Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N
ú eru prófkjör
stjórnmálaflokk-
anna yfirvofandi,
með öllum þeim
greina- og frétta-
flaumi sem þeim tilheyrir. Eins
og við vitum eru þau liður í lýð-
ræðinu, sem virðist vera óum-
deilt fyrirkomulag hér á landi
eins og annars staðar í hinum
vestræna heimi. Menn eru al-
mennt sammála um að best sé
að „lýðurinn“ ráði málum sínum
sjálfur, með því að kjósa sér
handhafa ríkisvaldsins; oftast á
fjögurra ára fresti. Það kann að
vera rétt, en málið er hins vegar
ekki svo einfalt. Lýðræði er ef til
vill öfugnefni við núverandi skip-
an mála.
Ástæðuna er að finna í því
valdi sem
stjórn-
málamenn
búa yfir. Ógn-
arvald rík-
isins er mikið.
Það getur
svipt menn eigum sínum, sett þá
í fangelsi og skipað þeim að gera
hitt og þetta. Það setur sér regl-
ur sjálft um viðurlög við misbeit-
ingu valdsins.
Ríkisvaldið er byggt á svolítið
furðulegri forsendu; nefnilega
þeirri að við þurfum að velja
okkur leiðtoga. Hlutverk leiðtog-
anna, sem oftast vilja vel og eru
hið vænsta fólk, er að hafa vit
fyrir okkur og setja reglur um
hitt og þetta. Þessir æðstuprest-
ar ákveða hvað við megum setja
ofan í okkur. Þeir gera okkur
erfiðara að kaupa dísilbíla en
bensínbíla. Þeir ákveða hverjir
megi flytja til landsins. Þeir
banna okkur að flytja inn ódýr
matvæli. Þeir reka heilbrigð-
iskerfið með áætlunarbúskap og
biðröðum og banna okkur að
borga fyrir betri þjónustu ef við
viljum. Þeir leyfa okkur ekki að
skemmta okkur eins og við kjós-
um sjálf.
Stjórnmál snúast um boð og
bönn, en fyrst og fremst er rík-
isvaldinu beitt til að færa pen-
inga úr einum vasa í annan.
Kannski er þó réttara að segja
úr mörgum vösum í marga aðra
vasa; stundum í sama vasann
aftur! Við erum neydd til að
greiða nærri helming launa okk-
ar í „sameiginlegan sjóð“ sem
stjórnmálamenn ráðstafa að vild.
Þessari skipan mála fylgir
auðvitað sá galli að fyrirmennin
þurfa að sæta mjög takmarkaðri
ábyrgð, tapist þessir fjármunir.
Þau mega tefla að vild með pen-
ingana okkar. Til dæmis geta
þau veitt ríkisábyrgðir fyrir
milljarða á milljarða ofan. Ef illa
fer þurfa hinir háu herrar ekki
að borga. Nei, í versta falli verða
þeir ekki endurkjörnir í næstu
kosningum.
Á ráði lýðræðisins er annar en
um leið nátengdur ljóður. Á
enskuskotnu máli heitir hann
lobbíismi. Fulltrúar hinna ýmsu
sérhagsmunahópa herja á rík-
isvaldið með óskir um alls kyns
fyrirgreiðslu, oftast á kostnað
annarra. Sumir framleiðendur
vilja að tollar séu lagðir á er-
lenda framleiðslu. Flestar stéttir
vilja svokölluð lögvernduð starfs-
heiti, til að takmarka heilbrigða
samkeppni. Menningarfrömuðir
vilja framlög úr ríkissjóði til að
stunda störf sín (sem hlýtur að
þýða að fáir hafi nægan áhuga á
þeim til að greiða fyrir).
Hið góða fólk sem við veljum
til að beita ríkisvaldinu gegn
okkur á erfitt með að standast
þrýsting þessara hópa. Hags-
munir þeirra eru áþreifanlegri
en hinir dreifðu hagsmunir
skattgreiðenda. Tíu krónur úr
vasa hvers skattgreiðanda eru
ágætis ársstyrkur fyrir einn
æðri listamann. Hvaða talsmaður
almennings ætti að stíga fram á
sjónarsviðið fyrir tíu krónur? Ef
einhver vogar sér er hann í
þokkabót oftast úthrópaður sem
andstæðingur æðri lista, eða eft-
ir atvikum þess málefnis sem
styrkt er.
Í þessu felst sóun. Ef skatt-
greiðandinn fengi að halda þess-
um tíu krónum er líklegt að
hann myndi verja þeim á skyn-
samlegri máta en þinggreifarnir.
Tíkallarnir safnast saman og
verða að nærri helmingi tekna
launamannsins. Hann hefði sjálf-
ur hag af því að ráðstafa þessum
peningum á skynsamlegan hátt.
Hann gæti fjárfest á hlutabréfa-
markaðinum, í fyrirtæki sem
hann teldi líklegt að myndi skila
arði í framtíðinni með því að
framleiða eitthvað sem fólk vildi
kaupa. Hann gæti sparað til elli-
áranna. Í öllu falli væri hann að
fara með eigin peninga. Hann
þyrfti sjálfur að súpa seyðið af
óskynsamlegri fjárfestingu og
nyti ágóðans af skynsemi sinni.
Einstaklingurinn er máttlaus,
þegar fjármunum hans er ráð-
stafað með þessum hætti, þ.e. í
gegnum ríkisvaldið. Það stoðar
lítið fyrir einn kjósanda að kjósa
frambjóðanda sem vill e.t.v. að
fólk fái að halda peningunum í
eigin vasa. Einstaklingurinn er
ofurseldur kerfinu. Fólk er sífellt
að taka ákvarðanir fyrir hann og
hann getur sér enga björg veitt.
Þar að auki er afar ólíklegt að
nokkur sjái sér hag í að bjóða
sig fram með niðurskurð ríkis-
útgjalda á stefnuskránni. Lýð-
ræðið er leikvöllur sérhagsmuna
og þeirra sem vilja útþenslu rík-
isins. Til að ná eyrum fjöldans
þarf að eyða milljónum króna í
auglýsingar. Það þarf enginn að
efast um að sérhagsmunahóp-
arnir flykkist á kjörstað.
Við höfum þannig skapað víta-
hring. Lausnin á þessum vanda
er að takmarka vald stjórnmála-
mannanna. Þannig væru ókostir
lýðræðisins lágmarkaðir, því þótt
það sé ekki fullkomið er það
besta lausnin. Án þess væri of-
beldi eina leiðin til að skipta um
valdhafa, en lýðræði sér til þess
að menn sjá sér ekki hag í að
beita valdi til að ná sínu fram.
Til þess að takmarka rík-
isvaldið þarf að stjórna því. Ein-
hver þarf m.ö.o. að bjóða sig
fram með þá stefnu að leggja
starf sitt niður, eða því sem
næst. Til þess þarf fjármuni. Til
þess þarf að ná eyrum hins al-
menna Íslendings, sem vinnur
baki brotnu til að tryggja sér og
sínum sómasamlegt líf, en fær
ekki að njóta ávinningsins nema
að hálfu leyti. Það er hægara
sagt en gert.
Lýðræðis-
hugsjónin
Ógnarvald ríkisins er mikið. Það getur
svipt menn eigum sínum, sett þá í fang-
elsi og skipað þeim að gera hitt og þetta.
Það setur sér reglur sjálft um viðurlög
við misbeitingu valdsins.
VIÐHORF
Eftir Ívar
Pál Jónsson
ivarpall@mbl.is
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
Á ALÞINGI hef ég mikið unnið
að málefnum ungs fólks og barna-
fjölskyldna. Í tíð minni sem félags-
málaráðherra komust á miklar um-
bætur í húsnæðismálum. Þar má
nefna uppbyggingu nokkurra þús-
unda félagslegra eignar- og leigu-
íbúða á höfuðborgarsvæðinu, m.a.
með kaupleigukerfinu, svo og að
komið var á húsaleigubótum. Mikil
uppbygging námsmannaíbúða átti
sér stað á þessum tíma með hag-
stæðum lánskjörum sem tryggðu
lága leigu námsmanna. Auk þess
var komið á húsbréfakerfinu þar
sem fólk fær lánafyrirgreiðslu með
stuttum fyrirvara. Það kerfi leysti
af hólmi hið svokallaða biðraða-
kerfi þar sem fólk þurfti að bíða í
marga mánuði og jafnvel ár eftir
lánum. Brýnasta verkefni í hús-
næðismálum nú er endurreisn á
félagslegu húsnæði þar sem í for-
gangi væri uppbygging leiguíbúða
á hóflegum kjörum, m.a. fyrir
námsmenn og lágtekjufólk.
Málefni barnafjölskyldna
og námsmanna
Málefni barna hef ég sett í for-
gang, bæði sem ráðherra á sínum
tíma og sem þingmaður. Þar má
nefna stofnun embættis Umboðs-
manns barna, úrbætur í barna-
verndarmálum og umönnunarbæt-
ur fyrir foreldra fatlaðra og
langveikra barna. Jafnframt varð
bylting í aðstöðu fatlaðra barna
um allt land með nýrri löggjöf um
málefni fatlaðra og stofnun Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra. Barnabæt-
ur voru einnig auknar verulega en
þær hafa nú verið skertar talsvert.
Nú eru aðeins greiddar ótekju-
tengdar barnabætur með börnum
að sjö ára aldri en fyrir 1995 voru
þær greiddar með börnum að sex-
tán ára aldri.
Á síðasta Alþingi náði ég svo
fram tillögu um heildarstefnumót-
un í málefnum barna og unglinga
þar sem ríkisstjórninni var falið að
undirbúa heildstæða og sam-
ræmda opinbera stefnu í málefn-
um þeirra. Markmið stefnumótun-
arinnar er að tryggja hag og
velferð barna á öllum sviðum en á
grundvelli hennar á síðan að gera
fimm ára framkvæmdaáætlun í
samráði við opinberar stofnanir og
félagasamtök sem vinna að mál-
efnum barna og unglinga. Auk
þess var samþykkt tillaga um auk-
inn rétt foreldra vegna veikinda
barna en samkvæmt henni á að
leggja fram tillögur þar að lútandi
á yfirstandandi Alþingi. Loks vil
ég nefna að á þessu þingi hef ég
lagt fram frumvarp um breytingu
á lögum um tekjuskatt og eign-
arskatt þess efnis að heimilt verði
að draga vexti og verðbætur af
námslánum frá skattskyldum
tekjum.
Mér þætti afar vænt um stuðn-
ing þinn í prófkjöri Samfylking-
arinnar nk. laugardag, 9. nóvem-
ber, en þar sækist ég eftir að leiða
annað Reykjavíkurkjördæmið í
komandi alþingiskosningum.
Aðgerðir
í þágu ungs fólks
Eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
„Málefni
barna hef ég
sett í for-
gang.“
Höfundur er alþingismaður.
ÍSLAND er smáríki sem á vel-
sæld sína undir frelsi í alþjóða-
viðskiptum og friði í heiminum.
Niðurfelling tollmúra víða um
heim gerir íslenskar útflutnings-
vörur vænlegri kost fyrir neytend-
ur á erlendum mörkuðum. Að
sama skapi hafa íslenskir neyt-
endur hagnast á að dregið sé úr
hömlum á innflutningi og innflutn-
ingstollar lækkaðir.
Á síðustu áratugum hefur mark-
visst verið unnið að því að auka
viðskiptafrelsi. Á það bæði við hér-
lendis sem í öðrum iðnþróuðum
ríkjum. Til marks um þetta má
nefna sífellt viðameiri GATT-
samninga og samning EFTA og
Evrópusambandsins um evrópska
efnahagssvæðið sem lagði grunn
að sameiginlegum innri markaði
milli þeirra landa sem aðilar eru
að þessum samningum. Þó ber enn
á því að ríki telji það þjóna hags-
munum sínum að setja á sérstaka
verndartolla. Nýlegt dæmi er
stefna Bandaríkjastjórnar að
skattleggja innflutt stál til að
vernda innlenda stálframleiðslu.
Evrópusambandið hefur svarað
með refsiaðgerðum gagnvart
bandarískum innflutningi.
Á alþjóðavettvangi eigum við Ís-
lendingar að skipa okkur í lið með
þeim sem berjast fyrir frelsi í al-
þjóðaviðskiptum. Jafnframt ætti
barátta fyrir friði og lýðræðisleg-
um umbótum í heiminum að vera
kjörorð Íslendinga í alþjóðlegum
samskiptum. Smáríkjum farnast
ekki vel í heimi óöryggis og
þvingana. Við þannig aðstæður er
það sá sterki sem ræður.
Við höfum lagt okkar að mörk-
um til að viðhalda friði í Evrópu
með aðildinni að Atlantshafs-
bandalaginu. Nú standa yfir viða-
miklar breytingar á samsetningu
og aðferðafræði bandalagsins. Á
þessum breytingatímum verðum
við að halda vöku okkar.
Þá verðum við að fylgjast
grannt með þróun mála innan Evr-
ópusambandsins bæði hvað varðar
stækkun þess, sameiginlega pen-
ingastefnu, þróun í átt til meiri
áhrifa stórþjóða og uppbyggingar
sjálfstæðs Evrópuhers. Enn er
margt á huldu um hvernig Evr-
ópusambandið þróast á allra næstu
árum. Það er ábyrgðarlaust að
mæla skýlaust með því við kjós-
endur að hagsmunum okkar verði
best borgið með að sækja strax
um aðild að Evrópusambandinu.
Sjálfstæði Íslands kom ekki fyr-
irhafnarlaust. Fyrir því börðust
hugsjónamenn eins og Jón Sig-
urðsson sem var jafnframt tals-
maður frelsis í viðskiptum. Það var
sannfæring þessara Íslendinga að
sjálfstæði þjóðarinnar myndi færa
fólki lýðræði og betri efnahagsleg
kjör. Þetta hefur gengið eftir. Það
væri glapræði að fórna sjálfstæð-
inu fyrir draum um sameinaða
Evrópu sem geti boðið Bandaríkj-
unum birginn. Því síður þjónar það
lýðræðinu að ákvarðanataka færist
frá fólkinu til skriffinna í Brussel.
Í þágu frelsis, friðar
og lýðræðisumbóta
Eftir Stefaníu
Óskarsdóttur
„Það er
ábyrgð-
arlaust að
mæla ský-
laust með
því við kjósendur að
hagsmunum okkar
verði best borgið með
að sækja strax um aðild
að Evrópusambandinu.“
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og varaþingmaður, gefur kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
DILBERT
mbl.is