Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er spennandi vetur framund-
an í íslenskum stjórnmálum. Í vor
verður kosið til Alþingis og er það
þegar farið að stýra þjóðfélagsum-
ræðunni. Stjórnmálaforingjar eru
farnir að keppast um að segja kjós-
endum hvað kosningarnar muni snú-
ast um og hvað ekki. Það gleymist
stundum að það er fyrst og fremst í
höndum kjósenda um hvað verður
kosið, því þeirra er jú valið, en ekki
stjórnmálamannanna.
Skekkt aldursdreifing
Allir geta verið sammála um að Al-
þingi eigi að einhverju leyti að end-
urspegla þegna þjóðarinnar; aldur
hennar, kynjaskiptingu og aðra
þætti mannslífsins. Á þetta hefur
mikið skort á þjóðþingi Íslands en
þar eru einungis 5% af heildarfjölda
þingmanna undir 35 ára aldri. Ef lit-
ið er til Norðurlandanna kemur í ljós
að sambærileg hlutföll eru rúm 9% í
Svíþjóð, í Noregi 12% og í Danmörku
voru 14% þingmanna undir 35 ára
aldri. Við þetta má bæta að íslenskir
þingmenn eru nær allir á aldrinum
40–60 ára (sjá úttekt nánar á
www.tikin.is, vefriti sem gefið er út
af félagsskap ungra hægrisinnaðra
kvenna).
Framlag ungs fólks
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og
stefni þar á 9. sæti listans. Áherslur
mínar í stjórnmálum liggja m.a. á
sviði efnahagsmála, þar sem lækkun
skatta, aðhald í ríkisfjármálum og af-
nám tolla vega einna þyngst. Skattar
valda skaða, sérstaklega þeir skattar
sem breyta hlutfallslegu verði vöru
og þjónustu, s.s. tollheimta og vöru-
gjöld, því þeim fylgir neyslustýring.
Auk þess er sú tvísköttun sem felst í
erfðafjársköttum og eignarsköttum
einkar ósanngjörn enda er þar um að
ræða eignaupptöku. Önnur áherslu-
mál mín í stjórnmálum eru jafnrétt-
ismál, í sem víðustum skilningi þess
orðs og aukið valfrelsi í menntamál-
um.
Nú í aðdraganda prófkjörsbaráttu
vil ég hvetja alla sjálfstæðismenn í
Reykjavík til þess að fylgjast með
umræðunni og taka þátt. Framboðin
koma úr ólíkum hópum og það er því
vonandi að raddir þessara hópa eigi
eftir að heyrast síðar frá pöllum Al-
þingis, ungar jafnt sem eldri!
9. sætið
Eftir Guðrúnu Ingu
Ingólfsdóttur
Höfundur er hagfræðingur og
býður sig fram í 9. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Það eru
einungis 5%
af heild-
arfjölda
þingmanna
á Alþingi Íslands undir
35 ára aldri.“
STEFNA helmingastjórnar
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
er ekki jöfnuður, heldur hyglun til
hinna efnameiri, t.d. í skattamál-
um, samanber skattlagningu
vaxtagróða. Fjöldi fólks greiðir að-
eins 10% skatt af milljóna vaxta-
tekjum en tekjuskattur launafólks
er um 40%, sem þó átti að lækka í
áföngum eftir að staðgreiðslan var
tekin upp. Í dag höfum við búið við
ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar í
nærri 12 ár, og ekkert hefur bólað
á skattalækkunum til almennings
og ekki virðast neinar efndir í
þeim efnum ætla að sjá dagsins
ljós í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Fjárlagafrumvarpið ber með sér
að enn á að hygla hinum efna-
meiri, þar er gert ráð fyrir að
lækka hátekjuskattinn um 2% þeg-
ar réttlætið ætti að vera að þeir
sem mesta burði hafa til að borga
sitt til samfélagsins ættu að greiða
mest, en ekki sé níðst á þeim efna-
minni.
Með skilvirkum aðgerðum er
hægt að ná stórum hluta þess
skattfjár sem nú er skotið undan.
Það, ásamt réttlátu skattaálagi,
ætti að duga til hækkunar skatt-
leysismarka sem nú eru skamm-
arleg lág, rétt 70 þúsund krónur á
mánuði.
Núverandi valdhafar hafa ekki
þá réttlætiskennd til að bera sem
almenningur væntir frá valdhöfum
sínum hverju sinni. Ríkisstjórnin
hefur lagt alla rækt við hátekju-
hópa og stórfyrirtækin í landinu,
en vanrækt fólkið, hinn almenna
kjósanda, enda á ríkisstjórnin eftir
að uppskera eins og til hefur verið
sáð.
Stefna Samfylkingarinnar er
andhverfa núverandi ríkisstjórnar
um réttlæti og jöfnuð, þ.e. að
tryggja sanngirni og réttlæti í
skattkerfinu og treysta jöfnuð og
öryggi velferðarkerfisins með af-
komutryggingu. Í samfélagssýn
Samfylkingarinnar er lögð áhersla
á rækt við kjósendur, traust og
trúnað.
Ég býð mig fram í 3.–4. sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi, sem verður hald-
ið hinn 9. nóvember, – með stuðn-
ingi þínum verður það að
veruleika.
Réttlát afkoma
Eftir Þorlák
Oddsson
Höfundur býður sig fram í prófkjöri
Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi
og sækist eftir 3.–4. sæti.
„Núverandi
valdhafar
hafa ekki þá
réttlæt-
iskennd til
að bera sem almenn-
ingur væntir.“
SIGRÚN Grendal hefur ákveðið
að bjóða fram krafta sína í 5.–6. sæti
í flokksvali Samfylkingarinnar í
Reykjavík næstkom-
andi laugardag. Sig-
rún er píanókennari
og einleikari að
mennt og hefur gert
tónlistarkennslu að
aðalstarfi auk þess
að sinna starfi for-
manns tónlistarkennara við Kenn-
arasamband Íslands um árabil. Hún
hefur ætíð verið mikil baráttukona
fyrir bættum kjörum og aðstöðu tón-
listarfólks og stóð sig með stakri
prýði í kjarabaráttu tónlistarkenn-
ara á síðastliðnu ári. Hún er ein-
staklega dugleg og kraftmikil ung
kona, skipulögð og fylgin sér. Helstu
stefnumál hennar eru meðal annars
að auka skilning ráðamanna og al-
mennings á gildi menntunar ásamt
því að virkja ungt fólk til þátttöku í
stjórnmálum og veita frumkrafti
ungs fólks brautargengi í þjóðfélag-
inu, sem eru stefnumál að mínu
skapi. Ég er sannfærð um að Sigrún
á eftir að láta mikið að sér kveða í ís-
lenskum stjórnmálum fái hún tæki-
færi á lista Samfylkingarinnar. Ég
skora því á alla að tryggja Sigrúnu
brautargengi í 5.–6. sætið á laug-
ardaginn kemur. Þá vil ég benda
þeim á sem vilja kynna sér stefnu-
mál Sigrúnar að skoða heimasíðu
hennar, www.sigrungrendal.is.
Sigrún Grendal í
5.–6. sætið
Þuríður Hrund Hjartardóttir markaðs-
fræðingur skrifar:
ÞAÐ fer ekki á milli mála að með-
al þeirra sem þekkja Þorlák Odds-
son er mikill hugur um að rödd hans
þurfi að hljóma, og
hans stóra hlýja
hjarta eigi að slá í
sölum Alþingis eftir
næstu kosningar.
Því skorum við á
Samfylkingarfólk að
styðja hann í 4. sæti
listans. Þorlákur er af alþýðufólki
kominn og ekki kom annað til greina
en að fara að afla tekna strax og
hægt var. Hann varð því fullorðinn
fyrr en jafnaldrar hans og tók á móti
þeim í lífsbaráttunni hvenær sem
þeir þurftu á hjálp og stuðningi hans
að halda. Hann var formaður Hús-
næðisnefndar Hafnarfjarðar á
mestu og bestu tímum hennar og
kappkostaði að leysa hvers manns
vanda við að tryggja sér og sínum
þak yfir höfuðið í Hafnarfirði. Nú
viljum við að hann stígi næsta skref.
Oft var það sagt í árdaga kvenna-
baráttunnar að Alþingi væri ríkara
þegar reynsluheims kvenna nyti við.
En ég segi að nú á tímum einsleitra
háskólagenginna þingmanna er Al-
þingi snautt og fátækt ef það nýtur
ekki reynsluheims alþýðumannsins.
Þorlákur Oddsson er afskaplega
skynsamur og sérlega minnugur, og
býr yfir styrk og reynslu sem Al-
þingi má ekki vera án og Samfylk-
ingin getur ekki hafnað.
Alþýðumanninum
má ekki hafna
Helgi J. Hauksson stjórnmálafræðingur
skrifar:
Í PRÓFKJÖRI Samfylking-
arinnar gefur Guðrún Ögmunds-
dóttir í annað sinn
kost á sér til starfa
fyrir þjóðina sem
talsmaður sanngirni,
mannvirðingar og
mannréttinda. Við
höfum fengið að
kynnast hæfileikum
hennar því að í starfi sínu hefur hún
barist markvisst fyrir réttindum
þeirra sem erfiðast eiga með að afla
sér málsvara. Málefni fátækra, und-
irokaðra kvenna, innflytjenda eða
fanga, alltaf hefur Guðrún talað af
rökvísi og stillingu en óhikað fyrir
rétti allra þegna þessa lands. Þá er
Guðrún fyrsti flutningsmaður nýrr-
ar þingsályktunartillögu til að kanna
réttarstöðu samkynhneigðra. Hún
felur í sér að unnið verði að sama
rétti fólks í óvígðri sambúð og óstað-
festri samvist og að réttur samkyn-
hneigðra til ættleiðinga verði skoð-
aður í ljósi framfara síðustu missera
úti í heimi. Guðrún Ögmunds hefur
opnað augu fjöldans fyrir því hversu
lýðréttindum er misskipt hér á landi.
Hún er ekki aðeins jafnaðarmaður í
orði, heldur og á borði. Það er hug-
rekki hennar sem við þurfum á að
halda.
Guðrún Ögmunds
áfram á Alþingi
Guðlaugur Kristmundsson, formaður FSS,
Félags samkynhneigðra og tvíkynhneigðra
stúdenta, skrifar:
AKURNESINGURINN Guðjón
Guðmundsson er einn af okkar al-
duglegustu þingmönnum og því er
afar mikilvægt að
hann fái stuðning í
öruggt sæti í próf-
kjöri sjálfstæð-
ismanna í hinu nýja
Norðvesturkjör-
dæmi um næstu
helgi. Við sem búum
á suðvesturhorninu höfum fylgst
með þeim jákvæðu breytingum sem
orðið hafa á samfélaginu vegna upp-
byggingar á Grundartangasvæðinu.
Til að þoka þessum málum sem
hraðast fram veginn hefur Guðjón
Guðmundsson farið fremstur í flokki
og verið einn ötulasti talsmaður þess
að Norðuráli verði tryggð orka og að
stækkun verksmiðjunnar verði að
veruleika sem fyrst.
Ekki má heldur gleyma fram-
göngu Guðjóns í svokölluðu hval-
veiðimáli. Þar hefur hann loksins
eftir áralanga baráttu, sem er lýs-
andi fyrir málafylgju hans og stað-
festu, fengið samþykkt að nú geta
Íslendingar aftur hafið hvalveiðar.
Það eru ekki þeir sem gapa mest
sem koma flestu í verk, heldur oftar
þeir sem vinna verk sín af auðmýkt
og hollustu við og fyrir umbjóðendur
sína.
Því skora ég á alla sjálfstæð-
ismenn í Norðvesturkjördæmi að
tryggja Guðjóni Guðmundssyni
öruggt sæti til áframhaldandi þing-
setu.
Guðjón á þing –
okkar vegna
Pétur Ottesen, starfsmaður Norðuráls og
fyrrv. bæjarfulltr. á Akranesi, skrifar:
EINAR Kristinn Guðfinnsson
hefur á undanförnum árum getið sér
orð fyrir afdráttarlausar skoðanir í
sjávarútvegmálum.
Hann hefur ekki allt-
af farið troðnar slóð-
ir, en hins vegar haft
að leiðarljósi að berj-
ast fyrir hags-
munum sjáv-
arútvegsins og þar
með um leið staðið vörð um byggð-
irnar úti um landið sem byggjast á
sjávarútvegi.
Ég hef eins og margir aðrir fylgst
með Einari í gegn um árin og séð að
þar fer maður sem vill af einlægni
berjast fyrir byggðirnar sem hann
hefur starfað í umboði fyrir. Þess
vegna bind ég miklar vonir við hann
sem þingmann í nýju Norðvest-
urkjördæmi og veit að líkt og hann
hefur verið harðsnúinn bar-
áttumaður fyrir Vestfirði sem þing-
maður þess kjördæmis verður hann
jafn harður baráttumaður fyrir hið
nýja kjördæmi, Norðvesturkjör-
dæmi.
Þess vegna hvet ég fólk til þess að
fylkja sér um Einar K. Guðfinnsson
og tryggja það að hann fái glæsilega
útkomu í prófkjörinu 9. nóvember
næstkomandi.
Baráttumaður
fyrir Norðvest-
urkjördæmi
Gunnar Bergmann Traustason, sölustjóri
á Fiskmarkaði Íslands, Snæfellsbæ, skrif-
ar:
ÞAÐ er í raun fátt sem bendir til
þess að hér á landi hafi verið svoköll-
uð hægristjórn við völd í ríflega ára-
tug. Sá litli vitnisburður um hægri-
stefnu sem þó sést á íslensku
samfélagi er grunsamlega oft af nei-
kvæðum toga. Og allt það sem
hægrimenn hafa látið hjá líða að
gera í valdatíð sinni ber þeim ekki
sérstaklega vel söguna heldur.
Skoðum málið. Eins og Stöð 2 hef-
ur bent á í vönduðum fréttaflutningi
hafa skattálögur á láglaunafólk í
raun hækkað um 6% vegna þess að
persónuafsláttur hefur nánast staðið
í stað á undanförnum árum. Á sama
tíma hafa skattálögur á hátekjufólk
hækkað um innan við 1%. Hér er því
raunverulega verið að auka álögur á
þá sem lægst hafa launin, sem er
vissulega lítið til að státa sig af. Það
er hins vegar klassískur vitnisburð-
ur um gamaldags hægristefnu.
Krafa um nýja hugsun
Á hinn bóginn hafa hægrimenn al-
gjörlega látið hjá líða að grípa til að-
gerða gegn verndartollum á mat-
væli, svo dæmi sé tekið, og að draga
markvisst úr þjóðhagslega óhag-
kvæmum niðurgreiðslum í landbún-
aði. Þeir hafa látið hjá líða að styðja
við bakið á sprotafyrirtækjum í at-
vinnulífi og markaðshugsun hjá ís-
lenskum hægrimönnum er ekki
sterkari en svo að hvert tækifærið á
fætur öðru rennur okkur úr greipum
á sviði nýrra atvinnutækifæra. Á
meðan fær Framsóknarflokkurinn
frítt spil til að gefa takmörkuðu
ímyndunarafli sínu lausan tauminn í
atvinnumálum með því að einblína á
að reisa álver út um allar trissur og
hafa slíkar áætlanir verið kallaðar í
erlendum stórblöðum eitthvert hið
átakanlegasta dæmi um gamaldags
sósíalisma á síðari tímum. Allt þetta
ber hægrimönnum sem slíkum á Ís-
landi fremur dapurt vitni. Hér þarf
nýja hugsun um nýja verðmæta-
sköpun.
Lækkum skatta á lágtekjufólk
Öll þessi dæmi sýna að breytinga
er þörf. Ég er frjálslyndur jafnaðar-
maður. Ég hef sterka trú á því að
frjálslynd jafnaðarstefna eigi brýnt
erindi við nútíma Íslendinga. Tökum
eitt nærtækt dæmi: Það stríðir ekki
einungis gegn réttlætissjónarmið-
um, eins og ég held fram, heldur er
það líka beinlínis þjóðhagslega óhag-
kvæmt að stór hópur fólks hafi ekki
úr nógu að spila. Það eykur álag á hið
félagslega samtryggingarkerfi auk
þess sem fólk sem þannig er á sig
komið getur ekki lagt neitt til í
sparnaði og ekki tekið eðlilegan þátt
í neyslusamfélaginu. Það er því ekki
bara pólitískt hneyksli heldur líka
dýrt að halda stórum hópi fólks við
fátæktarmörk, eins og núverandi
ríkisstjórn gerir. Þetta sýnir ásamt
mörgu öðru að nútíma jafnaðar-
stefna Samfylkingarinnar á brýnt
erindi til áhrifa.
Nútíma jafnaðarstefna
á erindi við almenning
Eftir Jakob Frímann
Magnússon
„Það er ekki
bara póli-
tískt
hneyksli
heldur líka
dýrt að halda stórum
hópi fólks við fátækt-
armörk.“
Höfundur er frambjóðandi í flokks-
vali Samfylkingarinnar í Reykjavík.