Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMBOÐSMAÐUR Alþingis af-
greiddi á síðasta ári 303 mál en 69
mál voru óafgreidd í árslok. Á síð-
asta ári voru skráð 248 ný mál sem
var nokkur fjölgun frá árinu 2000
þegar 232 erindi bárust embættinu.
Umboðsmaður, Tryggvi Gunnars-
son, tók þar af upp tvö mál á síð-
asta ári að eigin frumkvæði. Þetta
er meðal þess sem lesa má í skýrslu
umboðsmanns sem kynnt var á Al-
þingi í gær.
Í skýrslunni eru m.a. birtar nið-
urstöður könnunar sem umboðs-
maður lét gera á því hve langur
tími leið á árunum 2000 og 2001 frá
því að hann sendi stjórnvöldum ein-
stök bréf og fyrirspurnir og þar til
að svör þeirra bárust. Könnunin
tók til alls 313 bréfa sem umboðs-
maður sendi 72 stjórnvöldum á um-
ræddu tímabili. Af þessum 313
bréfum fóru 158 til ráðuneytanna,
86 til stofnana, 41 til nefnda og 28
til sveitarfélaga.
Samkvæmt könnuninni liðu
meira en þrír mánuðir í 17,6% til-
fella að umboðsmanni var svarað og
meira en hálft ár leið í 8,3% tilvika.
Lengstur var svartíminn hjá stofn-
unum eða meira en hálft ár í 11,6%
tilvika. Niðurstöðurnar sjást nánar
á meðfylgjandi töflu en þar má sjá
að í 45,4% tilfella var bréfum um-
boðsmanns svarað innan 30 daga.
Vonast umboðsmaður til þess að
þessar upplýsingar verði stjórn-
völdum hvatning til að bregðast
skjótar við fyrirspurnum sínum.
Umboðsmaður minnir í skýrslu
sinni á þá stefnumörkun sína að
skila niðurstöðu í málum eigi síðar
en hálfu ári frá því að þau berast
honum. Það sé þó háð því hvernig
stjórnvöld bregðist við fyrirspurn-
um sínum. Hann segir að fram til
þessa hafi því almennt ekki verið
fylgt eftir af hálfu embættisins að
setja stjórnvöldum frest til að
senda umbeðin gögn eða skýringar
þrátt fyrir heimildir til þess í lögum
um umboðsmann. Hefur umboðs-
maður nú ákveðið að fylgja eftir áð-
urnefndri stefnumörkun með því að
setja stjórnvöldum slíka fresti.
Flest mál tengd
dómsmálaráðuneytinu
Í skýrslu umboðsmanns er einnig
að finna sundurliðun á málunum
248 sem tekin voru fyrir á síðasta
ári eftir stjórnvöldum. Langflest
tengdust dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu og undirstofnunum þess,
eða 77, næstflest voru vegna fjár-
málaráðuneytisins og undirstofn-
ana þess, eða 36. Þá tengdist 31 mál
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, 24 mál sveitarfélögunum
og 19 menntamálaráðuneytinu. Við-
fangsefni þessara 248 mála voru
flest vegna tafa hjá stjórnvöldum á
afgreiðslu máls, eða 44 erindi.
Málsmeðferð og starfshættir
stjórnsýslunnar voru tilefni 26 mála
og 23 voru vegna fangelsismála.
Vegna áðurnefndrar könnunar
umboðsmanns kemur fram í
skýrslu hans að bréfaskiptin árin
2000 og 2001 voru flest til dóms-
málaráðuneytisins. Þar var 62% er-
inda umboðsmanns svarað innan 30
daga og 83% þeirra hafði verið
svarað innan tveggja mánaða. Hjá
tveimur ráðuneytum, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu og
samgönguráðuneytinu, liðu hins
vegar meira en þrír mánuðir þar til
svar barst við 45% fyrirspurna um-
boðsmanns.
Þá er í skýrslunni birt yfirlit yfir
viðbrögð stjórnvalda við sérstökum
tilmælum umboðsmanns sem hann
setti fram í álitum síðasta árs. Af
303 málum sem voru afgreidd
beindi umboðsmaður sérstökum til-
mælum til stjórnvalda í 43 þeirra
þar sem farið var fram á að mál
yrðu tekin til meðferðar að nýju. Af
þessum 43 álitum var orðið við til-
mælum umboðsmanns í 26 þeirra, í
níu málum var ekki leitað á ný til
stjórnvalds, sex mál eru enn til
meðferðar en í tveimur var ekki
farið að tilmælum umboðsmanns.
Tengjast bæði þau mál dómsmála-
ráðuneytinu.
Umboðsmaður Alþingis gerði könnun á viðbragðstíma stjórnvalda við erindum sínum
Meira en þrír mánuðir
liðu í 17,6% tilfella
!
!!
"
!
!
!!
"
#
!!
#
"
#
"
#
!
$%
&
'
'
'"
"'
(
)
*
+
TIL snarpra orðaskipta kom í upp-
hafi þingfundar á Alþingi í gær eftir
að Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, gerði að umtals-
efni staðhæfingar fjögurra vísinda-
manna – sem unnu að rannsóknum
á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu-
veitu á Þjórsárver – um að niður-
stöður þeirra hefðu verið „skertar
og bjagaðar“ til að hægt yrði að ná
hagstæðu mati á umhverfisáhrifun-
um.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra velti því m.a. fyrir sér í
umræðunni hvort hugsanlegt væri
að vísindamenn, sem væru yfirlýstir
andstæðingar framkvæmdanna í
Þjórsárverum, gætu átt erfitt með
að skilja á milli pólitískra skoðana
sinna og vísinda. Þessi ummæli Val-
gerðar féllu í grýttan jarðveg
stjórnarandstæðinga. Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar –græns framboðs, hvatti
ráðherra til að draga þessi ummæli
sín til baka. Það gerði ráðherra ekki
heldur ítrekaði þau í lok umræðunn-
ar. „Ég kasta því fram sem mögu-
leika að vísindamenn sem eru yf-
irlýstir andstæðingar,“ sagði hún,
„eigi hugsanlega erfitt með að
greina á milli þess sem er pólitík og
þess sem er vísindi.“
Össur Skarphéðinsson hóf um-
ræðuna eins og fyrr sagði. „Nú hef-
ur það gerst,“ sagði hann, „að fjórir
mikils metnir vísindamenn hafa
komið fram opinberlega og haldið
því fram að niðurstöður þeirra, nið-
urstöður rannsókna, hafi verið
skertar og bjagaðar svo stappar
nærri fölsun.“ Það hafi verið gert að
sögn Össurar til að ná fram hag-
stæðu mati á umhverfisáhrifum „og
þar með auðvelda Landsvirkjun að
fá fram samþykki við Norðlinga-
ölduveitu“. Síðan sagði Össur:
„Þetta mál er þeim mun alvarlegra
þar sem ljóst er að hér er um að
ræða vísindamenn sem eru þekktir
fyrir vandvirkni og heiðarleg vinnu-
brögð.“
Össur spurði ráðherra hvort ekki
væri rétt að kanna sannleiksgildi
þessara staðhæfinga og það áður en
settur umhverfisráðherra, Jón
Krisjánsson, kvæði upp endanlegan
úrskurð í kærum á úrskurði Skipu-
lagsstofnunar um mat á umhverfis-
áhrifum framkvæmda við Norð-
lingaölduveitu.
Hægt er að gera athugasemdir
við matsskýrsluna
Iðnaðarráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, svaraði ekki fyrir-
spurn Össurar en minnti á að fram-
kvæmdaaðilinn, Landsvirkjun, bæri
ábyrgð á matsskýrslunni en hægt
væri að gera athugasemdir við hana
við Skipulagsstofnun. Síðan tæki
kæruferillinn við.
Nokkrir þingmenn tóku þátt í
umræðunni, þeirra á meðal Jóhann
Ársælsson, þingmaður Samfylking-
arinnar. Hann spurði iðnaðarráð-
herra hvort hún hefði reynt að hafa
áhrif á Landsvirkjun í þessu máli,
þ.e. í þeim tilgangi að ná fram hag-
stæðri niðurstöðu á umhverfismati.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði spurn-
inguna hins vegar fráleita. Undir
það tók iðnaðarráðherra. Það væri
hlægilegt að halda því fram að hún
stjórnaði málinu úr ráðuneytinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Björn Bjarnason, Jónas Hallgrímsson og Hjálmar Árnason hlýða á umræður í gær.
Snörp orðaskipti um rann-
sókn á umhverfisáhrifum
SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefur
ásamt nokkrum öðrum samflokks-
mönnum sínum lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga sem miðar að því
að gera grundvallarbreytingar á
Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Með frumvarpinu er lagt til að
námslán verði að hluta til hreinn
styrkur til námsmannsins. Þannig
er lagt til að þegar námsmaður hef-
ur lokið lokaprófum á tilskildum
tíma eða framvísað vottorði um lög-
mætar tafir á námi muni 30% af
upphæðinni sem hann hefur tekið að
láni breytast í óendurkræfan styrk.
Styrkurinn yrði hvorki tekjutengd-
ur né skattlagður. „Þá er lögð til sú
meginbreyting að námslán verði
vaxtalaus eins og var áður en nú-
gildandi lög tóku gildi,“ segir m.a. í
greinargerð frumvarpsins. Aukin-
heldur er m.a. lagt til að endur-
greiðsluhlutfall námslána verði
breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni
að gera greiðslubyrði afborgana við-
ráðanlegri að því er fram kemur í
greinargerð.
Frumvarp Sigríðar Jóhannesdóttur
Námslán verði að
hluta til styrkur
TÓMAS Ingi Olrich mennta-
málaráðherra sagði í fyrirspurn-
artíma á Alþingi í vikunni að
ekki væri svigrúm til þess í fjár-
lagatillögum ráðuneytisins fyrir
fjárlög næsta árs að gera ráð
fyrir stofnun framhaldsskóla á
Snæfellsnesi. Sveitarfélögum á
Snæfellsnesi hefði verið gerð
grein fyrir því sl. sumar.
Kom þetta fram í svari ráð-
herra við fyrirspurn Jóns
Bjarnasonar, þingmanns
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs.
Jón sagði m.a. að það væri
blóðtaka fyrir hvert byggðarlag
að senda allt ungt fólk burt til
menntunar frá sextán ára aldri.
Því hefðu Snæfellingar gert sér
grein fyrir og af þeim sökum
sóst eftir því við menntamála-
ráðuneytið á undanförnum árum
að fá að stofna framhaldsskóla á
norðanverðu Snæfellsnesi.
Spurði Jón menntamálaráðherra
hvað liði ákvörðun um stofnun
nýs framhaldsskóla á norðan-
verðu Snæfellsnesi.
Menntamálaráðherra greindi
frá því að viðræður hefðu staðið
milli ráðuneytisins og sveitarfé-
laga á Snæfellsnesi undanfarin
tvö til þrjú ár um stofnun og
rekstur framhaldsskóla á norð-
anverðu Snæfellsnesi.
„Síðastliðið vor lágu fyrir allar
upplýsingar og tillögur um
stofnun framhaldsskóla Snæfell-
inga og heimamenn höfðu und-
irbúið málið vel. Það var komið á
ákvörðunarstig,“ sagði ráðherra
og hélt áfram. „Hins vegar hafa
málefni framhaldsskóla á lands-
byggðinni almennt og sérstak-
lega málefni verkmenntunar
verið til umfjöllunar í ráðuneyt-
inu að undanförnu.
Það er ljóst að einkum smærri
framhaldsskólar eiga við tals-
verða erfiðleika að stríða og
samkeppnisstaða þeirra er
þröng.“
Verkmenntun á undir högg
að sækja á landsbyggðinni
Ráðherra sagði að verkmennt-
un á landsbyggðinni ætti undir
högg að sækja vegna lítillar að-
sóknar sem ylli því að námshóp-
ar væru mjög litlir og óhag-
kvæmir.
„Við þessar aðstæður ákvað
ég við undirbúning fjárlagagerð-
ar að leggja áherslu á að tryggja
stöðu starfandi framhaldsskóla
einkum hvað varðar verkmennt-
unina. Af því leiðir að ekki var
svigrúm til þess í fjárlagatillög-
um ráðuneytisins fyrir árið 2003
að stofna framhaldsskóla á Snæ-
fellsnesi.“ Í lok umræðunnar
sagði Jón Bjarnason m.a. að
svör ráðherra væru dapurleg.
Ekki svigrúm fyr-
ir framhaldsskóla
á Snæfellsnesi