Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 62
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 63 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi ís- lenskra heimilslækna „vegna furðu- legs fréttaflutnings heilbrigðisráðu- neytisins í Útvarpinu“: „Það vekur furðu Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) að sama daginn og heilsugæslulæknar í Keflavík láta af störfum að loknum löglegum upp- sagnarfresti sjái aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Elsa Friðfinns- dóttir, ástæðu til að vega að starfs- heiðri heimilislækna með vafasöm- um fréttaflutningi í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, fimmtudag- inn 31. október. Í útvarpsfréttinni segir að sam- kvæmt nýjum útreikningum heil- brigðisráðuneytsins kosti „úrskurð- ur kjaranefndar vegna heimilislækna 400 milljónir króna“ og að „kostnaðurinn dreifist á 200 lækna og þýðir að meðaltali um 2 milljóna króna launahækkun á hvern lækni á ári“. Heimildarmaðurinn lætur ekki þar við sitja heldur er haft eftir honum að „ráðuneytið fyllyrði ennfremur að enginn lækki í launum eins og talsmenn lækna haldi fram“. Ekki ríður smekkleysan við ein- teyming, heldur er haft eftir heimild- armanninum í sömu frétt „að þeir læknar sem hækki mest hækka um 60% og fá um 1.300 þúsund á mánuði sem eru tvöföld laun forsætisráð- herra“. Hvers vegna þarf heilbrigð- isráðuneytið að draga forsætisráð- herra inn í tilburði sína til að sverta ímynd heimilislækna? FÍH hefur þegar lýst yfir að félag- ið dragi í efa fullyrðingar ráðuneyt- isins um áhrif úrskurðarins á launa- kjör heimilislækna. Útreikningar FÍH stangast verulega á við útreikn- inga ráðuneytsins. FÍH vill endur- taka að stjórn þess lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirr- ar stöðu sem upp er komin og ítrekar enn einu sinni að eina lausnin felst í því að heimilislæknum verði búin sömu starfs- og launakjör og aðrir sérmenntaðir læknar í landinu njóta. Þetta er ekki launabarátta, þetta er réttindabarátta. Heimilislæknar óska aðeins eftir því að njóta jafn- ræðis við aðra lækna. Heimilislæknar óska nú eftir því að fá vinnufrið fyrir stöðugu áreiti heilbrigðisráðuneytisins til þess að geta sinnt þeirri frumskyldu sinni að sinna þörfum og væntingum lands- manna. Það gengur ekki lengur að heilsugæslu- og heimilislæknar neyðist til að eyða svo miklum tíma í réttlætisbaráttu þegar þeir þurfa og verða að sinna skjólstæðingum sín- um, sem eru þjóðin sem byggir þetta land.“ Yfirlýsing frá Félagi ísl. heimilislækna Á ALÞINGI var samþykkt 10. mars 1999 þingsályktunartillaga þar sem umhverfisráðherra var falið að kanna stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ríkis- stjórnin samþykkti á fundi sínum hinn 26. september 2000 að tillögu umhverfisráðherra að stefna að því að stofna Vatnajökulsþjóðgarð sem tæki til jökulhettunnar á árinu 2002, alþjóðlegu ári fjalla. Til að fylgja eftir ákvörðun ríkis- stjórnar var skipuð nefnd hinn 14. febrúar sl. sem hefur nú skilað nið- urstöðum sínum til ráðherra. Leggur nefndin til að stofnaður verði sem fyrst þjóðgarður sem markist af jaðri Vatnajökuls en nái að auki til núver- andi Skaftafellsþjóðgarðs og hins friðlýsta náttúruvættis við Lakagíga. Á Vatnajökli er staða eignarrétt- armála sums staðar óljós. Þannig hef- ur óbyggðanefnd nú landssvæði í Sveitarfélaginu Hornafirði (Austur- Skaftafellssýslu) til meðferðar, en landeigendur í sveitarfélaginu hafa í nokkrum tilfellum lýst kröfum í land sem nær upp fyrir jökuljaðar. Er vonast til að úrskurður óbyggða- nefndar liggi fyrir síðar í vetur. Niðurstaða óbyggðanefndar mun ráða jöðrum þjóðgarðsins í Austur- Skaftafellssýslu og verður hún höfð til hliðsjónar í viðræðum við hugsan- lega landeigendur á öðrum svæðum Vatnajökuls. Á meðan beðið er úrskurðar óbyggðanefndar hefur umhverfisráð- herra ákveðið að skipa tólf manna nefnd til að vera Náttúruvernd rík- isins og ráðuneytinu til ráðgjafar við undirbúning að stofnun þjóðgarðsins. Nefndin verður skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna sjö sveitarfélaga sem liggja að Vatnajökli og einum frá hverjum eftirtalinna aðila: Ferða- málasamtökum Suðurlands, Ferða- málasamtökum Austurlands, Ferða- málasamtökum Norðurlands eystra, umhverfisverndarsamtökum og Náttúruvernd ríkisins, sem færi með formennsku í nefndinni. Verður Náttúruvernd ríkisins í samráði við ráðgjafarnefndina og aðra hags- munaaðila falið að undirbúa reglu- gerð um þjóðgarðinn og vinna að undirbúningi málsins í samræmi við stefnumörkun fyrri nefndar, svo sem að gera tillögur um staðsetningu þjóðgarðsmiðstöðva, segir í fréttatil- kynningu frá umhverfisráðuneytinu. Undirbúningur að stofnun þjóðgarðs á Vatnajökli TILKYNNT hafa verið úrslit í fyrri hluta Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2002–2003, sem fram fór þriðjudaginn 15. október. Var um tuttugu efstu nemendum í hvorum aldursflokki boðið af því tilefni upp á kaffi og kökur í Skólabæ. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, til- kynnti úrslitin og Hrafnkell Kárason, starfsmaður hjá Kaup- þingi, var með nokkur hvatning- arorð til nemenda en Kaupþing hefur staðið undir kostnaði við keppnina undanfarið ásamt Ís- lenskri erfðagreiningu. Á efra stigi var efstur Eyvind- ur Ari Pálsson, Menntaskólanum í Reykjavík, í 2. sæti var Þor- björn Guðmundsson, einnig úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 3. sæti Grétar Amazeen, Mennta- skólanum í Reykjavík. Á neðra stigi varð efstur Höskuldur P. Halldórsson, Menntaskólanum í Reykjavík, í 2. sæti Örn Stef- ánsson og í 3. sæti María Helga Guðmundsdóttir, bæði úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þremur efstu nemendum af hvoru stigi voru afhent bókaverðlaun. Þá var á grundvelli úrslitanna valið fimm manna lið til að keppa í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði sem fram fer í Tartu, Eistlandi, dagana 31. október til 4. nóv- ember. Liðið skipa Eyvindur Ari Páls- son, Þorbjörn Guðmundsson, Grétar Amazeen, Ásgeir Alexand- ersson og Höskuldur P. Hall- dórsson. Eistlandsfarar: Frá vinstri: Ásgeir Alexandersson, Höskuldur P. Hall- dórsson, Eyvindur Ari Pálsson, Grétar Amazeen og Þorbjörn Guðmundsson. Sigurveg- arar í stærð- fræðikeppni framhalds- skóla OD DI H F - I 98 42 Afmælisþakkir Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem heimsóttu mig, sendu mér símskeyti, færðu mér blóm og gjafir og glöddu mig á 90 ára af- mæli mínu þann 24. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir færi ég konum í kvenfélaginu Hörpu og öllum öðrum sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hrauni, Tálknafirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.