Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 33

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 33 SAMFYLKINGIN virðist ætla að hengja hatt sinn í komandi kosn- ingum m.a. á matvælaverð. Ég er nokkuð viss um að flokksforysta annarra stjórnmálaflokka sé býsna ánægð með þetta val Samfylking- arinnar, allavega þegar rökstuðn- ingur og málafærslur talsmanna hennar eru skoðaðar. Ég er hrædd- ur um að fylgi þeirra nái ekki einu sinni þeirri prósentu sem matvæli eru í heildarútgjöldum heimilanna eða 16%. Nýr og ákafur „stuðmað- ur“ hefur kvatt sér hljóðs og ætlar að „ganga í málið“ gott mál, en réttara væri fyrir viðkomandi stuð- mann að kynna sér þau mál sem hann ætlar að „leysa“ áður en hann gengur í það! Í Mbl. 6. nóv. sl. talar hann um matvælaverð á villigötum. Talar um háa tolla á grænmeti sem fáránlegan hlut. Margir hafa tjáð sig um þau mál með og á móti en Íslendingar hafa tekið þá stefnu að reyna eftir fremsta megni að halda í innlenda framleiðslu þar sem það sé þegar öllu er á botninn hvolft þjóðhagslega hagkvæmt til lengri tíma litið. Það sem stuðmaðurinn gleymir alveg er að tollar voru felldir niður á mörgum flokkum grænmetis sl. vetur og lækkaðir verulega á öðrum. Hann talar um styrki til landbúnaðar á framleiðslu á feitu kjöti, smjöri, og þrælsykr- uðum mjólkurvörum! Hvað á hann við? Að bændur, sauðfjárbændur og mjólkurbændur séu í stórum stíl að framleiða óholla og óæta vöru. Ég er viss um að hann fær fullt af at- kvæðum þessi maður. Það er nú bara þannig að það er óhrekjanleg staðreynd að þær vörur sem ís- lenskir bændur eru að framleiða eru til fyrirmyndar hvað varðar hreinleika og öryggi miðað við þær þjóðir sem við berum okkur við. Jakobi Frímanni til upplýsingar er starfrækt hér á landi mjög öflugt mat á kjöti sem flokkar kjöt niður í verðflokka. Fyrir feitt kjöt fá bændur sáralítið greitt. Líka eru starfræktar öflugar leiðbeiningar- miðstöðvar og er ræktunarstarf hérlendis til fyrirmyndar fyrir aðr- ar þjóðir þannig að það kjöt sem við framleiðum fer að langstærstum hluta í hæsta gæðaflokk en það er sá flokkur þar sem holdfylling er mikil en fita lítil. Af framleiðslu kindakjöts árið 2001 fóru tæp 77% afurða í þá flokka sem eru fitulitlir. En á það má líka benda að fitan er holl og öllum nauðsynleg að vissu marki. Sauðfjárbændur hafa lagt á sig mikið erfiði í gegnum árin til þess að framleiða hágæðavöru og hefur tekist það. Að minnsta kosti er það mat sérfróðra manna bæði hérlendis og erlendis. Það er alveg ljóst að ef Íslendingar ákveða það að fara í innflutning í stórum stíl á landbúnaðarvörum þá er það krafa okkar sem hér búum að það verði gert á sömu forsendum og landbún- aður er rekinn hér í dag, þ.e. að farið verði eftir sömu skilyrðum og gæðakröfum sem við gerum til inn- lendra framleiðslu um öryggi, holl- ustu og heilbrigðis matvæla og ekki síst dýra. Ekki megum við gleyma því að við erum fámenn þjóð á eyju í Norður-Atlantshafi og þegar þessi mikið „ódýrari“ landbúnaðarvara er komin hingað til lands þá er ég smeykur um að hún verði ekki ódýrari en sú gæðavara sem við höfum í dag. En þá má segja að við losnum við styrki til landbúnaðar. Allar þjóðir sem eru í landbún- aðarframleiðslu greiða styrki til framleiðslunnar og fer sá styrkur vaxandi hjá mörgum þeirra, m.a. í Bandaríkjunum. Það er keppikefli að halda landinu í byggð og það þýðir lítið fyrir Jakob Frímann að halda því fram að þar sé um úrelta byggðastefnu að ræða. Það er alveg ljóst að ef landbúnaður leggst af að meira eða minna leyti er landið komið í eyði. Er það sem við vilj- um? Endalausar „Hornstrandir“ þótt þar sé fallegt. Okkar önnur stærsta tekjulind er í gegnum ferðaþjónustu og ef landið er ekki byggt, getum við alveg gleymt þeirri innkomu. Það er athyglisvert að skoða hversu sterkt samband er á milli rauntekna og verðlags en miðað við OECD-lönd eru tekjur Íslendinga 25% yfir áætluðum með- altekjum sömu landa og 20% yfir áætluðu meðalverðlagi sömu landa. Það fer saman alstaðar að þar sem kaupmáttur er meiri er verðlag hærra og öfugt. Er það vilji Sam- fylkingarinnar að við færum okkur niður á sama „stall“ og t.d. Portú- gal og Spánn, þar sem laun eru mikið lægri og matvælaverð líka. Á það má benda að virðisaukaskattur og matarskattur eru með þeim hæstu hér á landi ef við berum okk- ur saman við V-Evrópu. Að sjálf- sögðu þurfa allir að halda vöku sinni hvort sem um landbúnað er að ræða eða annað og alltaf að reyna að gera betur, en það er ekki gert með sleggjudómum og hæpnum fullyrðingum. Ég tel heillavænlegast fyrir Sam- fylkinguna að leita sér að einhverj- um málefnum sér til framdráttar í komandi kosningum sem hafa meira vægi en þetta, en nóg er af þeim. Hringavitleysa í matvælaumræðu Eftir Özur Lárusson „Sterkt samband er á milli raun- tekna og verðlags.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. betri innheimtuárangur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.