Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 39

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 39 ER ekki betra að hafa 200 þús- und krónur í laun á mánuði og borga einhvern skatt en 100 þús- und krónur og borga engan? spurði fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, í utandagskrárumræðum á Alþingi í vikunni um skattamál. Hver einasti maður svarar því að gott væri ef enginn hefði minna en 200 þúsund krónur í laun á mánuði. Ef það væri nú svo gott. Ríkisstjórnin leggur á það mikla áherslu að hafa lækkað skattpró- sentuna og það komi öllum til góða. En þegar flöt lækkun er gerð á skatthlutfalli án þess að gera aðrar breytingar samhliða eins og að hækka persónuafslátt- inn þá gagnast lækkunin mest þeim sem hafa hærri laun en minnst þeim sem hafa lágar eða lægri meðaltekjur. Nú er ljóst að skattabreytingin hefur þau áhrif að skattbyrði verkafólks þyngist um meira en hundrað þúsund krónur á ári en þeirra sem hafa laun yfir 350 þúsund um innan við þrjátíu þúsund. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin verið að létta sköttum af fjármagni og eignum en þyngja þá hlutfallslega af launafólki og lífeyrisþegum. En hvað með fyrirtækin? Skattar af fyrirtækjum voru lækkaðir niður í 18% sem gagnast einstaklega vel tekjumiklum stærri fyrirtækjum. Þetta kostaði ríkissjóð 3,7 milljarða króna. Á sama tíma var tryggingagjaldið hækkað sem hittir fyrir lítil fyr- irtæki sem byggja aðallega á mannafla, þar með talin smáfyr- irtæki í þekkingariðnaði og svo- kölluð sprotafyrirtæki, en hafa ekki miklar tekjur ennþá. Nú vantaði ríkissjóð peninga fyrir skattalækkuninni á tekjuháu fyr- irtækin og þarna var unnt að ná í 2,4 milljarða króna. Allir sem geta það stofna nú einkahlutafélög en umdeild laga- breyting á þinginu í fyrra heimilar einstaklingum í rekstri að stofna einkahlutafélög. Á undangengnu 20 mánaða tímabili hafa vel yfir 4.000 einkahlutafélög verið stofnuð sem lækkar skatt á viðkomandi úr 38% í 18%. Svo má nú minna á að þeir sem hafa miklar tekjur af fjármagni greiða aðeins 10% skatt af þeim fjármagnstekjum. Röng stefna Ríkisstjórnin virðist ekki vita hvernig skattar hennar hitta ólíka tekjuhópa og fjölskyldur fyrir. Hér er að verða til auðmannastétt og á síðustu árum hefur mikið fjármagn flust á fárra hendur. Misskipting eykst. Í skattastefnunni á að felast skýr stefnumörkun og fjölskyldu- pólitík. Skattastefnu á að nota til jöfnunar en ekki til að flytja fjár- magn til þeirra sem mest hafa fyr- ir. Auðvitað væri betra að hafa 200 þúsund og borga einhverja skatta. Betra að hafa 200 þúsund í laun Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. „Hér er að verða til auðmanna- stétt og á síðustu ár- um hefur mikið fjár- magn flust á fárra hendur.“ ÞAÐ var mér virkilegt ánægju- efni, er Jón Kr. Óskarsson gaf kost á sér í flokks- vali Samfylkingar í Suðvesturkjör- dæmi. Jón hefur í ár- anna rás kynnst líf- inu frá mörgum hliðum og verið víða í fylkingarbrjósti í fé- lagsmálum. Eftir að hann og kona hans fóru á eftirlaun, hefur hann gefið málefnum eldri borgara auk- ið vægi í sínum baráttumálum, enda þekkir hann vel hvar skórinn kreppir hjá okkur eldri borgurum. Jón Kr. Óskarsson gefur kost á sér í 4.–6. sæti í flokksvalinu. Ég skora því á eldri borgara í Suðvesturkjördæmi að greiða Jóni Kr. Óskarssyni atkvæði sitt í flokksvali Samfylkingarinnar 9. nóvember nk. Atkvæði greitt Jóni Kr. Ósk- arssyni er atkvæði greitt manni, sem berst fyrir eldri borgara af krafti og þekkingu. Styðjum Jón Kr. Óskarsson í flokksvali Samfylkingar- innar í Suð- vesturkjördæmi Jón Rafn Guðmundsson, varaformaður Fé- lags eldri borgara í Hafnarfirði, skrifar: LAUGARDAGINN 9. nóvember verður flokksval hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsta flokksvalið og því nauðsynlegt að vel takist til í vali á forystusveitinni. Það er mín skoðun að Guðmundur Árni sé best til þess fallinn að leiða listann og hvet því Mosfellinga og flokksmenn í kjördæminu öllu til að velja hann í 1. sætið á laugardaginn. Guðmundur hefur mikla reynslu í stjórnmálum, bæði sveitarstjórnarmálum og landsmálum, sem er nauðsynlegt núna þegar stefnir í að Samfylkingin bæti við sig fylgi og fari jafnvel í rík- isstjórn. Ég treysti Guðmundi til að vinna áfram að velferðarmálum og vera okkur jafnaðarmönnum til sóma á alþingi. Og að sjálfsögðu kýs ég Valdimar í 4. sæti. Guðmund Árna í 1. sæti Lárus H. Jónsson, Mosfellsbæ, skrifar: ÞAÐ er eflaust ekki tekið út með sældinni að vera andstæðing- ur ríkisstjórnar sem er farsæl. Auðvitað skýtur einstaka mál upp kollinum þar sem réttmætt er að gagnrýna ríkisstjórnina, en þegar hún er í grundvallaratriðum farsæl er fátt annað hægt að gera en að halda uppi málefnalegri gagnrýni þar sem það á við og bíða síns tíma. En það eru alltaf einhverjir í hringiðu stjórnmálanna sem geta ekki beðið heldur grípa til örþrifa- ráða og hlaupa fram úr sjálfum sér. Þetta er ekkert nýtt. Hins vegar eru fá dæmi þess að hafðar séu uppi jafnalvarlegar ásakanir eins og þegar forsætisráðherra var sakaður um það á dögunum að stjórna lögregluaðgerðum gegn forsvarsmönnum einkafyrirtækis. Þessar ásakanir voru ekkert rök- studdar frekar heldur var þessu bara slegið fram. Þessi fáránlega samsæriskenning þótti ekki sér- lega merkileg fyrr en forsætisráð- herra óskaði eftir því að sá sem setti þær fram stæði fyrir máli sínu augliti til auglitis. Þá ruddist hver um annan þveran fram á rit- eða spjallvöllinn og sakaði ráð- herra um að misbeita valdi sínu. Að hann væri orðinn svo spilltur á valdastóli að hann léti sér koma það til hugar að bjóða ákærand- anum í kaffi! En aldrei komu dæmin um misbeitingu valds. Ég hef reyndar ekki sérstakar áhyggjur af því að fólk trúi þessari vitleysu. Það er samt ástæða til að staldra aðeins við. Rétt er að at- huga að á meðal þeirra sem tóku þátt í þessum leik var fólk úr Sam- fylkingunni. Er von að maður spyrji hvort við eigum að trúa þeim slagorðum Samfylkingarinn- ar að þar fari lýðræðisafl, eftir að hafa heyrt þennan dæmalaust falska samsærissöng? Hvernig getum við það þegar þau ganga af svo miklu virðingarleysi um lýð- ræðislegan rétt sinn til að tjá sig í opinberri umræðu? Þeim er auð- vitað frjálst að ganga um hann eins og þeim sýnist. Rétt eins ábyrgðarlaust og framgangan var við framkvæmd Evrópukosningar Samfylkingarinnar sem lauk fyrir skemmstu. Margt Samfylkingar- fólk telur sig þar hafa verið órétti beitt af forystunni og hefur talað um „misþyrmingu á lýðæðinu“. Ég vona að í komandi kosning- um verði rætt um málefni. Um það hvernig á að bæta lífskjör almenn- ings, t.d. með því að lækka hér skatta, og um það hvernig á að búa í haginn fyrir framtíðina. Við getum ekki treyst fólki fyrir valdi, sem leggst jafnlágt í baráttu sinni við að koma ríkisstjórninni frá og sjálfu sér að og við höfum orðið vitni að undanfarin misseri. Málefnaleg uppgjöf Samfylkingarinnar? Eftir Sigurð Kára Kristjánsson „En aldrei komu dæm- in um mis- beitingu valds.“ Höfundur er héraðsdómslögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÞAÐ er gleðiefni að Sigrún Gren- dal, píanókennari og formaður FT, skuli bjóða sig fram í prófkjöri Sam- fylkingarinnar. Sigrún leiddi kjara- baráttu tónlistarkennara í fyrra og vakti athygli allra fyrir eldmóð, bar- áttuvilja og skýra hugsun. Henni tókst ekki aðeins að virkja vonlitla tónlistar- kennara í erfiðum slag fyrir eðlilegum launum, heldur fékk allan almenning í lið með sér. Má segja að Sigrún hafi lyft grettistaki á þessum vettvangi, því fæstir höfðu nokkra trú á verkfalli tónlistarkennara í upphafi. Nú hyggst Sigrún ganga enn lengra og einbeita kröftum sínum að margvíslegum málefnum, þar á með- al menntamálum. Hún er opin fyrir uppstokkun á núverandi skólakerfi og vill veita öðrum valmöguleikum brautargengi. Ennfremur vill hún brjóta upp kerfishugsun í efnahags- lífi, sem og mennta- og félagsmálum. Það er fyrir löngu orðið tímabært eins og allar hugsandi manneskjur vita. Kjósum því Sigrúnu; hún hefur sannað að hún eigi erindi í barátt- una. Áfram Sigrún! Jónas Sen skrifar: DÆMALAUST skeytingarleysi ríkisstjórnar Íslands virðist ætla að leiða til þess að mörg hundruð af bestu listaverkum 20. aldar fari úr almenningseigu í einkaeign. Morg- unblaðið á heiður skilinn fyrir að vekja athygli á þessu stórmáli. Listaverkakaup ríkisbankanna voru ávallt réttlætt með því að þann- ig varðveittust okkar dýrmætustu verk í eigu þjóðarinnar. Þeir sem nú kaupa bankana eru að kaupa fjár- málastofnanir, ekki listasöfn. Í umræðum á Alþingi í gær, fimmtudag, skoraði ég á eigendur hlutabréfa Búnaðarbanka og Lands- banka að gefa íslensku þjóðinni verkin aftur. Setja á stofn sjálfseign- arssjóð: Listasafn Búnaðarbanka og Landsbanka og afhenda þjóðinni safnið. Listasafn Íslands gæti séð um rekstur þess. Slíkt væri þeim til mikils sóma, en ríkisstjórn Íslands til háðungar. Listaverkin til þjóðarinnar Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Höfundur er alþingismaður. „Þeir sem nú kaupa bankana eru að kaupa fjármálastofnanir, ekki listasöfn.“ ÁGÚST Ólafur Ágústsson, for- maður Ungra jafnaðarmanna, er öfl- ugur einstaklingur sem bæði hefur sýnt það í námi og starfi að honum er treystandi. Ágúst var forseti Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík, var í stjórn Röskvu í Há- skóla Íslands og er núverandi varafor- maður Varðbergs. Ágúst hefur komið nálægt ritstjórn fjölda tímarita s.s. Úlfljóti, tímariti laganema, Skóla- blaði MR, Lagakrókum og Hátíð- artímariti ELSA-Ísland, samtaka evrópskra laganema. Hann vann að auki um tíma sem blaðamaður hjá Degi. Ágúst hefur sýnt mikinn dugn- að innan ungliðahreyfingar Sam- fylkingarinnar og var fyrsti ritstjóri vefrits Ungra jafnaðarmanna, poli- tik.is og sat í fyrstu stjórn Ungra jafnaðarmanna. Ágúst hefur m.a. unnið í fjármálaráðuneytinu og hjá ríkisskattstjóra en Ágúst stefnir í að ljúka bæði lögfræði og hagfræði á næsta ári. Ágúst Ólafur mun verða mikill styrkur fyrir Samfylkinguna. Veitum honum því gott braut- argengi í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Styrkur í Ágústi Ólafi Guðný Aradóttir skrifar: Í KOSNINGUM næsta vor þarf Samfylkingin að treysta sig í sessi sem stór og ábyrgur flokkur. Við höf- um burði til að ná því takmarki. Mestu skiptir að við teflum fram sterkum hópi frambjóðenda sem almenningur treystir til að takast á við brýn úrlausnarefni í íslensku samfélagi. Mín skoðun er sú að Bryndís Hlöðversdóttir sé afar vel til þess fallin að skipa forystusveit Samfylkingarinnar. Víst verður sótt að flokki jafn- aðarmanna bæði frá vinstri og hægri, því eru jafnaðarmenn um heim allan vanir og meira að segja verðum við vör við slíkt í sjálfri prófkjörsbarátt- unni! Þeim mun meiri þörf er fyrir forystumenn eins og Bryndísi Hlöð- versdóttur. Ábyrg afstaða og víðsýni einkenna framgöngu hennar. Bryn- dís tekur afstöðu út frá hagsmunum heildarinnar, hún slær ekki um sig með frösum sem líklegir eru til vin- sælda hverju sinni. Bryndís er ábyrg- ur stjórnmálamaður. Af þessum ástæðum hika ég ekki við að setja Bryndísi í annað sætið. Fylkjum okkur um Bryndísi! Bjarni Þór Sigurðsson kvikmyndagerð- armaður skrifar:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.