Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 50

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svava Bern-harðsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Ön- undarfirði 3. nóvem- ber 1914. Hún lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi, 29. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Járngerður Eyjólfsdóttir, f. 2. júní 1881, d. 13. jan. 1924, og Bernharður Guðmundsson, f. 8. sept.1881, d. 2. feb. 1969, bæði fædd í Önundarfirði og bjuggu sín búskaparár á Kirkjubóli. Þau eignuðust sjö börn. Með Svövu eru þau öll gengin. Svava giftist 25. okt. 1937 Guðmundi Bergmann Magnússyni bifreiðastjóra, f. á Hrygg í Árnessýslu 28. apríl 1913, d. 19. jan. 1990. Þau eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1) Bernharður Garðar, rektor í Skálholti, f. 28. jan. 1937, kvænt- ur Rannveigu Sigurbjörnsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 28. feb. 1936. Þau eiga þrjú börn, þau eru: Svava, Magnús Þorkell og Sigurbjörn og þrjú barnabörn. 2) Margrét Pálína, kennari, f. 6. feb. 1940. Var gift Eyvindi P. Eiríks- syni, cand. mag. og rithöfundi, f. 13. des 1935. Þau eiga fjögur börn, þau eru: Eiríkur Guðmund- ur, Gunnvör Rósa, Eyjólfur Bergur og Erpur Þórólfur og þrjú barnabörn. 3) Kristján Helgi fram- kvæmdastjóri, f. 10. sept. 1943, kvæntur Margréti Hjalta- dóttur kennara, f. 1. sept. 1944. Þau eiga þrjú börn, þau eru: Halla Karen, Svava og Hjalti og tvö barnabörn. 4) Þór- hallur Frímann framkvæmdastjóri, f. 25. nóv. 1952, kvæntur Herdísi Pálsdóttur upp- eldisfræðingi, f. 9. ágúst 1950. Þau eiga þrjár dætur, þær eru: Dóra, Björg og Svava Kristín. Svava ólst upp á Kirkjubóli við almenn sveitastörf. Undir tvítugt fer hún til náms í Kvennaskólann á Blönduósi. Þaðan lá leiðin suð- ur og bjuggu þau Guðmundur lengst af í Reykjavík, m.a. land- nemar í Vogahverfi. Svava sinnti fyrst og fremst húsmóðurstörf- um um ævina þó vann hún ýmis störf utan heimilis, m.a. matráðs- kona í sumarbúðum þjóðkirkj- unnar. Hún stundaði nám í vefn- aðardeild Handíða- og myndlistaskólans hátt á fimm- tugsaldri. Útför Svövu verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við höfum átt samleið í yfir fjöru- tíu ár. Það er langur tími og margs er að minnast þegar litið er yfir far- inn veg. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti hana í fyrsta sinn. Það var auðvitað kvíða- blandið augnablik fyrir okkur báðar. Hún horfði á mig með djúpri athygli andartak, tók í hönd mína og eins og dró mig að sér og inn fyrir dyrnar. Það fór ekki á milli mála að um leið tilheyrði ég henni og hennar húsi og þannig var það ævinlega síðan. Svava var mikil perla, stundum falin inni í skel. Það var ekki öllum ljóst hvað leyndist þar fyrir innan. Svava flíkaði lítið sínum tilfinning- um, en hún var næm á tilfinningar annara. Börn hændust að henni, hún hafði alveg einstakt lag á börnum. Það var ekki ónýtt að koma í eldhús- ið hjá ömmu, fá svuntu og stól til að standa á, uppþvottaburstann í hönd og fá síðan að sulla að vild. Hún leyfði þeim að leika sér í geymslunni inn af eldhúsinu, þar var mikið æv- intýraland fyrir litlu krakkana. Æv- inlega var amma Svava vakandi fyrir hættum í umhverfinu og kenndi þeim aðgætni á sinn hljóðláta hátt. Ég man til dæmis þegar Magnús Þorkell fékk lítinn dálkhníf til að festa í beltið, sem hann var yfir sig stoltur af. Þá kenndi hún honum að tálga spýtu með því að snúa aldrei egginni að sér og sat yfir honum, spjallaði við hann og beið á meðan hann náði tökum á þessu nýja við- fangsefni. Hún vissi að það var engin leið að halda litlum strákum frá svona verkfærum og því eins gott að kenna þeim að umgangast þau af varfærni og öryggi. Þau voru ófá hollráðin sem hún gaf mér sem hafa komið sér afar vel enda hugsa ég einatt til hennar með þakklæti þegar ég vinn hin ýmsu heimilisstörf. Annað eftirminnilegt atvik sem lýsir henni vel var þegar hún sat inni á flugstöð í Addis Ababa ein síns liðs og beið eftir fluginu heim. Þar í flug- stöðinni var sænsk kona með nokkur eþíópísk kornabörn sem áttu að fara til ættleiðingar í Svíþjóð. Þau grétu í þessu ókunnuga umhverfi og voru óhuggandi. Þá sá Svava að þarna sat við borð og snæddi ungur Eþíópi með þjóðarréttinn fyrir framan sig. Hún vissi að bæði brauðið og mat- urinn höfðu sérstaka lykt. Henni tókst með táknmáli að fá unga manninn til að gefa sér smábita af brauðinu, og fór síðan með það og setti við vit hinna örvæntingarfullu litlu barna, sem fundu sig allt í einu á heimavelli og róuðust, – eða var það bara nærvera Svövu? Um árabil tók Svava að sér að vera ráðskona í sum- arbúðum þjóðkirkjunnar. Hún var þar ómetanlegur starfsmaður. Með ráðdeildarsemi í innkaupum og vinnubrögðum sparaði hún stórfé fyrir vinnuveitandann. Hún bjó til ákaflega bragðgóðan mat, íslenskan hversdagsmat og sunnudagsmat, bjó til slátur, bakaði brauð og nýtti allt vel. Ef einhverju barni leiddist eins og oft var í byrjun, þá fékk Svava þau í eldhúsið til sín og leyfði þeim að hjálpa sér við að baka lummur og auðvitað að smakka um leið. Leiðinn var fljótt úr sögunni. Hún var fyrsta matráðskona Skál- holtsskóla eftir stofnun hans í hús- næði Skálholtsbúða áður en núver- andi skóli var byggður. Fylgdist hún ávallt með starfinu þar af miklum áhuga. Svava var mikill fagurkeri. Það er minnisstætt hve fallega hún lagði á borð og skreytti matarborðið með lifandi blómum. Þannig voru bréfin hennar og kveðjur fallega skrifuð og skreytt. Svava var hlédræg manneskja, en samt hafði hún mikið yndi af að um- gangast fólk og vera á mannamót- um. Hún las mikið meðan sjónin leyfði henni það og sérstakt yndi hafði hún af ljóðum og kunni mikið af þeim. Hún hlustaði mikið á útvarpið og naut þess að hlusta á upplestur eftir að sjónin fór að bila. Hún fór í vefnaðarkennaraskólann í kringum 1961–2 og hafði næstum lokið nám- inu þegar hún fann að hún treysti sér ekki til að fara í kennslu, en hún hefur glatt marga með fallegum mottum, borðdreglum og veggtepp- um sem hún hefur ofið. Hún hafði svo mikið yndi af að ferðast, fór ein síns liðs til Malasíu þegar Þórhallur og fjölskylda bjuggu þar og okkur heimsótti hún til Eþíópíu. Oftar en einu sinni fór hún til dóttur okkar, alnöfnu sinnar, og dvaldi hjá henni í Slóveníu, þeim báðum til mikillar gleði og ekki síst litlu langömmustelpunni. Hún naut þess að fara til Noregs á vorin og dvelja þar hjá Þórhalli og fjölskyldu. Það var erfitt að horfa upp á það að hún gat ekki lengur ferðast þegar líkaminn var orðinn of þreyttur. Svava var trúuð kona, hún kenndi börnum sínum og barnabörnum bænir og hún bað fyrir þeim öllum. Það var henni mikið gleðiefni að son- ur hennar skyldi verða prestur. Hann er alnafni föður hennar sem ævinlega bar mikla umhyggju fyrir kirkjunni sinni heima á Kirkjubóli, þar sem hann var meðhjálpari. Það var eftirminnileg kvöldstund fyrir mörgum árum, Bernharður gamli var enn á lífi, orðinn vistmaður á Hrafnistu en var staddur fyrir vest- an hjá dóttur sinni Ágústínu. Við vorum þá búsett í Súðavík þar sem Bernharður yngri var þjónandi prestur. Það var ákveðið að hafa kvöldmessu á mánudagskvöldi í litlu kirkjunni í dalnum og að þeir nafnar þjónuðu þar saman. Guðmundur heitinn Ingi Kristjánsson skáld frá öðru Kirkjubóli í sömu sveit skrifaði þessa vísu að messu lokinni í gesta- bókina: Kirkjukaffi við hlutum, kenningar fyrst við nutum, Bernharðar tveir talsins töluðu í kirkju dalsins, hér varð á Herrans vegi heilagt á mánudegi. Svava unni kirkjunni sinni Lang- holtskirkju sem var hennar sóknar- kirkja í áratugi og vann þar mikið sjálfboðastarf. Það gladdi hana mik- ið þegar hún var kjörin heiðursfélagi kvenfélags kirkjunnar. Hún dvaldi nokkrum sinnum á kyrrðardögunum og fannst það dýrmæt reynsla. Hef- ur nú verið stofnaður sjóður í minn- ingu hennar, Svövusjóður, til þess að efla kyrrðardaga í Skálholti og mun styrkja þau til þátttöku sem minna hafa milli handanna. Svava fékk að búa í skjóli Krist- jáns sonar síns og Margrétar konu hans síðustu árin og bjuggu þau henni einstaklega hlýlegt og gott at- hvarf. Við erum þeim óendanlega þakklát fyrir það. Það var friður yfir henni og sátt þegar hún var að kveðja þennan heim, hún var svo fal- leg, björt og sviphrein að það var augljóst að hún var þegar komin á leið inn í eilífðina umvafin englum Guðs. Hún fékk sér síðast sætan síð- degisblund og fór alla leið þangað. Svava tengdamóðir mín er farin í ferðina miklu yfir landamæri lífs og dauða inn í fögnuð himnanna, þar sem kærleikurinn ríkir, friður og fögnuður sem aldrei tekur enda. Ég er henni innilega þakklát fyrir sam- fylgdina og ég sakna hennar sárt. Guð blessi minningu hennar. Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Amma Svava hefur kvatt okkur. Við höfum deilt öllu saman síðast- liðin fjögur ár, er hún flutti til okkar Kristjáns í Hrauntunguna. Áður bjó hún snertispöl frá okkur í hlýlegu öldrunarbyggðinni í Vogatungunni. Þetta hafa verið dýrmæt og góð ár. Amma Svava, eins og hún var kölluð á okkar heimili, var einstak- lega góður heimilismaður, lagði allt- af eitthvað gott til málanna, þakklát og auðvelt að þjóna henni. Hún var tiltakanlega jákvæð, gekk hljóðlega um og afar barngóð. Öll börn hænd- ust að henni. Amma Svava hafði mjög þægilega nærveru. Það var notalegt að borða saman á kvöldin og ræða um það sem gerst hafði þann daginn. Og ekki má gleyma ljóðaupplestrinum úr bókinni Ljóð dagsins. Þetta voru dýrðarstundir sem við nutum öll og var orðinn snar þáttur í lífi okkar. Þetta voru líka dýrmæt ár fyrir börnin okkar þrjú og barnabörnin. Oft hafði ég orð á því við ömmu Svövu hve ótrúlegt það væri, að litla stúlkan úr Valþjófsdalnum hefði far- ið svo víða um lönd, til að heimsækja afkomendur sína, börn og barna- börn. Hún lagði upp í margar lang- ferðir, s.s. Eþíópíu, Slóveníu, Malas- íu, Ameríku og ótal ferðir til Norðurlanda. Vinir okkar hjóna og barna okkar, voru einnig vinir ömmu. En nú er þessari samleið lokið. Erfið veikindi eru að baki. Eftir stöndum við hnípin en þakklát fyrir öll þessi góðu ár og þökkum af einlægni samfylgdina. Vertu Guði falin. Margrét Hjaltadóttir. Amma er dáin. Fyrst var sorgin óbærileg. Mig langaði að fá að halda í hlýju kærleiksríku höndina hennar og horfa inn í brosandi augun. Hún var ekki bara amma mín, hún var svo mikil vinkona. Þar var mikil vænt- umþykja, gleði, kæti, skilningur. En smám saman færðist yfir mig ró og fullvissa um að nú væri allt gott. Hún var komin til lausnara síns í gleðina eftir langa og fallega lifaða ævi. Eftir situr hjá okkur í hjartanu fallega lífssýnin hennar: að taka hverri mannveru eins og hún er með kær- leika, gleði og útréttri hjálparhönd. Og þau voru ófá sem hún snart þann- ig og studdi áfram á lífsbrautinni. Það má segja að amma hafi lifað margar aldir á einni mannsævi. Hún fæddist í torfbæ en flaug síðar í þotu milli heimsálfa að heimsækja afkom- endur sína. Aðlögunarhæf og úr- ræðagóð var amma. Mér er hún minnisstæð í heimsókn hjá okkur í Slóveníu. Ekkert setti hún fyrir sig. Hún lærði á nýjustu vélarnar í eld- húsinu til að geta aðstoðað. Ekki kunni hún tungumálið en talaði máli hjartans og það skildu allir enda eignaðist hún marga aðdáendur. Þótt sjónin væri tekin að dofna lét hún ekki dag líða án þess finna sér bók og lesa eitthvað uppbyggilegt með þykku gleraugun og bókina þétt við andlitið. Hún var einstaklega lag- in við börn. Mér er ógleymanlegt þegar hún þurfti að passa tveggja ára dóttur okkar inni á litlu, leik- fangalausu hótelherbergi á tónleika- ferðalagi. Það hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því, langamma fann upp ýmsa „vatnssullsleiki“ og sú litla hafði aldrei skemmt sér eins vel. „Þetta er langamma að segja ha hæ og brosa til okkar og klappa sam- an höndunum og við að koma í heim- sókn,“ útskýrir dóttir mín teikningu handa afa sem nú á enga mömmu. Hjá langömmu fékk hún að vefa í vefstólnum og læra að spinna í „her- berginu þar sem við erum svo ham- ingjusöm“ eins og sú stutta orðaði það. Það er einmitt það, hjá ömmu var maður hamingjusamur og fór betri maður af hennar fundi. Guð blessi minningu hennar. Svava Bernharðsdóttir yngri. Það er erfitt að trúa því að okkar elskulega amma Svava sé ekki leng- ur með okkur. En við vorum heppin að fá að kynnast henni svo vel. Árin með ömmu voru okkur öllum ákaflega dýrmæt og við lærðum svo margt af henni, hvernig hún gerði aldrei upp á milli fólks og var góð við þá sem minna meiga sín. Við systkinin áttum með henni margar góðar stundir og aldrei mun- um við eftir því að hún hafi byrst sig þegar við vorum óþekk, heldur talaði hún okkur til. Heima hjá ömmu í Barðavoginum var margt brallað. Þar voru sagðar sögur við kertaljós, spilað á spil og bakaðar pönnukökur og lummur. Og ekki má gleyma kompunni hennar, þar sem allt var leyfilegt og margir dýrindisréttir uppfærðir og hnall- þórur bakaðar í öllum regnbogans litum. Við vorum öll miklir vinir hennar og hvert okkar átti hana að einka- vini. Hún var hlý og nærgætin og ungir sem aldnir löðuðust að henni. Hún var ung í anda, óhrædd við að reyna eitthvað nýtt. Hún ferðaðst heiminn endilangan til þess að heim- sækja börn og barnabörn sín og hvar sem hún kom eignaðist hún nýja vini, þó að hún talaði ekki annað tungumál en íslensku. Hún gerði sig bara skiljanlega með því að brosa og klappa fólki innilega, eins og hún gerði svo oft. Við eigum eftir að sakna hennar sárt en minningunum góðu deilum við hvert með öðru. Hve blíð hún var til augnanna, hvernig hún spennti greipar í kjöltunni og ruggaði í stóln- um sínum fyrir framan sjónvarpið, prjónarnir og garnið ósjaldan langt undan. Hún kenndi okkur þetta vers og okkur finnst það viðeigandi að kveðja hana elsku ömmu Svövu á sömu lund nú þegar hún er sofnuð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Halla Karen, Svava og Hjalti. „Flotta“ amma Svava, sem varð bara fallegri og fallegri með aldrin- um. Þú varst eins og engill í röddinni og þegar þú talaðir var sami kær- leikur eins og í hverri einustu lykkju í sokkunum og teppunum sem þú prjónaðir með hjartanu svo okkur yrði ekki kalt. Þú varst eins og engill, alltaf hlý og passaðir upp á alla sem þurftu hjálp – börn sem grétu eða einhvern sem gat ekki skúrað gólfið sitt. Bros- andi augun þín til einmana sálar. Þú varst alltaf til staðar og það vissi hver sá sem var hjálparþurfi. Þú gafst aldrei upp á að trúa á það góða í manneskjunni þótt þú sjálf kynnt- ist mörgu misjöfnu. Þú trúðir á það góða og heimurinn varð betri með þér sem íbúa hans. Þú varst eins og engill og nú ert þú engill Guðs. Við vissum að við máttum ekki eiga þig alltaf en þökk- um Guði fyrir að hafa fengið þig að láni svona lengi. Og þegar þú horfir niður til okkar sérðu hvað kærleikur þinn hefur stykt okkur og fengið okkur til að trúa líka á það góða í manneskjunni. Takk góða amma fyrir að vera engillinn okkar. Dóra, Björg og Svava Kristín í Lommedalen, Noregi. Lófalestur er oftast stundaður til að segja fyrir um framtíðina. En lín- urnar í hendi manns eru þó frekar vísbending um fortíðina. Hendurnar hennar ömmu voru markaðar af því lífi og þeim mörgu ólíku og krefjandi störfum sem hún leysti af hendi. Þær voru hraustar, hlýjar og hrjúf- ar. Hún vann mörg erfiðisverk með þessum höndum. Þetta voru hljóð- látar hendur því að Svava amma mín vann vel flest verk sín þegjandi og hljóðalaust. Hún hafði sig ekki mikið í frammi, vildi ekki vekja athygli á sjálfri sér en veitti þess í stað öðru fólki og þörfum þess athygli. Hún var alveg sérstaklega tillitssöm og úrræðagóð. Það eru væntanlega ófá- ir sem amma mín hefur rétt hjálp- arhönd með einum eða öðrum hætti. Fyrir mér var hún sífellt á hreyf- ingu, jafnvel þegar hún sat kyrr. Hún var alltaf að vinna eða útrétta að mér fannst. Þó að hún hlyti litla formlega menntun og kynni þar af leiðandi lítið í erlendum tungumál- um lét hún það ekki aftra sér frá að kynnast framandi samfélögum. Þeg- ar hún var komin vel á fullorðins- aldur ferðaðist hún eins síns liðs alla leið til Eþíópíu og síðar til Malasíu til að heimsækja syni sína. Hún kunni ekki tungumálin þar. Samt sem áður átti hún heilmikil samskipti og sam- ræður við innfædda. Á sinn hljóðláta hátt náði hún sambandi við fólk og framkallaði viðbrögð. Amma kunni semsé að nálgast einstaklinginn og að tjá sig á sinn hátt. Hún hvatti okkur til að leita að einhverju nýju og fallegu sem gæfi lífinu gildi. Það er sennilega ekki til- viljun að óvenjuhátt hlutfall af barnabörnum hennar er listhneigt fólk og stendur framarlega í sínum listgreinum. List er tjáning, oft án orða, sem leitast við að snerta annað fólk. Hún litaði líf okkar með nær- veru sinni og elsku. Hendur hennar tóku ávallt svo vel á móti okkur. Hún strauk alltaf vangann minn með þessum höndum þegar ég kom til hennar til að undirstrika og fram- kalla hlýjuna sem í henni bjó. Hendurnar hennar ömmu eru nú í faðmi skaparans. Hún var sátt við líf SVAVA BERNHARÐSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.