Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 25 IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 27 6 1 1/ 20 02 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS GULLÆ‹I‹ KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS K V I K M Y N D A T Ó N L E I K A R S I N F Ó N Í U H L J Ó M S V E I T A R Í S L A N D S . G U L L Æ ‹ I ‹ E F T I R C H A P L I N . L A U G A R D A G I N N 9 . N Ó V E M B E R K L . 1 5 . 0 0 Í H Á S K Ó L A B Í ÓI. Landsins mesta úrval leikfanga Súper St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n Opið: Föstudag 10-19 Laugardag 10-18 Sunnudag 12-18 STJÓRN Akureyrar- deildar SÍBS færði Krist- nesspítala að gjöf málverk eftir Eirík Smith í tilefni af 75 ára afmæli spítalans á dögunum. Kristneshæli, eins og spítalinn nefndist í fyrstu var reist í kjölfar þess að berklar herjuðu mjög á landsmenn, jafnvel svo að heilar fjölskyldu hrundu niður og heimili sundruðust. Sjúklingar á Kristneshæli hófu baráttu fyrir stofnun samtaka ís- lenskra berklasjúklinga og þeir urðu einnig fyrstir til að gefa út blað um þessi málefni. Það hét Berklavarnablaðið og var prentað á Akureyri 1938, nokkru áður en SÍBS var stofnað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri tók við rekstri Kristnesspítala árið 1993 og þar eru nú reknar tvær deildir, endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild. Sigrún Bjarnadóttir, formaður Akureyrar- deildar SÍBS, afhenti Hauki Þórðarsyni yfirlækni málverkið. SÍBS gefur málverk Morgunblaðið/Kristján Héraðsskjalasafnið á Akureyri tekur þátt í samnorrænum skjala- degi á morgun, 9. nóvember. Í tilefni dagsins er sett upp sýningin „Þegar saman safnast var“ en þar eru sýnd skjöl nokkurra félaga á Akureyri og í nærsveitum. Tilgangurinn er að sýna hversu fjölskrúðug fé- lagsstarfsemi hefur verið á safninu, en sem dæmi um það má nefna að safnið geymir nú skjöl frá um það bil 225 félögum á safnsvæðinu. Safnið er opið frá kl. 10 til 15 á morgun og gefst fólki færi á að skoða sýninguna, kynna sér starf- semina og þiggja kaffisopa. Sýningin verður látin standa áfram út nóv- ember. Á MORGUN Haustmót yngri flokka Skákfélags Akureyrar fer fram á morgun, laug- ardag, og hefst klukkan 13.30. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum, 9 ára og yngri, 10–12 ára og 13–15 ára. Þátttökugjöld eru 200 krónur. Á sunnudaginn kl. 14 fer svo fram 10 mínútna mót fyrir 45 ára og eldri. Bæði mótin eru haldin í Íþróttahöll- inni og eru öllum opin. Jóhanna Friðfinnsdóttir opnar myndlistarsýningu á Kaffi Karólínu á Akureyri laugardaginn 11. nóv- ember. Þetta er fimmta einkasýn- ing Jóhönnu og ber hún yfirskrift- ina Álfar og jörð og stendur til 7. desember nk.. Myndirnar á sýning- unni eru unnar í akríl á striga. Jó- hanna hefur lagt stund á myndlist frá árinu 1990 og stundað listnám í skólum í Noregi, Danmörku og á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.