Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN
44 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
sérsniðin innheimtulausn
NÆSTKOMANDI laugardag 9.
nóvember, fer fram opið prófkjör
hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Norð-
vesturkjördæmi.
Einar Kristinn Guð-
finnsson hefur setið
á Alþingi sl. tólf ár
og verið síðustu tvö
kjörtímabil í forystu
sem 1. þingmaður Vestfjarða. Það er
ljóst að sú reynsla sem hann hefur
áunnið sér á þingmannsferli sínum
mun reynast gott veganesti í störf-
um hans fyrir hið nýja kjördæmi.
Einar Kristinn er heiðarlegur og
vinnusamur maður og hefur ávallt
lagt mikið upp úr því að hafa samráð
við bakland sitt. Þetta kom berlega í
ljós þegar deilurnar um stjórnkerfi
smábáta stóðu yfir.
Ég vil hvetja alla flokksbundna
sjálfstæðismenn og stuðningsmenn
flokksins til að mæta á kjörstað nk.
laugardag. Tryggjum Einari Kristni
öflugan stuðning í forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins.
Tryggjum Einari
Kristni öflugan
stuðning
Tryggvi Ársælsson skipstjóri, Tálknafirði,
skrifar:
FRAMUNDAN er prófkjör Sam-
fylkingarinnar og ýmsir hafa gefið
kost á sér. Þar fer margt ágætis fólk,
bæði vel kynnt og minna þekkt. Guð-
mund Árna Stefánsson þarf vart að
kynna, hann er
þekktur maður með
mikla reynslu. Hann
var um árabil bæj-
arfulltrúi og bæj-
arstjóri í Hafnarfirði
og hefur setið á Al-
þingi Íslendinga
undanfarin ár og gegnt þar trún-
aðarstörfum. Guðmundur Árni var
um tíma ráðherra og stýrði þá erfiðu
ráðuneyti. Til viðbótar reynslu Guð-
mundar Árna af stjórnmálum hefur
hann ætíð verið ötull þátttakandi og
stuðningsmaður íþróttalífs og æsku-
lýðsmála bæði í sinni heimabyggð og
á landsvísu. Hann átti stóran þátt í
uppbyggingu íþróttafélaganna
beggja í Firðinum og var þar ávallt
maður sanngirni og jafnaðar. Í lífinu
hefur Guðmundur Árni upplifað
bæði skin og skúrir en alltaf staðið
sterkur eftir. Guðmundur Árni er
hreinskiptinn og drenglyndur, hann
býr yfir flestum þeim kostum sem
prýtt geta heilsteyptan mann og
leiðtoga og ég er ekki í nokkrum
vafa um að listi Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi verður sig-
urstranglegri ef Guðmundur Árni
skipar þar fyrsta sætið. Ég vil hvetja
allt Samfylkingarfólk í kjördæminu
til að taka þátt í prófkjörinu og
tryggja að Guðmundur Árni leiði
listann í komandi Alþingiskosn-
ingum.
Guðmund Árna
í fyrsta sæti!
Hjörtur Howser hljómlistarmaður skrifar:
ÍSLENSKU atvinnulífi er þröngt
sniðinn hinn pólitíski stakkur um
þessar mundir. Ríkisstjórnarflokk-
arnir mylja undir eigin fyrirtæki
sem til urðu á síðustu öld á tímum
helmingaskipta og eiga síðan í úti-
stöðum við þau fyrirtæki sem komist
hafa á legg á síðustu misserum og ár-
um og eru að reyna að fóta sig á hálu
svelli alþjóðlegra viðskipta. Samtök
iðnaðarins, sem eru brimbrjótur ný-
sköpunar og þekkingargreina, fá
hvað eftir annað skömm í hattinn frá
forsætisráðherra og er hótað fyrir
það eitt að hafa skoðanir á því hvern-
ig samskipti okkar við umheiminn
geta best orðið íslensku launafólki og
fyrirtækjum til framdráttar. Ofstopi
stjórnarherra í garð þeirra fyrir-
tækja, sem hafna forskrift Valhallar
og treysta á eigin reynslu, þekkingu
og sjónarmið, hefur skilið þau eftir á
pólitískum berangri.
Reglur – ekki afskipti
Velferð og velmegun fær ekki þrif-
ist nema athafna- og viðskiptalíf
dafni. Því er það nauðsyn fram-
sæknu atvinnulífi að eiga sér mál-
svara á hinum pólitíska vettvangi.
Samfylkingin á að vera boðberi
raunverulegs frelsis í athafnalífi
þjóðarinnar. Raunverulegt frelsi í
atvinnulífi kallar á jafnræði. Núver-
andi ríkisstjórn getur ekki skapað
það jafnræði vegna tengsla sinna við
gömlu helmingaskiptafyrirtækin.
Samfylkingin vill að stjórnmála-
menn og stjórnvöld setji leikreglur
og dæmi í kappleik athafnalífsins en
taki ekki einnig þátt í honum eins og
við höfum orðið vitni að á síðustu
misserum.
Iðnaðurinn og þekkingarfyrirtæk-
in þurfa að geta átt eðlilegt samtal
við stjórnmálamenn um sitt framtíð-
arumhverfi. Reynsla síðustu ára
sýnir að stjórnarflokkarnir tveir
geta ekki haldið uppi því samtali.
Stöðugleiki og stuðningur
Að því gefnu að mannauðurinn sé
til staðar þurfa þekkingarfyrirtæki
fyrst og fremst greiðan aðgang að
ódýru fjarmagni til rannsókna og
vöruþróunar og stöðugt rekstrarum-
hverfi. Ríkisstjórn Davíðs Oddsson-
ar hefur hvorugt boðið á þessu kjör-
tímabili. Ég tel nauðsynlegt að
meginmarkmið efnahagsstjórnar sé
að vextir, verðlag og aðrir þættir
efnahags séu á pari við okkar sam-
keppnislönd. Þá er nauðsynlegt að
stórefla opinbera sjóði sem styðja
list- og nýsköpun, vöruþróun og
rannsóknir. Framtíð íslensks efna-
hags verður að byggjast á þekkingu
ætlum við að vera áfram í hópi auð-
ugustu ríkja heims. Samfylkingin
svarar kalli atvinnulífsins og berst
fyrir hagsmunum nútímalegra þjón-
ustu- og þekkingarfyrirtækja sem
sjá tækifærin í að breyta íslensku
hugviti í verðmæti á erlendum mörk-
uðum.
Samfylkingin svarar
kalli atvinnulífsins
Eftir Ásgeir
Friðgeirsson
„Ofstopi
stjórn-
arherra í
garð þeirra
fyrirtækja,
sem hafna forskrift Val-
hallar og treysta á eigin
reynslu, þekkingu og
sjónarmið, hefur skilið
þau eftir á pólitískum
berangri.“
Höfundur er ritstjóri og býður sig
fram fyrir Samfylkinguna.
ÁHERSLUR okkar Íslendinga í
velferðarmálum eru á viðbrögð. Við
leitumst við að mæta vandamálum
þegar þau koma upp sem eðlilegt
er. Úrlausnum beinum við að hóp-
um fólks sem mætt hefur and-
streymi eða er stuðnings þurfi, s.s.
öldruðum, fötluðum, einstökum
sjúklingahópum, o.s.frv. Eða að
vandamálum s.s. geðtruflunum,
einelti, skilnuðum, gjaldþrotum,
o.s.frv.
Þó er það svo að stærstur hluti
verkefnanna eru afleiðingar og erf-
iði okkar snýst um þær en sjaldn-
ast orsakirnar. Stærstur hluti heil-
brigðisvandans er þannig af
félagslegum rótum runninn. Þess
vegna er það að þær þjóðir sem
lengst hafa náð á braut velferðar
hafa lagt áherslu á fjölskyldu-
stefnu. Það er að búa stærsta
hópnum, venjulegu vinnandi fjöl-
skyldufólki, góð almenn skilyrði til
að fyrirbyggja þau vandamál sem
við eyðum allri okkar orku í að elt-
ast við.
Skipulögð fátækt lífeyrisþega er
vissulega brýnasta úrlausnarefni
velferðarkerfisins. En mikilvæg-
asta langtímaverkefni okkar er að
setja fjölskyldufólk, einkum ungt
fólk, í forgrunn. Sú vaxtabyrði sem
því er á herðar lögð er einhver sú
mesta í heimi. Til að vinna fyrir
henni þarf það að hafa umtals-
verðar tekjur og lendir við það í
tekjutengingum skatta- og bóta-
kerfisins. Þessi gildra þrengir að
stórum hópi fólks, sem lendir eins
og utan allra kerfa. En þetta er
einmitt fólkið sem standa á undir
velferðinni með vinnu sinni og er
að ala upp nýjar kynslóðir til að
taka við því hlutverki. Þess vegna
þarf það að verða forgangsverkefni
íslenskra stjórnmála að létta tekju-
tengingunum og vinna á vöxtunum
því þannig ráðumst við að rót
vandans í stað þess að bregðast að-
eins sífellt við afleiðingunum.
Að berja
í brestina
Eftir Helga
Hjörvar
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
„Skipulögð
fátækt líf-
eyrisþega er
vissulega
brýnasta úr-
lausnarefni velferð-
arkerfisins.“
BRYNDÍS Hlöðversdóttir er
annar flutningsmanna þingsálykt-
unar um vexti og þjónustugjöld
bankastofnana sem
nýlega var lögð
fram í Alþingi. Í
ályktuninni er bent
á samhengið milli
gengis íslensku
krónunnar og vaxta-
álags bankanna,
sem fyrst og fremst bitnar á ein-
staklingum, því fyrirtæki eiga
möguleika á því að sækja sér
bankaþjónustu erlendis. Við búum í
efnahagsumhverfi þar sem mark-
visst er unnið að því að knésetja
einstaklinginn – og koma þar með
fjölskyldum landsins á kaldan
klaka. Í tillögunni er bent á að eðli-
legt sé við þessar aðstæður að
menn velti fyrir sér kostum þess að
taka upp evruna. Gengisáhætta
hyrfi sem og gengiskostnaður.
Fjármagnskostnaður opinberra að-
ila, fyrirtækja og heimila mundi
lækka, verðtryggingar yrðu svo að
segja sjálfkrafa lagðar af hér á
landi og verðsamanburður við Evr-
ópulönd verða skýrari. Kjósum
Bryndísi Hlöðversdóttur í 2. sætið.
Bryndís í
forystusæti
Hinrik Már Ásgeirsson, tölvunarfræði-
nemi, skrifar:
NÆSTKOMANDI laugardag
kjósa félagar í Samfylkingunni í
Suðvesturkjördæmi þá sem þeir
vilja sjá skipa sex
efstu sæti framboðs-
lista kjördæmisins.
Ellefu hæfir fram-
bjóðendur gefa kost
á sér. Þar á meðal
jafningja er Þórunn
Sveinbjarnardóttir
sem gefur kost á sér í 3. sæti.
Þórunn er 36 ára stjórnmálafræð-
ingur, búsett í Garðabænum. Hún
var fyrsti formaður Röskvu í Há-
skólanum, var starfskona Kvenna-
listans og hefur verið við hjálp-
arstörf fyrir Alþjóða Rauða
krossinn.
Þórunn hefur setið á þingi frá
árinu 1999. Þar hefur hún beitt sér á
sviði utanríkis- og umhverfismála.
Þar hefur virðing fyrir mannrétt-
indum og kvenfrelsi verið hennar
leiðarljós. Þórunn er mikil nátt-
úrumanneskja sem ber hag lands
síns fyrir brjósti og lætur ekki
skammtímahagsmuni víkja fyrir
hagsmunum komandi kynslóða hvað
náttúruvernd varðar.
Samfylkingin þarf öfluga forystu-
sveit. Kjósum unga konu á þing.
Tryggjum því Þórunni 3. sætið og
Garðbæingum fulltrúa á Alþingi.
Þórunni Svein-
bjarnar í 3. sæti!
Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólastjóri
skrifar:
PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi er mjög mikilvægt
vegna þess, að úrslitin kunna að
skipta flokkinn
miklu. Lúðvík Berg-
vinsson býður sig
fram á móti Mar-
gréti Frímanns-
dóttur varafor-
manni. Þarna geta
því kjósendur í Suð-
urkjördæmi lagt línuna um komandi
forystu Samfylkingarinnar. Lúðvík
hefur setið á þingi í tvö kjörtímabil
og þann tíma hefur hann verið góður
fulltrúi nýrrar kynslóðar, sem mun á
næstu árum taka við forystu í Sam-
fylkingunni. Það mun því verða
fylgst grannt með framvindu mála í
þessu komandi prófkjöri. Það skiptir
miklu að nýr og ferskur svipur komi
á Samfylkinguna og ég skora því á
ykkur, samflokksfólk mitt, að standa
nú þétt saman og tryggja Lúðvíki
Bergvinssyni 1. sætið á listanum
okkar í komandi kosningum.
Kjósum Lúðvík
til forystu!
Reynir Ólafsson viðskiptafræðingur
skrifar:
MEÐ framboði Jakobs Frímanns
Magnússonar í flokksvali Samfylk-
ingarinnar nú á laugardaginn hefur
skapast einstakt tækifæri til þess að
breyta áherslunum í stjórnmálum.
Íslensk stjórnmál hafa hingað til
verið meira eða
minnna uppfull af
andlausri hags-
munagæslu fyrir fisk
og lambakjöt og nú
síðast reyndar beina
hagsmunagæslu fyr-
ir slátur, eins og
fólki er enn í fersku minni.
Eitt er víst, að Jakob Frímann
Magnússon yrði öðruvísi þingmaður
en flestir aðrir sem á Alþingi sitja.
Jakob er framkvæmdamaður. Hann
lætur verk fylgja orðum sínum.
Hann hefur hjartað á réttum stað og
stendur traustum fótum á jörðinni
þegar kemur að pólitískum hug-
sjónum. Hann gerir sér grein fyrir
að til þess að jafna kjörin, lækka
álögur á lágtekjufólki, sem er bráð-
nauðsynlegt forgangsverkefni, þá
þarf líka að stækka kökuna. Hann
leggur fram fastmótaðar tillögur um
það hvernig hægt er að ná slíkum
markmiðum. Hann vill hlúa að og
nýta krafta íslensks atgervisfólks á
öllum sviðum, þar á meðal á sviðum
sem hingað til hafa ekki einu sinni
verið viðurkennd af íslenskum
stjórnvöldum sem alvöru atvinnu-
greinar. Þar á ég t.d. við tónlistar-
og kvikmyndaiðnaðinn, sem getur
skapað Íslendingum gríðarleg verð-
mæti ef rétt er haldið á spöðunum.
Með framboði Jakobs Frímanns hef-
ur skapast einstakt tækifæri til
hleypa ferskum straumum inn á Al-
þingi.
Kjósum Jakob
Bubbi Morthens, tónlistarmaður, skrifar:
GUÐRÚN Ögmundsdóttir er
öðruvísi þingmaður og því er rödd
hennar ómissandi á Alþingi. Barátta
Guðrúnar fyrir betra mannlífi hefur
opnað augu margra
fyrir misrétti og mis-
notkun í samfélag-
inu. Hennar helstu
baráttumál á þingi
hafa einmitt verið
hverskyns misnotk-
un, misrétti, vændi,
mannsal, fátækt og kynþátta-
fordómar. Guðrún er talsmaður
sanngirni og mannréttinda, hún er
ófeimin að tala um það sem aðrir
vilja ekki vita af og þannig að tekið
er eftir. Hún er fordómalaus, heið-
arleg og sjálfri sér samkvæm og um-
fram allt er hún mannleg og talar
tungumál sem við skiljum.
Það eru margir efnilegir fram-
tíðar þingmenn sem gefa kost á sér í
prófkjöri Samfylkingarinnar en þeir
komast ekki allir að. Höfum í huga
þegar við krossum við að velja hóp
sem skapar góða heild og sterka for-
ustusveit fyrir Samfylkinguna. Það
er liðsheildin sem skiptir máli og lið
án Guðrúnar Ögmundsdóttur væri
veikara lið.
Tökum þátt í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar 9. nóvember og kjósum
kröftuga baráttukonu, kjósum Guð-
rúnu Ögmundsdóttur í 4. sæti.
Guðrúnu
Ögmunds í 4. sæti
Dóra Hansen skrifar:
3ja rétta hádegisverðartilboð
kr. 1700