þjóða. Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. Soroptimistar á Íslandi eru 420 í 15 klúbbum. Á næsta ári mun bætast við fyrsti Soroptimista- klúbburinn á Austurlandi. Á haustfundunum fer fram þjálf- un embættismanna klúbba, rædd eru mál, sem efst eru á baugi í þjóð- félaginu hverju sinni og fróðlegir fyrirlestrar eru fluttir. Nú voru sagðar fréttir af sendifulltrúafundi Evrópusambandsins í Danmörku í sumar, sagt frá norrænum vinadög- um í Kalmar og flutt mjög fróðlegt erindi um Litháen. Hansína B. Ein- arsdóttir hélt námskeið „Menntun sem leið til árangurs“ og vöknuðu ýmsar spurningar hjá fundarkonum um tengsl menntunar og árangurs og um notagildi menntunar og jafn- framt hver staða kvenna er í raun og veru í samfélagi 21. aldarinnar. Ræddar voru m.a. leiðir til að ná ár- angri í lífinu, gildi símenntunar og mikilvægi tengslaneta. Landssam- bandsforsetar sitja í 2 ár í embætti, á þessum fundi fóru fram stjórn- arskipti og tók Hafdís Karlsdóttir, Kópavogsklúbbi, við sem forseti til næstu tveggja ára af Höllu L. Loftsdóttur, Húsavíkurklúbbi. Soroptimistasambandið hefur m.a. nýlega staðið að gerð fræðslu- efnis um getnaðarvarnir, sem dreift hefur verið á allar heilsugæslu- stöðvar á landinu. Er það framlag íslenskra soroptimista til verkefnis Evrópusamtakanna „Inn í 21. öldina með æskunni“. Há tíðni ótímabærra þungana og fóstureyðinga hér á landi var hvatinn að þessu verkefni og sameinuðust öll verkefnasvið ís- lenskra soroptimista um að styrkja útgáfu fræðslumappanna. Staða kvenna hefur vissulega breyst mikið hjá flestum þjóðum á þeim 81 ári sem liðið er frá stofnun fyrsta Soroptimistaklúbbsins 3. október 1921 í Oakland í Kaliforníu. Í dag eru um 95.000 félagar í 3000 klúbbum í 123 löndum. Undanfarin ár hefur útbreiðsla verið einna mest í Austur-Evrópu og Afríku. Al- þjóðasamband Soroptimista starfar með ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og fleiri frjálsum félaga- samtökum og á m.a. ráðgefandi full- trúa hjá aðalstöðvum SÞ í New York, París, Genf og Vínarborg. Fyrsti íslenski Soroptimistaklúbb- urinn var stofnaður 1959 í Reykja- vík og var landssamband Soroptim- ista stofnað 1974. Hafa þessi ár verið notuð til margvíslegra góðra verka í þágu þeirra sem minna mega sín. Tvö höfuðmarkmið Soroptimista- hreyfingarinnar hafa ætíð verið: Hið besta handa konum – hið besta frá konum. Þessi markmið felast í sjálfu nafni hreyfingarinnar soror, sem þýðir systir og optime, sem þýðir bestur. Nafnið Soroptimisti þýðir því besta systir. HILDUR HÁLFDANARDÓTTIR, upplýsingafulltrúi Soroptimistasambands Íslands. Haustfundur Soroptimista Frá Hildi Hálfdanardóttur: Halla L. Loftsdóttir, fráfarandi forseti, og Hafdís Karlsdóttir, núverandi forseti Soroptimistasambands Íslands. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.