Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILDARSKATTTEKJUR sveit- arfélaganna í fyrra voru 65,1 millj- arður króna og hækkuðu um 18% frá fyrra ári. Á sama tíma jukust heildarskuldir sveitarfélaganna um 3,1 milljarð króna eða í 64,2 millj- arða króna. Nettórekstrarkostnaður sveitar- félaganna var 53,8 milljarðar og hækkaði um rúm 17% frá fyrra ári. Þegar búið var að greiða rekstur og fjármagnskostnað stóðu eftir 11,5% skatttekna sem er sama hlutfall og árið áður en mun lægra en á árinu 1999. Þetta kom m.a. fram í setning- arræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjármála- ráðstefnu sveitarfélaga. Hallinn í fyrra hátt í níu milljarðar Vilhjálmur sagði að 8,7 milljarða króna hefði vantað upp á að skatt- tekjur sveitarfélaga nægðu fyrir rekstri, fjármagnskostnaði og fjár- festingum í fyrra og það væri mun verri staða en á árinu áður. Nettófjárfestingar sveitarfélag- anna námu 16,2 milljörðum í fyrra en voru mun minni árin á undan eða í kringum tíu milljarða. Vil- hjálmur sagði að þarna væri fyrst og fremst um að ræða fjárfest- ingar í skólahúsnæði, gatnakerfi og íþróttahúsum. Vilhjálmur nefndi að mörg sveit- arfélög hefðu selt eignir sínar til að mæta erfiðri skuldastöðu og fjárfestingarþörf en ljóst væri að slíkt yrði aðeins gert einu sinni. „Sífellt fleiri sveitarfélög glíma við erfiða fjárhagsstöðu og þungan skuldabagga og það ætti ekki að vefjast fyrir neinum sem grand- skoðar þróun í fjármálum sveitar- félaga á undanförnum árum að þessa skuldasöfnun verður að stöðva.“ Um samskipti ríkis og sveitarfé- laga sagði Vilhjálmur að því væri ekki að leyna að sér þættu fulltrú- ar ríkisvaldsins, bæði fram- kvæmda- og löggjafarvald, oft sýna fjármálum sveitarfélaganna mikið tómlæti og litinn skilning. „Á hinn bóginn skortir þar ekki vilja til að fela sveitarfélögunum kostnaðarsöm verkefni og er þá nánast í engu horft til fjárhags- legrar getu þeirra og skuldastöðu. Sama á við í tengslum við aðrar aðgerðir, svo sem skattalagabreyt- ingar sem veruleg áhrif geta haft á fjárhag sveitarfélaganna. Þá er í engu horft til þess fjárhagslega svigrúms sem þeim er sniðið.“ Þá benti Vilhjálmur á að lækkun skatta á fyrirtæki og rýmkun heimilda til stofnunar einkahluta- félaga hefði leitt til þess að gríð- arleg fjölgun hefði orðið á stofnun þeirra að undanförnu og ætla mætti að sveitarfélögin yrðu ár- lega af a.m.k eins milljarðs króna tekjum af þessum sökum. Ekkert samráð haft við sveitarfélögin „Ekkert samráð var haft við sveitarfélögin um áhrif þessara skattalagabreytinga þótt þau séu af þessari stærðargráðu sem er af- ar óeðlilegt. Ég tel því mjög brýnt að þegar á næsta ári, strax að afloknum al- þingiskosningum, verði enn á ný hafin vinna við heildarendurskoð- un á tekjustofnum sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga.“ Sveitarfélögin skulduðu 64 milljarða króna í fyrra Æ fleiri sveitarfélög í landinu glíma við erfiða fjárhagsstöðu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist í samtali við Morgunblaðið geta tekið heilshugar undir nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem ger- ir ráð fyrir góðum horfum í efna- hags- og peningamálum hér á landi. „Spáin er raunsæ og mjög í sam- ræmi við það sem við höfum haft á tilfinningunni og sagt frá um nokk- urt skeið, eða í eitt og hálft ár. Reyndar fannst ýmsum það ekki vera raunhæft mat hjá okkur fyrir fáeinum mánuðum. Spáin er ljóm- andi góð og staðfestir það sem við höfum haldið fram. Hún gefur öll efni til þess að menn séu bjartsýnir og framtakssamir,“ segir Davíð. Hann fagnar einnig ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýri- vexti í níunda sinn á þessu ári. Sú þróun hafi verið hagstæð en spurn- ing hvort hún hafi mátt byrja fyrr. Aðalatriðið sé að fylgja lækkuninni fast eftir. Bendir Davíð einnig á að bensínverð fari lækkandi og það eigi að vera hagstætt fyrir þjóðarbúið. Bankarnir hafi sömuleiðis verið að lækka raunvexti af verðtryggðum lánum. Vaxandi líkur á byggingu álvers Þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ekki ráð fyrir að ráðist verði í stór- framkvæmdir við álbræðslur og virkjanir sem í bígerð eru á Austur- landi. Davíð segir að hér sé um var- færnissjónarmið að ræða, skynsam- lagt sé að gera ekki ráð fyrir framkvæmdunum fyrr en þær séu fastar í hendi. Hárrétt sé að reikna sér ekki einhverjar forsendur sem ekki sé endanlega ákveðið. Davíð tel- ur þó vaxandi líkur á því að Alcoa reisi álver í Reyðarfirði. „Okkar reynsla er sú að hollara sé að slá ekki neinu föstu fyrr en allt er undirskrifað og menn byrjaðir að framkæma. Undirbúningsfram- kvæmdir eru að vísu hafnar og Alcoa tekur þátt í því með okkur. Fyrir- tækið ábyrgist ákveðna hlutdeild ef ekkert verður af neinu og það er já- kvætt,“ segir Davíð. Forsætisráðherra um þjóðhagsspá Seðlabankans Staðfestir það sem við höfum sagt GLERAUGUN sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri, setti upp í gleraugnaversluninni Sjáðu í gær, fóru henni alveg ágætlega. Borgarstjóri var fyrsti við- skiptavinur Sjáðu eftir að verslunin tók til starfa á nýjan leik. Eins og kunnugt er eyðilögðust fyrri húsa- kynni verslunarinnar að Laugavegi 40 í eldsvoða 20. október. Gler- augnaverslunin er nú komin í nýtt húsnæði sem er aðeins neðar á Laugavegi, nánar tiltekið í húsi nr. 32. Gömlum viðskiptavinum ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að finna staðinn. Í gær hófu stórvirkar vinnuvélar að rífa niður húsið Laugaveg 40, þar sem Sjáðu var til húsa fyrir brunann.Var húsið metið ónýtt og viðgerðir á því ekki taldar borga sig. Átti þeirri vinnu að ljúka áður en verslanir opnuðu kl. 10 í morgun. Morgunblaðið/Sverrir Eigendur gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, Gylfi Björnsson sjónfræðingur og Anna Þóra Björnsdóttir versl- unarstjóri, gátu gefið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra góð ráð um val á gleraugum. Sjáðu opnað á nýjum stað eftir bruna  Laugavegur/23 „ÞVÍ miður vantar mjög mikið upp á að börn, unglingar og fullorðnir noti end- urskinsmerki,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu og telur hann þörf á að huga verulega að þessum málum. End- urskinsmerki séu örugglega til á vel- flestum heimilum og fáist víðast hvar í apótekum og skortur á merkjum því eng- in afsökun. Best væri þó ef yfirhafnir barna og unglinga væru hannaðar þannig að í þær væru saumuð endurskinsmerki. Þannig hafi það t.d. verið á svokölluðum Kraft-göllum sem urðu vinsælir fyrir nokkrum árum. „Síðan er önnur hlið á þessu máli. Hluti af okkar umferðarkerfi er þannig að það passar engan veginn að börn og unglingar séu að fara yfir götur á jafn hættulegum stöðum og raun ber vitni,“ segir hann. Slysum fjölgar þegar dregur úr birtu Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að umferðarslysum fjölgi jafnan á haustin um leið og dregur úr birtu. Nú sé runninn upp sá árstími sem sé einna verstur hvað skyggni varð- ar enda gjarnan votviðrasamt í byrjun vetrar og enginn snjór til að kasta frá sér birtu. Hann hvetur foreldra til að ganga úr skugga um að börn þeirra séu með endurskinsmerki og jafnframt vera börnum sínum góð fyrirmynd með því setja sjálfir upp slík merki. Eins verði ökumenn að aka með gát og huga að ljósabúnaði. Auka þarf notkun endur- skinsmerkja Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.