Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 49
✝ Gunnar Jónas-son fæddist í
Garðhúsum 3 á Eyr-
arbakka 13. sept.
1907. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni þriðjudags-
inn 29. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jónas Ein-
arsson, útvegsbóndi
og bátsformaður í
Garðhúsum, f. í
Stokkseyrarsókn 18.
jan. 1867, drukknaði
5. maí 1927, og kona
hans Guðleif Gunn-
arsdóttir, f. í Kraga í Oddasókn á
Rangárvöllum 27. júní 1873, d. 6.
jan. 1953. Systkini Gunnars voru
níu: Sigþrúður Guðrún, f. 6. des.
1895, d. 11. des. 1895, Einar Krist-
inn, f. 21. júní 1897, d. 31. mars
1973, Ágúst, f. 22. ágúst 1899, d.
21. des. 1976, Sigþrúður Guðrún,
f. 5. des. 1901, d. 29. jan. 1976,
Ingibjörg, f. 22. mars 1905, d. 4.
nóv. 1984, Jón Kristinn, f. 1. okt.
1909, Sigríður Jóna, f. 13. ágúst
1911, d. 20. júní 1987, Sigurður, f.
25. des. 1913, d. 1. apríl 1991, og
Ingveldur, f. 29. okt. 1917.
Gunnar kvæntist 26. maí 1934,
Önnu Sigríði Jónsdóttur, f. í
Reykjavík 25. febr. 1910, d. 19.
febr. 2002. Foreldrar hennar voru
Jón Ólafsson, bóndi á Þórodds-
stöðum í Ölfusi og frá 1905 verka-
maður í Reykjavík, f. í Neðri-Dal í
Mýrdal 18. des. 1858, d. 4. jan.
1941 í Reykjavík, og kona hans
Guðrún Gísladóttir, húsmóðir, f. á
Þóroddsstöðum 26. ágúst 1870, d.
22. des. 1910 í Reykjavík. Börn
Önnu og Gunnars eru a) Jón,
framkvæmdastjóri í Reykjavík, f.
7. febr. 1935. Kona hans er Nína
Soffía Hannesdóttir húsmóðir og
eignuðust þau fjögur börn, Gunn-
sínum frá Berlín, um viðhald og
viðgerðir á flugvélum félagsins.
Hjá Flugfélagi Íslands starfaði
hann til ársins 1931, en það ár
hætti félagið rekstri. Gunnar og
Björn Olsen hættu þó ekki af-
skiptum af flugmálum. Í lok árs-
ins 1931 hófu þeir smíði flugvélar,
og fullsmíðuð en hreyfillaus var
flugvélin TF-Ögn sýnd í KR-hús-
inu hinn 12. júní 1932. Flugvélinni
var fyrst reynsluflogið 23. nóvem-
ber 1940, en vegna hernáms Breta
var þeim skipað að taka vélina í
sundur og setja í geymslu. Ögnin
var gerð upp áratugum síðar af
Gunnari ásamt félögum í Flug-
sögufélagi Íslands og hangir hún
nú í lofti Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvelli. Á
árinu 2001 var gefið út 55 kr. frí-
merki með mynd af Ögninni.
Árið 1933 stofnuðu Gunnar og
Björn fyrirtækið Stálhúsgögn,
sem enn er í fullum rekstri.
Fyrstu ár fyrirtækisins einkennd-
ust af miklum verkefnum fyrir
flugfélögin. Eftir lát Björns 1942
vann Gunnar Jónasson, þá for-
stjóri og eigandi Stálhúsgagna,
áfram að fjölda sérhæfðra verk-
efna á sviði flugmála. Fyrirtækið
smíðaði m.a. stóla í þrjá Katalína-
flugbáta, sem Flugfélag Íslands
keypti árið 1944, og Gunnar að-
stoðaði Loftleiðamenn við val á
fyrsta flugbáti félagsins. Stálhús-
gögn var í marga áratugi braut-
ryðjandi á sínu sviði. Gunnar
starfaði við fyrirtæki sitt þar til
hann nálgaðist nírætt. Hann
hannaði framleiðsluvörurnar og
smíðaði verkfæri og heilu véla-
samstæðurnar sem til þurfti við
framleiðsluna, en hann vann alltaf
á „gólfinu“ og stjórnaði fyrirtæk-
inu þaðan. Gunnar Jónasson hafði
framtíðarsýn fyrir hönd íslensks
iðnaðar. Hann sat í stjórn Félags
íslenskra iðnrekenda 1956–1962
og í stjórn Stangaveiðifélags
Reykjavíkur 1957–1965.
Útför Gunnars Jónassonar
verður gerð frá Bústaðakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
ar, f. 17. júlí 1953,
Guðmund Árna, f. 14.
júlí 1958, dóttur f.
1960, hún dó aðeins
tveggja vikna gömul,
Nínu Karen, f. 18. okt.
1961. Þau eiga þrjú
barnabörn. b) Guðleif,
húsmóðir í Reykjavík,
f. 18. sept. 1936. Hún
var gift Axel Aspe-
lund verslunarmanni,
þau skildu. Dætur
þeirra eru þrjár,
Anna, f. 12. júní 1955,
Edda, f. 25. des. 1957,
og Auður, f. 22. júlí
1963. Þau eiga átta barnabörn.
Maki Guðleifar er Jón Andrés
Jónsson byggingarverktaki. c)
Anna Lilja, húsmóðir í Reykjavík,
f. 3. ágúst 1945. Maður hennar var
Agnar Kristjánsson forstjóri
Kassagerðar Reykjavíkur, d.
1988. Sonur þeirra er Agnar
Gunnar, f. 1. ágúst 1972. Maki
Önnu Lilju er Þórhallur Dan Jo-
hansen framkvæmdastjóri. d)
Björn tæknifræðingur í Reykja-
vík, f. 29. jan. 1950. Kona hans er
Dagmar Þóra Bergmann skrif-
stofustjóri og eru dætur þeirra
Sigríður Lovísa, f. 3. júlí 1973, og
Þóra Björg, f. 7. okt. 1977.
Gunnar lauk mótoristaprófi á
Eyrarbakka 1922. Aðeins 16 ára
gamall fór hann til Reykjavíkur,
stundaði járnsmíðinám hjá Þor-
steini Jónssyni járnsmíðameist-
ara, og lauk þaðan sveinsprófi ár-
ið 1927. Sumarið 1928 réðst hann
til Flugfélags Íslands, en síðar
sama ár fór hann í flugvirkjanám
hjá Lufthansa í Berlín. Þaðan út-
skrifaðist hann sem fyrsti íslenski
flugvirkinn með skírteini númer
eitt árið 1929. Hóf hann þá aftur
störf hjá Flugfélagi Íslands og sá
ásamt Birni Olsen, skólabróður
Ég kveð í dag með þakklæti og
virðingu hjartkæran fjölskylduvin.
Gunnar var kvæntur Önnu móður-
systur minni, sem lést fyrr á þessu
ári. Þau giftust fyrir 68 árum og hefi
ég þekkt hann eins lengi og ég man
eftir mér.
Gunnar Jónasson var alinn upp í
stórum systkinahópi á Eyrarbakka,
þeim merka verslunar- og menning-
arstað. Á þeim árum bjuggu á Eyr-
arbakka um eitt þúsund manns, og
um aldamótin 1900 voru þar 42 iðn-
aðarmenn. Hugur hans beindist
snemma að iðnnámi, og hélt hann 16
ára gamall gangandi til Reykjavíkur
til að læra járnsmíði. Í ágætu viðtali í
Morgunblaðinu 13. febrúar 2000 lýsir
Gunnar því hvernig hann fyrir tilvilj-
un komst í kynni við upphaf flugsins á
Íslandi. Fyrir atbeina dr. Alexanders
Jóhannessonar, síðar rektors Há-
skóla Íslands, fór hann síðan ásamt
þeim Birni M. Olsen og Jóhanni Þor-
lákssyni til Þýskalands til að læra
flugvirkjun. Voru þeir fyrstir Íslend-
inga til að ljúka námi í þeirri grein.
Varð Gunnar þar með einn af braut-
ryðjendum flugmála á Íslandi. Hefði
vel mátt geta þessara brautryðjenda í
þáttunum um íslensk flugmál, sem
nýlega voru sýndir í sjónvarpinu.
Á árinu 1931 var mikið atvinnuleysi
á Íslandi og stóðu þeir Gunnar og
Björn uppi atvinnulausir, eftir að
flugfélagið hætti starfsemi. Það lýsir
vel hugvitssemi Gunnars að þeim
skyldi á þessum tíma hugkvæmast að
smíða flugvél. Þessi fyrsta flugvél
sem var smíðuð á Íslandi blasir nú við
öllum, sem koma og fara um Keflavík-
urflugvöll. Í skýringum með frímerk-
inu með mynd af Ögninni, sem út kom
á síðasta ári, stendur m.a.: „TF-Ögn
er vafalaust eitt merkasta fyrirbrigði
íslenskrar flugsögu. Hún er fyrsta
vélin sem alfarið er hönnuð og smíðuð
á Íslandi. Smiðirnir Gunnar Jónasson
og Björn Olsen hófu verkið árið
1932.“ TF-Ögn er verðskuldaður
minnisvarði um hugkvæmni, fram-
sýni og dugnað brautryðjendanna
Gunnars Jónassonar og vinar hans
Björns.
Á þessum árum var erfitt að lifa af
flugvirkjastarfinu eingöngu og það
gekk upp og ofan í flugrekstrinum.
Þessvegna stofnaði hann ásamt fé-
laga sínum Birni Olsen fyrirtækið
Stálhúsgögn árið 1933. Fyrirmyndina
að smíði stálhúsgagna fékk Gunnar í
Þýskalandi, en fyrirtæki í Austurríki
var þá nýbyrjað með stálhúsgagna-
gerð og sá Gunnar framleiðsluna hjá
þeim. Var þetta alger nýlunda á þeim
tíma. Fyrstu árin ráku þeir Gunnar
og Björn Olsen fyrirtækið saman í
kjallaranum hjá dr. Alexander, en
fengu fljótlega lóð á Skúlagötu 61.
Björn veiktist og dó, þegar verið var
að grafa grunninn að húsinu, en
Gunnar ákvað að halda áfram með
bygginguna. Fyrirtækið óx og dafn-
aði undir stjórn Gunnars, sem af
dugnaði og hugvitssemi vann að
hönnun og framleiðslu stálhúsgagna.
Gunnar barst ekki mikið á í dag-
legu lífi og einkenndist líf hans af mik-
illi vinnusemi og vinnugleði. Einka-
fyrirtæki hans blómstraði og um tíma
var hann einn af hæstu skattgreið-
endum í Reykjavík. Lagði hann á
þann hátt sinn stóra skerf til sam-
félagsins og gerði það með mikilli
ánægju alla sína ævi. Í frístundunum
naut Gunnar þess að vera úti í ís-
lenskri náttúru. Undi hann sér eink-
um vel við veiði í fallegri laxveiðiá í fé-
lagsskap góðra vina.
Þau Gunnar og Anna voru mjög
samhent, og einkenndist heimili
þeirra af ást og umhyggju. Ég á
margar góðar minningar um heim-
sóknir til þeirra á Laugavegi, Vífils-
götu, Skúlagötu, Álfheimum og í
Langagerði 9 frá 1973. Þau hjón voru
góð heim að sækja bæði fyrr og síðar.
Oft var fjölmennt á heimili þeirra í af-
mælum og af öðrum tilefnum, enda
áttu þau fjölda góðra vina og kunn-
ingja. Gunnar var alla tíð heilsu-
hraustur, en það varð honum erfitt,
þegar Anna varð að leggjast inn á
sjúkrahús á síðasta ári. Þau fluttust
síðan saman í nýja hjúkrunarheimilið
Sóltún í byrjun þessa árs, en samvera
þeirra þar varð ekki löng því Anna
lést rúmum mánuði síðar.
Með Gunnari eru nú allir af hans
kynslóð í minni ætt horfnir af sjón-
arsviðinu, einnig flestir gömlu vinirn-
ir hans og samstarfsmenn á sviði flug-
mála. Hann átti þó enn marga vini
eins og sýndi sig fyrir tæpum 2 mán-
uðum, þegar börn hans héldu upp á 95
ára afmæli hans. Þá komu um 100
manns í veisluna.
Við Guðrún getum því miður ekki
verið við útför Gunnars, þar sem við
verðum þá stödd erlendis. Við þökk-
um fyrir allar góðu stundirnar sem
við höfum átt með honum og sendum
ástvinum hans hlýjar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning mikils at-
hafnamanns og góðs vinar.
Guttormur Þormar.
Elsku afi minn, Gunnar Jónasson,
ég sakna þín mikið eftir að þú kvaddir
okkur og hélst áfram leiðangri þínum
til eilífðar. Ég er svo þakklát því að
hafa fengið að hafa þig í lífi mínu öll
þessi ár og getað haft þig sem leið-
arljós á minni lífsbraut. Mitt líf byrj-
aði þegar mér var fagnað af þér og
ömmu eftir fæðingu, þú umluktir mig
örmum þínum og barst mig inn á ykk-
ar heimili og bauðst mig ávallt vel-
komna til ykkar. Þær tilfinningar um
öryggi og væntumþykju voru alla tíð
með mér og ég vissi að hvað sem
gerðist gæti ég leitað skjóls í út-
breiddum örmum ykkar ömmu.
Það eru svo margar góðar og
skemmtilegar minningar sem ég hef
með þér og ömmu sem ég kem til með
að halda nálægt hjarta mínu og nota
sem styrk og vegvísi í mínu lífi. Að
sitja í kjöltu þinni sem lítil stelpa, um-
lukt hamingju og hlýju og hlusta á þig
lýsa lífsferli þínum frá því að þú varst
unglingur og fórst frá Eyrarbakka til
Reykjavíkur eru ógleymanlegar
minningar. Þú upplifðir að vera við
nám í Þýskalandi á tímum heimstyrj-
aldar, vera brautryðjandi í þróun
flugsögu Íslands og síðan stofnum
Stálhúsgagna. Það eru margar
ógleymanlegar stundir sem ég hafði
með þér, þar á meðal þegar ég fór nið-
ur í Stálhúsgögn og horfði dolfallin á
þúsund þjala smiðinn, sem þú varst,
búa til hluti sem enginn annar gat
gert. Sá orðrómur spurðist út á meðal
fólks og þú sérsmíðaðir eða gerðir við
margt annað en stálhúsgögn.
Elsku mamma mín, ég samhrygg-
ist þér og vildi að ég gæti verið hjá þér
á þessari erfiðu stundu, vafið þig örm-
um og gefið þér allan þann styrk sem
foreldrar þínir gáfu mér. Innilegar
samúðaróskir til Önnu Lilju, Nonna
og Bubba og þeirra fjölskyldna og
megi Guð vera með þeim á þessari
erfiðu stundu og alla tíð. Ykkar
Anna og fjölskylda í Alabama.
Á fjórtánda ári kom ég fyrst inn á
heimili æskuvinkonu minnar, hennar
Gullu og hitti foreldra hennar, heið-
urshjónin Önnu og Gunnar. Heimili
fjölskyldunnar á Skúlagötunni var
einstaklega glæsilegt og fullt af lífi.
Húsmóðirin Anna, glaðsinna og geisl-
andi, húsbóndinn Gunnar, rólegur og
hlýr. Sterkt skein í gegn ást og sam-
heldni þessara góðu hjóna. Þau
ávörpuðu aldrei hvort annað öðruvísi
en elsku Anna og elsku Gunnar. Gulla
varð mér sem besta systir, foreldr-
arnir sýndu mér ástúð og hin systk-
inin urðu mínir góðu vinir.
Hjónin Gunnar og Anna voru ekki
bara samstiga í lífinu heldur líka í
dauðanum. Það eru ekki liðnir nema
örfáir mánuðir síðan Anna fór. Ástina
– fjöreggið þeirra – varðveittu þau
betur en nokkrir aðrir sem ég hef
mætt á lífsleiðinni. Meira en hálfri öld
eftir okkar fyrsta fund á Skúlagöt-
unni, var umhyggjan og kærleikurinn
þeirra á milli hinn sami. Komin á tí-
ræðisaldurinn ljómuðu þau eins og
nýtrúlofuð, þegar þau horfðu á hvort
annað. Lífið hafði úthlutað þeim
meiru en þessari sterku ást. Saman
eignuðust þau fjögur mannvænleg
börn. Börn sem umvöfðu foreldra
sína, eins og foreldranir höfðu umvaf-
ið þau. Öll voru þau vinir og mín for-
réttindi að fá að vera með í kærleik-
skeðju þeirra. Fyrir það er ég
þakklát. Ég, sem ung missti mína
yndislegu foreldra, sagði oft við Gullu
vinkonu, hvað hún væri heppin, að
eiga svo einstaka foreldra og geta
hallað sér að brjósti þeirra hvenær
sem hún þyrfti. Hjónin Gunnar og
Anna áttu fleira sameiginlegt. Þau
höfðu snemma þurft að mæta hörku
heimsins. Hún varð móðurlaus á
fyrsta ári og var send í fóstur. Hann
lagði af stað kornungur fótgangandi
frá Eyrarbakka til Reykjavíkur að
freista gæfunnar. Faðir hans fylgdi
honum upp á Kambabrún. Þar var
þeirra síðasti fundur. Gunnar og
Anna gengu hönd í hönd ævigötuna,
sterk og glöð. Lífshamingjuna fundu
þau í hvort öðru og börnunum fjórum.
Guð blessi minningu þessara sóma-
hjóna.
Ásg. Birna Björnsdóttir.
Í dag kveðjum við góðan vin, Gunn-
ar Jónasson föður Önnu Lilju vinkonu
okkar. Við hjónin kynntumst Gunnari
og Önnu konu hans fyrir 35 árum.
Anna lést í febrúar á þessu ári og er
því stutt á milli fráfalls ástríkra hjóna.
Við minnumst með ánægju margra
notalegra samverustunda með þess-
um elskulegu hjónum hér heima og
erlendis. Þægilegri ferðafélaga er
ekki hægt að hugsa sér.
Gunnar var alveg einstakt ljúf-
menni og ótrúlegur húmoristi. Þau
eru ófá gullkornin sem hann lét frá
sér fara þegar síst varði. Hann var
samt orðvar og lagði ekki til illt orð
um náungann.
Gaman var að heyra Gunnar segja
frá atvikum á fyrstu árum flugsins á
Íslandi. Hann nam flugvirkjun í
Þýskalandi og að námi loknu varð
hann fyrsti flugvirki hér á landi. Það
er synd að enginn skyldi hafa skráð
sögu hans, því hann var hafsjór af
fróðleik um svo margt sem tengdist
fyrstu árum flugsins. Áhuginn á flug-
inu var alltaf til staðar, þó að hann
hafi valið sér annað ævistarf.
Gunnari var margt til lista lagt. Í
eðli sínu var hann laghentur og vand-
virkur við allt sem hann tók sér fyrir
hendur, hvort sem það var smíði stóla
í Katalínuflugbáta Flugfélags Ís-
lands, hönnun húsgagna hjá Stálhús-
gögnum eða nostur við lítið fuglahús
handa dóttursyninum Agnari Gunn-
ari í sumarbústað Önnu Lilju. Hann
var mjög liðtækur í eldhúsinu sem var
afar sjaldgæft með karlmenn af hans
kynslóð. Í Langagerðinu ræktaði
Gunnar kartöflur, rabarbara og jarð-
arber af mikilli natni. Hann var ötull í
garðinum og að nostra við húsið á
meðan hann gat.
Samband þeirra hjóna var mjög
náið og ástríkt og héldu þau upp á 70
ára brúðkaupsafmæli sitt fyrir nokkr-
um árum. Gunnar hélt reisn sinni alla
tíð þótt heyrnin væri farin að gefa sig.
Síðustu mánuðina dvaldi hann í Sól-
túni þar sem hann var umvafinn ást-
ríki barna og starfsmanna í Sóltúni.
Elsku Anna Lilja, Gulla, Jón, Björn
og aðrir ástvinir. Við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góðar minningar um Gunnar
lifa í hjarta okkar um ókomin ár.
Bára og Gunnar.
GUNNAR
JÓNASSON
Minningarathöfn verður haldin um föður minn
og bróður okkar,
GUÐMUND KJARTAN RUNÓLFSSON,
sem lést á Long Beach Memorial Hospital í
Kaliforníu sunnudaginn 27. október sl.
Athöfnin verður haldin í Fossvogskapellu
mánudaginn 11. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Lára Kjartansdóttir,
Svana Runólfsdóttir,
Valgarð Runólfsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför systur
okkar,
GUÐLAUGAR ÖGMUNDSDÓTTUR
frá Flatey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Eir
fyrir góða umönnun.
Birna Ögmundsdóttir,
Guðmunda Ögmundsdóttir.
LOKAÐ
verður í dag frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar GUNNARS JÓNAS-
SONAR fyrrv. forstjóra.
Fasteignasalan Lundur ehf.,
Suðurlandsbraut 10.