Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 43 Auglýsendur! Jó l i n 2002 30. nóvember Pantið fyrir kl. 12 föstudaginn 15. nóvember! Pantið tímanlega þar sem uppselt hefur verið í jólablaðauka fyrri ára. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Jólablaðaukinn fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 30. nóvember. Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 11.970 stgr. Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar. Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid! VIÐ sem þekkjum Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur, þingmann Reykvíkinga, vitum hvílíkur dugn- aðarforkur hún er í starfi og óþreytandi að berjast fyrir hagsmunum al- mennings og þá ekki síst þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa farið halloka í lífsbaráttunni. Hún hefur aðstoðað fjölda fólks við að ná fram rétti sínum og barist fyrir fjölmörgum réttlætismálum. Fáir þingmenn hafa staðið jafn- dyggan vörð um velferðarkerfið og Ásta Ragnheiður. Hún hefur barist ötullega fyrir ótal framfara- málum og réttindum fólksins í landinu í heilbrigðis- og trygg- ingamálum, enda nýtur hún þar yfirburðaþekkingar sinnar á þeim málaflokkum. Við megum alls ekki við því að missa þessa baráttu- og hugsjónakonu af þingi. Nú höfum við tækifæri til að tryggja að Ásta Ragnheiður haldi áfram að standa vörð um velferð, réttindi og hagsmuni almennings. Tökum þátt í prófkjöri Samfylk- ingarinnar laugardaginn 9. nóv- ember og tryggjum Ástu Ragn- heiði 3. sætið. Það munar um hvern og einn. Atkvæði þitt getur ráðið úrslitum. Tryggjum Ástu Ragnheiði þriðja sætið Reynir Wium vörubílstjóri skrifar: ÞAÐ er óneitanlega freistandi að meta stjórnmálamenn út frá hug- takinu ótti, einkum vegna þess að óttinn er það afl sem hindrar sam- vinnu, framfarir og þróun. Viljaleysi nú- verandi rík- isstjórnar við að „kanna“ kosti ESB- aðildar hlýtur hver heilvita maður að líta á sem óttann við að tapa völdum; ótta heimaln- ingsins við að utan heimahaganna sé aðeins að finna tröll og forynjur. Bryndís Hlöðversdóttir þjáist ekki af slíkum ótta. Hún þorir að horf- ast í augu við það að heimurinn þróast og breytist hvort sem okkur Íslendingum líkar betur eða verr og það er undir okkur sjálfum komið hvort, og á hvern hátt, við viljum taka þátt í þeim breytingum. Hún er órög við þá framtíðarsýn að eiga samvinnu við aðrar þjóðir um velferð Íslands og allrar Evrópu. Hún er nógu víðsýn til þess að vilja skoða möguleikana í slíkri sam- vinnu um leið og hún gerir sér grein fyrir þeim verðmætum sem við þurfum að vernda. Kjósum Bryndísi í 2. sæti. Bryndís er óttalaus Anna Borgþórsdóttir skrifar: ÁSGEIR Friðgeirsson er einn þeirra sem láta verkin tala. Hann var formaður í Breiðabliki um fimm ára skeið og vann þar af kostgæfni að málefnum félagsins. Einkum kom hann að farsælli lausn á skuldavanda félagsins, frágangi á æfingasvæði félags- ins í Smáranum auk þess sem hann ásamt góðum fé- lögum ýtti úr vör hugmyndum um byggingu Fífunnar, sem er fyrsta knatthúsið á höf- uðborgarsvæðinu. Með tilkomu Fíf- unnar hefur öll aðstaða til knatt- spyrnu- og frjálsíþróttaiðkunnar aukist til mikilla muna. Mun húsið vafalaust efla meistarflokka íþrótta- félaganna í Kópavogi og auka enn frekar á áhuga og iðjusemi þeirra sem yngri eru. Ég styð Ásgeir til þingsetu. Hann er góður talsmaður íþrótta og er málafylgjumaður sem lætur verkin tala. Styðjum Ásgeir Hákon Sverrisson, fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu í Breiðabliki, skrifar: Í PRÓFKJÖRI Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæminu eru margir hæfir einstaklingar. Þar eru þrjár konur, hver annarri fram- bærilegri. Konur hafa hlotið gott brautargengi hjá Samfylkingunni. Sú staða má ekki breyt- ast. Umræðan um matvöruverð hér á landi er góður vitn- isburður um eina þessara ágætu kvenna, Rannveigu Guðmunds- dóttur, sem með mikilli vinnu og rökfestu hefur átt þar stóran þátt. Umhyggja Rannveigar fyrir vel- ferð fjölskyldunnar er flestum kunn. Áralöng reynsla hennar af þeim málaflokki er mikilsverð nú þegar vegið er að velferð fjölskyldunnar á margvíslegan hátt, t.d. með óhag- kvæmri skattastefnu ríkisstjórn- arinnar. Vaxandi félagsleg vandamál fjölskyldna má oft rekja til erfiðra aðstæðna á heimilum. Þá reynir á. Reynsla, þroski og kraftur er það veganesti sem nauðsynlegt er að hafa í farteskinu til að ná árangri um heildstæða og farsæla fjöl- skyldustefnu. Ég hvet Samfylkingarfólk til að tryggja Rannveigu glæsilega kosn- ingu. Áfram Rannveig! Sigrún Benediktsdóttir lögfræðingur skrifar: Á SÍÐUSTU árum hefur ríkis- stjórnin lækkað tekjuskatt ein- staklinga í áföngum úr 41,93% í 38,78%. Skatthlutfallið væri orðið enn lægra hjá skattgreiðendum í Reykjavík ef R-listinn hefði ekki hækkað útsvarið á borgarbúa en útsvarið er innheimt sem hluti tekjuskatts. Þessar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar mættu harðri andspyrnu af hálfu þingmanna Samfylkingarinnar og jafnvel eftir að þær höfðu komið til fram- kvæmda hamaðist verðandi for- maður Samfylkingarinnar gegn þeim. Í viðtali við Stöð 2 í apríl 1999 sagði Össur Skarphéðinsson það hafa verið „mistök hjá rík- isstjórninni að lækka skatta á ein- staklinga yfir línuna“. Svipuð um- mæli má finna í viðtali við Morgunblaðið í sama mánuði. Liðsmenn stjórnarandstöðunnar hafa einnig gagnrýnt lækkun á eignarskatti einstaklinga og kallað hana „dekur við hátekjumenn“ þótt ljóst sé að margt fólk, ekki síst eldra fólk sem vill búa áfram í eigin húsnæði en hefur lágar tekjur, nýtur góðs af. En það er ekki nóg með að Sam- fylkingin hafi lagst gegn skatta- lækkunum ríkisstjórnarinnar á einstaklinga. Hún lagði einnig til ýmsar skattahækkanir í málefna- skrá sinni fyrir síðustu kosningar. Meðal þess sem þar gat að líta var tillaga um að hækka skatta á bens- ín svo um munaði. Í málefnaskránni var einnig til- laga um að hækka fjármagnstekju- skatt úr 10% í 40%. Þessi hækkun myndi fyrst og fremst draga úr sparnaði í þjóðfélaginu. Hún myndi einnig hafa afdrifaríkar af- leiðingar fyrir leigumarkaðinn því hækka þyrfti leigu verulega til að mæta aukinni skattlagningu. Myndarlegar skattalækkanir á fyrirtæki á undanförnum árum hafa skotið traustari stoðum undir atvinnulífið. Því hefur fylgt mesta kaupmáttaraukning síðari ára. Þessi grunnur er mikilvægur fyrir frekari lækkanir á tekjuskatti ein- staklinga. Það skýtur því skökku við að þingmenn Samfylkingarinnar komi nú hver af öðrum og reyni að afla sér atkvæða í prófkjöri hennar með því að gagnrýna háa skatta á einstaklinga. Jóhanna Sigurðar- dóttir fer þar fremst í flokki en hún er einmitt sá þingmaður Sam- fylkingarinnar sem hvað lengstan feril á í baráttunni gegn skatta- lækkunum. Samfylkingarmenn geta ekki talist trúverðugir tals- menn lægri skatta, hvorki gagn- vart einstaklingum né fyrirtækj- um. Reynslan sýnir að úr þeirri átt er miklu fremur von á hærri álög- um og auknum útgjöldum hins op- inbera. Samfylking um hærri skatta! Eftir Birgi Ármannsson Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verslunarráðs og sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Samfylk- ingarmenn geta ekki talist trú- verðugir talsmenn lægri skatta.“ Á NÆSTUNNI verður haldið prófkjör Samfylkingarinnar í Suð- urkjördæmi, sem er víðfeðmt og fagurt. Mikið af hæfu og góðu fólki keppir um sæti á listanum. Sigríður Jóhann- esdóttir er ein þeirra. Hún hefur sýnt það og sannað að hún er fylgin sér og hefur ríka rétt- lætistilfinningu. Hún hefur barist fyrir jöfnuði og mannúðarsjón- armiðum í anda jafnaðarstefn- unnar og verið sterk í þeim mál- um sem koma okkur öllum við, s.s. atvinnumálum, heilbrigðismálum, menntamálum og skattamálum. Hún hefur sterkan bakgrunn bæði í menntun og reynslu, m.a. verið við nám bæði í Danmörku og Rússlandi. Hún var farsæll kenn- ari við einn af grunnskólum Reykjanesbæjar í 25 ár áður en hún var kosin á þing. Hún hefur gegnt ýmsum mikilvægum trún- aðarstörfum í Norræna félaginu og í Kennarasambandi Íslands. Hún hefur góða yfirsýn yfir þau mál sem eru í brennidepli hverju sinni og er fljót að sjá það sem betur má fara í samfélaginu. Við þurfum á heiðarlegum þingmanni eins og Sigríði að halda og því hvet ég flokkssystkin mín til að kjósa Sigríði í eitt af þremur efstu sætum listans hinn 9. nóvember næstkomandi. Styðjum Sigríði Jóhannesdóttur til sigurs Ketill G. Jósefsson skrifar: AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.