Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 271. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Mannval
Atla
Þjálfarinn hefur notað 54 leik-
menn síðustu tvö ár Íþróttir 2
Hún er komin heim færandi
Sól í hjarta Listir 28
Sól Höllu
Margrétar
Affleck í
árekstri
Roger Michell leikstýrir Ben
Affleck í Skipt um akrein Fólk 56
JÓLATRÉ skreytt með ljósum sjást víða um stræti og torg borgarinnar í
desember. Nú, líkt og á síðasta ári, verða reykvísk tré ráðandi í þessu hlut-
verki. Um þessar mundir er verið að höggva trén í Öskjuhlíðinni og að
sögn Þórólfs Jónssonar garðyrkjustjóra er ástæðan sú að trén í hlíðinni eru
orðin nægilega hávaxin til að gegna þessu hlutverki og því þarf ekki leng-
ur að leita út fyrir borgarmörkin eftir slíkum gersemum.
Morgunblaðið/RAX
Reykvísk jólatré um
stræti og torg
ALFREÐ Þorsteinsson, forstjóri
Umsýslustofnunar varnarmála (áður
Sölunefndar varnarliðseigna), hefur
óskað eftir því við sýslumanninn á
Keflavíkurflugvelli að fram fari lög-
reglurannsókn vegna gruns um mis-
ferli með verðmæti úr eigu varnar-
liðsins. „Við fengum ákveðnar
vísbendingar og gerðum innanhúss-
athugun í okkar bókhaldi. Hún leiddi
í ljós grunsemdir um misferli, sem
við höfum beðið sýslumannsembætt-
ið á Keflavíkurflugvelli að gera rann-
sókn á,“ segir Alfreð í samtali við
Morgunblaðið.
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, stað-
festir að lögreglurannsókn sé hafin.
Hann segir að hún sé á frumstigi og
umfang málsins sé ekki ljóst.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins liggja bæði starfsmenn Um-
sýslustofnunar og varnarliðsins
sjálfs undir grun í málinu. Skrifstofu
Umsýslustofnunar á Keflavíkurflug-
velli hefur verið lokað vegna rann-
sóknarinnar.
Sneitt hjá opinbera sölukerfinu
Þegar einstakar deildir varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli hafa
ekki lengur not fyrir tiltekinn búnað
eða vörur, er slíkt boðið öðrum deild-
um bandaríska hersins án endur-
gjalds. Gangi varnarliðseignirnar
ekki út með þeim hætti, eru þær
boðnar til kaups varnarliðsmönnum
og fjölskyldum þeirra. Sá varningur,
sem ekki selst á vellinum, þar með
taldar bifreiðar, fer til sölumeðferð-
ar hjá Umsýslustofnun varnarmála.
Samkvæmt heimildum blaðsins
beinist rannsóknin m.a. að því hvort
tiltekinn varningur, sem átti að fara
til stofnunarinnar, hafi aldrei farið
rétta leið, heldur verið seldur
framhjá hinu opinbera sölukerfi.
Grunur um mis-
ferli með eignir
varnarliðsins
Umsýslustofnun varnarmála hefur
óskað eftir lögreglurannsókn á málinu
ÁRANGUR náðist á fyrsta fundi
vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) með íröskum embætt-
ismönnum í gær, að mati Hans Blix,
oddvita eftirlitsmannanna. „Ég tel
að okkur sé að verða nokkuð
ágengt,“ sagði Blix er hann kom af
tveggja tíma fundi í utanríkisráðu-
neytinu í Bagdad í gærkvöldi. Fund-
um verður fram haldið í dag.
Um 30 eftirlitsmenn SÞ komu til
Bagdad í gær, en hlutverk þeirra er
að leggja grunninn að vopnaeftirliti
samkvæmt nýrri ályktun SÞ er veitir
þeim víðtækar heimildir til að leita
að gereyðingarvopnum sem Írakar
eru grunaðir um að eiga eða vera að
smíða. Blix sagði við komuna til
Bagdad í gær, að fleiri eftirlitsmenn
kæmu til Íraks 27. nóvember.
Ræddu við ráðgjafa Saddams
Ásamt Blix sat framkvæmdastjóri
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar, Mohamed ElBaradei, fundinn í
Bagdad í gærkvöldi með Írökunum,
þ. á m. Amer al-Saadi hershöfðingja,
sem er ráðgjafi Saddams Husseins
Íraksforseta. Fjögur ár eru síðan
vopnaeftirlitsmenn urðu á brott frá
Írak, en þá voru yfirvofandi loftárás-
ir Bandaríkjamanna og Breta vegna
meints skorts á samstarfsfýsi Íraka.
Samkvæmt nýjustu ályktun SÞ
hafa Írakar frest til áttunda desem-
ber til að leggja fram tæmandi lista
yfir þá staði sem kunni að vera
geymslur fyrir kjarna-, lífefna- eða
efnavopn og langdrægar eldflaugar
sem geta borið þau.
Opinber fréttastofa Íraks hafði í
gær eftir aðstoðarmanni Saddams,
Izzat Ibrahim, að Írakar færu að
ályktuninni til þess að vernda þjóð-
ina fyrir „hroka Bandaríkjamanna“,
en væru tilbúnir til að berjast „ef
okkur verður þröngvað út í stríð“.
Eitt helsta dagblað Íraks, Babil,
sem er í eigu sonar Saddams, Udais,
sagði í leiðara í gær að Írakar vildu
að eftirlitsmenn SÞ „sanni það fyrir
Bandaríkjamönnum að í landi okkar
séu engin gereyðingarvopn“.
Írakar hafa sætt hörðum efna-
hagsþvingunum síðan þeir réðust
inn í Kúveit 1990. Þeim þvingunum
verður unnt að aflétta þegar eftirlits-
menn SÞ hafa lýst því yfir að engin
gereyðingarvopn sé að finna í Írak.
Blix segir árangur
þegar hafa náðst
Fyrstu vopna-
eftirlitsmenn
SÞ komnir
til Bagdad
Reuters
Hans Blix, oddviti vopnaeftirlitsmanna SÞ (t.h.), og Mohamed ElBaradei,
framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (t.v.), ræða við
fréttamenn við komuna til Saddam-flugvallar í Bagdad í gær.
Bagdad. AFP, AP.
SEXTÁN ára unglingur, vopn-
aður hnífi, var í gærkvöldi yf-
irbugaður af lögreglunni í
Barcelona á Spáni eftir að hann
hafði tekið 25 skólabörn í gísl-
ingu. Engan sakaði.
Ræninginn var fyrrverandi
nemandi í skólanum, en hann
mun hafa fallið á prófum og
verið rekinn úr skólanum í
fyrra. Lögreglumanni sem fór
inn í skólahúsið dulbúinn sem
pítsusendill tókst að yfirbuga
ræningjann.
Tók 25 börn
í gíslingu
Barcelona. AFP, AP.
SVEIN Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Noregs,
vill kanna möguleika á því að norskur sjávarút-
vegur greiði auðlindagjald af fiskveiðum. Hann seg-
ir á hinn bóginn að frjálst framsal aflaheimilda sé
ekki á dagskrá.
Þetta kom fram í ræðu, sem ráðherrann hélt á
fundi með útgerðarmönnum í Norður-Noregi. „Þeg-
ar fjallað er um auðlindagjald og sölu fiskiskipa
með veiðiréttindi á háu verði, verður að finna leið til
þess að norskur almenningur njóti þeirrar verð-
mætasköpunar sem við það verður. Ég mun nú
setja af stað umræður um það hvort innheimta beri
auðlindagjald. Það er ljóst að þær umræður verða
mjög mikilvægar,“ sagði ráðherrann.
Hann sagði einnig að yrði auðlindagjald inn-
heimt, yrði því ætlað að greiða fyrir þann kostnað
sem fylgir því að nýta auðlindina, það er að greiða
fyrir rannsóknir, eftirlit og aðra þætti. Líklega
myndi gjaldið verða 5% af verðmæti aflans upp úr
sjó. Umræðan um auðlindagjald í Noregi hefur
sprottið vegna mikils söluhagnaðar við sölu á fiski-
skipum og bátum, þar sem veiðiréttindi eru verð-
lögð mjög hátt, þrátt fyrir að þau sé í raun ekki
framseljanleg.
Veiðiréttindi í Noregi eru bundin bátum eins og á
Íslandi, en ekki má selja þau eða leigja án bátsins.
Hins vegar er útgerðum heimilt að nýta veiðirétt-
indi af tveimur bátum í eigin eigu á einum og leggja
öðrum bátnum.
Alþingi hefur samþykkt að auðlindagjald verði
tekið upp hér á landi og gæti það orðið um 6% af
aflaverðmæti. Auðlindagjald hefur verið innheimt á
Nýja-Sjálandi um nokkurt skeið og miðast það við
þann kostnað sem hlýst af því að nýta auðlindina og
er fremur lágt. Auk þess hafa ýmis Afríkuríki hafið
gjaldtöku með svipuðum hætti.
Norðmenn hugleiða
töku auðlindagjalds