Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 62
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 63 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi ís- lenskra heimilslækna „vegna furðu- legs fréttaflutnings heilbrigðisráðu- neytisins í Útvarpinu“: „Það vekur furðu Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) að sama daginn og heilsugæslulæknar í Keflavík láta af störfum að loknum löglegum upp- sagnarfresti sjái aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Elsa Friðfinns- dóttir, ástæðu til að vega að starfs- heiðri heimilislækna með vafasöm- um fréttaflutningi í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, fimmtudag- inn 31. október. Í útvarpsfréttinni segir að sam- kvæmt nýjum útreikningum heil- brigðisráðuneytsins kosti „úrskurð- ur kjaranefndar vegna heimilislækna 400 milljónir króna“ og að „kostnaðurinn dreifist á 200 lækna og þýðir að meðaltali um 2 milljóna króna launahækkun á hvern lækni á ári“. Heimildarmaðurinn lætur ekki þar við sitja heldur er haft eftir honum að „ráðuneytið fyllyrði ennfremur að enginn lækki í launum eins og talsmenn lækna haldi fram“. Ekki ríður smekkleysan við ein- teyming, heldur er haft eftir heimild- armanninum í sömu frétt „að þeir læknar sem hækki mest hækka um 60% og fá um 1.300 þúsund á mánuði sem eru tvöföld laun forsætisráð- herra“. Hvers vegna þarf heilbrigð- isráðuneytið að draga forsætisráð- herra inn í tilburði sína til að sverta ímynd heimilislækna? FÍH hefur þegar lýst yfir að félag- ið dragi í efa fullyrðingar ráðuneyt- isins um áhrif úrskurðarins á launa- kjör heimilislækna. Útreikningar FÍH stangast verulega á við útreikn- inga ráðuneytsins. FÍH vill endur- taka að stjórn þess lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirr- ar stöðu sem upp er komin og ítrekar enn einu sinni að eina lausnin felst í því að heimilislæknum verði búin sömu starfs- og launakjör og aðrir sérmenntaðir læknar í landinu njóta. Þetta er ekki launabarátta, þetta er réttindabarátta. Heimilislæknar óska aðeins eftir því að njóta jafn- ræðis við aðra lækna. Heimilislæknar óska nú eftir því að fá vinnufrið fyrir stöðugu áreiti heilbrigðisráðuneytisins til þess að geta sinnt þeirri frumskyldu sinni að sinna þörfum og væntingum lands- manna. Það gengur ekki lengur að heilsugæslu- og heimilislæknar neyðist til að eyða svo miklum tíma í réttlætisbaráttu þegar þeir þurfa og verða að sinna skjólstæðingum sín- um, sem eru þjóðin sem byggir þetta land.“ Yfirlýsing frá Félagi ísl. heimilislækna Á ALÞINGI var samþykkt 10. mars 1999 þingsályktunartillaga þar sem umhverfisráðherra var falið að kanna stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ríkis- stjórnin samþykkti á fundi sínum hinn 26. september 2000 að tillögu umhverfisráðherra að stefna að því að stofna Vatnajökulsþjóðgarð sem tæki til jökulhettunnar á árinu 2002, alþjóðlegu ári fjalla. Til að fylgja eftir ákvörðun ríkis- stjórnar var skipuð nefnd hinn 14. febrúar sl. sem hefur nú skilað nið- urstöðum sínum til ráðherra. Leggur nefndin til að stofnaður verði sem fyrst þjóðgarður sem markist af jaðri Vatnajökuls en nái að auki til núver- andi Skaftafellsþjóðgarðs og hins friðlýsta náttúruvættis við Lakagíga. Á Vatnajökli er staða eignarrétt- armála sums staðar óljós. Þannig hef- ur óbyggðanefnd nú landssvæði í Sveitarfélaginu Hornafirði (Austur- Skaftafellssýslu) til meðferðar, en landeigendur í sveitarfélaginu hafa í nokkrum tilfellum lýst kröfum í land sem nær upp fyrir jökuljaðar. Er vonast til að úrskurður óbyggða- nefndar liggi fyrir síðar í vetur. Niðurstaða óbyggðanefndar mun ráða jöðrum þjóðgarðsins í Austur- Skaftafellssýslu og verður hún höfð til hliðsjónar í viðræðum við hugsan- lega landeigendur á öðrum svæðum Vatnajökuls. Á meðan beðið er úrskurðar óbyggðanefndar hefur umhverfisráð- herra ákveðið að skipa tólf manna nefnd til að vera Náttúruvernd rík- isins og ráðuneytinu til ráðgjafar við undirbúning að stofnun þjóðgarðsins. Nefndin verður skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna sjö sveitarfélaga sem liggja að Vatnajökli og einum frá hverjum eftirtalinna aðila: Ferða- málasamtökum Suðurlands, Ferða- málasamtökum Austurlands, Ferða- málasamtökum Norðurlands eystra, umhverfisverndarsamtökum og Náttúruvernd ríkisins, sem færi með formennsku í nefndinni. Verður Náttúruvernd ríkisins í samráði við ráðgjafarnefndina og aðra hags- munaaðila falið að undirbúa reglu- gerð um þjóðgarðinn og vinna að undirbúningi málsins í samræmi við stefnumörkun fyrri nefndar, svo sem að gera tillögur um staðsetningu þjóðgarðsmiðstöðva, segir í fréttatil- kynningu frá umhverfisráðuneytinu. Undirbúningur að stofnun þjóðgarðs á Vatnajökli TILKYNNT hafa verið úrslit í fyrri hluta Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2002–2003, sem fram fór þriðjudaginn 15. október. Var um tuttugu efstu nemendum í hvorum aldursflokki boðið af því tilefni upp á kaffi og kökur í Skólabæ. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, til- kynnti úrslitin og Hrafnkell Kárason, starfsmaður hjá Kaup- þingi, var með nokkur hvatning- arorð til nemenda en Kaupþing hefur staðið undir kostnaði við keppnina undanfarið ásamt Ís- lenskri erfðagreiningu. Á efra stigi var efstur Eyvind- ur Ari Pálsson, Menntaskólanum í Reykjavík, í 2. sæti var Þor- björn Guðmundsson, einnig úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 3. sæti Grétar Amazeen, Mennta- skólanum í Reykjavík. Á neðra stigi varð efstur Höskuldur P. Halldórsson, Menntaskólanum í Reykjavík, í 2. sæti Örn Stef- ánsson og í 3. sæti María Helga Guðmundsdóttir, bæði úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þremur efstu nemendum af hvoru stigi voru afhent bókaverðlaun. Þá var á grundvelli úrslitanna valið fimm manna lið til að keppa í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði sem fram fer í Tartu, Eistlandi, dagana 31. október til 4. nóv- ember. Liðið skipa Eyvindur Ari Páls- son, Þorbjörn Guðmundsson, Grétar Amazeen, Ásgeir Alexand- ersson og Höskuldur P. Hall- dórsson. Eistlandsfarar: Frá vinstri: Ásgeir Alexandersson, Höskuldur P. Hall- dórsson, Eyvindur Ari Pálsson, Grétar Amazeen og Þorbjörn Guðmundsson. Sigurveg- arar í stærð- fræðikeppni framhalds- skóla OD DI H F - I 98 42 Afmælisþakkir Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem heimsóttu mig, sendu mér símskeyti, færðu mér blóm og gjafir og glöddu mig á 90 ára af- mæli mínu þann 24. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir færi ég konum í kvenfélaginu Hörpu og öllum öðrum sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hrauni, Tálknafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.