Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
! "
#$$# % " & #$$' () " *$ +
,
- *$$ " #$$$
- $$ " '$$
.
/ ! 0
1 2 3 $3 4 )#) %%%%
52
""""""""""
BREZKUR bankamaður, sem
mannræningjar héldu í gíslingu
í fjalllendi Georgíu í fjóra mán-
uði við illan kost, hélt heim á
leið í gær, daginn eftir að hon-
um tókst að flýja úr prísund-
inni. Maðurinn, sem heitir Pet-
er Shaw, hafði starfað sem
bankastjóri búnaðarbanka
Georgíu og var rænt 17. júní í
sumar og haldið föngnum í
Pankisi-dalnum suður af Tétsn-
íu, þar sem georgíski stjórnar-
herinn hefur átt erfitt upp-
dráttar og skæruliðar Tétsena
og aðrir útlagar kváðu vaða
uppi.
Shaw sagði að sér hefði tekizt
að flýja er þeir sem rændu hon-
um voru í þann mund að flytja
hann upp á fjallstind þar sem
þeir hugðust skjóta hann. Rán-
ið á Shaw hafði kallað alþjóð-
legan þrýsting yfir stjórnvöld í
Tbilisi, einkum af hálfu Evr-
ópusambandsins sem hótaði því
að frysta milljóna dala þróun-
araðstoð sæju þau ekki til þess
að bankastjórinn yrði leystur
úr haldi.
Georgía vill
í NATO
EDÚARD Shevardnadze, for-
seti Georgíu, tilkynnti á mið-
vikudag að á leiðtogafundi Atl-
antshafsbandalagsins í Prag
síðar í þessum mánuði mundu
fulltrúar landsins leggja fram
formlega umsókn um aðild þess
að bandalaginu. Shevardnadze
sagði að talsmenn NATO hefðu
samþykkt að taka aðildarum-
sókn Georgíumanna til athug-
unar á leiðtogafundinum, sem
fer fram dagana 21.–22. nóvem-
ber. Aðalverkefni fundarins
verður að ákveða næstu stækk-
unarlotu bandalagsins, en
reiknað er með því að í þessari
lotu verði sjö Austur-Evrópu-
ríkjum boðin aðild, Eistlandi
Lettlandi, Litháen, Slóvakíu,
Slóveníu, Rúmeníu og Búlgar-
íu.
Japanir á
hvalveiðar
FIMM japönsk hvalveiðiskip
láta í dag úr höfn í Shimonoseki
í fimm mánaða hvalveiðitúr til
hafsvæða í grennd við Suður-
skautslandið, þar sem til stend-
ur að veiða 400 hrefnur.
Greindu japönsk yfirvöld frá
þessu í gær. Þetta verður sex-
tándi slíki hvalveiðitúr Japana á
Suðurskautsmið en hann er lið-
ur í vísindaveiðaáætlun þeirra.
Ný stjórn í
Lettlandi
LETTNESKA þingið staðfesti
í gær í embætti nýja ríkisstjórn
landsins, sem er skipuð miðju-
og hægriflokkum. Fyrir henni
fer Einars Repse, sem er ungur
fyrrverandi seðlabankastjóri
landsins. Nýi forsætisráð-
herrann hefur heitið því að upp-
ræta spillingu í landinu, sem
ætlar sér að ganga í Evrópu-
sambandið árið 2004. Í nafni
þess að gera stjórnkerfið opn-
ara og lýðræðislegra lýsti
Repse því yfir að allir fundir
ríkisstjórnar hans yrðu opnir
fyrir blaðamönnum. Fjórir
flokkar standa að stjórninni og
ráða þeir yfir 55 sætum af þeim
100 sem á þjóðþinginu eru.
STUTT
Brezkur
gísl frjáls
á ný
SÆNSKA leyniþjónustan, Säpo,
handtók í gær þrjá menn, sem
grunaðir eru um að hafa stundað
iðnaðarnjósnir hjá stórfyrirtæk-
inu Ericsson, framleiðanda ýmiss
konar fjarskiptabúnaðar.
Sagt er, að einn mannanna hafi
komið skjölum frá hinum tveimur
í hendur erlendri leyniþjónustu,
og fundust í fórum þeirra skjöl,
tilbúin til sendingar. Eru menn-
irnir núverandi og fyrrverandi
starfsmenn fyrirtækisins. Tals-
maður þess sagði í gær, að með
snöggum viðbrögðum hefði tekist
að koma í veg fyrir mikinn skaða.
Njósnað hjá
Ericsson
Stokkhólmi. AFP. HASHEM Aghajari, þekktur um-
bótasinnaður háskólaprófessor,
var í gær dæmd-
ur til dauða í Ír-
an, eftir að hann
var sakfelldur
fyrir að móðga
Spámanninn og
setja fyrirvara
við harðlínutúlk-
un klerkastjórn-
arinnar í landinu
á íslamskri trú.
Greindi verjandi
hans, Saleh Nikbakht, frá þessu í
gær.
Sagði Nikbakht dómstólinn, í
Hamedan í vesturhluta landsins,
ennfremur hafa dæmt Aghajari,
sem er náinn samherji Mohamm-
ads Khatami forseta og forystu-
maður í helzta flokki umbótasinna,
til að sæta 74 svipuhöggum, 10 ára
kennslubanni og útlegð í þremur
afskekktum bæjum í Íran í þrjú
ár. Dómstólar í Íran kváðu oft
fella slíka margfalda dóma í mál-
um þar sem þeir vilja setja for-
dæmi sem sé öðrum víti til varn-
aðar.
Aghajari, sem er prófessor í
sögu við Tabiat-eModarres-há-
skóla í Teheran, var handtekinn í
ágúst eftir lokað réttarhald yfir
honum í Hamedan, en þar í bæ
hélt hann ræðu í júnímánuði síð-
astliðnum þar sem hann lýsti efa-
semdum um réttmæti þess að
klerkastjórnin einokaði alla túlkun
á kóraninum.
„Dómurinn er ekkert nema
skellur fyrir þjóðarhagsmuni Ír-
ans,“ sagði Nikbakht.
Dauðadómur í Íran
Harðlínumenn
beita dómstólum
gegn þekktum
umbótasinna
Hashem
Aghajari
ÚFAR risu með Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, og Benjamin
Netanyahu utanríkisráðherra í gær,
daginn eftir að sá
síðarnefndi tók
við embættinu.
Sharon lofaði að
styggja ekki
Bandaríkjastjórn
með því að leggja
til atlögu við Yass-
er Arafat, leiðtoga
Palestínumanna,
til að koma honum
frá völdum en
Netanyahu var
fljótur að lýsa því yfir að ef stríð hæf-
ist í Írak gæfist kjörið tækifæri til að
reka Arafat í útlegð.
Netanyahu sagði ennfremur að
friðartillögum Bandaríkjastjórnar
yrði slegið á frest vegna hugsanlegra
árása Bandaríkjahers á Írak. „Frið-
artillögur Bandaríkjanna eru ekki á
dagskrá sem stendur,“ hafði útvarp
ísraelska hersins eftir Netanyahu,
sem hyggst bjóða sig fram gegn Shar-
on í leiðtogakjöri Likud-flokksins.
Sharon hefur látið í ljósi miklar efa-
semdir um friðaráætlun Bandaríkj-
anna, Sameinuðu þjóðanna, Evrópu-
sambandsins og Rússlands, en hún
byggist að miklu leyti á tillögum
Bandaríkjastjórnar. Samkvæmt
áætluninni eiga Ísraelar að fara af
svæðum sem þeir hertóku eftir að
uppreisn Palestínumanna hófst fyrir
tveimur árum og gert er ráð fyrir því
að Palestínumenn stofni bráðabirgða-
ríki á næsta ári. Ljúka á samninga-
viðræðum um landamæri ríkisins
ekki síðar en árið 2005.
Netanyahu hefur hvatt til þess að
Ísraelar hafni stofnun Palestínuríkis
en Sharon hefur fallist á meginhug-
myndir George W. Bush Bandaríkja-
forseta um slíkt ríki. Forsætisráð-
herrann hefur sett skilyrði fyrir
stofnun ríkisins en gætt þess að þau
stangist ekki á við stefnu Bush.
Deilt um leiðtogakjör
og efnahagsmál
Fjölmiðlar í Ísrael segja að mikillar
spennu gæti nú þegar í stjórninni
milli Sharons og Netanyahus og dag-
blaðið Haaretz segir að aðrir forystu-
menn Likud óttist að orðahnipping-
arnar skaði flokkinn í
þingkosningunum 28. janúar.
Deilt er einnig um hvenær leiðtoga-
kjörið eigi að fara fram. Sharon vill að
það verði sem fyrst til að hann geti
fært sér í nyt mikið fylgi sem hann
nýtur um þessar mundir samkvæmt
skoðanakönnunum, en Netanyahu vill
meiri tíma til að skipuleggja baráttu
sína.
Netanyahu gagnrýndi ennfremur
efnahagsstefnu Sharons í viðtali við
The Jerusalem Post í gær og hét því
að yfirvinna fjármálakreppuna í land-
inu kæmist hann til valda. „Af síðustu
fjórum forsætisráðherrum er ég sá
eini sem hefur skilið við landið í betra
ástandi en það var þegar ég tók við
völdunum,“ sagði hann. „Mín ríkis-
stjórn verður stjórn lausna,“ bætti
hann við og talaði eins og hann væri
að taka við embætti forsætisráðherra.
Reuters
Hjúkrunarfólk með palestínska skólastúlku í borginni Nablus á Vest-
urbakkanum á miðvikudag. Ísraelsher skaut táragasi á svæðinu.
Sharon og Netanyahu
þegar teknir að þrátta
Jerúsalem. AFP.
Benjamin
Netanyahu
JOHN Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
að leyniskytturnar, sem grunaðar
eru um að hafa myrt 10 manns á
Washington-svæðinu og sært þrjá,
yrðu báðar fyrst dregnar fyrir rétt
í Virginíuríki og gætu báðir menn-
irnir, John Allen Muhammed og
John Lee Malvo, sem er 17 ára, átt
dauðadóm yfir höfði sér. Þeir eru
einnig grunaðir um morð annars
staðar í Bandaríkjunum.
Mestar líkur eru á að mennirnir
hljóti dauðadóma ef réttað verður
yfir þeim í Virginíu, þar sem aftök-
ur með banvænni sprautu eru
heimilar á unglingum. Þrjú af tíu
morðum sem þeir frömdu voru í út-
hverfum Washingtonborgar í Virg-
iníuríki.
„Við teljum að fyrst beri að
sækja þá til saka í því lögsagnar-
umdæmi þar sem afdráttarlaus-
ustu lögin eru, staðreyndirnar eru
afdráttarlausastar og sem víðtæk-
astir möguleikar á refsingu,“ sagði
Ashcroft á fréttamannafundi.
Leyniskytturnar fyrst
fyrir rétt í Virginíu
Washington. AFP.