Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 30

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ CLINT Eastwood fer bæði meðaðalhlutverkið og er leikstjórispennumyndarinnar Blood Work, sem frumsýnd verður í dag og byggð er á skáldsögu eftir Michael Connelly, en Brian Helgeland skrif- aði kvikmyndahandritið. Eastwood leikur Terrell McCaleb, FBI- útsendara, sem er vinsæll fréttamat- ur en óvinsæll hjá samstarfsmönnum sínum. Kvöld eitt er hann að rann- saka staðinn þar sem nýjasta rað- morðið var framið. Honum verður þá litið á náunga í áhorfendahópi sem hann telur vera morðingjann og hleypur á eftir honum, en fær hjarta- áfall áður en hann nær að ljúka verk- inu. Tveimur árum síðar hefur nýtt hjarta verið grætt í hann og er hann að gera sig kláran til að taka við fyrra starfi þegar ókunnug kona (Wanda De Jesus) kemur til hans og tjáir hon- um að nýja hjartað hans sé úr systur sinni sem fallið hafi fyrir morðingja hendi. Hún biður McCaleb að finna morðingja systur sinnar sem hann samþykkir þrátt fyrir fortölur lækn- isins síns (Anjelica Huston). Hann fer af stað með hjálp nágranna síns Buddys (Jeff Daniels) til að elta morðingjann uppi. Clint Eastwood stendur einnig að framleiðslu myndarinnar í samvinnu við Judie G. Hoyt, en myndin er framleidd hjá Warner Bros. Pictures og var filmuð m.a. í Los Angeles, San Fernando-dalnum og á Long Beach. Eastwood leikur Terrell McCaleb, FBI-útsendara, sem er vinsæll fréttamatur en óvinsæll hjá sam- starfsmönnum sínum. Ráðgáta raðmorð- ingja Sambíóin og Háskólabíó frumsýna Blood Work. Leikarar: Clint Eastwood, Wanda De Jesus, Jeff Daniels, Anjelica Huston, Tina Lofford, P.J. Byrne, Alix Koromzay, Beverly Leech, Mason Lucero og Paul Rodrigues. STÓRLEIKARINN RobinWilliams leikur aðal-hlutverkið í spennumyndinni One Hour Photo, sem Smárabíó tek- ur til sýninga í dag, en mynd þessi var sýnd í Regnboganum á vegum hins nýja kvikmyndaklúbbs 101 Bíó- félags í októbermánuði. Williams leikur Seymour Parrish, hrjáða sál sem einsemdin hefur leik- ið grátt. Eins og nafnið gefur til kynna starfar Parrish hjá framköll- unarþjónustu, sem er í úthverfi bandarískrar stórborgar. Hann hef- ur óeðlilegan áhuga á fjölskyldu einni, sem hann hefur framkallað fyrir árum saman. Myndin er sál- fræðitryllir sem hlotið hefur lofsam- lega dóma erlendra gagnrýnenda. Auk Williams eru helstu leikarar myndarinnar Connie Nielsen, Mich- ael Vartan, Dylan Smith, Eriq La Salle, Erin Daniels, Paul H. Kim og Gary Cole. Leikstjóri og handrits- höfundur er Mark Romanek. Robin Williams leikur Seymour Parrish, hrjáða sál sem einsemdin hefur leikið grátt. Með fjöl- skyldu á heilanum Smárabíó frumsýnir One Hour Photo. Leikarar: Robin Williams, Connie Niel- sen, Michael Vartan, Dylan Smith, Eriq La Salle, Erin Daniels, Paul H. Kim og Gary Cole. hann sé hinn eini sanni meistari dul- argervanna. Framleiðendur myndarinnar, sem sögð er gamanmynd fyrir alla fjöl- skylduna, eru Jack Giarraputo, Sid Ganis, Alex Siskin og Barry Bern- ardi, en þeir komu einnig að fram- leiðslu bíómyndanna Big Daddy og Wedding Singer. Aðalleikarinn, Dana Carvey, sem jafnframt er handritshöfundur myndarinnar ásamt Harris Goldberg, bregður sér í 36 dulargervi í myndinni og talar fjórtán tungumál sem hin ógæfu- sama hetja Pistachio Disguisey, sem veit ekkert af fjölskylduleyndarmál- inu fyrr en eftir hvarf foreldra sinna. Perry Andelin Blake er að þreyta frumraun sína sem leikstjóri, en hef- ur fram til þessa verið í hlutverki leikmyndahönnuðar og starfað m.a. með Adam Sandler við bíómynd- irnar Mr. Deeds, Little Nicky, Big Daddy, The Waterboy, The Wedd- ing Singer og Billy Madison. PISTACHIO Disguisey er góð-hjartaður ítalskur þjónn, semvinnur á veitingastaðnum Frabbrizio sem er í eigu föður hans. Þjónninn ungi finnur hjá sér óvið- ráðanlega hvöt til að skopstæla við- skiptavinina og breytir ásýnd sinni með því að klæðast dulargervum af ýmsum toga. Þessir eiginleikar, sem honum virðast vera í blóð bornir, hafa nefnilega fylgt Disguisey- fjölskyldunni um langa hríð enda hafa forfeðurnir allir verið miklir meistarar í dulargervum og hafa þeir getað dulbúið sig sem hver sem er með því að nýta sér hina miklu Energico-orku. Þessir miklu hæfi- leikar verða til þess að óvinurinn og glæpamaðurinn Devlin Bowman rænir foreldrum Pistachios og nú reynir á hæfileika hans til að leita óvininn uppi og freista þess að frelsa foreldrana. Hann nýtur óvæntrar leiðsagnar afa síns og þarf nú að sanna það fyrir sér og öðrum að Dana Carvey bregður sér í 36 dul- argervi í myndinni og talar fjórtán tungumál sem hin ógæfusama hetja Pistachio Disguisey. Meistarar dular- gervanna Smárabíó og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna The Master of Disguise. Leikarar: Dana Carvey, Jennifer Esp- osito, Mark Devine, Erick Avari, James Brolin, Bo Derek, Harold Gould, Robert Machray, Edie McClurg og Brandon Molale. GAMANLEIKARINN vinsæliJackie Chan fer með aðal-hlutverkið í gamanmyndinni The Tuxedo, sem fjallar um Jimmy Tong, fyrrum leigubílstjóra, sem orð- inn er einkabílstjóri milljarðamær- ingsins og glaumgosans Clarks Devl- in, sem leikinn er af Jason Isaack. Jimmy kemst að því að það er aðeins ein regla, sem hann verður að hafa í heiðri í sínu mikilvæga embætti og það er að fara aldrei í samkvæmisföt húsbónda síns. Hann stenst þó ekki mátið þegar húsbóndinn lendir á sjúkrahúsi. Um leið og hann smokrar sér í fötin kemur í ljós að þau búa yfir óvæntum töfrum því hann verður samstundis hugrakkt hraustmenni og mikill slagsmálagarpur. Fötin og hæfileikarnir, sem fylgja þeim, flækja ökuþórinn inn í heim njósna og ódæð- isverka þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Enginn er til hjálpar nema stúlkan Des Blaines, sem Jennifer Love Hewitt leikur, en hún er einnig nýgræðingur í myrkviðum undirheimanna. Jackie Chan þykir ótrúlega fimur og hefur gjarnan verið kall- aður „hin lifandi kvik- myndabrella“, en það var spennumyndin Rumble in the Bronx (1996) sem kom Chan á kortið í Hollywood þar sem hann hefur leikið síðan í mörgum vinsælum myndum, t.d. Rush Hour (1998) og Shanghai Noon (2000). Það hefur tekið Jackie Chan um 20 ár að verða einn af ástsælustu gaman- og hasarleikurum samtímans. Lengi vel var hann óþekktur utan heima- landsins, Hong Kong, þar sem hann varð stórstjarna í yfir þrjátíu myndum, sem þóttu sýna m.a. leikni hans í aust- urlenskum bardagaíþróttum og ótví- ræða gamanleikhæfileika. Handrit myndarinnar skrifuðu Phil Morris og Matt Manfredi, en leikstjóri er Kevin Dowling. Það hefur tekið Jackie Chan um 20 ár að verða einn af ástsælustu gaman- og hasar- leikurum samtímans. Sambíóin í Reykjavík og á Akureyri og Laugarásbíó frumsýna The Tuxedo. Leikarar: Jackie Chan, Jennifer Love Hewitt, Debi Mazar, Peter Stormare, James Brolin og Jason Isaacs. Töframáttur sparigallans LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs frumsýnir í kvöld verkið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Verkið var fyrst sviðsett í Reykjavík árið 1995 og hefur notið mikilla vinsælda. Í samtali við Odd Bjarna Þorkels- son leikstjóra kom fram að þetta er 45. verkefni leikfélagsins, en það var stofnað árið 1966. Oddur Bjarni lýsir verkinu sem fjölskyldualbúmi: „Við fylgjumst með lífi fjölskyldu á eins árs tímabili.“ Sonurinn Davíð kemur frá Ameríku og sér skyldulið sitt í nokkuð nýju ljósi. Innan fjölskyld- unnar ríkir togstreita og ást og af- brýði marka djúp spor í samskiptum fólks. Þrek og tár varð mjög vinsælt á fjölunum í Reykjavík og Oddur Bjarni segir velgengni þess ekki síst helgast af skemmtilegri tónlist. „Verkið er mjög litað af dægurlögum áranna í kringum 1960,“ segir hann. „Þetta er skemmtilegt leikrit því það einkennist af snörpum svipmyndum í mjög margslunginni atburðarás. Það er líka kjöt á beinunum. Húmor og drama. Þér stendur ekki á sama um þetta fólk. Það er ekki sérstakar hetjur, öllu heldur eru þessar mann- eskjur fólk sem við þekkjum og finn- um hljómgrunn í.“ Aðalleikarar verksins eru Einar Rafn Haraldsson, Hálfdán Helgason, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Freyja Kristjánsdóttir og Vígþór Sjafnar Zophoníasson, en ríflega 40 manns koma að sýningunni. Um ljós sér Guðmundur Steingrímsson og tón- listarstjóri er Jón Kristófer Arnar- son. Gerð búninga er í höndum Krist- rúnar Jónsdóttur og sviðsmynd var unnin af Ingibjörgu Jóhannesdóttur og Jóni Gunnari Axelssyni. Oddur Bjarni hóf sinn leikstjórn- arferil fyrir 7 árum. Hann nam leik- stjórn í Bristol Old Vic og útskrifaðist fyrir ári síðan. Hann hlaut við út- skrift verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í náminu. Af öðrum verkefn- um Odds Bjarna má nefna að nýlega setti hann Óþelló Shakespeares upp með breskum leikhópi á Kýpur. Næstu verkefni Odds eru uppfærsla barnaleikrits í Mosfellssveit og að- stoðarleikstjórn í Borgarleikhúsinu. Leikritið Þrek og tár verður sem fyrr segir frumsýnt í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum í kvöld og hefst sýningin kl. 20.30. Sýningar verða alls 9 talsins. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hér fer aðalpersónan Davíð í bað við fótskör kátra fraukna. Snarpar svip- myndir á sviði Egilsstöðum. Morgunblaðið. ANNA Gunnlaugsdóttir opnar sýn- inguna Andlit daganna kl. 15 í dag, laugardag, í Galleríi Glámi, Lauga- vegi 26, gengið inn frá Grettisgötu. Á sýningunni eru 365 verk, unnin annars vegar með akrýllitum, fín- muldu gleri og kísildufti, á mashon- ít, og hins vegar pastelmyndir á pappír. Andlit daganna er verkefni þar sem hver dagur er túlkaður í formi einnar andlitsmyndar. Anna vann að verkunum á sýningunni í eitt ár, frá 1. nóv. 2001 til 31.okt. 2002. Þetta er tíunda einkasýning Önnu, en hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum samsýningum, þar á meðal samsýningunni „smaa form- atter af format“ sem stendur nú yf- ir í Billedstedet í Danmörku, en þar sýna 50 listamenn frá sex löndum. Sýningunni lýkur 24. nóvember. Hún verður opin virka daga kl. 11– 18 og 14–17. Upplýsingar um Önnu Gunnlaugs má finna á www.vortex.is/agunn/. Anna Gunnlaugsdóttir hefur skapað eitt andlit fyrir hvern dag ársins. Andlit fyrir hvern dag ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.