Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 51 Grensáskirkja. Á morgun, laugardaginn 9. nóv., verður árlegur basar Kvenfélags Grensássóknar í safnaðarheimili Grensás- kirkju og hefst kl. 14. Að vanda verður þar margt góðra muna sem m.a. kvenfélagskonur hafa unnið. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Akureyrarkirkja. Hjónanámskeið kl. 20.30 í Safnaðarheimili. Skráning í síma 462-7700 fyrir hádegi. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21 ung- lingasamkoma. Neskirkja. Félagstarf aldraðra Neskirkju laugardaginn 9. nóvember, kl. 14.00. Jóna Hansen kennari segir frá ferð sinni um slóðir Vestur-Íslendinga í Kananda og Bandaríkjunum. Borin verður fram tvírétt- uð heit máltíð. Þeir sem ætla að neyta mátarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511 1560 milli kl. 10-13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Safnaðarstarfsitt. Hún hafði unnið sitt verk vel og vandlega. Hún kvaddi þennan heim í kyrrð – þegjandi og hljóðalaust. Megi hún nú hvíla í friði. Magnús Þorkell Bernharðsson. Ég á marga kafla í lífsbókinni minni um ömmu. „Kompan“ var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur barna- börnunum. Þar leyfði amma okkur að gera tilraunir, með hveiti og fleira, sem erfitt var að stunda ann- ars staðar. Í næstu heimsókn var oft undarlegur fnykur í kompunni, sull- ið hafði þróast og var byrjað að mygla eða harðna í óskiljanlegan litaklump. Þarna átti maður sinn eiginn stað, eigin tilraunastofu, hjá ömmu. Ég man, amma, þegar ég var lítil, að þú smurðir handa mér rúgbrauð með kæfu og skarst það niður í litla munnbita handa mér. Þegar ég, litla stelpan, fékk að smakka kaffi hjá þér í eldhúsinu. Eða þegar við sátum í holinu með gyllta veggfóðrinu og þú skófst handa mér rófu. Það var mikil ást í hverjum munnbita. Best fannst mér þegar þú þeyttir handa mér egg, það var ótrúlegt lostæti sem ég reyndi að treina eftir fremsta megni. Það var svo yndislegt amma, hvað þú varst góð við mig. Þegar þú straukst mjúkum heitum lófanum um vanga minn og baðst mig að hlægja fyrir þig, ég hefði svo skemmtilegan hlát- ur. Þegar þú sagðir mér hvað ég hefði fallegt hár. Þegar þú fannst gömlu fötin af afa handa mér, þó að í fyrstu hafi þér fundist það undarlegt að ung stúlka hafi viljað ganga í karl- mannsfötum af afa sínum. Þegar þú komst með kisu handa mér úr sveit- inni. Þegar þú komst fyrir ein jólin, þegar dóttir mín var ungbarn, með tvö gömul sængurver með hekluðum blúndum, hvít og hrein. Höfðu hang- ið úti á snúru og önguðu af náttúru. Það dugði fyrir þig að strjúka þvott- inn með lófanum, hann varð undir- eins mjúkur og hlýr. Þú hristir sængurnar okkar úti og bjóst um rúmin okkar. Það var yndisleg til- finning fyrir litlu fjölskylduna að sofna í sængurfötum frá þér amma, með hlýjuna frá þér allt í kringum sig. Svo mjúkt og hlýtt. Mér þykir vænt um allar þessar minningar og það var svo margt meira. Ég finn fyrir nærveru þinni. Engl- arnir þínir taka á móti þér og svo liggja leiðir okkar vonandi aftur saman. Þangað til skal ég muna allt það fallega og góða sem þú gerðir, amma mín, fyrir mig og aðra og reyna hafa það að leiðarljósi í lífinu mínu. G. Rósa Eyvindardóttir. Amma Svava kvaddi okkur á eins áreynslulausan og fallegan hátt og mögulegt er. Þetta var táknrænt fyrir hennar persónuleika. Allt í hennar fari var svo blítt, yfirvegað og laust við hörku, hroka og tilætl- unarsemi. Maður átti sér andlegt griðland þegar maður heimsótti ömmu. Framkoman var svo mild, hljóðlát og elskuleg að værð færðist yfir mann í návist hennar og öll streita hreinlega gufaði upp. Hún hafði líka þennan smitandi hlátur. Mörg óborganleg tilvik, tilsvör og saklaus stríðni koma í huga manns þegar hennar er minnst. Amma Svava var afar víðsýn kona og gjörsamlega fordómalaus og tók iðulega upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín og umkomu- laust fólk sem hún tók undir sinn verndarvæng. Ég á eftir að sakna ömmu Svövu mikið. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa verið barnabarn hennar. Hún kenndi mér margt með framkomu sinni og lífssýn. Ég þakka fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um hana. Það er uppörvandi að vita til þess að maður á oft eftir að hugsa til hennar. Minningin um ömmu, hennar fal- lega andlit, bros og hlátur á eftir að gleðja mig og alla sem þekktu hana um ókomna framtíð. Sigurbjörn Bernharðsson.  Fleiri minningargreinar um Svövu Bernharðsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. KIRKJUSTARF ✝ Þórhallur Helga-son fæddist 27. júlí 1935 í Keflavík. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja hinn 31. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi G. Eyjólfsson, f. 1903, d. 1995, og Ingibjörg Halldórs- dóttir, f. 1909, d. 1992. Þau bjuggu lengst af í Keflavík. Bræður Þórhalls eru Hermann, f. 1929, eiginkona hans heitir Áslaug Ólafsdóttir, Eyjólfur, f. 1931, og Guðmund- ur, f. 1943. Þórhallur hóf sambúð með konu sinni Guðrúnu B. Þórðar- dóttur, f. 1936, d. 1985. Foreldr- ar hennar voru Þórður Sigur- björnsson, f. 1907, d. 1985, og Ragnhildur Einarsdóttir, f. 1909, d. 1994. Börn Þórhalls og Guð- rúnar eru Þórður, f. 1969, dáinn sama dag; Ingibjörg, f. 1973, maki hennar er Gunnsteinn Agn- ar Jakobsson, f. 1973, þeirra börn eru Guðrún María, f. 1991, og Alexand- er, f 1994; Ragnar, f. 1975; Ásmundur, f. 1976; og Helga Þuríður, f. 1978, maki hennar er Jó- hann Bergur Hlyns- son, f. 1965. Dóttir þeirra er Ingibjörg, 1998. Þórhallur var fæddur í Reykjavík en uppalinn í Kefla- vík. Hann lauk miðskólaprófi frá Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði og lauk námi við sam- vinnuskólann árið 1953. Hann vann um tíma sem bókari og gjaldkeri hjá Hafsíld h.f. á Seyð- isfirði og um árabil hjá Íslensk- um aðalvertökum s.f. á Keflavík- urflugvelli, en lengst af starfaði hann á hafnarvigtinni í Keflavík. Útför Þórhalls verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast föðurbróð- ur míns Þórhalls Helgasonar með nokkrum fátæklegum orðum. Fá- tæklegum, vegna þess að þegar kemur að þeirri stund að kveðja, verður oft tregt um að koma orðum á blað þó svo að minningarnar hlað- ist upp í huganum. Ég hitti Þórhall fyrst þegar ég var um átta ára gam- all og kom í fyrsta skipti til Kefla- víkur til afa og ömmu. Þegar ég var 18 ára kynntist ég Þórhalli náið, þegar hann útvegaði mér vinnu á sama stað og hann vann sjálfur, við bókhald hjá Ís- lenskum aðalverktökum á Keflavík- urflugvelli. Vinskapur varð ávallt milli okkar þó svo að nokkuð liði milli þess að við hittumst eða töl- uðumst við. Ég held ég hafi ávallt litið upp til Þórhalls, fannst hann mjög klár í öllu sem sneri að bók- haldi og reikningskúnstum flestum. Oft hringdi ég í hann hér áður fyrr og bað um hjálp við útfyllingu á skattaskýrslu sem endaði þá oft þannig að hann lauk við skýrsluna og ég horfði á. Ef ég sagðist ekki skilja hlutina hló hann að mér og sagði: „Þetta kemur, þetta er svo einfalt,“ enda varð sú raunin á að ég varð sjálfbjarga. Þórhallur var hátt á fertugsaldri þegar hann fór í sambúð með Guð- rúnu Þórðardóttur og eignuðust þau fimm börn. Fjögur komust upp og lifa föður sinn, elsta barnið, drengur, lifði einn dag. Sambúð þeirra varð ekki löng því Guðrún veiktist alvarlega og dó 3. sept. 1985, vantaði þá aðeins fjóra daga í að verða fjörutíu og níu ára. Þór- hallur bjó einn með börnum sínum eftir lát Guðrúnar og sá að öllu leyti um uppeldi barnanna. Ég veit að þetta var ekki alltaf auðvelt en þeg- ar ég horfi til baka og sé svo börnin hans í dag dáist ég að hversu vel honum hefur tekist með uppeldið. Þórhallur starfaði sem viktar- maður hjá Keflavíkurhöfn síðasta einn og hálfan áratug. Hann fór að finna fyrir krabbameininu sem svo lagði hann að velli, fyrir um það bil tveim árum. Aldrei var annað á hon- um að heyra en þetta væri eitthvað sem myndi lagast. Þegar ég sjálfur lenti á sjúkrahúsi fyrir um ári síðan kom hann að rúminu til mín, beint úr sínu rúmi bara tveim hæðum neðar, klappaði mér á öxlina, brosti og sagði: Þetta lagast allt. Þórhallur var mikill áhugamaður um fótbolta og sleppti aldrei leikj- um í enska boltanum. Ég átti þess kost að horfa á leiki í heimsmeist- arakeppninni með honum og var það ógleymanleg skemmtun og var áhugi hans það mikill að hann svaf jafnvel í stólnum sínum fyrir fram- an sjónvarpið til að missa ekki af leik. Þórhallur var búinn að vera mjög veikur um nokkurt skeið og nokkuð af þeim tíma verið heima. Dætur hans tvær, sem báðar eru búsettar í Danmörku, hafa verið hér heima til skiptis og hugsað um pabba sinn og bræður. Ég og fjölskylda mín óskum börnum Þórhalls alls hins besta í framtíðinni og biðjum algóðan Guð að vernda þau og blessa. Úlfar Hermannsson. Við, sem komin erum í seinni hálfleik æviskeiðsins, megum alltaf eiga von á því að vinir og sam- ferðamenn heltist úr lestinni og leggi upp í langferðina miklu og slíti samvistum a.m.k. um sinn. Þau sannindi urðu mér enn einu sinni ljós þegar æskuvinur minn, Þórhallur Helgason, lést 31.okt. sl. eftir alvarleg veikindi, sem hann tók með miklu æðruleysi. Við Þórhallur ólumst upp á Vest- urgötunni í Keflavík og voru aðeins nokkrir tugir metra milli æsku- heimila okkar. Við lékum okkur öllum stundum saman allt frá frumbernsku. Fótbolti var okkur vesturbæing- um allt á þessum árum. Frá þessum árum er margs að minnast, m.a. fyrstu utanlandsferð- ar okkar með ÍBK til Færeyja. Á barnaskólaárunum vorum við ávallt saman í bekk. Við fylgdumst alltaf að til og frá skóla. Að unglingaprófi loknu skildu okkar leiðir um hríð, Þórhallur fór í Reykjaskóla í Hrútafirði, en ég á Laugarvatn til að ljúka gagnfræða- prófi, en þá var enginn gagnfræða- skóli í Keflavík. Aftur lágu leiðir okkar Þórhalls saman þegar við fórum í Samvinnu- skólann og vorum við herbergis- félagar þar. Á fyrstu atvinnuárum okkar unn- um við um hríð saman. Þórhallur kvæntist Guðrúnu Þórðardóttur, hinni mætustu konu, og eignuðust þau fjögur börn. Guðrún lést fyrir 19 árum í blóma lífsins frá ungum börnum þeirra. Upp frá því varð Þórhallur að gegna bæði föður- og móðurhlut- verkinu í uppeldi og umönnun barna sinna, þetta rækti hann af al- úð og natni eins og hans var von og vísa. Þórhallur var vel gefinn, vand- aður, fámáll og orðvar maður sem allsstaðar kom sér vel, hvort heldur var í vinnu eða vinahópi. Þótt enn mætti ótalmargt um Þórhall segja þá skal nú senn staðar numið. Með þessum orðum vil ég inn- sigla minningu góðs vinar sem lauk sínu verki heima og að heiman með þeirri prýði að ekki verður um bætt. Ég bið góðan Guð að varðveita æskuvin minn, Þórhall Helgason. Börnum hans og ástvinum send- um við Margrét samúðarkveðjur. Páll Jónsson. ÞÓRHALLUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.